Fleiri fréttir Forstjóri Magma hótaði tímariti vegna ummæla Bjarkar Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, hótaði kanadísku tímariti fyrir að birta ummæli Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu þar sem hún sagðist telja að fyrirtæki í eigu Beaty hefðu orð á sér fyrir að brjóta lög um mannréttindi og samninga verkalýðsfélaga í Suður-Afriku. 19.11.2010 15:09 Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19.11.2010 14:38 Systur Hannesar andvígar lokuðu þinghaldi Systur Hannesar Þórs Helgasonar, sem myrtur var á heimili sínu í ágúst síðastliðinn eru andvígar því að þinghald yfir Gunnari Rúnari Sigþórssyni grunuðum morðingja Hannesar verði haldið fyrir luktum dyrum. 19.11.2010 14:25 Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19.11.2010 14:13 Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19.11.2010 13:52 Tryggingastofnun greiðir á ný fyrir túlkun heyrnarlausra Tryggingastofnun Ríkisins hefur ákveðið að hefja aftur greiðslur fyrir túlkun heyrnarlausra einstaklinga sem eiga viðskipti við stofnunina. Félag heyrnarlausra fagnar þessum tímamótum en til stóð að félagið myndi kæra Tryggingastofnun fyrir brot á réttingum fatlaðra. 19.11.2010 13:45 Kostnaður við landsdóm 113 milljónir Reiknað er með að kostnaður við fyrirhugaðan landsdóm nemi rúmum 113 milljónum króna. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hæstiréttur og dómsmálaráðuneytið lögðu í sameiningu mat á útgjöldin vegna málsins. Nokkur óvissa er þó um heildarkostnaðinn og segir í minisblaðinu að langmesta óvissa liggi í lengd málsmeðferðarinnar. Því er miðað við fjögurra mánaða málsmeðferð, en ef hún reynist sex mánuðir svo dæmi sé tekið aukast útgjöldin um 43 milljónir. Að sama skapi gætu útgjöldin lækkað ef málsmeðferðin tekur skemmri tíma. 19.11.2010 13:35 Herjólfur til Þorlákshafnar á morgun Herjólfur siglir frá til og frá Þorlákshöfn á morgun. Fyrsta ferð á morgun verður í Þorlákshöfn klukkan 07:30 og til Vestmannaeyja klukkan 11:15. Í tilkynningu frá Eimskip, rekstraraðila ferjunnar segir að tekin verði ákvörðun í fyrramálið um framhaldið, en spáð er batnandi veðri síðdegis á morgun og næstu daga. 19.11.2010 13:02 Tekist á um Evrópusambandið hjá vinstri grænum Búast má við að hart verði tekist á um Evrópusambandsmálin á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hefst í dag. Formaður flokksins reiknar með hreinskiptum skoðanaskiptum, en segir engan vafa á því hver stefna flokksins sé í evrópumálum. 19.11.2010 12:28 Nígeríumenn vilja að íslenska lögreglan stöðvi breskan svindlara Breskur svikahrappur, sem staddur er hér á landi, notar viðskipti með íslenska skreið til að féfletta kaupendur í Nígeríu. Sendiherra Nígeríu á Íslandi varar við svikaranum, fyrir hönd þeirra landsmanna sinna, sem hafa verið blekktir. 19.11.2010 12:16 Yfirheyrslur haldið áfram hjá sérstökum saksóknara Yfirheyrslur hafa haldið áfram í morgun vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis fyrir hrun. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri, var yfirheyrður í 11 klukkustundir í gær. 19.11.2010 11:56 Dæmdur lögreglumaður enn við störf Garðar Helgi Magnússon, lögreglumaður, sem fundinn var sekur um að hafa farið offfari við handtöku er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort honum verður vikið úr starfi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir það í höndum ríkislögreglustjóra hvort Garðar Helgi starfar áfram sem lögreglumaður. 19.11.2010 11:38 Líkamsárásir og kynferðisbrot oftast framin að nóttu til Stærstur hluti líkamsárása á sér stað á nóttunni ef marka má afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra fyrir októbermánuð. 54,5 prósent líkamsárása eru framdar frá miðnætti og fram til klukkan sex á morgnana. 41,8 prósent kynferðisbrota eru framin á sama tímabili en innbrot og þjófnaðir eru hinsvegar algengari frá hádegi til klukkan sex síðdegis. 19.11.2010 10:50 Marinó G. Njálsson: „Já, mér finnst óeðlilegt að spyrja“ „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það,“ svarar Marinó G. Njálsson hvort hann ætli að endurskoða afstöðu sína eftir að frétt Fréttatímans um skuldastöðu hans birtist í dag. Marinó tilkynnti á bloggi sínu í gær að hann hefði sagt sig úr stjórn Hagsmunasamtak Heimilanna. Á bloggi sínu skrifar Marinó: 19.11.2010 09:48 Hægt að skila Jónínu í Office 1 Ævisaga Jónínu Benediktsdóttur sem hingað til hefur aðeins fengist hjá N1 fæst nú einnig í verslunum Office 1. Nokkra athygli hefur vakið að ekki er hægt að skipta bókinni hjá N1. Það er hins vegar hægt hjá Office 1. 19.11.2010 09:22 Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19.11.2010 09:06 Bensínlítrinn dýrastur hjá Skeljungi Orkan er með ódýrasta bensínið þennan daginn, samkvæmt athugun Vísis. Þar kostar lítrinn nú 196,70 krónur. Dýrast er bensínið hjá Skeljungi í dag þar sem lítrinn af 95 oktana bensíni kostar 199,90 krónur. 19.11.2010 08:49 Engu munaði að Qantas risaþotan færist Flugmenn Qantas þotunnar í Singapore fengu yfir sig heila holskeflu af bilunum eftir að sprenging varð í hreyfli hennar fyrr í þessum mánuði. 19.11.2010 08:19 Loðna gæti gefið 17 milljarða Talið er að útflutningsverðmæti þeirra 200 þúsund tonna af loðnu, sem Hafrannsóknastofnun leggur til að leyft verði að veiða í vetur, geti numið allt að 17 milljörðum króna. Það veltur á því hvort hægt verði að stýra veiðunum þannig að sem mest náist af hrognum og loðnu til frystingar til manneldis. 19.11.2010 07:34 Yfir þrjátíu námumanna saknað á Nýja Sjálandi Þrjátíu og þriggja manna er saknað eftir sprengingu í kolanámu á Nýja Sjálandi. Björgunarsveitir eru að þyrpast á vettvang, en ekki er vitað á þessari stundu hvað olli sprengingunni. 19.11.2010 07:28 Nígeríumenn kvarta undan svindlara á Íslandi Er þetta Nígeríubréf með öfugum forsendum? Íslandsstofa sem áður var Útflutningsráð Íslands, varar við viðskiptum við ónafngreindan Breta, sem á að vera staddur hér á landi í þeim tilgangi að stunda vafasöm skreiðarviðskipti. Hann er sagður ætla að svindla á kaupsýslumönnum í Nígeríu. 19.11.2010 07:21 Össur og Störe ræða málefni tengd íslam Íslensk og norsk stjórnvöld hafa verið í sambandi varðandi málefni sem tengjast fyrirhugaðri mosku í Tromsö, en félagsskapurinn sem keypti Ýmishúsið við Skógarhlíð vann að því verkefni. Sami hópur vinnur einnig að fleiri svipuðum verkefnum annars staðar á Norðurlöndunum. 19.11.2010 06:15 Getur hindrað garnaflækju Hjálpartæki þeirra sem ánægju hafa af því að prjóna bar sigur úr býtum í Snilldarlausnum Marel, hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna, sem lauk í gær. Þátttakendur í keppninni áttu að auka notagildi pappakassa. 19.11.2010 06:00 Segir yfirheyrslur slitastjórnar vera í lagi Dómstjórinn í Reykjavík gerir engar athugasemdir við yfirheyrsluaðferðir slitastjórnar Glitnis. Þetta kemur fram í bréfi sem Helgi I. Jónsson dómstjóri hefur sent lögmanni Bjarna Jóhannessonar, fyrrverandi viðskiptastjóra Glitnis. 19.11.2010 06:00 Rauðvínið reyndist vera amfetamínbasi Þrjátíu og sjö ára karlmaður, Daniel Danielewicz, kvaðst fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær hafa talið sig vera að færa samlanda sínum hér á landi rauðvín, skinku, bjúgu og lyf, þegar hann kom til landsins í ágúst síðastliðnum. Í „rauðvínsflöskunni“ reyndist vera rúmlega einn lítri af amfetamínvökva. Úr honum hefði mátt vinna rúmlega átta kíló af amfetamíni, sem hægt hefði verið að selja fyrir 25 milljónir króna, að því er fram kom hjá saksóknara í málinu, Júlíusi Kristni Magnússyni. 19.11.2010 06:00 Pláneta utan vetrarbrautar Stjörnufræðingar telja sig hafa fundið í í fyrsta sinn plánetu sem er upprunnin utan Vetrarbrautarinnar. Pláneta þessi er af svipaðri gerð og Júpíter, en nokkuð stærri. 19.11.2010 06:00 Segja annað gilda um starfið á Íslandi Sömu aðilar standa á bak við sjálfseignarstofnunina Islamic Endowment Center in Iceland, sem festi nýlega kaup á Ýmishúsinu við Skógarhlíð, og verkefni um að byggja mosku í Tromsö í Noregi. 19.11.2010 06:00 Þarf 100 nýja bíla á næsta ári Gert er ráð fyrir að stofnanir og fyrirtæki ríkisins þurfi að kaupa eða leigja allt að hundrað nýja bíla á næsta ári. Ríkiskaup hafa efnt til útboðs vegna þess. Verða viðskiptin gerð á rekstrarleigukjörum næsta árs. Í auglýsingu frá Ríkiskaupum segir að um kaup eða leigu á bifreiðum af ýmsum stærðum og gerðum sé að ræða. Veigamikill þáttur í mati á tilboðum verði koltvísýringslosun. - bþs 19.11.2010 05:30 Gert án samþykkis borgaryfirvalda „Það hefur ekki verið full sátt á milli aðila um hvernig skuli staðið að þessu,“ segir Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. „Borgin vildi kanna betur hvort það væri hægt að finna aðrar aðgerðir til að draga úr raunhraða.“ 19.11.2010 05:30 Styttist í síðasta sendingardag Síðasti öruggi skiladagur til að póstleggja jólapakka til landa utan Evrópu er mánudagurinn 6. desember og föstudagurinn 10. desember fyrir jólakort til landa utan Evrópu. 19.11.2010 05:15 Tæplega 50% treysta prestum Tæplega helmingur landsmanna ber mikið traust til sinnar sóknarkirkju og prestanna í sinni sókn. Tæp tuttugu prósent bera lítið traust til þeirra. Kemur þetta fram í niðurstöðum nýlegrar könnunar Capacent sem unnin var fyrir Biskupsstofu. 19.11.2010 05:15 Heilbrigðisráðuneytið bruðlar Áform heilbrigðisráðuneytisins um að staðsetja sameinaða stofnun Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar í Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg vöktu hörð viðbrögð á þingi í fyrradag. Frumvarp um sameiningu stofnananna var til umræðu. 19.11.2010 05:15 Þáðu netaveiðistyrk frá Evrópusambandinu Færeyingar eru ævareiðir Skotum en fyrirtæki þar í landi hefur þegið styrk Evrópusambandsins upp á hundrað þúsund pund, jafnvirði átján milljóna króna. Fyrirtækið veiðir lax í net. 19.11.2010 05:00 Upplýsingagjöf helsta hagsmunamálið Álframleiðendur á Íslandi, Rio Tinto Alcan, Alcoa Fjarðaál og Norðurál, hafa tekið höndum saman til að vinna að sameiginlegum hagsmunum atvinnugreinarinnar og stofnað Samtök álframleiðenda, eða Samál. Að sögn Rannveigar Rist, stjórnarformanns Samáls, er helsta hagsmunamál áliðnaðarins á Íslandi í dag upplýsingagjöf. 19.11.2010 05:00 Læknar semja ekki um stórfellda lækkun „Ég tel mér skylt að standa vörð um þessa þjónustu hér á landi. Ef semja á niður verð um allt að tuttugu prósent er sjálfhætt og læknarnir fara annað,“ segir Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna. Sérfræðilæknar munu ekki semja um átján prósent lækkun á taxta til að mæta sparnaðarkröfu fjárlaga, að hans sögn. 19.11.2010 05:00 Vindmælingar hér á landi enn á algjöru byrjunarstigi Þær vindmælingar sem nauðsynlegar eru til viðmiða fyrir vindmyllur eru á algöru byrjunarstigi hér á landi. Starfshópur innan Landsvirkjunar, ásamt Veðurstofu Íslands og Umhverfisstofnun, hefur nú hafist handa við slíkar mælingar og segir Úlfar Linnet, sérfræðingur í orkuathugunum hjá Landsvirkjun, enn langt í land. 19.11.2010 04:45 Kennarar vara við niðurskurði Kennarafélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti mótmælir niðurskurði á fjárveitingum til framhaldsskóla og varar við áhrifum hans. Telur félagið að ekki verði gengið lengra í sparnaði án þess að námsframboð verði skert. „Húsnæði tekur víða ekki við fjölmennari bekkjardeildum og hagrætt hefur verið til hins ítrasta gagnvart kennurum,“ segir í ályktun. 19.11.2010 04:00 Telur sig geta sigrað Barack Obama Bandaríkin Sarah Palin, fyrrverandi varaforsetaefni repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í viðtali við ABC-stöðina í gær að hún gæti sigrað Barack Obama í forsetakosningunum 2012. 19.11.2010 04:00 Einn sprakk yfir Singapúr Útlit er fyrir að skipta þurfi út allt að fjörutíu hreyflum í A380-risaþotunum frá Airbus vegna öryggisástæðna. Hreyflar biluðu fyrir nokkru í tveimur þotum ástralska flugfélagsins Qantas, en í öðru tilvikinu leiddi olíusmit í hreyfli til þess að hann sprakk í flugi yfir Singapúr. 19.11.2010 02:45 Rænd tvisvar á einni viku á götum Kaupmannahafnar „Núna langar mig að líma allt dótið mitt á mig svo það verði ekki tekið af mér,“ segir Athena Ragna, fyrirsæta og nemi í tískumarkaðssetningu í Kaupmannahöfn. 19.11.2010 00:01 Bók Jónínu seld á hálfvirði Bókaverslunin Office 1 keypti í vikunni 300 eintök af ævisögu athafnakonunnar Jónínu Benediktsdóttur á bensínstöðvum N1 og hyggst selja þær á hálfvirði frá og með morgundeginum. Frá þessu er greint í Fréttatímanum sem kemur út á morgun. 18.11.2010 23:31 Kate Middleton: Hefði viljað hitta Díönu Kate Middleton, unnusta Vilhjálms Bretaprins, segir að hún hefði gjarnan viljað hitta Díönu prinsessu sem hafi verið mögnuð fyrirmynd. Líkt og áður hefur komið fram munu Vilhjálmur og Kate ganga í hjónaband á næsta ári. 18.11.2010 22:08 Ruddist inn og lamdi fyrrverandi sambýliskonu Tveir karlmenn, annar 27 ára gamall og hinn 28 ára, hafa verið ákærðir fyrir líkamsárás og húsbrot. 18.11.2010 21:00 Bækur Arnaldar og Njála voru góður undirbúningur Fyrsta glæpasagan af mörgum um lögreglumanninn Magnús Jónsson er nýkomin út. Höfundur er enski rithöfundurinn Michael Ridpath, sem er heillaður af Íslandi. 18.11.2010 21:30 Hringdi inn sprengjuhótun til að koma í veg fyrir brúðkaup Móðir í Rússlandi greip til örþrifaráða þegar dóttir hennar var á leið upp í flugvél til þess að hitta tilvonandi eiginmann sinn. Móðirin var greinilega ósátt við ráðahaginn og hringdi hún í flugvallaryfirvöld rétt fyrir flugtak og sagði að dóttirin ætlaði sér að sprengja flugvélina í loft upp. Lögregla brást snöggt við, vélin var stöðvuð á flugbrautinni og dóttirin handtekin af þungvopnuðum víkingasveitarmönnum. 18.11.2010 21:00 Sjá næstu 50 fréttir
Forstjóri Magma hótaði tímariti vegna ummæla Bjarkar Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, hótaði kanadísku tímariti fyrir að birta ummæli Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu þar sem hún sagðist telja að fyrirtæki í eigu Beaty hefðu orð á sér fyrir að brjóta lög um mannréttindi og samninga verkalýðsfélaga í Suður-Afriku. 19.11.2010 15:09
Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19.11.2010 14:38
Systur Hannesar andvígar lokuðu þinghaldi Systur Hannesar Þórs Helgasonar, sem myrtur var á heimili sínu í ágúst síðastliðinn eru andvígar því að þinghald yfir Gunnari Rúnari Sigþórssyni grunuðum morðingja Hannesar verði haldið fyrir luktum dyrum. 19.11.2010 14:25
Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19.11.2010 14:13
Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19.11.2010 13:52
Tryggingastofnun greiðir á ný fyrir túlkun heyrnarlausra Tryggingastofnun Ríkisins hefur ákveðið að hefja aftur greiðslur fyrir túlkun heyrnarlausra einstaklinga sem eiga viðskipti við stofnunina. Félag heyrnarlausra fagnar þessum tímamótum en til stóð að félagið myndi kæra Tryggingastofnun fyrir brot á réttingum fatlaðra. 19.11.2010 13:45
Kostnaður við landsdóm 113 milljónir Reiknað er með að kostnaður við fyrirhugaðan landsdóm nemi rúmum 113 milljónum króna. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hæstiréttur og dómsmálaráðuneytið lögðu í sameiningu mat á útgjöldin vegna málsins. Nokkur óvissa er þó um heildarkostnaðinn og segir í minisblaðinu að langmesta óvissa liggi í lengd málsmeðferðarinnar. Því er miðað við fjögurra mánaða málsmeðferð, en ef hún reynist sex mánuðir svo dæmi sé tekið aukast útgjöldin um 43 milljónir. Að sama skapi gætu útgjöldin lækkað ef málsmeðferðin tekur skemmri tíma. 19.11.2010 13:35
Herjólfur til Þorlákshafnar á morgun Herjólfur siglir frá til og frá Þorlákshöfn á morgun. Fyrsta ferð á morgun verður í Þorlákshöfn klukkan 07:30 og til Vestmannaeyja klukkan 11:15. Í tilkynningu frá Eimskip, rekstraraðila ferjunnar segir að tekin verði ákvörðun í fyrramálið um framhaldið, en spáð er batnandi veðri síðdegis á morgun og næstu daga. 19.11.2010 13:02
Tekist á um Evrópusambandið hjá vinstri grænum Búast má við að hart verði tekist á um Evrópusambandsmálin á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hefst í dag. Formaður flokksins reiknar með hreinskiptum skoðanaskiptum, en segir engan vafa á því hver stefna flokksins sé í evrópumálum. 19.11.2010 12:28
Nígeríumenn vilja að íslenska lögreglan stöðvi breskan svindlara Breskur svikahrappur, sem staddur er hér á landi, notar viðskipti með íslenska skreið til að féfletta kaupendur í Nígeríu. Sendiherra Nígeríu á Íslandi varar við svikaranum, fyrir hönd þeirra landsmanna sinna, sem hafa verið blekktir. 19.11.2010 12:16
Yfirheyrslur haldið áfram hjá sérstökum saksóknara Yfirheyrslur hafa haldið áfram í morgun vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis fyrir hrun. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri, var yfirheyrður í 11 klukkustundir í gær. 19.11.2010 11:56
Dæmdur lögreglumaður enn við störf Garðar Helgi Magnússon, lögreglumaður, sem fundinn var sekur um að hafa farið offfari við handtöku er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort honum verður vikið úr starfi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir það í höndum ríkislögreglustjóra hvort Garðar Helgi starfar áfram sem lögreglumaður. 19.11.2010 11:38
Líkamsárásir og kynferðisbrot oftast framin að nóttu til Stærstur hluti líkamsárása á sér stað á nóttunni ef marka má afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra fyrir októbermánuð. 54,5 prósent líkamsárása eru framdar frá miðnætti og fram til klukkan sex á morgnana. 41,8 prósent kynferðisbrota eru framin á sama tímabili en innbrot og þjófnaðir eru hinsvegar algengari frá hádegi til klukkan sex síðdegis. 19.11.2010 10:50
Marinó G. Njálsson: „Já, mér finnst óeðlilegt að spyrja“ „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það,“ svarar Marinó G. Njálsson hvort hann ætli að endurskoða afstöðu sína eftir að frétt Fréttatímans um skuldastöðu hans birtist í dag. Marinó tilkynnti á bloggi sínu í gær að hann hefði sagt sig úr stjórn Hagsmunasamtak Heimilanna. Á bloggi sínu skrifar Marinó: 19.11.2010 09:48
Hægt að skila Jónínu í Office 1 Ævisaga Jónínu Benediktsdóttur sem hingað til hefur aðeins fengist hjá N1 fæst nú einnig í verslunum Office 1. Nokkra athygli hefur vakið að ekki er hægt að skipta bókinni hjá N1. Það er hins vegar hægt hjá Office 1. 19.11.2010 09:22
Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19.11.2010 09:06
Bensínlítrinn dýrastur hjá Skeljungi Orkan er með ódýrasta bensínið þennan daginn, samkvæmt athugun Vísis. Þar kostar lítrinn nú 196,70 krónur. Dýrast er bensínið hjá Skeljungi í dag þar sem lítrinn af 95 oktana bensíni kostar 199,90 krónur. 19.11.2010 08:49
Engu munaði að Qantas risaþotan færist Flugmenn Qantas þotunnar í Singapore fengu yfir sig heila holskeflu af bilunum eftir að sprenging varð í hreyfli hennar fyrr í þessum mánuði. 19.11.2010 08:19
Loðna gæti gefið 17 milljarða Talið er að útflutningsverðmæti þeirra 200 þúsund tonna af loðnu, sem Hafrannsóknastofnun leggur til að leyft verði að veiða í vetur, geti numið allt að 17 milljörðum króna. Það veltur á því hvort hægt verði að stýra veiðunum þannig að sem mest náist af hrognum og loðnu til frystingar til manneldis. 19.11.2010 07:34
Yfir þrjátíu námumanna saknað á Nýja Sjálandi Þrjátíu og þriggja manna er saknað eftir sprengingu í kolanámu á Nýja Sjálandi. Björgunarsveitir eru að þyrpast á vettvang, en ekki er vitað á þessari stundu hvað olli sprengingunni. 19.11.2010 07:28
Nígeríumenn kvarta undan svindlara á Íslandi Er þetta Nígeríubréf með öfugum forsendum? Íslandsstofa sem áður var Útflutningsráð Íslands, varar við viðskiptum við ónafngreindan Breta, sem á að vera staddur hér á landi í þeim tilgangi að stunda vafasöm skreiðarviðskipti. Hann er sagður ætla að svindla á kaupsýslumönnum í Nígeríu. 19.11.2010 07:21
Össur og Störe ræða málefni tengd íslam Íslensk og norsk stjórnvöld hafa verið í sambandi varðandi málefni sem tengjast fyrirhugaðri mosku í Tromsö, en félagsskapurinn sem keypti Ýmishúsið við Skógarhlíð vann að því verkefni. Sami hópur vinnur einnig að fleiri svipuðum verkefnum annars staðar á Norðurlöndunum. 19.11.2010 06:15
Getur hindrað garnaflækju Hjálpartæki þeirra sem ánægju hafa af því að prjóna bar sigur úr býtum í Snilldarlausnum Marel, hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna, sem lauk í gær. Þátttakendur í keppninni áttu að auka notagildi pappakassa. 19.11.2010 06:00
Segir yfirheyrslur slitastjórnar vera í lagi Dómstjórinn í Reykjavík gerir engar athugasemdir við yfirheyrsluaðferðir slitastjórnar Glitnis. Þetta kemur fram í bréfi sem Helgi I. Jónsson dómstjóri hefur sent lögmanni Bjarna Jóhannessonar, fyrrverandi viðskiptastjóra Glitnis. 19.11.2010 06:00
Rauðvínið reyndist vera amfetamínbasi Þrjátíu og sjö ára karlmaður, Daniel Danielewicz, kvaðst fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær hafa talið sig vera að færa samlanda sínum hér á landi rauðvín, skinku, bjúgu og lyf, þegar hann kom til landsins í ágúst síðastliðnum. Í „rauðvínsflöskunni“ reyndist vera rúmlega einn lítri af amfetamínvökva. Úr honum hefði mátt vinna rúmlega átta kíló af amfetamíni, sem hægt hefði verið að selja fyrir 25 milljónir króna, að því er fram kom hjá saksóknara í málinu, Júlíusi Kristni Magnússyni. 19.11.2010 06:00
Pláneta utan vetrarbrautar Stjörnufræðingar telja sig hafa fundið í í fyrsta sinn plánetu sem er upprunnin utan Vetrarbrautarinnar. Pláneta þessi er af svipaðri gerð og Júpíter, en nokkuð stærri. 19.11.2010 06:00
Segja annað gilda um starfið á Íslandi Sömu aðilar standa á bak við sjálfseignarstofnunina Islamic Endowment Center in Iceland, sem festi nýlega kaup á Ýmishúsinu við Skógarhlíð, og verkefni um að byggja mosku í Tromsö í Noregi. 19.11.2010 06:00
Þarf 100 nýja bíla á næsta ári Gert er ráð fyrir að stofnanir og fyrirtæki ríkisins þurfi að kaupa eða leigja allt að hundrað nýja bíla á næsta ári. Ríkiskaup hafa efnt til útboðs vegna þess. Verða viðskiptin gerð á rekstrarleigukjörum næsta árs. Í auglýsingu frá Ríkiskaupum segir að um kaup eða leigu á bifreiðum af ýmsum stærðum og gerðum sé að ræða. Veigamikill þáttur í mati á tilboðum verði koltvísýringslosun. - bþs 19.11.2010 05:30
Gert án samþykkis borgaryfirvalda „Það hefur ekki verið full sátt á milli aðila um hvernig skuli staðið að þessu,“ segir Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. „Borgin vildi kanna betur hvort það væri hægt að finna aðrar aðgerðir til að draga úr raunhraða.“ 19.11.2010 05:30
Styttist í síðasta sendingardag Síðasti öruggi skiladagur til að póstleggja jólapakka til landa utan Evrópu er mánudagurinn 6. desember og föstudagurinn 10. desember fyrir jólakort til landa utan Evrópu. 19.11.2010 05:15
Tæplega 50% treysta prestum Tæplega helmingur landsmanna ber mikið traust til sinnar sóknarkirkju og prestanna í sinni sókn. Tæp tuttugu prósent bera lítið traust til þeirra. Kemur þetta fram í niðurstöðum nýlegrar könnunar Capacent sem unnin var fyrir Biskupsstofu. 19.11.2010 05:15
Heilbrigðisráðuneytið bruðlar Áform heilbrigðisráðuneytisins um að staðsetja sameinaða stofnun Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar í Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg vöktu hörð viðbrögð á þingi í fyrradag. Frumvarp um sameiningu stofnananna var til umræðu. 19.11.2010 05:15
Þáðu netaveiðistyrk frá Evrópusambandinu Færeyingar eru ævareiðir Skotum en fyrirtæki þar í landi hefur þegið styrk Evrópusambandsins upp á hundrað þúsund pund, jafnvirði átján milljóna króna. Fyrirtækið veiðir lax í net. 19.11.2010 05:00
Upplýsingagjöf helsta hagsmunamálið Álframleiðendur á Íslandi, Rio Tinto Alcan, Alcoa Fjarðaál og Norðurál, hafa tekið höndum saman til að vinna að sameiginlegum hagsmunum atvinnugreinarinnar og stofnað Samtök álframleiðenda, eða Samál. Að sögn Rannveigar Rist, stjórnarformanns Samáls, er helsta hagsmunamál áliðnaðarins á Íslandi í dag upplýsingagjöf. 19.11.2010 05:00
Læknar semja ekki um stórfellda lækkun „Ég tel mér skylt að standa vörð um þessa þjónustu hér á landi. Ef semja á niður verð um allt að tuttugu prósent er sjálfhætt og læknarnir fara annað,“ segir Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna. Sérfræðilæknar munu ekki semja um átján prósent lækkun á taxta til að mæta sparnaðarkröfu fjárlaga, að hans sögn. 19.11.2010 05:00
Vindmælingar hér á landi enn á algjöru byrjunarstigi Þær vindmælingar sem nauðsynlegar eru til viðmiða fyrir vindmyllur eru á algöru byrjunarstigi hér á landi. Starfshópur innan Landsvirkjunar, ásamt Veðurstofu Íslands og Umhverfisstofnun, hefur nú hafist handa við slíkar mælingar og segir Úlfar Linnet, sérfræðingur í orkuathugunum hjá Landsvirkjun, enn langt í land. 19.11.2010 04:45
Kennarar vara við niðurskurði Kennarafélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti mótmælir niðurskurði á fjárveitingum til framhaldsskóla og varar við áhrifum hans. Telur félagið að ekki verði gengið lengra í sparnaði án þess að námsframboð verði skert. „Húsnæði tekur víða ekki við fjölmennari bekkjardeildum og hagrætt hefur verið til hins ítrasta gagnvart kennurum,“ segir í ályktun. 19.11.2010 04:00
Telur sig geta sigrað Barack Obama Bandaríkin Sarah Palin, fyrrverandi varaforsetaefni repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í viðtali við ABC-stöðina í gær að hún gæti sigrað Barack Obama í forsetakosningunum 2012. 19.11.2010 04:00
Einn sprakk yfir Singapúr Útlit er fyrir að skipta þurfi út allt að fjörutíu hreyflum í A380-risaþotunum frá Airbus vegna öryggisástæðna. Hreyflar biluðu fyrir nokkru í tveimur þotum ástralska flugfélagsins Qantas, en í öðru tilvikinu leiddi olíusmit í hreyfli til þess að hann sprakk í flugi yfir Singapúr. 19.11.2010 02:45
Rænd tvisvar á einni viku á götum Kaupmannahafnar „Núna langar mig að líma allt dótið mitt á mig svo það verði ekki tekið af mér,“ segir Athena Ragna, fyrirsæta og nemi í tískumarkaðssetningu í Kaupmannahöfn. 19.11.2010 00:01
Bók Jónínu seld á hálfvirði Bókaverslunin Office 1 keypti í vikunni 300 eintök af ævisögu athafnakonunnar Jónínu Benediktsdóttur á bensínstöðvum N1 og hyggst selja þær á hálfvirði frá og með morgundeginum. Frá þessu er greint í Fréttatímanum sem kemur út á morgun. 18.11.2010 23:31
Kate Middleton: Hefði viljað hitta Díönu Kate Middleton, unnusta Vilhjálms Bretaprins, segir að hún hefði gjarnan viljað hitta Díönu prinsessu sem hafi verið mögnuð fyrirmynd. Líkt og áður hefur komið fram munu Vilhjálmur og Kate ganga í hjónaband á næsta ári. 18.11.2010 22:08
Ruddist inn og lamdi fyrrverandi sambýliskonu Tveir karlmenn, annar 27 ára gamall og hinn 28 ára, hafa verið ákærðir fyrir líkamsárás og húsbrot. 18.11.2010 21:00
Bækur Arnaldar og Njála voru góður undirbúningur Fyrsta glæpasagan af mörgum um lögreglumanninn Magnús Jónsson er nýkomin út. Höfundur er enski rithöfundurinn Michael Ridpath, sem er heillaður af Íslandi. 18.11.2010 21:30
Hringdi inn sprengjuhótun til að koma í veg fyrir brúðkaup Móðir í Rússlandi greip til örþrifaráða þegar dóttir hennar var á leið upp í flugvél til þess að hitta tilvonandi eiginmann sinn. Móðirin var greinilega ósátt við ráðahaginn og hringdi hún í flugvallaryfirvöld rétt fyrir flugtak og sagði að dóttirin ætlaði sér að sprengja flugvélina í loft upp. Lögregla brást snöggt við, vélin var stöðvuð á flugbrautinni og dóttirin handtekin af þungvopnuðum víkingasveitarmönnum. 18.11.2010 21:00