Fleiri fréttir Kate fékk trúlofunarhring Díönu Vilhjálmur prins hefur upplýst að hann hafi gefið Kate Middleton trúlofunarhring móður sinnar þegar hann bað hennar fyrr á þessu ári. 17.11.2010 07:47 Bensín komið yfir 200 krónur Bensín fór aftur yfir 200 í gær, þegar öll olíufélögin hækkuðu verð á bensínlítranum um tvær krónur. Verð í sjálfsafgreiðslu á stórum stöðvum losar nú 200 krónur, en er umþaðbil tveimur krónum ódýrara á ómönnuðu stöðvunum. 17.11.2010 07:03 Líf evrusvæðisins sagt í húfi Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, var ómyrkur í máli við upphaf fundar evruríkjanna í Brussel í gær, þar sem fjárhagsvandi Írlands var til umræðu. 17.11.2010 07:00 Írar neita að biðja Evrópusambandið um aðstoð Fimmtán evruríkjum Evrópusambandisns hefur enn ekki tekist að telja Íra á að biðja um aðstoð úr neyðarsjóði sambandsins. Írar segjast eiga nóg fé til næstu sjö mánaða og neita að biðja um aðstoð. 17.11.2010 06:54 Jólaaðstoð 2010 Úthlutun verður með þeim hætti að við skráningu fær viðkomandi upplýsingar um hvenær hægt er að koma til að sækja vörurnar að Skútuvogi 3, dagana 20. til 22. desember. 17.11.2010 06:00 Hunsa tilmæli um úrbætur Dong Fang Salon – nudd- og snyrtistofa hefur fengið áminningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur eftir að hafa ekki orðið við ítrekuðum kröfum um úrbætur vegna brota á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum í rekstri sundlaugarinnar á Hótel Loftleiðum. 17.11.2010 06:00 Milljarðakaup á verðlausu skuldabréfi ein ástæða húsleita Gjaldeyrissjóður á vegum Glitnis keypti verðlaust skuldabréf af Saga Capital á rúman milljarð eftir bankahrun. Þetta er meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitum og yfirheyrslum Sérstaks saksóknara í allan gærdag. 17.11.2010 06:00 Ráðherrar fá athafnateygju Allir ráðherrar landsins, ásamt bæjarstjórum, rektorum háskóla og stjórnendum fjölmargra fyrirtækja, hafa nú fengið Athafnateygju Innovit að gjöf í tilefni athafnavikunnar sem stendur nú yfir. 17.11.2010 06:00 Múrsteinshús hrundi niður Að minnsta kosti 66 manns létu lífið og 73 særðust þegar fátæklegt múrsteinshús hrundi í þéttbyggðu hverfi í Nýju-Delí á Indlandi á mánudagskvöld, um það leyti sem fólk var að huga að kvöldmat. 17.11.2010 06:00 Hægt að semja en pólitíkin ræður Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður var tilnefndur af stjórnarandstöðunni í Icesave-samninganefndina. Hann hefur haldið formönnum stjórnarandstöðuflokkanna upplýstum um framvindu viðræðnanna en segir ekkert stórvægilegt hafa gerst í málinu síðustu daga, hvorki gagnvart erlendu viðsemjendunum né á innanlandsvettvangi. 17.11.2010 06:00 Ætla að brenna skíðaskála KR Bera á eld að gömlum skíðaskála KR í Skálafelli. Ætlunin er að nota tækifærið til æfinga fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Byggingarfulltrúi frestaði afgreiðslu málsins í gær þar sem ekki lá fyrir umsögn Minjasafns Reykjavíkur. 17.11.2010 06:00 Segir lífeyrissjóðina fegra kostnaðartölur Lífeyrissjóðirnir fegra kostnaðartölur sínar með því að reikna umsýslukostnað vegna fjárfestinga erlendis ekki inn í rekstrarkostnað, segir Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR. Hann segist áætla að rekstrarkostnaður allra íslensku lífeyrissjóðanna í fyrra hafi verið á níunda milljarð króna. 17.11.2010 06:00 Ólafur sofandi í öndunarvél Ólafur Þórðarson tónlistarmaður liggur enn alvarlega slasaður á sjúkrahúsi eftir að sonur hans veitti honum alvarlega áverka á sunnudag. Að sögn læknis á Landspítalanum í gærkvöldi er líðan Ólafs óbreytt frá því á sunnudag. Honum er enn haldið sofandi í öndunarvél. 17.11.2010 06:00 Eitt alstærsta verkefnið „Þetta er ein sú allra stærsta sem við höfum farið í,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, um aðgerðina í gær. 17.11.2010 06:00 Nítján ára grunaður um nærri 70 innbrot Nítján ára piltur er grunaður um að hafa framið að minnsta kosti á sjöunda tug innbrota í sumarhús auk annarra brota á þessu ári. 17.11.2010 06:00 Helstu fjárfestar geirans verða viðstaddir Íslenska sprotafyrirtækið ReMake Electric er komið í úrslit í alþjóðlegri keppni sprotafyrirtækja um grænar hátæknilausnir, Cleantech Open Global Ideas Competition. Keppnin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og er Hilmir Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri ReMake, nú staddur í Kísildalnum í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum að kynna hugmyndir fyrirtækisins. Úrslitin eru hluti af alþjóðlegu athafnavikunni. 17.11.2010 06:00 Brúðkaup haldið á næsta ári Bretar fylgdust spenntir með þegar Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton, unnusta hans til margra ára, skýrðu frá trúlofun sinni í gær. Tíðindin kættu þjóðina og foreldrar unnustunnar, þau Carole og Michael, sögðust ákaflega ánægð með að fá prinsinn í fjölskylduna. 17.11.2010 06:00 Ekki gott ástand fyrir Icesave „Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að það hefur lítið til þessa máls spurst síðustu vikurnar sé pólitíska ástandið á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. 17.11.2010 06:00 Gamla fólkið verði ekki sent í burtu „Ég er mjög bjartsýnn á að fundin verði lausn og fullviss um að Sundabúð verði ekki lokað.“ 17.11.2010 06:00 Þverbraut siðareglur þingsins Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn Charles Rangel hefur gerst brotlegur í ellefu atriðum við siðareglur þingsins, meðal annars með því að nota bréfsefni þingsins og starfslið til að afla fjár til skóla sem nefndur er eftir honum. 17.11.2010 06:00 Hafa sjálfstraust til að meta hvað tókst vel og hvað miður Verkfræðingafélag Íslands vinnur að endurskoðun siðareglna sinna svo að þær endurspegli betur kröfur breyttra tíma til starfsins. „Eftir því sem verkefni verkfræðinga hafa orðið fjölbreyttari og þjóðfélagið flóknara hefur þörfin aukist fyrir einfaldar, almennar reglur sem gætu þjónað sem almennur siðlegur hornsteinn fyrir öll störf sem verkfræðingar takast á við í krafti menntunar sinnar,“ segir Jóhanna Harpa Árnadóttir, formaður Verkfræðingafélagsins. „Það hefur mikið breyst í vinnuumhverfi verkfræðinga, bæði með tölvuvæðingu og rafrænni upplýsingamiðlun. Eins má nefna uppgang og hrun bankakerfisins.“ 17.11.2010 06:00 Tíu dagar milli tunnutæminga Fulltrúar meirihluta umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur leggja til að frá og með áramótum verði sorp sótt á tíu daga fresti í stað þess að vera sótt á sjö daga fresti. Það sé í samræmi við sorphirðu hjá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. 17.11.2010 06:00 Borgarstjórnin öll rauðnefjuð Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, og aðrir í borgarstjórn keyptu í gær fyrstu rauðu nefin sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna selur til styrktar bágstöddum börnum um allan heim. 17.11.2010 06:00 Hjálparþurfi fólki fjölgar Nær öruggt er talið að mun fleiri muni leita á náðir hjálparstofnana og félagasamtaka fyrir þessi jól en þau síðustu. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var í gær til kynningar á átakinu Jólaaðstoð 2010. 17.11.2010 06:00 Þarf að fjölga heimilislæknum um 20 til 30 Fulltrúar fjögurra stærstu þingflokkanna gáfu til kynna við umræður á Alþingi í gær að þeir styddu það að sérfræðiþjónusta í heilbrigðiskerfinu yrði endurskipulögð og aðgangur að ódýrri þjónustu takmarkaður með einhvers konar tilvísunarkerfi. 17.11.2010 06:00 Framseldur til Bandaríkjanna Rússneskur vopnasali, Viktor Bout, var í gær framseldur til Bandaríkjanna frá Taílandi, þar sem hann var handtekinn fyrir tveimur árum. 17.11.2010 06:00 Vetur Í samanburðarreikningum á Veðurstofunni er vetur talinn 4 mánaða langur, frá 1. desember til 31. mars. Þetta er lengra tímabil en að jafnaði er notað erlendis því þar er miðað við að veturinn standi yfir tímabilið frá desember og út febrúar. Hér á landi er mars alloft kaldasti mánuður ársins og því er erfitt að tala um hann sem vormánuð. (Fengið af vef Veðurstofu Íslands vedur.is) 17.11.2010 00:41 Sá sem kúkaði á gólfið þarf ekkert óttast „Það eru nokkrir búnir að hafa samband og ég hef fengið ábendingar - en það er enginn sekur fyrr en sekt hans er sönnuð," segir Óskar Stefánsson framkvæmdastjóri Bíla og Fólks ehf. sem rekur rútufyrirtækið Sterna. 16.11.2010 22:00 Vilhjálmur bað Kate í Kenía Kate Middlestone sagði í viðtali við breska fjölmiðla í kvöld að það hún hafi verið feimin við Vilhjálm prins fyrst þegar hún hitti hann fyrir átta árum. Parið tilkynnti trúlofun sína í dag og er áætlað að brúðkaupið verði haldið næsta vor eða sumar. 16.11.2010 21:53 Lúkasarmálið lifir enn - vill skaðabætur Lúkasarmálinu svokallaða er langt frá því að vera lokið. Maður sem grunaður var um að hafa orðið hundinum Lúkasi að bana og mátti þola ofsóknir í kjölfarið ætlar að freista þess að sækja skaðabætur frá þeim sem gengu hvað lengst. 16.11.2010 20:40 Þorvaldur Lúðvík: Okkar þáttur lítill - seldum eitt skuldabréf Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, áður Saga Capital, var yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara í morgun í tengslum við Glitnis-rannsóknina. 16.11.2010 20:04 Fundað um færslu Markarfljóts Ekki er auðhlaupið að því að færa ósa Markarfljóts, eins og Siglingastofnun boðaði í gær, sem lið í því að bjarga Landeyjahöfn. Athugasemdir hafa birst í dag um að slík framkvæmd kunni að þurfa að fara í umhverfismat og skipulagsferli, brjóti hugsanlega gegn vatnalögum og að afla verði samþykkis landeigenda. Sveitarstjóri Rangárþings eystra hefur vegna þessarar óvissu boðað alla þá sem hlut eiga að máli til fundar á mánudag til að móta næstu skref. 16.11.2010 19:15 Eldsneytisverð komið upp fyrir 200 krónur Olíufélögin hækkuðu eldsneytisverð um tvær krónur í dag, bæði bensín og díselolíu. Algengt verð hjá Shell er nú komið upp í 201,4 og hjá N1 og Olís er það 200,6. Hjá ÓB og Atlantsolíu er það 198,4 og hjá Orkunni er það 198,3 16.11.2010 18:10 Vigdís sæmd Verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, var í dag veitt Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. Það var Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningamálaráðherra sem veitti Vigdísi verðlaunin. 16.11.2010 17:49 Sveik út peninga með stolnum greiðslukortanúmerum Karlmaður um tvítugt var handtekinn fyrr í mánuðinum, grunaður um að hafa komist yfir á annað þúsund greiðslukortanúmer og notað þau til þess að svíkja út fé. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segist í samtali við Vísi ekki geta sagt til um hversu mikið fé maðurinn sveik út. Þó sé víst að ekki sé um verulegar fjárhæðir að tefla. 16.11.2010 16:39 Yfirlýsing frá Stoðum hf Stoðir hf. hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segjast vilja leiðrétta misskilning sem rekja megi til tilkynningar sérstaks saksóknara um húsleitir sem fram fóru í dag. 16.11.2010 16:19 Dró sér tæpar 18 milljónir frá Íslenskri getspá Fyrrverandi umsjónarmaður sölukassa fyrir lottó og íþróttagetraunir var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að draga sér tæpar 18 milljónir króna úr kössunum. Maðurinn starfaði í Happahúsinu í Kringlunni þar sem hann hafði umsjón með sölukössum fyrir Íslenska getspá. Féð dró maðurinn sér á um tveggja mánaða tímabili frá 9. ágúst til 4. október 2008. 16.11.2010 15:42 Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki Frumvarpi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki var dreift á Alþingi í dag. Ráðherra gerir ráð fyrir að með frumvarpinu sé hægt að afla ríkinu einum milljarði króna í viðbótartekjur. 16.11.2010 15:29 Játaði þjófnað á sígarettum og skiptimynt Búið er að upplýsa tvö innbrot í hraðbúðina á Hellissandi sem framin voru í síðasta mánuði. Úr hraðbúðinni voru meðal annars stolið sígarettum, skiptimynd og áfyllingarkortum fyrir síma. Eftir að nýjar upplýsingar bárust í málinu voru tveir menn, búsettir í Ólafsvík, handteknir 4. nóvember. Játaði annar þeirra bæði innbrotin og segist hann hafa verið einn að verki. Málin teljast því upplýst. 16.11.2010 14:37 "Vötn öll skulu renna sem að fornu hafa runnið" Ákvörðun um að færa ósa Markarfljóts kann að stangast við vatnalög, frá árinu 1923. "Vötn öll skulu renna sem að fornu hafa runnið," er lykilákvæði vatnalaga en í 7. grein er lagt bann við því að breyta vatnsbotni, straumstefnu eða vatnsmagni, hvort sem það verður að fullu og öllu eða um ákveðinn tíma, nema fyrir liggi sérstakt leyfi iðnaðarráðherra eða lagaheimild frá Alþingi. 16.11.2010 14:37 Heimsfrægt tónskáld viðstatt tónleika með eigin verkum Hið heimsfræga breska tónskáld Sir John Tavener er komið hingað til lands til að vera við útgáfutónleika Kammerkórs Suðurlands, sem haldnir verða í Kristskirkju í Landakoti í kvöld. Kammerkór Suðurlands ásamt einsöngvurunum Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, Hrólfi Sæmundssyni, Margréti Stefánsdóttur, breska bassasöngvaranum Adrian Peacock og kammersveit flytur verk eftir Sir John Tavener af nýútkomnum diski sínum, IEPO ONEIPO - Heilagur draumur. 16.11.2010 14:30 Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka. 16.11.2010 14:12 Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16.11.2010 13:57 Handtökurnar tengjast Stím málinu Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16.11.2010 13:03 Sérstakur saksóknari með umfangsmiklar aðgerðir vegna Glitnis Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis standa yfir þessa stundina víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 16.11.2010 12:53 Sjá næstu 50 fréttir
Kate fékk trúlofunarhring Díönu Vilhjálmur prins hefur upplýst að hann hafi gefið Kate Middleton trúlofunarhring móður sinnar þegar hann bað hennar fyrr á þessu ári. 17.11.2010 07:47
Bensín komið yfir 200 krónur Bensín fór aftur yfir 200 í gær, þegar öll olíufélögin hækkuðu verð á bensínlítranum um tvær krónur. Verð í sjálfsafgreiðslu á stórum stöðvum losar nú 200 krónur, en er umþaðbil tveimur krónum ódýrara á ómönnuðu stöðvunum. 17.11.2010 07:03
Líf evrusvæðisins sagt í húfi Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, var ómyrkur í máli við upphaf fundar evruríkjanna í Brussel í gær, þar sem fjárhagsvandi Írlands var til umræðu. 17.11.2010 07:00
Írar neita að biðja Evrópusambandið um aðstoð Fimmtán evruríkjum Evrópusambandisns hefur enn ekki tekist að telja Íra á að biðja um aðstoð úr neyðarsjóði sambandsins. Írar segjast eiga nóg fé til næstu sjö mánaða og neita að biðja um aðstoð. 17.11.2010 06:54
Jólaaðstoð 2010 Úthlutun verður með þeim hætti að við skráningu fær viðkomandi upplýsingar um hvenær hægt er að koma til að sækja vörurnar að Skútuvogi 3, dagana 20. til 22. desember. 17.11.2010 06:00
Hunsa tilmæli um úrbætur Dong Fang Salon – nudd- og snyrtistofa hefur fengið áminningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur eftir að hafa ekki orðið við ítrekuðum kröfum um úrbætur vegna brota á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum í rekstri sundlaugarinnar á Hótel Loftleiðum. 17.11.2010 06:00
Milljarðakaup á verðlausu skuldabréfi ein ástæða húsleita Gjaldeyrissjóður á vegum Glitnis keypti verðlaust skuldabréf af Saga Capital á rúman milljarð eftir bankahrun. Þetta er meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitum og yfirheyrslum Sérstaks saksóknara í allan gærdag. 17.11.2010 06:00
Ráðherrar fá athafnateygju Allir ráðherrar landsins, ásamt bæjarstjórum, rektorum háskóla og stjórnendum fjölmargra fyrirtækja, hafa nú fengið Athafnateygju Innovit að gjöf í tilefni athafnavikunnar sem stendur nú yfir. 17.11.2010 06:00
Múrsteinshús hrundi niður Að minnsta kosti 66 manns létu lífið og 73 særðust þegar fátæklegt múrsteinshús hrundi í þéttbyggðu hverfi í Nýju-Delí á Indlandi á mánudagskvöld, um það leyti sem fólk var að huga að kvöldmat. 17.11.2010 06:00
Hægt að semja en pólitíkin ræður Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður var tilnefndur af stjórnarandstöðunni í Icesave-samninganefndina. Hann hefur haldið formönnum stjórnarandstöðuflokkanna upplýstum um framvindu viðræðnanna en segir ekkert stórvægilegt hafa gerst í málinu síðustu daga, hvorki gagnvart erlendu viðsemjendunum né á innanlandsvettvangi. 17.11.2010 06:00
Ætla að brenna skíðaskála KR Bera á eld að gömlum skíðaskála KR í Skálafelli. Ætlunin er að nota tækifærið til æfinga fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Byggingarfulltrúi frestaði afgreiðslu málsins í gær þar sem ekki lá fyrir umsögn Minjasafns Reykjavíkur. 17.11.2010 06:00
Segir lífeyrissjóðina fegra kostnaðartölur Lífeyrissjóðirnir fegra kostnaðartölur sínar með því að reikna umsýslukostnað vegna fjárfestinga erlendis ekki inn í rekstrarkostnað, segir Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR. Hann segist áætla að rekstrarkostnaður allra íslensku lífeyrissjóðanna í fyrra hafi verið á níunda milljarð króna. 17.11.2010 06:00
Ólafur sofandi í öndunarvél Ólafur Þórðarson tónlistarmaður liggur enn alvarlega slasaður á sjúkrahúsi eftir að sonur hans veitti honum alvarlega áverka á sunnudag. Að sögn læknis á Landspítalanum í gærkvöldi er líðan Ólafs óbreytt frá því á sunnudag. Honum er enn haldið sofandi í öndunarvél. 17.11.2010 06:00
Eitt alstærsta verkefnið „Þetta er ein sú allra stærsta sem við höfum farið í,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, um aðgerðina í gær. 17.11.2010 06:00
Nítján ára grunaður um nærri 70 innbrot Nítján ára piltur er grunaður um að hafa framið að minnsta kosti á sjöunda tug innbrota í sumarhús auk annarra brota á þessu ári. 17.11.2010 06:00
Helstu fjárfestar geirans verða viðstaddir Íslenska sprotafyrirtækið ReMake Electric er komið í úrslit í alþjóðlegri keppni sprotafyrirtækja um grænar hátæknilausnir, Cleantech Open Global Ideas Competition. Keppnin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og er Hilmir Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri ReMake, nú staddur í Kísildalnum í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum að kynna hugmyndir fyrirtækisins. Úrslitin eru hluti af alþjóðlegu athafnavikunni. 17.11.2010 06:00
Brúðkaup haldið á næsta ári Bretar fylgdust spenntir með þegar Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton, unnusta hans til margra ára, skýrðu frá trúlofun sinni í gær. Tíðindin kættu þjóðina og foreldrar unnustunnar, þau Carole og Michael, sögðust ákaflega ánægð með að fá prinsinn í fjölskylduna. 17.11.2010 06:00
Ekki gott ástand fyrir Icesave „Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að það hefur lítið til þessa máls spurst síðustu vikurnar sé pólitíska ástandið á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. 17.11.2010 06:00
Gamla fólkið verði ekki sent í burtu „Ég er mjög bjartsýnn á að fundin verði lausn og fullviss um að Sundabúð verði ekki lokað.“ 17.11.2010 06:00
Þverbraut siðareglur þingsins Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn Charles Rangel hefur gerst brotlegur í ellefu atriðum við siðareglur þingsins, meðal annars með því að nota bréfsefni þingsins og starfslið til að afla fjár til skóla sem nefndur er eftir honum. 17.11.2010 06:00
Hafa sjálfstraust til að meta hvað tókst vel og hvað miður Verkfræðingafélag Íslands vinnur að endurskoðun siðareglna sinna svo að þær endurspegli betur kröfur breyttra tíma til starfsins. „Eftir því sem verkefni verkfræðinga hafa orðið fjölbreyttari og þjóðfélagið flóknara hefur þörfin aukist fyrir einfaldar, almennar reglur sem gætu þjónað sem almennur siðlegur hornsteinn fyrir öll störf sem verkfræðingar takast á við í krafti menntunar sinnar,“ segir Jóhanna Harpa Árnadóttir, formaður Verkfræðingafélagsins. „Það hefur mikið breyst í vinnuumhverfi verkfræðinga, bæði með tölvuvæðingu og rafrænni upplýsingamiðlun. Eins má nefna uppgang og hrun bankakerfisins.“ 17.11.2010 06:00
Tíu dagar milli tunnutæminga Fulltrúar meirihluta umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur leggja til að frá og með áramótum verði sorp sótt á tíu daga fresti í stað þess að vera sótt á sjö daga fresti. Það sé í samræmi við sorphirðu hjá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. 17.11.2010 06:00
Borgarstjórnin öll rauðnefjuð Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, og aðrir í borgarstjórn keyptu í gær fyrstu rauðu nefin sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna selur til styrktar bágstöddum börnum um allan heim. 17.11.2010 06:00
Hjálparþurfi fólki fjölgar Nær öruggt er talið að mun fleiri muni leita á náðir hjálparstofnana og félagasamtaka fyrir þessi jól en þau síðustu. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var í gær til kynningar á átakinu Jólaaðstoð 2010. 17.11.2010 06:00
Þarf að fjölga heimilislæknum um 20 til 30 Fulltrúar fjögurra stærstu þingflokkanna gáfu til kynna við umræður á Alþingi í gær að þeir styddu það að sérfræðiþjónusta í heilbrigðiskerfinu yrði endurskipulögð og aðgangur að ódýrri þjónustu takmarkaður með einhvers konar tilvísunarkerfi. 17.11.2010 06:00
Framseldur til Bandaríkjanna Rússneskur vopnasali, Viktor Bout, var í gær framseldur til Bandaríkjanna frá Taílandi, þar sem hann var handtekinn fyrir tveimur árum. 17.11.2010 06:00
Vetur Í samanburðarreikningum á Veðurstofunni er vetur talinn 4 mánaða langur, frá 1. desember til 31. mars. Þetta er lengra tímabil en að jafnaði er notað erlendis því þar er miðað við að veturinn standi yfir tímabilið frá desember og út febrúar. Hér á landi er mars alloft kaldasti mánuður ársins og því er erfitt að tala um hann sem vormánuð. (Fengið af vef Veðurstofu Íslands vedur.is) 17.11.2010 00:41
Sá sem kúkaði á gólfið þarf ekkert óttast „Það eru nokkrir búnir að hafa samband og ég hef fengið ábendingar - en það er enginn sekur fyrr en sekt hans er sönnuð," segir Óskar Stefánsson framkvæmdastjóri Bíla og Fólks ehf. sem rekur rútufyrirtækið Sterna. 16.11.2010 22:00
Vilhjálmur bað Kate í Kenía Kate Middlestone sagði í viðtali við breska fjölmiðla í kvöld að það hún hafi verið feimin við Vilhjálm prins fyrst þegar hún hitti hann fyrir átta árum. Parið tilkynnti trúlofun sína í dag og er áætlað að brúðkaupið verði haldið næsta vor eða sumar. 16.11.2010 21:53
Lúkasarmálið lifir enn - vill skaðabætur Lúkasarmálinu svokallaða er langt frá því að vera lokið. Maður sem grunaður var um að hafa orðið hundinum Lúkasi að bana og mátti þola ofsóknir í kjölfarið ætlar að freista þess að sækja skaðabætur frá þeim sem gengu hvað lengst. 16.11.2010 20:40
Þorvaldur Lúðvík: Okkar þáttur lítill - seldum eitt skuldabréf Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, áður Saga Capital, var yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara í morgun í tengslum við Glitnis-rannsóknina. 16.11.2010 20:04
Fundað um færslu Markarfljóts Ekki er auðhlaupið að því að færa ósa Markarfljóts, eins og Siglingastofnun boðaði í gær, sem lið í því að bjarga Landeyjahöfn. Athugasemdir hafa birst í dag um að slík framkvæmd kunni að þurfa að fara í umhverfismat og skipulagsferli, brjóti hugsanlega gegn vatnalögum og að afla verði samþykkis landeigenda. Sveitarstjóri Rangárþings eystra hefur vegna þessarar óvissu boðað alla þá sem hlut eiga að máli til fundar á mánudag til að móta næstu skref. 16.11.2010 19:15
Eldsneytisverð komið upp fyrir 200 krónur Olíufélögin hækkuðu eldsneytisverð um tvær krónur í dag, bæði bensín og díselolíu. Algengt verð hjá Shell er nú komið upp í 201,4 og hjá N1 og Olís er það 200,6. Hjá ÓB og Atlantsolíu er það 198,4 og hjá Orkunni er það 198,3 16.11.2010 18:10
Vigdís sæmd Verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, var í dag veitt Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. Það var Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningamálaráðherra sem veitti Vigdísi verðlaunin. 16.11.2010 17:49
Sveik út peninga með stolnum greiðslukortanúmerum Karlmaður um tvítugt var handtekinn fyrr í mánuðinum, grunaður um að hafa komist yfir á annað þúsund greiðslukortanúmer og notað þau til þess að svíkja út fé. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segist í samtali við Vísi ekki geta sagt til um hversu mikið fé maðurinn sveik út. Þó sé víst að ekki sé um verulegar fjárhæðir að tefla. 16.11.2010 16:39
Yfirlýsing frá Stoðum hf Stoðir hf. hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segjast vilja leiðrétta misskilning sem rekja megi til tilkynningar sérstaks saksóknara um húsleitir sem fram fóru í dag. 16.11.2010 16:19
Dró sér tæpar 18 milljónir frá Íslenskri getspá Fyrrverandi umsjónarmaður sölukassa fyrir lottó og íþróttagetraunir var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að draga sér tæpar 18 milljónir króna úr kössunum. Maðurinn starfaði í Happahúsinu í Kringlunni þar sem hann hafði umsjón með sölukössum fyrir Íslenska getspá. Féð dró maðurinn sér á um tveggja mánaða tímabili frá 9. ágúst til 4. október 2008. 16.11.2010 15:42
Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki Frumvarpi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki var dreift á Alþingi í dag. Ráðherra gerir ráð fyrir að með frumvarpinu sé hægt að afla ríkinu einum milljarði króna í viðbótartekjur. 16.11.2010 15:29
Játaði þjófnað á sígarettum og skiptimynt Búið er að upplýsa tvö innbrot í hraðbúðina á Hellissandi sem framin voru í síðasta mánuði. Úr hraðbúðinni voru meðal annars stolið sígarettum, skiptimynd og áfyllingarkortum fyrir síma. Eftir að nýjar upplýsingar bárust í málinu voru tveir menn, búsettir í Ólafsvík, handteknir 4. nóvember. Játaði annar þeirra bæði innbrotin og segist hann hafa verið einn að verki. Málin teljast því upplýst. 16.11.2010 14:37
"Vötn öll skulu renna sem að fornu hafa runnið" Ákvörðun um að færa ósa Markarfljóts kann að stangast við vatnalög, frá árinu 1923. "Vötn öll skulu renna sem að fornu hafa runnið," er lykilákvæði vatnalaga en í 7. grein er lagt bann við því að breyta vatnsbotni, straumstefnu eða vatnsmagni, hvort sem það verður að fullu og öllu eða um ákveðinn tíma, nema fyrir liggi sérstakt leyfi iðnaðarráðherra eða lagaheimild frá Alþingi. 16.11.2010 14:37
Heimsfrægt tónskáld viðstatt tónleika með eigin verkum Hið heimsfræga breska tónskáld Sir John Tavener er komið hingað til lands til að vera við útgáfutónleika Kammerkórs Suðurlands, sem haldnir verða í Kristskirkju í Landakoti í kvöld. Kammerkór Suðurlands ásamt einsöngvurunum Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, Hrólfi Sæmundssyni, Margréti Stefánsdóttur, breska bassasöngvaranum Adrian Peacock og kammersveit flytur verk eftir Sir John Tavener af nýútkomnum diski sínum, IEPO ONEIPO - Heilagur draumur. 16.11.2010 14:30
Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka. 16.11.2010 14:12
Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16.11.2010 13:57
Handtökurnar tengjast Stím málinu Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16.11.2010 13:03
Sérstakur saksóknari með umfangsmiklar aðgerðir vegna Glitnis Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis standa yfir þessa stundina víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 16.11.2010 12:53