Fleiri fréttir

Lægsta boði hafnað í Suðurstrandarveg

Vegagerðin hefur hafnað lægsta boði í síðasta kafla Suðurstandarvegar, frá Háfelli, en í staðinn samið við Suðurverk, sem átti næstlægsta boð. 63 milljóna króna munur var á tilboðunum.

Öryrkjar: Tæpur þriðjungur í launaðri vinnu

Yfirgnæfandi meirihluti öryrkja telur að vinnumarkaðurinn og bótakerfið standi helst í vegi fyrir atvinnuþátttöku. Þetta kemur fram könnun meðal öryrkja- og endurhæfingarlífeyrisþega sem Öryrkjabandalag Íslands stóð að. Rétt tæpur þriðjungur öryrkjar hefur verið launaðri vinnu á síðastliðnum sex mánuðum.

„Ég hef aldrei séð barnið mitt svona hræðilega þjáð“

„Hún er enn meðvitundarlaus, í einhvers konar dái," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar sem liggur alvarlega veik á Barnaspítala Hringsins. Ella Dís fékk magapest fyrir um tveimur vikum og hefur hún ekki náð að jafna sig. Ástæða veikindanna er þó enn ókunn. „Læknarnir komust að því að hún var hættulega lág í sódíum og vilja meina að hún sé jafnvel með heilabjúg, þess vegna sé hún svona meðvitundarlaus og sé ekki með okkur," segir Ragna.

Ákvörðun um gæsluvarðhald í dag

Ákvörðun verður tekin um það í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir manni á fertugsaldri vegna árásar á karlmann á sextugsaldri í Þingholtunum í gær. Meintur árásarmaður var handtekinn á heimili sínu í Vesturbænum ásamt konu sem var þar stödd með honum. Karlmaður á sextugsaldri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi með höfuðáverka eftir árásina.

Lögreglan varar við hálku á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill vara við hálku á höfuðborgarsvæðinu og eru ökumenn minntir á að skylt er að hafa bifreiðar útbúnar til vetraraksturs við slíkar aðstæður. Lögreglunni hefur borist tilkynning um hálku víða á höfuðborgarsvæðinu.

Facebook opnar tölvupóstþjónustu

Búist er við því að Facebook setji á stofn tölvupóstþjónustu og fari með því í samkeppni við Gmail, Yahoo og Hotmail. Facebook rekur sem kunnugt er vinsælasta félagsnet í heimi, með um 500 milljón notendur víðsvegar um

Nýr áfangi í ESB viðræðunum

Nýr áfangi í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið hefst í Brussel í dag þegar að fulltrúar beggja aðila hefja svokallaða rýnivinnu. Vinnan felst í því að bera saman löggjöf Íslands og Evrópusambandsins. Búist er við því að vinnunni ljúki um mitt næsta ár og geta eiginlegar samningaviðræður hafist að því loknu.

Hamas fær langdrægari eldflaugar

Háttsettur maður í ísraelsku leyniþjónustunni segir að Hamas samtökin hafi komið sér upp eldflaugum sem draga áttatíu kílómetra. Þeim er hægt að skjóta frá Gaza ströndinni alla leið til stórborgarinnar Tel Aviv.

Leigubíll ók inn á bensínstöð

Leigubíll ók inn í verslun N1 við Hringbraut um klukkan sex í morgun með þeim afleiðingum að glerbrotum ringdi inn í verslunina og yfir bílinn. Leigubíllinn braut margra metra háa rúðu og staðnæmdist á rammgerðum standi undir borði, rétt innan við gluggan. Tveir viðskiptavinur voru í versluninni, ásamt starfsfólki, en engin meiðsl urðu á fólki. Bílstjórinn er einnig óslasaður. Eftir því sem næst verður komist steig hann óvart á bensíngjöfina í stað bremsu þegar hann ætlaði að nema staðar við bensínstöðina.

Steiktu 2000 laufabrauð fyrir Mæðrastyrksnefnd

Fjórar systur og tveir mágar Sigurgeirs Erlendsskonar, bakara í Geirabakaríi í Borgarnesi, tóku sig til á laugardag og gerðu tvö þúsund laufabrauð sem þau ætla að gefa til Mæðrastyrksnefndar.

Gerry Adams vill skipta um þing

Gerry Adams leiðtogi Sinn Fein á Norður-Írlandi hefur lýst því yfir að hann ætli að að stíga úr sætum sínum bæði á Norður-Írska þinginu og því breska.

Bandaríkjamenn reyndust nazistum vel

Því er haldið fram í nýlegri leyniskýrslu að Bandaríkjamenn hafi eftir lok síðari heimsstjyrjaldarinnar veitt nazistum miklu umfangsmeiri aðstoð en hingaðtil hefur verið upplýst.

Norskir skúrkar falsa IKEA gjafakort

Óprúttnir náungar hafa reynt að svindla á fólki með því að senda tölvupóst þar sem segir að það hafi lent í lokaúrtaki í samkeppni um veglegt gjafakort hjá IKEA í Noregi.

James Blunt neitaði að ráðast á Rússa

Breski söngvarinn James Blunt hefur skýrt frá því að hann hafi árið 1999 neitað að gera árás á Rússneska hermenn sem höfðu lagt undir sig flugvöllinn í Pristina, höfuðborg Kosovos.

Foreldrarnir skrifa bók um Madeleine

McCann hjónin segja að það hafi verið erfið ákvörðun fyrir þau að skrifa bókina. Eina ástæðan fyrir því að þau skuli gera það sé sú að sjóðurinn sem þau stofnuðu til þess að fjármagna áframhaldandi leit að Madeleine sé að verða uppurinn.

Átta í haldi eftir líkamsárásir

Átta manns eru enn í haldi lögreglu vegna rannsóknar á tveimur alvarlegum líkamsárásum, sem framdar voru á höfuðborgarsvæðinu í gær. Fyrst var ráðist á mann í Hafnarfirði laust fyrir hádegi í gær.

Erfitt að finna eldsupptök á Laugavegi 40

Allt slökkvilð á höfuðborgarsvæðinu var sent að húsinu við laugaveg 40 um klukkan hálf tíu í gærkvöldi eftir að vegfarendur tilkynntu um mikinn reyka upp úr þaki hússins.

Nammibar freistar barna á leið á æfingar

Forvarnarteymið Gróska í Grafarvogi ætlar að senda frá sér kvörtunarbréf til borgaryfirvalda, Sambíóanna og Egilshallar vegna nammibars í nýja Egilshallarbíóinu.

Hundruð manna hafa látist

Þrír íslenskir sendifulltrúar Rauða krossins á Haítí taka nú þátt í að berjast gegn kólerufaraldri sem stöðugt verður skæðari. Sjúkdómurinn hefur náð inn til höfuðborgarinnar Port-au-Prince og er eins og tifandi tímasprengja í flóttamannabúðum þar sem hundruð þúsunda manna hafast við.

Borgin vill minnka hraða á Hringbraut

Borgaryfirvöld og Vegagerðin eiga í viðræðum um aðgerðir til að minnka slysahættu á ákveðnum kafla Hringbrautar. Um er að ræða þann hluta vegarins sem er á mörkum Miklubrautar og Hringbrautar við Bústaðavegsbrúna. Vegagerðin vill setja upp vegrið á svæðinu en borgaryfirvöld hallast að því að lækka umferðarhraða á svæðinu.

Rottur látnar þefa uppi jarðsprengjur

Í tveimur Afríkuríkjum, Tansaníu og Mósambík, hafa rottur verið notaðar með góðum árangri til þess að hreinsa jarðsprengjusvæði. Jarðsprengjur eru vandamál í meira en hundrað löndum. Þær hafa undanfarin tíu ár kostað nærri tuttugu þúsund manns lífið og limlest tugi þúsunda að auki.

Laus úr haldi sjóræningja

Breskum hjónum sem voru handsömuð af sómalískum sjóræningjum er þau sigldu á snekkju sinni frá Seychelles-eyjum í Indlandshafi fyrir einu ári hefur verið sleppt úr haldi.

Hugmyndin sögð óraunhæf

Evrópumál „Það myndi brjóta blað í sögu samningaviðræðna Evrópusambandsins við önnur ríki ef þetta gengi eftir“, segir Þorsteinn Gunnarsson, annar varaformaður samninganefndar Íslands, um fullyrðingu Ögmundar Jónassonar, dóms- og mannréttindaráðherra, í fjölmiðlum um að mögulegt sé að ljúka viðræðum við Evrópusambandið á tveimur mánuðum.

Fækkun kjarnaodda sett í forgang

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fullvissaði Dmitry Medvedev, forseta Rússland, í gær á fundi þeirra í Japan um að það væri forgangsmál stjórnar hans að fá bandarísku öldungadeildina til að samþykkja kjarnorkuvopnasamninginn START.

Fimm hermenn NATO féllu

Ellefu manns fórust í átökum í Afganistan í gær, þar á meðal fimm hermenn NATO og þrír afganskir lögreglumenn.

Birkiskógar dafna eftir eldgos

Birkiskógar og birkikjarr dafna í íslensku loftslagi og þola vel áföll, sem búast má við af náttúrunnar hendi, ekki síst öskufall úr eldgosum. Þetta kom fram í máli Hreins Óskarssonar, skógfræðings og verkefnisstjóra Hekluskóga, á málþingi á Reykjum um birkirækt síðastliðinn föstudag.

Mikið af grásleppu í flottroll

Mikið af grásleppu veiðist sem meðafli í flottroll við síld- og makrílveiðar. Þetta kom fram á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda fyrr í þessum mánuði.

Rafbíllinn fyndinn þar til fór að kólna

„Það var rok og viðurstyggilegur kuldi. Við þurftum að labba illa klæddir og kvefaðir út í HR því miðstöðin í bílnum er svo léleg að hún hefur viðhaldið kvefinu í okkur síðustu daga," segir borgarstjórinn Jón Gnarr, sem hefur ekið um á indverskum rafmagnsbíl af gerðinni Reva í starfi sínu síðustu mánuði. Jón segist endanlega hafa gefist upp á bílnum á föstudagskvöld þegar sprakk á honum þar sem hann, ásamt Birni Blöndal aðstoðarmanni sínum, var á leiðinni í Háskóla Reykjavíkur til að vígja þar nýja skólabyggingu.

Eldur á Laugavegi

Mjög mikinn reyk leggur frá Laugavegi 40 og 40a. Allar stöðvar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar á staðinn. Ekki er vitað hvort um hversu mikinn eld er að ræða.

Hryðjuverkamenn eru ósigrandi

Nýr yfirmaður breska hersins, hersöfðinginn David Richards, telur stríðið við hryðjuverkasamtökin Al-Kaída óvinnandi. Þetta sagði hann í helgarviðtali við the Sunday Telegraph í dag.

Þúsundir fögnuðu Aung San Suu Kyi

Aung San Suu Kyi leiðtogi Lýðræðisflokksins í Myanmar segist ætla að halda áfram að berjast fyrir mannréttindum og sátt meðal þjóðar sinnar. Þúsundir manna fögnuðu henni þegar hún kom í höfuðstöðvar flokksins í morgun.

Íran vill efla menningartengsl við Ísland

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hitti Seyed Hossein Rezvani, sem er nýr sendiherra frá Íran, í gær. Samkvæmt frétt sem birtist á heimasíðunni Fars news Agency mun Ólafur Ragnar hafa rætt við íranska sendiherrann um að styrkja tengsl Íslands við Íran.

Borgarstjórinn kominn með nóg af rafbílnum

„Þessi rafmagnsbíll er ekki alveg að ganga. Miðstöðin frekar slök og við Björn búnir að vera fárveikir,“ skrifar Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur í dagbók sína á Facebook.

Ökumenn varaðir við hálku

Ökumenn þurfa að vara sig á hálku á helstu vegum, þó ekki sé ófært víða samkvæmt Vegagerðinni. Það eru hálkublettir á Bláfjallavegi, Mosfellsheiði og Holtavörðuheiði og hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Vestfjörðum.

Tvítugur á felgunni

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tókst í morgun að stöðva för ölvaðs ökumanns eftir talsverða eftirför um höfuðborginna.

Fullur á Hellisheiðinni

Einn ökumaður ók út af á Hellisheiðinni þar sem er hálka og snjór. Aðstæður virðast þó ekki hafa ollið slysinu því að sögn lögreglunnar á Selfossi reyndist maðurinn vera grunaður um að aka ölvaður.

Tóbaksiðnaðurinn herjar á þriðja heiminn

Tóbaksfyrirtækin í Bandaríkjunum og Bretlandi heyja nú harða orrustu við ríkisstjórnir í þriðja heiminum, meðal annars vegna aðvarana sem ríkin vilja setja á sígarettupakka.

Dansstuttmynd á kvikmyndahátíð í Hollandi

Íslenska dans-stuttmyndin Between, eftir María Þórdísi Ólafsdóttur, hefur verið valin á kvikmyndhátíðina Cinedans í Amsterdam í Hollandi sem fer fram 9. til 12. desember. Hátíðin er ein sú stærsta í Evrópu sem sérhæfir sig í dansi.

Segir trúarbrögð eigi í takmörkuðu mæli að fá aðgang að skólum

„Enda þótt ég sé almennt þeirrar skoðunar að trúarbrögð eigi í mjög takmörkuðum mæli að fá aðgang að skólastofnunum, þá þarf að hyggja að ábendingum skólafólks um að ekki megi vanrækja skólann sem mikilvægan vettvang til að ná til mismunandi trúar- og menningarheima,“ sagði Ögmundur Jónasson, kirkjumálaráðherra, í ræðu sinni á kirkjuþingi í dag.

Sjá næstu 50 fréttir