Fleiri fréttir

Tveir látast í árás á Gasa

Ísraelsmenn skutu niður tvo Palestínumenn í loftárás á Gasa, en samkvæmt ísraelska hernum ætluðu mennirnir að koma fyrir sprengjum á öryggisgirðingu á landamærunum við Ísrael.

Stjórnin minnt á sóknaráætlun

Bæjarráð Grindavíkurbæjar mótmælir hugmyndum um vegatolla á Reykjanesbraut og segir auknar álögur í formi vegatolla munu hafa verulega neikvæð áhrif á búsetu, atvinnustig, fasteignaverð og fyrirtæki á Suðurnesjum.

Flóttamenn flýja til Líberíu

Nágrannaþjóðir Fílabeinsstrandarinnar hafa hótað að beita hervaldi gegn ríkisstjórn Gbagbo, sem heldur enn fast um stjórnartaumana þrátt fyrir að hafa tapað í nýafstöðnum kosningum.

Störe heillaður af Wikileaks

Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, segir Wikileaks-málið vera forvitnilegt að mörgu leyti þar sem leyniskjölin gefi innsýn í samskipti milli ríkja.

Vilja draga ESB-umsókn til baka - tillaga lögð fram eftir áramót

Tillaga um að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka verður lögð fram á Alþingi eftir áramót. Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur tillöguna fram. Fyrrverandi formaður segir tómarúm í flokknum varðandi Evrópumálin og kallar eftir forystu.

Hjáleið opnuð við Seljalandsá

Búið er að opna hjáleið eftir varnargarði en Þjóðvegi eitt var lokað vegna skemmda á brú yfir Seljalandsá. Leiðin ætti að vera öllum ökutækjum fær.

Innbrotsþjófur handtekinn við Kringluna

Karlmaður var handtekinn í dag þegar hann braust inn í Hús verslunarinnar gegnt Kringlunni. Maðurinn braut rúðu og fór inn í verslunarhúsnæði. Lögreglan kom fljótlega á vettvang og hafði hendur í hári mannsins sem var færður í fangageymslur.

Með eina af fréttamyndum ársins hjá Reuters

„Ég hef verið að mynda fyrir Reuters í tvö ár," segir Ingólfur Júlíusson en stærsta fréttaveita heims, Reuters, hefur valið fréttamynd Ingólfs sem eina af 150 bestu myndum ársins.

Konungur piparsveinanna genginn út

Konungur piparsveinanna og stofnandi Playboy tímaritsins, Hugh Hefner, trúlofaði sig á Jóladag. Hin heppna heitir Crystal Harris og er að sjálfsögðu fyrrverandi Playboy-módel, nánar tiltekið desemberstúlka 2009.

Líkbúð í fjárhagskröggum

Heldur sérkennileg verslun í Los Angeles í Bandaríkjunum á í fjárhagskröggum þessa dagana. Verslunin er rekin af dánardómstjóranum í Los Angeles og selur margvísislega hluti merktum embættinu og í anda þess.

Segir tómarúm á stóru svæði innan Sjálfstæðisflokksins

Þorsteinn Pálsson segir að ákveðið tómarúm sé á stóru svæði í Sjálfstæðisflokknum meðal þeirra sem fylgja ESB-málinu. Hann segist sannfærður um að Sjálfstæðisflokkurinn muni virkja þetta afl. Hann útilokar endurkomu í stjórnmál.

Sex ár frá flóðbylgjunni í Indlandshafi

Heimsbyggðin stóð á öndinni fyrir sex árum þegar 230 þúsund manns fórust í flóðbylgju sem skall á Asíu. Minningarathafnir hafa verið haldnar víða í dag.

Vatnselgur á Suðurlandsvegi

Mikið vatn flæðir yfir Suðurlandsvegur nærri Lambafelli en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur orðið mikil vatnslosun við Bolöldunámu.

Flogið til Bíldudals - Ísafjarðarflugi aflýst

Flugfélagið Ernir flaug frá Reykjavíkurflugvelli til Bíldudals í dag en það er eina innanlandsflugið sem af er degi. Allt innanlandsflug Flugfélags Íslands hefur legið niðri í dag vegna vonskuveðurs.

Síðbúinn jarðskjálfti á Nýja-Sjálandi

Sterkur jarðskjálfti reið yfir borgina Christchurch á Nýja-Sjálandi í gærkvöldi. Skjálftinn átti uppruna sinn aðeins fimm kílómetrum frá borginni og telja jarðskjálftafræðingar að um eftirskjálfta sé að ræða.

Ástralir flykkjast á jólaútsölur

Það er stór dagur í dag fyrir verslunarglaða í hinum enskumælandi heimi en í dag er boxing day - þá hefjast jólaútsölur.

Hundur varaði við innbrotsþjófum

Brotist var inn í íbúðarhúsnæði á Völlunum í Hafnarfirði seint í nótt. Íbúar hússins, fjölskyldufólk, var sofandi meðan mennirnir fóru ránshendi um anddyri íbúðarinnar.

Ólöglegum pókerklúbbi lokað í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af þremur skemmtistöðum sem virtu ekki reglur um opnunartíma skemmtistaða laust eftir miðnætti í gærkvöldi.

Sex innbrot í dag

Það er ljóst að þjófar hafa látið greipar sópa á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglunni hafa borist tilkynningar um sex innbrot frá því klukkan sjö í kvöld.

Obama spilar golf á Hawai yfir jólin

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, eyðir jólafríinu á heimaslóðum í Kailua á Hawai. Hann verður þar í ellefu daga með fjölskyldunni og hyggst spila golf.

Meirihlutinn af tækjunum fenginn að gjöf

Landspítalinn hefur fengið gjafir sem hlaupa á mörg hundruð milljónum króna í ár. Forstjóri spítalans kann velunnurun spítalans bestu þakkir, en segir áhyggjuefni að þurfa að treysta á gjafir við rekstur spítalans.

Manndrápstilraun í Bústaðarhverfi: Vildu á aðra milljón í "sekt"

Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina.

Fjórir karlmenn úrskurðaðir í 10 daga gæsluvarðhald

Fjórir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í 10 daga gæsluvarðhald vegna skotárásar í Fossvogi í gærmorgun. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir fimm mönnum, en dómari féllst ekki á gæsluvarðhald yfir einum þeirra.

Aftansöngurinn í Grafarvogskirkju í heild sinni

Séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, fór fyrir aftansöngnum í Grafarvogskirkju í gær. Hann gagnrýndi meðal annars harðlega fyrirætlanir mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um aðskilnað leikskóla- og grunnaskólastarfs annars vegar og kirkjulegs starfs hinsvegar sem boðaður hefur verið.

Vilja viðskiptabann á Ísland

Alþjóðasamtök um vernd hvala- og höfrunga hvetja bandarísk stjórnvöld til að koma á viðskiptabanni við Íslendinga vegna hvalveiða. Á þessu ári fluttu Íslendingar út 880 tonn af hvalkjöti til Noregs, Færeyja og Japan.

Neyðarástand á flugvöllum í Evrópu

Þúsundir ferðalanga eru fastir á flugvöllum víða um Evrópu. Frost og snjókoma veldur því að flugferðum hefur verið seinkað og aflýst. Rýma varð flugstöðvarbyggingu á Charles de Gaulle flugvellinum í París í gær vegna hættu á að þak byggingarinnar myndi hrynja vegna snjóþyngsla.

Meirihluti stórverslana lokaður í dag

Meirihluti stórverslana er lokaður í dag, jóladag. Matvöruverslunin Pétursbúð á Ránargötu er opin frá klukkan ellefu til fjögur síðdegis.

Skotárás í Bústaðarhverfi: Ung börn á heimilinu

Grunur leikur á að skotárásin í Ásgarði í Bústaðarhverfinu í gærmorgun tengist handrukkun en á heimilinu eru hjón með ung börn. Sex voru handteknir og fimm gistu fangageymslur vegna málsins og hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir þeim.

Sóttu fyrirbura og bráðveikan sjúkling til Grænlands

Sjúkraflugvél Mýflugs, TF-MYX, fór í gær til Nuuk á vesturströnd Grænlands að sækja bráðveikan sjúkling. Ásamt flugmönnum Mýflugs var læknir og sjúkraflutningamaður frá Slökkviliði Akureyrar um borð.

Kona sprengdi sig í loft upp í Pakistan

Að minnsta kosti 40 manns lféllu þegar að kona sprengdi sig í loft upp í bænum Khar í Bajaur-héraði í Pakistan í morgun. Yfir 50 aðrir eru særðir og óttast er að tala látinni kunni að hækka þar sem margir eru alvarlega slasaðir.

Sjá næstu 50 fréttir