Fleiri fréttir

Fréttaskýring: Yfirlýsingagleði sýnir vanda evruríkjanna

Evrópulönd sem hafa evru sem gjaldmiðil sendu í vikunni frá sér yfirlýsingu vegna stöðu Írlands og áréttuðu vilja sinn til að styðja við landið í skuldavanda þess, allt til að tryggja fjármálastöðugleika í evrulöndunum.

Stolið úr sjóðum frímúrarastúku

Sextugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að draga sér ríflega sex milljónir króna úr sjóðum Frímúrarastúkunnar Draupnis á Húsavík, meðan hann gengdi þar stöðu féhirðis. Féð notaði maðurinn í eigin neyslu. Fjárdrátturinn átti sér stað á árunum 2001 til 2009. Sjóðir stúkunnar sem hann dró sér fé úr voru á þremur bankareikningum.

Biðja Ögmund að styðja ECA

Bæjarráð Garðs lýsir yfir stuðningi við ECA-flugþjónustuverkefnið og skorar á Ögmund Jónasson samgönguráðherra að veita því brautargengi. Það muni stuðla að fjölbreytni í atvinnusköpun á Suðurnesjum og nýta verðmæti sem liggi í aðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.

Sósíalistar og stórkapítalistar hafa náð sátt um tvö verkefni

„Sósíalistarnir hafa náð saman við stórkapítalistana um tvö verkefni sem þeir vilja vinna að samtímis,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. „Annars vegar að koma skuldum gjaldþrota banka yfir á íslenskan almenning og hins vegar að koma í veg fyrir að íslenskur almenningur fái leiðrétt stökkbreytt lán sín í íslensku bönkunum.“

Er grunaður um fleiri ódæði

Hálffimmtugur maður er nú í gæsluvarðhaldi í Danmörku, grunaður um að minnsta kosti tvær nauðganir og eitt morð á tuttugu ára tímabili. Hann gæti tengst enn fleiri málum en síðustu daga hafa fjölmargar konur stigið fram og tilkynnt nauðganir á síðustu árum sem aldrei komu til kasta lögreglu.

Vindmyllur raunhæfur kostur: Best að virkja á Suðurlandi

Suðurlandsundirlendið virðist vera það landsvæði sem hentar hvað best fyrir vindrafstöð hér á landi. Eru þetta niðurstöður rannsóknarhóps sem Landsvirkjun setti nýverið af stað til þess að kanna hvernig undirbúa mætti uppsetningu og rekstur vindrafstöðva á Íslandi.

Rammar fara í endurvinnslu

Þrátt fyrir alla þá fjölmörgu sexstrendinga sem áttu að þekja tónlistarhúsið Hörpu og reyndust gallaðir stefnir stjórn félagsins Totusar ohf., fasteignafélagsins sem reisir tónlistarhúsið, á að opna Hörpu á tilsettum tíma í vor.

Borinn undir þing og dómara

Margt bendir til að stjórnmálaferill Silvio Berlusconi sé á síðasta snúningi, þótt hann hafi hingað til staðið af sér alla erfiðleika.

Fjárhagsaðstoð hækkar í Reykjavík

Reykjavíkurborg hyggst hækka fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga um 19% frá 1. janúar 2011. Frá þeim tíma verður grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar kr. 149.000 í stað 125.540 kr. Hækkunin nær til þeirra íbúa sem reka eigið heimili og fá fjárhagsaðstoð til framfærslu.

Þekktir Íslendingar lýsa skömm á Páli og Óðni

Um 200 manns hafa skráð sig á vefsíðuna Uppsogn.com. Á síðunni segir að undirritaðir lýsi skömm á því hvernig Páll Magnússon útvarpsstjóri og Óðinn Jónsson fréttastjóri rækja lýðræðislegar skyldur stofnunarinnar. „Við sættum okkur ekki við skoðanakúgun undir yfirskini hlutleysis,“ segir á síðunni.

Hendrikka segir Ted Turner hrifinn af Íslandi

,,Við ræddum um kynni hans af Íslandi og um góðgerðasamtökin Kids Parliament" sagði Hendrikka Waage þegar hún var spurð að því hvað bar á góma í samskiptum hennar og Teds Turner, stofnanda CNN, í boði hjá honum í New York nýlega. ,,Ted Turner hefur komið til Íslands og var ákaflega hrifin af landinu. Hann er núna á leið til Grænlands," sagði Hendrikka.

Féll átta metra og slapp ómeiddur

Nítján ára gamall piltur féll af þaki þriggja hæðar blokkar í vesturbænum í síðustu viku. Fjórum dögum síðar gekk hann útaf sjúkrahúsinu óbrotinn. Hann segir fallið hafa aukið trú sína á guð, og vonast til þess að geta byrjað að boxa sem fyrst.

Íbúðalánasjóður tæknilega gjaldþrota

Það stefnir í að ríkið þurfi að leggja Íbúðalánasjóði til 40 milljarða króna. Eiginfjárstaða sjóðsins nálgast núllið og svo virðist sem hann sé tæknilega gjaldþrota.

Vélar frá Grænlandi og Ísafirði náðu að lenda í Reykjavík

Flugvélar á vegum Flugfélags Íslands sem voru að koma frá Kulusuk á Grænlandi og Ísafirði náðu að lenda á Reykjavíkurflugvelli nú um fimm leytið, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Mikil þoka hefur verið í Reykjavík síðdegis í dag.

Mikilvægara en krónur og aurar

Það að vera þátttakandi í samfélaginu er mikilvægara en krónur og aurar. Þetta segir framkvæmdastjóri starfsendurhæfingasjóðs. Hann segir hættu á því að fólk einangrist stundi það ekki ekki vinnu.

Íslenskir Indjánar

Líklegt er að fyrsta konan úr röðum frumbyggja Ameríku hafi komið til Evrópu fyrir tíma Kristófers Kólumbusar. Hún bjó hér á landi og um 350 íslendingar geta rakið ættir sínar í beinan kvenlegg til hennar. Þetta sýnir ný rannsókn Íslenskrar Erfðagreiningar.

Jón Ásgeir yfirheyrður „kannski seinna"

Ekki hafa verið teknar skýrslur af neinum stórlöxum í Glitnis-málinu, aðeins starfsmönnum bankans. Fyrrverandi stjórnarformenn hafa ekki verið yfirheyrðir. Jón Ásgeir hefur ekki verið yfirheyrður, bauð fram aðstoð sína við rannsóknina í gær en var neitað en fékk þau svör að hann yrði kannski yfirheyrður.

Rannsókn Íslendinga á eldgosunum vekur heimsathygli

Eldgosin í vor á Fimmvörðuhálsi og í toppgíg Eyjafjallajökuls voru í raun tvö eldgos og það fyrra hleypti hinu síðara af stað. Þetta eru niðurstöður íslenskra vísindamanna sem eitt virtasta vísindatímarit heims, Nature, birtir á forsíðu á morgun, en þær eru taldar varpa nýju ljósi á hegðun eldfjalla sem sjaldan gjósa á jörðinni.

Nágranninn kom í veg fyrir innbrot

Íbúi við Baðsvelli í Grindavík kom líklega í veg fyrir að brotist var inn hjá nágranna hans í morgun. Nágranninn varð var við grunsamlegar mannaferðir í götunni og hringdi á lögregluna.

Engin þoka í Bláfjöllum - opið til níu

Þrátt fyrir að þoka liggi nú yfir höfuðborginni svo varla sést á milli ljósastaura er fínasta veður í Bláfjöllum. Að sögn framkvæmdastjóra skíðasvæðisins er opið til klukkan 21 í kvöld. Þar er bjartviðri, logn og frábært færi.

Margt býr í þokunni

Sú þoka sem nú liggur yfir höfuðborgarsvæðinu kemur meðal annars til vegna sérstakrar lagskiptingar lofthitans. Í Reykjavík er hitinn við jörðina um frostmark en í nokkurra metra hæð hefur hitinn hins vegar víða náð fjórum gráðum. Vegna þessa pressast kalda loftið niður og þokan myndast úr rakanum.

Regnbogamaðurinn heimsækir menntskælinga í kvöld

Til landsins er kominn hinn víðfrægi Paul Louis Vasquez eða „Rainbow Man" en til stendur að gera hann að verndara nemendafélags Menntaskólans Hraðbrautar í kvöld. Eins og sjá má á myndinni verður mikið við haft og hafa nemendur meðal annars blásið upp 1100 blöðrur í öllum regnbogans litum og hengt upp.

Þurfti að lenda í Keflavík vegna þoku

Flugvél á vegum Flugfélags Íslands sem var að koma frá Akureyri síðdegis þurfti að lenda í Keflavík í stað þess að lenda á Reykjavíkurflugvelli vegna þoku. Að öðru leyti hefur flug gengið fyrir sig samkvæmt venju i dag. Allar vélar sem áætlað var að færu frá Reykjavík í dag hafa komist í loftið. Gert er ráð fyrir að flugvélar frá Kulusuk, Ísafirði og Egilsstöðum lendi í Reykjavík um fimmleytið en sú áætlun gæti mögulega raskast.

Lilja vill keyra frumvarp um vaxtaþak hratt í gegnum þingið

Lilja Mósesdóttir, þingkona VG og formaður viðskiptanefndar lýsti því yfir í dag að hún bæri boðin og búin til þess að keyra hratt í gegnum þingið frumvarp um vexti og verðtyggingu. Með lögunum yrði þak sett á vexti íbúðalána þannig að þeir verði aðeins um þrjú prósent.

Styrktu Lyngás um milljón í minningu Fanneyjar Eddu

Samstarfsfélagar foreldra Fanneyjar Eddu Frímannsdóttur heitinnar, tæplega þriggja ára stúlku sem lést fyrr á þessu ári úr taugahrörnunarsjúkdómi, afhentu Lyngási ríflega eina milljón króna í morgun. Fénu söfnuðu þeir með sölu á laginu „Ljós í myrkri" sem sungið er af Páli Óskari. Höfundur lagsins er Gunnar Guðmundsson og textasmiður er Vignir Örn Guðnason, en þeir starfa báðir með foreldrum Fanneyjar Eddu hjá Flugfélagi Íslands. Lagið er enn til sölu.

Stúdentar framkvæmdu gjörninga á Austurvelli

Stúdentaráð Háskóla Íslands afhjúpaði í dag „táknrænan söfnunarbauk“ á Austurvelli í dag, á alþjóðlegum baráttudegi stúdenta. Um var að ræða lið í herferð stúdentaráðs gegn niðurskurði í fjárframlögum til menntakerfisins. Stúdentar söfnuðust saman á Austurvelli og afhentu þingmönnum afrit af skýrslu SHÍ um leið og einskonar gjörningur var framkvæmdur eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.

Fjölmargir Íslendingar komnir af indíána

Fyrsti Ameríkaninn sem kom til Evrópu fyrir eitt þúsund árum síðan var líklegast kona sem var rænt og flutt til Íslands. Þetta sýnir ný rannsókn á vegum DeCode þar sem gen úr áttatíu Íslendingum voru rannsökuð. Sagt er frá rannsókninni í Daily mail en niðurstöður hennar verða birtar í tímaritinu American Journal of Physical Anthropology.

Hlauparar minntir á endurskinsmerkin

Lögreglan vill beina þeim tilmælum til þeirra sem stunda útihlaup á höfuðborgarsvæðinu að nota endurskinsmerki. Að hennar sögn hefur það verið áberandi í vetur hversu endurskinsmerki eru lítið notuð hjá mörgum hlaupurum þó á ferð séu í myrkri eða við umferðargötur. Stórhætta hefur skapast af þessum sökum.

Karl grunaður um kynferðislega misnotkun

Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær úrskurðaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gæsluvarðhald. Maðurinn er grunaður um kynferðislega misnotkun á börnum.

Grunur um hlutdeild Saga í meintum brotum Glitnis

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, hefur réttarstöðu sakbornings í Glitnismálinu, en meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitunum í gær er grunur um hlutdeild fyrirtækisins í meintum brotum Glitnis banka.

Rjúpnaveiðieftirlit úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Lögreglan kemst yfir mun stærra svæði og fær betri yfirsýn yfir rjúpnaveiðilendur þegar hún nýtur aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar. Arnar Geir Magnússon, lögreglumaður á Ólafsvík, fékk að fljóta með TF-Líf í gæsluferð á laugardag og hefur umhverfisráðuneytið látið útbúa myndband úr ferðinni þar sem einnit er rætt við Arnar Geir, sem og Auðunn F. Kristinsson, yfirstýrimann hjá Landhelgisgæslunni. Myndbandið má skoða með því að smella á tengilinn hér að ofan.

Öll lífsýni í manndrápsmálinu ónothæf

Niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sem sendar voru til Svíþjóðar í manndrápsmálinu reyndust allar ónothæfar. Auk játningar hefur ákæruvaldið fótspor á vettvangi auk þess sem bíll sakbornings þekkist á myndbandsupptöku og mun ríkissaksóknari gefa út ákæru fyrir helgi.

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir ekki meira á Landeyjahöfn í dag, en fer þess í stað á Þorlákshöfn klukkan 15:15 og til baka klukkan 18:45. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi. Þar kemur líka fram að spár hafa breyst þannig að miklar líkur eru á að siglt verði á Þorlákshöfn á morgun líka.

Verja 1600 milljónum vegna húsnæðisvanda framhaldsskóla

Alls verður 1600 milljónum króna varið til þess að leysa húsnæðisvanda þriggja framhaldsskóla á tímabilinu 2011 til 2014. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaðherra, og Jón Gnarr borgarstjóri skrifuðu í dag undir yfirlýsingu þessa efnis.

Tveir heppnir dregnir út í Facebook leik Vísis

Tveir heppnir vinningshafar voru dregnir út í í Facebookleik Vísis á mánudag. Það var Kristín Árdal sem vann mánaðaráskrift að Stöð 2 og Helena Eydís Ingólfsdóttir vann mánaðaráskrift að Stöð2 Sport. Í dag verður dregið um úttekt á Nauthól Bistró og á föstudag um fleiri áskriftir af sjónvarpsstöðum 365. Skráðu þig á Facebook síðu Vísis til að eiga möguleika á fjölda skemmtilegra vinninga.

Fjórtán teknir vegna brota við rjúpnaveiði

Lögreglan á Snæfellsnesi lagði hald á skotvopn og skotfæri rjúpnaskyttu við Dagverðará á laugardag þar sem skyttan hafði ekki skotvopnaleyfi. Lögreglan fór þennan daginn í gæsluflug með áhöfn TF-Líf og var ákveðið að sinna rjúpnaveiðieftirliti úr lofti. Lítið var um veiðimenn en afskipti voru höfð af tveimur rjúpnaskyttum, þeim við Dagverðará og annarri skammt ofan við Grundarfjörð.

Táningsstúlka sett upp í bíl

Foreldrar í tveim frönskum fjölskyldum eru fyrir rétti vegna dóttur á táningsaldri sem var notuð sem gjaldmiðill í bílakaupum. Dótturinni var misþyrmt og nauðgað í þrjú ár áður en upp komst um viðskiptin.

Krefur landlækni um öryggisútttekt fyrir Vestmannaeyjar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sendi landlækni í gær bréf þar sem hann fer fram á gerð verði öryggisútttekt fyrir Vestmannaeyjar í tengslum við boðaðan niðurskurð á Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Þar kemur fram að Eyjamenn eru verulega uggandi vegna yfirvofandi niðurskurðar í heilbrigðismálum. Vestmannaeyjar eru næst stærsti þéttbýliskjarni á Íslandi utan suðvesturhornsins og er einungis Akureyri stærri. Landfræðileg staða gerir það að verkum að samfélagið í Vestmannaeyjum er algerlega einangrað í tólf tíma á sólarhring, jafnvel þegar veðurfarsleg skilyrði eru eins og best verður á kosið.

Sjá næstu 50 fréttir