Fleiri fréttir

Ákvörðun um ákæru á hendur Gunnari Rúnari tekin fyrir helgi

Ríkissaksóknari þarf að taka ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út á hendur Gunnari Rúnari Sigurþórssyni i síðasta lagi á föstudag. Gunnar Rúnar er grunaður um morð á Hannesi Þór Helgasyni í Hafnarfirði þann 15. ágúst síðastliðinn. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari segir að

Niðurstaða í Icesave kemur Bjarna ekki á óvart

Betri niðurstaða í Icesave málinu sem nú stefnir í kemur ekki á óvart, segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hafi fylgst vel með samningaferlinu og orðiðáskynja að mikill árangur hafi náðst.

Vilhjálmur prins og Kate Middleton giftast

Breska hirðin hefur tilkynnt að Vilhjálmur prins muni ganga að eiga kærustu sína Kate Middleton á næsta ári. Í fréttum segir að prinsinn hafi beðið föður hennar um leyfi áður en hann bað um hönd hennar.

Jólagjöfin í ár er íslensk lopapeysa

Valinkunnir neyslufrömuðir sem Rannsóknasetur verslunarinnar fékk til liðs við sig hafa valið íslenska lopapeysu sem jólagjöf ársins 2010. Það er nú orðið árvisst að Rannsóknasetrið velji jólagjöf ársins. Á síðasta ári var „jákvæð upplifun," jólagjöf ársins 2009 var íslensk hönnun. Árin þar áður hafði kveðið við annan tón en árið 2007 var jólagjöf ársins GPS staðsetningartæki en árið 2006 var hún ávaxta- og grænmetispressa.

Tryggja sig fyrir gröðum stjörnum

Stórfyrirtæki sem leigja stórstjörnur til þess að auglýsa framleiðslu sína eru í auknum mæli farin að taka sér svokallaðar vansæmdartryggingar.

Bókaþjóðin orðin nettengd

Edda útgáfa hefur fyrst íslenskra útgáfna gert samning við Apple um dreifingu á rafrænum bókum. Eigendur iPad og iPhone geta nú nálgast fyrstu bókina á íslensku á rafrænu formi. Nýtist öðrum forlögum til að koma bókum sínum á netið.

Ekki hægt að skipta ævisögum Jónínu og Björgvins

Enginn skilaréttur er á ævisögum þeirra Jónínu Benediktsdóttur og Björgvins G. Sigurðssonar sem einungis eru seldar í verslunum N1. Viðskiptaráðuneytið hefur í samvinnu við Neytendasamtökin sett fram leiðbeinandi verklagsreglur um skilarétt en verslunum er í sjálfvald sett hvort þær fara eftir þeim. Það er því fullkomlega löglegt að meina viðskiptavinum að skipta ógallaðri vöru. „Fólk þarf að kaupa þessar bækur með þá staðreynd í huga að þeim er ekki hægt að skila. Við hvetjum fólk til að vera meðvitað um þetta. Það er í raun það eina sem við getum gert," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.

Verðmætri Potter bók stolið

Verðmætu eintaki af fyrstu prentun einnar Harry Potter bókanna var stolið úr listasafni í Englandi. Það var Harry Potter And The Philosophers Stone.

Leiðbeina aðstandendum geðsjúkra

Aðstandendur geðsjúkra vita ekkert hvert þeir eiga að leita eftir stuðningi og ráðgjöf, segir Kristín Tómasdóttir ráðgjafi hjá Geðhjálp.

Ella Dís er komin til meðvitundar

Ella Dís opnaði augun seint í gær og er komin til meðvitundar. „Mér fannst hún samt ekki alveg þekkja mig en þetta er skref fram á við og ég vona svo og bið að framhaldið sé aðeins upp á við," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, sem lá meðvitundarlaus á Barnaspítala Hringsins. Eins og Vísir sagði frá í gær var ástand Ellu Dísar mjög alvarlegt en svo virðist sem líðan hennar sé betri í dag.

Veiðimenn á vígaslóð

Sjúkrahús í Wisconsin í Bandaríkjunum búa sig nú undir dádýra-veiðitímabilið sem hefst um næstu helgi. Nánar tiltekið á laugardaginn.

Líðan Ólafs óbreytt

Líðan tónlistarmannsins Ólafs Þórðarsonar var óbreytt, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæsludeild sem Vísir talaði við í laust eftir klukkan níu í morgun.

Dagur íslenskrar tungu í dag

Degi íslenskrar tungu er fagnað í dag, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar skálds. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hvetur skóla og aðrar stofnanir, sem og landsmenn alla, til að huga að því að nota 16. nóvember, eða dagana þar í kring, til að hafa íslenska tungu sérstaklega í öndvegi. Hægt er að fagna deginum með margvíslegu móti, til dæmis upplestri, ritunarsamkeppni, verðlaunum og viðurkenningum, handritasýningum, bókakynningum, samkomum af ýmsum toga og tónlistarflutningi svo að fátt eitt sé nefnt.

Svarafár morðingi

Nidal Malik Hasan öskraði Allah akbar eða Allah er mestur, þegar hann hóf skothríð á félaga sína í Fort Hood herstöðinni í Texas í nóvember á síðasta ári. Hann skaut á alla sem fyrir honum urðu, bæði hermenn og óbreytta borgara.

Sígaunakonum fjölgar á götum í Osló

Konur frá Austur Evrópu hafa lengi fundist á götum Oslóar og annarra stærri borga í Noregi. Lögreglan hefur vakið athygli á því að sígaunakonum fjölgar stöðugt í þeim hópi. Þær koma aðallega frá Búlgaríu og Rúmeníu.

Margir flúðu út á vinnupallana

Tugir slökkviliðsbíla voru notaðir til að slökkva eld í 28 hæða fjölbýlishúsi í Sjanghaí í Kína. Síðdegis í gær var ljóst að í það minnsta 42 fórust og tugir manna slösuðust í eldsvoðanum.

Þrjú skjöl í forsætisráðuneyti

Aðeins þrjú skjöl finnast í forsætisráðuneytinu sem tengjast ákvörðun forsætisráðherra og utanríkisráðherra um stuðning Íslands við innrás Bandaríkjanna í Írak í mars 2003. Skjölin verða ekki afhent fjölmiðlum. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er um að ræða eina fundargerð ríkisstjórnarfundar og tvö vinnuskjöl, sem eru undanþegin upplýsingalögum.

Landeyjahöfn enn til vandræða

Síðasta ferð Herjólfs frá Eyjum til Landeyjahafnar í gær var felld niður vegna ölduhæðar við höfnina og óveðurs. Fyrstu tvær ferðirnar í dag falla líka niður af sömu orsökum og verður ekki farið til Þorlákshafnar í staðinn.

Samfélagsáhrif niðurskurðar metin

Fjárlaganefnd Alþingis hefur falið Byggðastofnun að meta samfélagslegar afleiðingar niðurskurðar opinberrar þjónustu í kjölfar efnahagshrunsins. Skoða á hvaða áhrif fjárlög áranna 2009 til 2011 hafa haft. Í þeim birtist efnahagsstefna stjórnvalda.

Ólafur Þórðarson er þungt haldinn

Ólafur Þórðarson tónlistarmaður liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild eftir höfuðáverka sem sonur hans veitti honum á sunnudag. Sonur Ólafs, Þorvarður Davíð Ólafsson, hefur játað að hafa ráðist á föður sinn og var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald og til að sæta geðrannsókn. Árásina gerði Þorvarður á heimili Ólafs í Þingholtunum í Reykjavík. Framburður vitna leiddi til handtöku Þorvarðar og konu sem með honum var. Konunni var síðar sleppt.

Banamein til rannsóknar

Jarðneskar leifar danska stjörnufræðingsins Tycho Brahe voru grafnar upp í gær, svo ganga megi úr skugga um hvort hann hafi verið myrtur.

Óttast enskuna í háskólum

Íslensk málnefnd hefur áhyggjur af stöðu íslenskunnar í háskólasamfélaginu og vill að íslenska verði gerð að opinberu tungumáli í Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í ályktun nefndarinnar sem samþykkt var um mánaðamót.

Fréttaskýring: Frambjóðendur gagnrýna bæði stjórnvöld og fjölmiðla

Hvað veldur óánægju meðal frambjóðenda til stjórnlagaþings? Stór hópur frambjóðenda til stjórnlagaþings er afar ósáttur við hversu litla kynningu málstaður frambjóðenda hefur fengið í aðdraganda kosninganna. Skorað hefur verið á Ríkisútvarpið að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu og kynna frambjóðendurna fyrir almenningi.

Þarf leyfi frá Geislavörnum

Settar verða reglur til að takmarka notkun öflugra leysibenda vegna vaxandi fjölda dæma um misnotkun.

Kenna fólki stofnun sprotafyrirtækja

Startup Weekend-vinnusmiðjan verður haldin í fyrsta sinn á Íslandi í lok alþjóðlegrar athafnaviku. Um er að ræða vinnusmiðju með leiðbeinendum frá Bandaríkjunum sem munu fræða þátttakendur um stofnun sprotafyrirtækja og mótun viðskiptahugmynda.

Óttast að blokkin fyllist af barnafólki

„Það sem um ræðir er að maður keypti hér íbúð og þar býr sonur hans og tengdadóttir á fertugsaldri ásamt þremur litlum börnum, öllum innan þriggja ára,“ segir hússtjórn Skipalóns 16 til 20 í Hafnarfirði í bréfi til Fréttablaðsins.

Rannsóknarstarfið hafið hjá kirkjunni

Kirkjuþing samþykkti samhljóða tilnefningar kirkjuráðs til rannsóknarnefndar á laugardag sem á að rannsaka viðbrögð og starfshætti Þjóðkirkjunnar í kjölfar ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi vegna kynferðisbrota.

Umferðaróhapp á Suðurlandsbraut

Umferðaróhapp varð á Suðurlandsbraut við Álfheima um klukkan átta í kvöld. Tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri átt, skullu saman. Ökumenn bílanna slösuðust minniháttar, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Annar ökumaðurinn fór sjálfur á slysadeild og hinn fluttur þangað til skoðunar.

Seljaskóli vann Skrekk árið 2010

Fagnaðarlætin voru gífurleg þegar að Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, tilkynnti að Seljaskóli hefði unnið Skrekk, hæfileikakeppni Íþrótta- og tómstundasviðs fyrir Grunnskólana í Reykjavík, árið 2010.

Íslendingar unnu þrettán heimsmeistaratitla

Landsliðshópur Kraftlyftingafélagsins Metal fór frægðarför á heimsmeistaramót í kraftlyftingum sem fram fór 3. – 7. Nóvember í Bath í Englandi. Hópurinn vann samtals þrettán heimsmeistaratitla, fjögur silfur og eitt brons.

Fátækt og einangrun

Öryrkjar búa við félagslega einangrun og fátækt og eiga erfitt með fóta sig á vinnumarkaði. Þetta segir í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Öryrkjabandalag Íslands.

Skilanefndir leika lausum hala

Fjármálaeftirlitið hefur hvorki boðvald yfir skilanefndum bankanna né eftirlit með störfum þeirra. Þær virðast því leika lausum hala.

Tveggja vikna heimsókn lokið

Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, undir forystu Julie Kozack, lauk í gær tveggja vikna heimsókn sinni til Íslands. Á heimasíðu Seðlabanka Íslands segir að tilgangur heimsóknarinnar var að ræða við íslensk stjórnvöld um fjórðu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Sonur Ólafs játar

Ólafur Þórðarson tónlistarmaður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að ráðist var á hann á heimili hans í Þingholtunum í gær. Sonur Ólafs hefur játað verknaðinn en grunur leikur á að hann hafi notað hnúajárn þegar hann réðst að föður sínum.

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að tuttugu og þriggja ára karlmaður, sem réðist á stúlku á göngustíg við Suðurlandsbraut í Reykjavík í síðasta mánuði, sæti gæsluvarðhaldi til 10. desember. Hæstiréttur féllst á kröfu mannsins um að hann gangist undir geðrannsókn, en héraðsdómur hafði áður hafnað þeirri kröfu.

Herjólfur fer ekki fleiri ferðir í dag

Vegna veðurs munu Herjólfur ekki fara fleiri ferðir milli lands og Vestmannaeyja í dag. Áætlað var að tvær ferðir færu seinni partinn í dag og í kvöld.

Tveggja vikna gæsluvarðhald vegna árásar á Ólaf

Karlmaðurinn, sem hefur játað að hafa ráðist á Ólaf Þórðarson í Ríó tríó síðla dags í gær, var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald nú síðdegis. Ólafur liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi með höfuðáverka eftir árásina. Karlmaðurinn sem er í varðhaldi er sonur Ólafs. Hann var handtekinn á heimili sínu í Vesturbæ skömmu eftir árásina. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir konunni sem var handtekin vegna árásarinnar og hefur hún verið látin laus.

Vændiskúnni segir vændinu hafa verið „otað að sér“

Tveir menn sem ákærðir voru fyrir vændiskaup fengu gjörólíka dóma þrátt fyrir að ljóst liggi fyrir að þeir fóru saman í vændishúsið. Annar maðurinn var sakfelldur en hinn var sýknaður þar sem konan sem sá síðarnefndi borgaði fyrir vændi var farin af landi brott og bar því ekki vitni. Samstarfskonur hennar vottuðu hins vegar að maðurinn hefði komið í vændishúsið og keypt vændi, þó ekki af þeim. Svo virðist sem mennirnir hafi verið að leita að hentugu húsnæði fyrir húsráðanda til að flytja vændisstarfsemina í.

Hvalfjarðargöngum lokað vegna viðhalds

Hvalfjarðargöng verða lokuð vegna viðhalds aðfæranætur þriðjudags, miðvikudags, fimmtudags og föstudags í þessari viku. Alla þá daga verður göngunum lokað frá miðnætti til kukkan sex að morgni, að því er fram kemur í tilkynningu frá veggerðinni.

Bilun í raflögnum möguleg orsök brunans

Verið er að rannsaka hvort bilun í raflögnum hafi valdið íkveikju í húsi við Laugaveg 40, sem skemmdist talsvert í eldi í gærkvöld. Slökkviliðsmaður slasaðist en engan íbúa sakaði. Myndatökumaður Stöðvar 2 var á vettvangi og tók meðfylgjandi myndi.

Ólafur í Ríó tríó á gjörgæslu - gæsluvarðhalds krafist

Krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum sem réðst á föður sinn í Þingholtunum seinni partinn í gær, samkvæmt heimildum Vísis. Sá sem ráðist var á heitir Ólafur Þórðarson og er einn af tónlistarmönnunum í Ríó Tríó. Hann liggur þungt haldinn með höfuðáverka á sjúkrahúsi. Kona sem handtekin var vegna árásarinnar verður væntanlega látin laus, samkvæmt heimildum Vísis.

Sjá næstu 50 fréttir