Fleiri fréttir Búist við undirskrift í dag Stjórnvöld vonast til að geta kynnt viljayfirlýsingu um aðgerðir í þágu skuldugra heimila eftir ríkisstjórnarfund fyrir hádegi. Málið fór í hnút í gærmorgun þar sem Líferyissjóðirnir gátu ekki fallist á viss atriði, en eftir ýmsar tilfærslur náðist samkomulag við þá undir kvöldið og voru þær kynntar fulltrúum bankanna í gærkvöldi. 3.12.2010 07:28 Greiða 80 milljónir í bónusa Útgerðarfélagið Samherji hefur ákveðið að greiða starfsfólki sínu í landi 260 þúsund króna launauppbót í desember til viðbótar við umsamda 46 þúsund króna desemberuppbót. Uppbótin nemur í heildina 320 þúsund krónum á mann og kostar Samherja í kringum 80 milljónir króna að frátöldum tengdum gjöldum. 3.12.2010 06:00 Bjarni vill að Ísland grípi tækifæri á heilbrigðissviði Hópur alþingismanna úr Suðvesturkjördæmi sótti á mánudag kynningarfund hjá félaginu PrimaCare sem hyggur á rekstur einkasjúkrahúss í Mosfellsbæ með áherslu á liðskiptiaðgerðir fyrir útlendinga. 3.12.2010 06:00 Vill að sérsveitin fái að beita rafbyssum Engin ástæða er til þess að lögreglumenn hér á landi verði vopnaðir rafbyssum, að mati ríkislögreglustjóra. Hann vill þó heimila sérsveitarmönnum að beita slíkum vopnum í tilraunaskyni, að því er fram kemur í skýrslu embættisins um ofbeldi gegn lögreglumönnum. 3.12.2010 05:45 Skoða lækkun tolla á innfluttum kjúklingi „Það er verið að skoða þessi mál mjög alvarlega," segir Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um kröfur um tollfrjálsan innflutning á kjúklingi. 3.12.2010 05:30 Formaður bænda segir ábyrgð „klínt“ á þá Orð formanns samninganefndar Íslands gagnvart ESB, Stefáns Hauks Jóhannessonar, í Fréttablaðinu á laugardag sýna að „fjarvera [Bændasamtakanna] frá fundum í Brussel var nauðsynleg“ segir Haraldur Benediktsson, formaður samtakanna, í leiðara Bændablaðsins í gær. 3.12.2010 05:00 Þúsund hafa látið vita um grunsamlegar mannaferðir „Nágrannavarslan hefur komið sér afar vel og það er mikill áhugi hjá fólki,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, spurður um árangur nágrannavörslu, sem lögregla hefur lagt áherslu á í baráttunni gegn innbrotum. 3.12.2010 04:30 Sjónvarpssöfnun fyrir Barnahjálpina Með Fréttablaðinu í dag fylgir sérstakt blað tileinkað Barnahjálpinni og sölu Rauða nefsins. Í kvöld verður skemmtiþáttur í opinni dagskrá á Stöð 2 þar sem efnt verður til landssöfnunar til styrktar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. 3.12.2010 04:00 Tugir farast í skógareldum Slökkvilið Ísraels sagðist í gærkvöld ekkert ráða við skógareldana sem geisuðu skammt frá borginni Haífa. Stjórnvöld sögðu þetta verstu náttúruhamfarir í sögu Ísraels. 3.12.2010 03:45 Tómas tyllir sér við Tjörnina Jón Gnarr borgarstjóri afhjúpaði styttu af Reykjavíkurskáldinu Tómasi Guðmundssyni við Reykjavíkurtjörn í gær. 3.12.2010 03:30 Styttist í samninga um eftirlit Þótt litlar líkur séu á að samkomulag takist á sextándu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Mexíkó um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, þá hafa Bandaríkjamenn og Kínverjar að mestu náð saman um það hvernig eftirliti með útblæstri verður háttað. 3.12.2010 02:30 Milljónir urðu strandaglópar Milljónir manna komust hvergi og þurftu að fresta ferðum sínum þegar loka þurfti flugvöllum og tafir urðu á lestarsamgöngum víðs vegar um Evrópu vegna snjóa og kulda í gær. 3.12.2010 02:30 Vilja fá dómsmál fellt niður „Eitt af helstu viðfangsefnum bandaríska sendiráðsins í Madríd undanfarin sjö ár hefur verið að reyna að fá fellt niður sakamál gegn þremur bandarískum hermönnum, sem sakaðir eru um að hafa drepið spænskan sjónvarpstökumann,“ segir spænska dagblaðið El Pais, sem hefur upplýsingar um þetta úr leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar. 3.12.2010 00:00 Verði Cheryl Cole dómari í X-Factor þarf að texta hana Framleiðendur X-Factor sjónvarpsþáttarins í Bandaríkjunum eru í vandræðum. Girls Aloud stjarnan Cheryl Cole kemur sterklega til greina sem einn af dómurum í þáttinn á næsta ári en samtök þýðenda segja augljóst að þá verði að texta allt sem hún segir. Samtökin létu gera könnun á málinu á meðal 226 þýðenda um heim allan og settu þeir Cheryl í fjórða sætið yfir breskar stjörnur sem erfitt er að skilja. 2.12.2010 21:15 Útsvar óbreytt í Garðabæ Álögur á íbúa í Garðabæ verða áfram lágar á árinu 2011, skv. frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjarins sem lagt var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag samkvæmt tilkynningu frá bænum. 2.12.2010 20:45 Samkomulag í höfn og undirritað á morgun Samkomulag náðist nú síðdegis milli ríkisstjórnarinnar og lífeyrissjóðanna um aðkomu þeirra að aðgerðum til aðstoðar skuldugum heimilum og fyrirtækjum. Forsætisráðherra segir að einungis eigi eftir að ganga frá nokkrum þáttum við bankana og reiknar með að skrifað verði undir aðgerðaáætlun á morgun. 2.12.2010 19:38 Stjórnlagaþingmenn fengu kjörbréf afhent í dag Allir kjörnir stjórnlagaþingmenn, nema fjórir, mættu niður í Þjóðmenningarhús í dag þar sem þeim var afhent kjörbréf. 2.12.2010 17:47 Jarðskjálftar við Herðubreið Jarðskjálfti upp á 3,1 á richter varð í morgun nærri Herðubreið. Samkvæmt heimasíðu Veðurstofu Íslands þá voru upptök skjálftans um 2,6 kílómetra VNV af Herðubreiðartöglum. 2.12.2010 17:44 Höfuðpaur í fíkniefnamáli sýknaður en annar dæmdur Guðlaugur Agnar Guðmundsson, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í sumar, fyrir aðild að stórkostlegu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands og peningaþvætti tengdum innflutningnum, var sýknaður af ákæru um fíkniefnasmyglið í Hæstarétti í dag. Hann var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvættið. Héraðsdómur hafði fundi þá Davíð Garðarsson og Guðlaug Agnar um að bera höfuðábyrgð á smyglinu. Þeir fengu báðir fjögurra og hálfs árs dóma. 2.12.2010 16:52 Erfiðlega gengur að flytja Vonarstræti 12 á Kirkjustræti Hafist var handa við að flytja húsið sem staðið hefur við Vonarstræti 12 yfir á horn Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Verkið gengur þó brösuglega því húsið reyndist heilum 25 tonnum þyngra en talið var. Húsið hefur síðustu árin verið skrifstofa þingflokks Vinstri grænna og þar áður ýmissa flokka. Við verkið eru notaðir tveir stórir kranar enda mikið verk að lyfta heilu húsi, sem í fyrstu var talið 81 tonn að þyngd en í ljós kom að það var 25 tonnum þyngra en áður var talið. 2.12.2010 16:34 40 fórust í kjarreldum í Ísrael Minnst fjörutíu manns fórust í miklum kjarreldum í Ísrael í dag. Flestir þeirra sem fórust voru ísraelskir fangaverðir sem voru að reyna að bjarga palestinskum föngum. 2.12.2010 16:31 Byrjað að marka víglínuna - fréttaskýring Í aðildarviðræðum Íslands við ESB stendur nú yfir rýniferli þar sem farið er yfir löggjöf ESB og Íslands til að skapa grundvöll fyrir eiginlegar viðræður. Klemens Ólafur Þrastarson yfirheyrði í vikunni Stefán Hauk Jóhannesson, sendiherra og formann samninganefndar Íslands, um rýnivinnu, aðlögun og IPA-styrki. Stefán viðurkennir að afstaða bænda geti skaðað samningsstöðuna. 2.12.2010 21:10 Forsætisráðherra: Samkomulag í höfn Samkomulag hefur náðst milli ríkisstjórnar og lífeyrissjóða um aðgerðir vegna skulda heimila og fyrirtækja. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir langa fundarsetu í dag að aðeins ætti eftir að fínstilla nokkur atriði við bankana áður en málið verður lagt fyrir ríkisstjórnarfund í fyrramálið. Hún reiknar með að skrifað verði undir samkomulag stjórnvalda, fjármálastofnana og fleiri, að loknum ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. 2.12.2010 17:34 Búast við að Assange verði handtekinn í dag Breska lögreglan, Scotland Yard, veit hvar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, heldur sig og gera ráð fyrir því að þeir geti handtekið hann síðar í dag. Þetta er fullyrt á fréttavef Daily Mail. Sænskur dómstóll gaf nýlega út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum vegna ásakana um kynferðisbrot. 2.12.2010 16:25 „Lét“ 13 ára stúlku hafa við sig samræði 23 ára karlmaður var í gær dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku. Maðurinn játaði brotið sem átti sér stað í mars á þessu ári. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var maðurinn dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi. Brotið sem maðurinn játaði, samkvæmt ákæru er að hafa „látið A, þá 13 ára, hafa við sig samræði " 2.12.2010 15:42 Ófyrirleitnar og harkalegar árásir á fyrrverandi unnustu Tuttugu og sjö ára gamall karlmaður hefur verði dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir ítrekað ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða konunni tæpar 500 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta. 2.12.2010 15:29 Bankastjórar vongóðir um að samkomulag sé að nást Bankastjórar Landsbankans og Íslandsbanka eru vongóðir um að samkomulag sé að nást á milli ríkisstjórnar og fjármálastofnana um aðgerðir fyrir skuldug heimili og fyrirtæki. 2.12.2010 15:26 Borgarstjóri afhjúpaði styttu af Tómasi Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, afhjúpaði styttu af Reykjavíkurskáldinu Tómasi Guðmundssyni eftir Höllu Gunnarsdóttur við Reykjavíkurtjörn í dag. 2.12.2010 15:09 Reykjavíkurborg skapar á sjötta hundrað ársverk Fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar næsta árs gerir ráð fyrir að 6,5 milljörðum króna verði varið til fjárfestinga. Það er umtalsverð aukning frá því sem gert var ráð fyrir í gildandi þriggja ára áætlun, en svipuð fjárhæð og á þessu ári. Með þessum áherslubreytingum er stuðlað að framkvæmdum og auknu atvinnuframboði. Framkvæmda- og eignasvið áætlar að á bilinu 530 til 580 bein ársverk geti verið að ræða, að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þá er ótalin afleidd störf. 2.12.2010 15:08 Sauðféð rúið inn að skinni Sauðfé Fjölskyldu- og húsdýragarðsins fær jólaklippinguna á sunnudag. Þá mætir Guðmundur Hallgrímsson til rúningsverka en þær eru orðnar æði margar ærnar og hrútarnir sem hann hefur rúið. Hann kann því vel til verka og ætla má að hann spari ekki lýsingarnar í kringum rúninginn. Guðmundur mun hefjast handa klukkan eitt en með honum í för verður föruneyti kvenna sem munu spinna band úr ullinni. 2.12.2010 14:47 150 þúsund manns vildu eyða jólunum í Reykjavík Undanfarinn mánuð hefur Höfuðborgarstofa í samstarfi við Icelandair boðið erlendum Reykjavíkurvinum að taka þátt í leiknum Win a trip to Reykjavík in December á ferðavefsvæði Reykjavíkurborgar www.visitreykjavik.is með það að markmiði að kynna Reykjavík sem spennandi áfangastað á aðventunni. 2.12.2010 14:42 Þær földu þýfið HVAR? Tvær konur hafa verið handteknar fyrir búðahnupl í bænum Edmond í Oklahoma í Bandaríkjunum. Svosem ekki óvenjulegt nema hvað þessar konur földu þýfið í spikfellingum á líkama sínum. 2.12.2010 14:35 Ráðuneytið tekur stöðuna á kjúklingnum Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur kallað eftir upplýsingum til að geta lagt mat á hvort innlendir kjúklingaframleiðendur ná að sinna eftirspurn neytenda. Búist er við að staðan skýrist betur á allra næstu dögum. 2.12.2010 14:26 Krefja ráðherra um aukinn innflutning á kjúklingi Samtök verslunar og þjónustu krefjast þess að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heimili aukinn innflutning á kjúklingi. Forsvarsmenn samtakanna hafa sent Jóni formlegt bréf þess efnis. 2.12.2010 13:40 Qantas í mál við Rolls Royce Ástralska flugfélagið Qantas hefur ákveðið að höfða mál gegn Rolls-Royce, sem framleiddi hreyflana í Airbus A380 þotur félagsins. Vélarnar fóru ekki í loftið í margar vikur eftir að einn hreyfill sprakk í loft upp rétt eftir flugtak í Singapore. Qantas segir að málshöfðunin sé til öryggis, náist ekki sátt í málinu. Félagið hefur hafið notkun á tveimur Airbus A380 vélum en fjórar vélar eru enn kyrrsettar. 2.12.2010 13:31 Fjórir sóttu um starf tæknistjóra stjórnlagaþings Finnur Pálmi Magnússon tölvunarfræðingur hefur verið ráðinn sem tæknistjóri stjórnlagaþings. Hann starfaði sem verktaki fyrir Þjóðfundinn og sinnti tæknimálum fundarins og vefmálum. Á Þjóðfundinum var lagður grunnur að starfi stjórnlagaþings. 2.12.2010 13:22 Tveir lögreglumenn hafa hætt vegna slysa í starfi Á undanförnum árum hafa tveir lögreglumenn þurft að láta af störfum þar sem örorka þeirra háði þeim það mikið við störf. Þetta kemur fram í skýrslu lögreglunnar um ofbeldi gagnvart lögreglumönnum. 2.12.2010 12:49 Sérsveitin send út 300 sinnum í fyrra Sérsveit Ríkislögreglustjóra var send út 293 sinnum í fyrra. Hún var oftast send út í janúar, eða 45 sinnum en næstoftast í ágúst eða 41 sinni. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkislögreglustjóra um ofbeldi gagnvart lögreglumönnum. 2.12.2010 12:15 Enn beðið eftir aðgerðarpakkanum Enn er agerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimila beðið og óljóst hvort samkomulag náist um aðkomu lífeyrissjóðanna. 2.12.2010 12:13 Kærleikskúlan í ár ber heitið Fjarlægð Kærleikskúla Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra fer í sölu á laugardag, en kúlan hefur verið seld til styrktar félaginu frá árinu 2003. Það er skúlptúristinn Katrín Sigurðardóttir sem hannar kúluna í ár. 2.12.2010 12:00 Um 238 brot gegn lögreglumönnum í ákærumeðferð Á síðastliðnum árum hafa 238 brot gegn lögreglumönnum farið í ákærumeðferð. 2.12.2010 11:49 Avatar stjarnan Ribisi í viðræðum við Baltasar Stórleikararnir Giovanni Ribisi og Ben Foster eru í viðræðum við Baltasar Kormák og Mark Wahlberg um að leika í Contraband. Myndin er endurgerð á mynd Baltasars, Reykjavík-Rotterdam og þegar hafa Kate Beckinsale og Wahlberg sjálfur skráð sig til þátttöku. Wahlberg leikur aðalhlutverkið sem áður var í höndum Baltasars og mun Foster fara með hlutverk mágs hans. Ekki kemur fram hvaða hlutverk Ribisi fær, verði af samningum. 2.12.2010 11:39 Síðustu styrkjunum úr Þjóðhátíðarsjóði úthlutað Seðlabanki Íslands úthlutaði styrkjum úr Þjóðhátíðarsjóði við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Þetta var síðasta almenna úthlutun sjóðsins. 2.12.2010 10:50 Hákarl réðst á fjóra ferðamenn Strandgæslan í Egyptalandi leitar nú að hákarli sem talið er að hafi ráðist á fjóra ferðamenn síðastliðinn þriðjudag. Þeir voru að synda í skerjagarðinum í Rauðahafinu syðst á Sinai skaga. 2.12.2010 10:42 Stjórnlagaþing kostar allt að 700 milljónum Kostnaður við stjórnlagaþingið, sem til stendur að hefjist í febrúar, gæti orðið á bilinu 564 til 704 milljónir miðað við núverandi áætlanir. Í þessari tölu er meðtalinn kostnaður vegna kosninganna sem fram fóru á laugardaginn, stjórnlaganefnd, þjóðfund og stjórnlagaþingið sjálft. 2.12.2010 10:28 Sjá næstu 50 fréttir
Búist við undirskrift í dag Stjórnvöld vonast til að geta kynnt viljayfirlýsingu um aðgerðir í þágu skuldugra heimila eftir ríkisstjórnarfund fyrir hádegi. Málið fór í hnút í gærmorgun þar sem Líferyissjóðirnir gátu ekki fallist á viss atriði, en eftir ýmsar tilfærslur náðist samkomulag við þá undir kvöldið og voru þær kynntar fulltrúum bankanna í gærkvöldi. 3.12.2010 07:28
Greiða 80 milljónir í bónusa Útgerðarfélagið Samherji hefur ákveðið að greiða starfsfólki sínu í landi 260 þúsund króna launauppbót í desember til viðbótar við umsamda 46 þúsund króna desemberuppbót. Uppbótin nemur í heildina 320 þúsund krónum á mann og kostar Samherja í kringum 80 milljónir króna að frátöldum tengdum gjöldum. 3.12.2010 06:00
Bjarni vill að Ísland grípi tækifæri á heilbrigðissviði Hópur alþingismanna úr Suðvesturkjördæmi sótti á mánudag kynningarfund hjá félaginu PrimaCare sem hyggur á rekstur einkasjúkrahúss í Mosfellsbæ með áherslu á liðskiptiaðgerðir fyrir útlendinga. 3.12.2010 06:00
Vill að sérsveitin fái að beita rafbyssum Engin ástæða er til þess að lögreglumenn hér á landi verði vopnaðir rafbyssum, að mati ríkislögreglustjóra. Hann vill þó heimila sérsveitarmönnum að beita slíkum vopnum í tilraunaskyni, að því er fram kemur í skýrslu embættisins um ofbeldi gegn lögreglumönnum. 3.12.2010 05:45
Skoða lækkun tolla á innfluttum kjúklingi „Það er verið að skoða þessi mál mjög alvarlega," segir Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um kröfur um tollfrjálsan innflutning á kjúklingi. 3.12.2010 05:30
Formaður bænda segir ábyrgð „klínt“ á þá Orð formanns samninganefndar Íslands gagnvart ESB, Stefáns Hauks Jóhannessonar, í Fréttablaðinu á laugardag sýna að „fjarvera [Bændasamtakanna] frá fundum í Brussel var nauðsynleg“ segir Haraldur Benediktsson, formaður samtakanna, í leiðara Bændablaðsins í gær. 3.12.2010 05:00
Þúsund hafa látið vita um grunsamlegar mannaferðir „Nágrannavarslan hefur komið sér afar vel og það er mikill áhugi hjá fólki,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, spurður um árangur nágrannavörslu, sem lögregla hefur lagt áherslu á í baráttunni gegn innbrotum. 3.12.2010 04:30
Sjónvarpssöfnun fyrir Barnahjálpina Með Fréttablaðinu í dag fylgir sérstakt blað tileinkað Barnahjálpinni og sölu Rauða nefsins. Í kvöld verður skemmtiþáttur í opinni dagskrá á Stöð 2 þar sem efnt verður til landssöfnunar til styrktar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. 3.12.2010 04:00
Tugir farast í skógareldum Slökkvilið Ísraels sagðist í gærkvöld ekkert ráða við skógareldana sem geisuðu skammt frá borginni Haífa. Stjórnvöld sögðu þetta verstu náttúruhamfarir í sögu Ísraels. 3.12.2010 03:45
Tómas tyllir sér við Tjörnina Jón Gnarr borgarstjóri afhjúpaði styttu af Reykjavíkurskáldinu Tómasi Guðmundssyni við Reykjavíkurtjörn í gær. 3.12.2010 03:30
Styttist í samninga um eftirlit Þótt litlar líkur séu á að samkomulag takist á sextándu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Mexíkó um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, þá hafa Bandaríkjamenn og Kínverjar að mestu náð saman um það hvernig eftirliti með útblæstri verður háttað. 3.12.2010 02:30
Milljónir urðu strandaglópar Milljónir manna komust hvergi og þurftu að fresta ferðum sínum þegar loka þurfti flugvöllum og tafir urðu á lestarsamgöngum víðs vegar um Evrópu vegna snjóa og kulda í gær. 3.12.2010 02:30
Vilja fá dómsmál fellt niður „Eitt af helstu viðfangsefnum bandaríska sendiráðsins í Madríd undanfarin sjö ár hefur verið að reyna að fá fellt niður sakamál gegn þremur bandarískum hermönnum, sem sakaðir eru um að hafa drepið spænskan sjónvarpstökumann,“ segir spænska dagblaðið El Pais, sem hefur upplýsingar um þetta úr leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar. 3.12.2010 00:00
Verði Cheryl Cole dómari í X-Factor þarf að texta hana Framleiðendur X-Factor sjónvarpsþáttarins í Bandaríkjunum eru í vandræðum. Girls Aloud stjarnan Cheryl Cole kemur sterklega til greina sem einn af dómurum í þáttinn á næsta ári en samtök þýðenda segja augljóst að þá verði að texta allt sem hún segir. Samtökin létu gera könnun á málinu á meðal 226 þýðenda um heim allan og settu þeir Cheryl í fjórða sætið yfir breskar stjörnur sem erfitt er að skilja. 2.12.2010 21:15
Útsvar óbreytt í Garðabæ Álögur á íbúa í Garðabæ verða áfram lágar á árinu 2011, skv. frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjarins sem lagt var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag samkvæmt tilkynningu frá bænum. 2.12.2010 20:45
Samkomulag í höfn og undirritað á morgun Samkomulag náðist nú síðdegis milli ríkisstjórnarinnar og lífeyrissjóðanna um aðkomu þeirra að aðgerðum til aðstoðar skuldugum heimilum og fyrirtækjum. Forsætisráðherra segir að einungis eigi eftir að ganga frá nokkrum þáttum við bankana og reiknar með að skrifað verði undir aðgerðaáætlun á morgun. 2.12.2010 19:38
Stjórnlagaþingmenn fengu kjörbréf afhent í dag Allir kjörnir stjórnlagaþingmenn, nema fjórir, mættu niður í Þjóðmenningarhús í dag þar sem þeim var afhent kjörbréf. 2.12.2010 17:47
Jarðskjálftar við Herðubreið Jarðskjálfti upp á 3,1 á richter varð í morgun nærri Herðubreið. Samkvæmt heimasíðu Veðurstofu Íslands þá voru upptök skjálftans um 2,6 kílómetra VNV af Herðubreiðartöglum. 2.12.2010 17:44
Höfuðpaur í fíkniefnamáli sýknaður en annar dæmdur Guðlaugur Agnar Guðmundsson, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í sumar, fyrir aðild að stórkostlegu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands og peningaþvætti tengdum innflutningnum, var sýknaður af ákæru um fíkniefnasmyglið í Hæstarétti í dag. Hann var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvættið. Héraðsdómur hafði fundi þá Davíð Garðarsson og Guðlaug Agnar um að bera höfuðábyrgð á smyglinu. Þeir fengu báðir fjögurra og hálfs árs dóma. 2.12.2010 16:52
Erfiðlega gengur að flytja Vonarstræti 12 á Kirkjustræti Hafist var handa við að flytja húsið sem staðið hefur við Vonarstræti 12 yfir á horn Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Verkið gengur þó brösuglega því húsið reyndist heilum 25 tonnum þyngra en talið var. Húsið hefur síðustu árin verið skrifstofa þingflokks Vinstri grænna og þar áður ýmissa flokka. Við verkið eru notaðir tveir stórir kranar enda mikið verk að lyfta heilu húsi, sem í fyrstu var talið 81 tonn að þyngd en í ljós kom að það var 25 tonnum þyngra en áður var talið. 2.12.2010 16:34
40 fórust í kjarreldum í Ísrael Minnst fjörutíu manns fórust í miklum kjarreldum í Ísrael í dag. Flestir þeirra sem fórust voru ísraelskir fangaverðir sem voru að reyna að bjarga palestinskum föngum. 2.12.2010 16:31
Byrjað að marka víglínuna - fréttaskýring Í aðildarviðræðum Íslands við ESB stendur nú yfir rýniferli þar sem farið er yfir löggjöf ESB og Íslands til að skapa grundvöll fyrir eiginlegar viðræður. Klemens Ólafur Þrastarson yfirheyrði í vikunni Stefán Hauk Jóhannesson, sendiherra og formann samninganefndar Íslands, um rýnivinnu, aðlögun og IPA-styrki. Stefán viðurkennir að afstaða bænda geti skaðað samningsstöðuna. 2.12.2010 21:10
Forsætisráðherra: Samkomulag í höfn Samkomulag hefur náðst milli ríkisstjórnar og lífeyrissjóða um aðgerðir vegna skulda heimila og fyrirtækja. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir langa fundarsetu í dag að aðeins ætti eftir að fínstilla nokkur atriði við bankana áður en málið verður lagt fyrir ríkisstjórnarfund í fyrramálið. Hún reiknar með að skrifað verði undir samkomulag stjórnvalda, fjármálastofnana og fleiri, að loknum ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. 2.12.2010 17:34
Búast við að Assange verði handtekinn í dag Breska lögreglan, Scotland Yard, veit hvar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, heldur sig og gera ráð fyrir því að þeir geti handtekið hann síðar í dag. Þetta er fullyrt á fréttavef Daily Mail. Sænskur dómstóll gaf nýlega út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum vegna ásakana um kynferðisbrot. 2.12.2010 16:25
„Lét“ 13 ára stúlku hafa við sig samræði 23 ára karlmaður var í gær dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku. Maðurinn játaði brotið sem átti sér stað í mars á þessu ári. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var maðurinn dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi. Brotið sem maðurinn játaði, samkvæmt ákæru er að hafa „látið A, þá 13 ára, hafa við sig samræði " 2.12.2010 15:42
Ófyrirleitnar og harkalegar árásir á fyrrverandi unnustu Tuttugu og sjö ára gamall karlmaður hefur verði dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir ítrekað ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða konunni tæpar 500 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta. 2.12.2010 15:29
Bankastjórar vongóðir um að samkomulag sé að nást Bankastjórar Landsbankans og Íslandsbanka eru vongóðir um að samkomulag sé að nást á milli ríkisstjórnar og fjármálastofnana um aðgerðir fyrir skuldug heimili og fyrirtæki. 2.12.2010 15:26
Borgarstjóri afhjúpaði styttu af Tómasi Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, afhjúpaði styttu af Reykjavíkurskáldinu Tómasi Guðmundssyni eftir Höllu Gunnarsdóttur við Reykjavíkurtjörn í dag. 2.12.2010 15:09
Reykjavíkurborg skapar á sjötta hundrað ársverk Fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar næsta árs gerir ráð fyrir að 6,5 milljörðum króna verði varið til fjárfestinga. Það er umtalsverð aukning frá því sem gert var ráð fyrir í gildandi þriggja ára áætlun, en svipuð fjárhæð og á þessu ári. Með þessum áherslubreytingum er stuðlað að framkvæmdum og auknu atvinnuframboði. Framkvæmda- og eignasvið áætlar að á bilinu 530 til 580 bein ársverk geti verið að ræða, að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þá er ótalin afleidd störf. 2.12.2010 15:08
Sauðféð rúið inn að skinni Sauðfé Fjölskyldu- og húsdýragarðsins fær jólaklippinguna á sunnudag. Þá mætir Guðmundur Hallgrímsson til rúningsverka en þær eru orðnar æði margar ærnar og hrútarnir sem hann hefur rúið. Hann kann því vel til verka og ætla má að hann spari ekki lýsingarnar í kringum rúninginn. Guðmundur mun hefjast handa klukkan eitt en með honum í för verður föruneyti kvenna sem munu spinna band úr ullinni. 2.12.2010 14:47
150 þúsund manns vildu eyða jólunum í Reykjavík Undanfarinn mánuð hefur Höfuðborgarstofa í samstarfi við Icelandair boðið erlendum Reykjavíkurvinum að taka þátt í leiknum Win a trip to Reykjavík in December á ferðavefsvæði Reykjavíkurborgar www.visitreykjavik.is með það að markmiði að kynna Reykjavík sem spennandi áfangastað á aðventunni. 2.12.2010 14:42
Þær földu þýfið HVAR? Tvær konur hafa verið handteknar fyrir búðahnupl í bænum Edmond í Oklahoma í Bandaríkjunum. Svosem ekki óvenjulegt nema hvað þessar konur földu þýfið í spikfellingum á líkama sínum. 2.12.2010 14:35
Ráðuneytið tekur stöðuna á kjúklingnum Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur kallað eftir upplýsingum til að geta lagt mat á hvort innlendir kjúklingaframleiðendur ná að sinna eftirspurn neytenda. Búist er við að staðan skýrist betur á allra næstu dögum. 2.12.2010 14:26
Krefja ráðherra um aukinn innflutning á kjúklingi Samtök verslunar og þjónustu krefjast þess að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heimili aukinn innflutning á kjúklingi. Forsvarsmenn samtakanna hafa sent Jóni formlegt bréf þess efnis. 2.12.2010 13:40
Qantas í mál við Rolls Royce Ástralska flugfélagið Qantas hefur ákveðið að höfða mál gegn Rolls-Royce, sem framleiddi hreyflana í Airbus A380 þotur félagsins. Vélarnar fóru ekki í loftið í margar vikur eftir að einn hreyfill sprakk í loft upp rétt eftir flugtak í Singapore. Qantas segir að málshöfðunin sé til öryggis, náist ekki sátt í málinu. Félagið hefur hafið notkun á tveimur Airbus A380 vélum en fjórar vélar eru enn kyrrsettar. 2.12.2010 13:31
Fjórir sóttu um starf tæknistjóra stjórnlagaþings Finnur Pálmi Magnússon tölvunarfræðingur hefur verið ráðinn sem tæknistjóri stjórnlagaþings. Hann starfaði sem verktaki fyrir Þjóðfundinn og sinnti tæknimálum fundarins og vefmálum. Á Þjóðfundinum var lagður grunnur að starfi stjórnlagaþings. 2.12.2010 13:22
Tveir lögreglumenn hafa hætt vegna slysa í starfi Á undanförnum árum hafa tveir lögreglumenn þurft að láta af störfum þar sem örorka þeirra háði þeim það mikið við störf. Þetta kemur fram í skýrslu lögreglunnar um ofbeldi gagnvart lögreglumönnum. 2.12.2010 12:49
Sérsveitin send út 300 sinnum í fyrra Sérsveit Ríkislögreglustjóra var send út 293 sinnum í fyrra. Hún var oftast send út í janúar, eða 45 sinnum en næstoftast í ágúst eða 41 sinni. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkislögreglustjóra um ofbeldi gagnvart lögreglumönnum. 2.12.2010 12:15
Enn beðið eftir aðgerðarpakkanum Enn er agerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimila beðið og óljóst hvort samkomulag náist um aðkomu lífeyrissjóðanna. 2.12.2010 12:13
Kærleikskúlan í ár ber heitið Fjarlægð Kærleikskúla Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra fer í sölu á laugardag, en kúlan hefur verið seld til styrktar félaginu frá árinu 2003. Það er skúlptúristinn Katrín Sigurðardóttir sem hannar kúluna í ár. 2.12.2010 12:00
Um 238 brot gegn lögreglumönnum í ákærumeðferð Á síðastliðnum árum hafa 238 brot gegn lögreglumönnum farið í ákærumeðferð. 2.12.2010 11:49
Avatar stjarnan Ribisi í viðræðum við Baltasar Stórleikararnir Giovanni Ribisi og Ben Foster eru í viðræðum við Baltasar Kormák og Mark Wahlberg um að leika í Contraband. Myndin er endurgerð á mynd Baltasars, Reykjavík-Rotterdam og þegar hafa Kate Beckinsale og Wahlberg sjálfur skráð sig til þátttöku. Wahlberg leikur aðalhlutverkið sem áður var í höndum Baltasars og mun Foster fara með hlutverk mágs hans. Ekki kemur fram hvaða hlutverk Ribisi fær, verði af samningum. 2.12.2010 11:39
Síðustu styrkjunum úr Þjóðhátíðarsjóði úthlutað Seðlabanki Íslands úthlutaði styrkjum úr Þjóðhátíðarsjóði við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Þetta var síðasta almenna úthlutun sjóðsins. 2.12.2010 10:50
Hákarl réðst á fjóra ferðamenn Strandgæslan í Egyptalandi leitar nú að hákarli sem talið er að hafi ráðist á fjóra ferðamenn síðastliðinn þriðjudag. Þeir voru að synda í skerjagarðinum í Rauðahafinu syðst á Sinai skaga. 2.12.2010 10:42
Stjórnlagaþing kostar allt að 700 milljónum Kostnaður við stjórnlagaþingið, sem til stendur að hefjist í febrúar, gæti orðið á bilinu 564 til 704 milljónir miðað við núverandi áætlanir. Í þessari tölu er meðtalinn kostnaður vegna kosninganna sem fram fóru á laugardaginn, stjórnlaganefnd, þjóðfund og stjórnlagaþingið sjálft. 2.12.2010 10:28