Fleiri fréttir

Áhugaverð umfjöllun um heilsu kvenna

Á næstunni stendur Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítala háskólasjúkrahúss, fyrir röð hádegisfyrirlestra i Háskólanum í Reykjavík, um málefni tengd heilsu kvenna. Fyrsti fundurinn verður í hádeginu í dag

Aðalmeðferð í máli níumenningana hafin að nýju

Réttarhöldin yfir níumenningunum hófust aftur nú laust eftir klukkan níu. Í gær báru sakborningar og þingverðir vitni en í dag mun rétturinn hlýða á vitnisburð lögreglumanna og þingmanna. Dómsalur 101 í héraðsdómi er þéttskipaður.

Gjöfunum rigndi yfir Obama og frú

Listi yfir þær gjafir sem bandarísku forsetahjónin þáðu árið 2009 frá öðrum þjóðarleiðtogum hefur verið gerður opinber. Strangar reglur gilda um allt það sem bandaríski forsetinn fær að gjöf og eru þær allar geymdar á Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna.

Gæsluvarðhald yfir Sigurjóni - Jón Steinar á móti

Jón Steinar Gunnlaugsson Hæstaréttardómari skilaði séráliti og lagðist gegn gæsluvarðhaldi yfir Sigurjoni Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, þegar Hæstiréttur tók í gær fyrir kæru vegna gæsluvarðhaldsúrskurðar Héraðsdóms. Þetta kemur fram á heimasíðu Viðskiptablaðsins en úrskurðurinn hefur ekki verið birtur.

Sterkur skjálfti í Pakistan

Öflugur jarðskjálfti, sem mældist 7,2 á Richter skalanum, reið yfir Pakistan í gærkvöldi. Upptök skjálftans voru á óbyggðu svæði nærri afgönsku landamærunum og benda fyrstu fréttir til þess að skemmdir af völdum hans séu ekki miklar.

Rammi kærir rækjumálið til Hæstaréttar

Útgerðarfyrirtækið Rammi á Siglufirði hefur ákveðið að kæra niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í gær til Hæstaréttar, að því er fram kemur á heimasíðu Landssambands íslenskra útvegsmanna.

Vilja ákæra Baby Doc

Fyrrverandi einræðisherra á Haítí, Baby Doc Duvalier, sem á sunnudag snéri aftur til síns heima eftir áratugi í útlegð, hefur verið kærður fyrir spillingu og fjárdrátt í valdatíð sinni.

Flóðin ógna bæjum í Viktoríu

Öllum íbúum í bænum Kerang í Viktoríuríki í Ástralíu hefur verið fyrirskipað að yfirgefa heimili sín en óttast er að flóð muni skella á honum í dag. Eftir að regninu slotaði í Queensland ríki hefur byrjað að rigna í Viktoríuríki í staðinn og þegar hefur átta ára drengur látist í flóðunum. Íbúm í Kerang er sagt að líklegast muni bærinn einangrast vegna flóðanna í að minnsta kosti fimm daga.

Vilja selja ríkinu land og auðlindir á Reykjanesi

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjanesbæ vilja selja ríkinu land og jarðauðlindir, sem Reykjanesbær keypti af HS orku á sínum tíma, og yrði auðlindin þar með þjóðareign, segir í yfirlýsingu bæjarfulltrúanna um málið.

Tilkynnt um tvö innbrot

Brotist var inn í verslun við Laugaveg í Reykjavík eftir miðnætti. Ekki liggur fyrir hverju var stolið, en þjófurinn komst undan.

Toppar í jólaveislu en tölvuskeyti á óbreytta

Kostnaður vegna veislu sem bæjarstjórn Kópavogs hélt á Þorláksmessu fæst ekki uppgefinn á bæjarskrifstofnum. Að sögn Örnu Schram upplýsingafulltrúa liggja þessar upplýsingar enn ekki fyrir.

Endurlífga útdauða tegund

Japanskir vísindamenn ætla að freista þess að vekja loðfíla til lífsins á ný, tíu þúsund árum eftir að sú dýrategund leið undir lok.

Staurabani á Selfossi

Óþekktur ökumaður ók niður ljósastaur í útjaðri Selfoss í gærkvöldi og var kona rétt búin að aka á staurinn, sem lá þvert yfir veginn. Ökumaðurinn óþekkti hafði þá stungið af, en grillið og fleira smálegt framan af bílnum, lá eftir á vettvangi þannig að vitað er hvernig bíll þetta er og bíður lögreglan nú þess að staurabaninn gefi sig fram.

Myndbútur að vali þingvarðar í dómi

Yfirþingvörður í Alþingis­húsinu ákvað upp á eigin spýtur að velja og geyma stuttan kafla úr öryggismyndavél, þar sem sjá mátti nímenningana hópast inn í Alþingishúsið 8. desember 2008. Aðrar upptökur, fyrir og eftir atburðinn, voru ekki varðveittar og eyddust sjálfkrafa á viku til tíu dögum.

Karlmenn skrifa um jafnrétti

Karlmenn fá tækifæri til að taka þátt í umræðunni um jafnréttismál bæði í Fréttablaðinu og á Vísi í árveknis­átakinu Öðlingnum 2011. Átakið stendur í einn mánuð, hefst á bóndadaginn, 21. janúar, og lýkur á konudaginn, 20. febrúar.

Óttast að ný borgarastyrjöld brjótist út

Stuðningsmenn Hezbollah-samtakanna söfnuðust saman á nokkrum stöðum í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gær, daginn eftir að fyrsta ákæran var lögð fram hjá Alþjóðlega sakadómstólnum í Haag vegna morðsins á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætis­ráðherra.

Mótmælendur kveikja í sér

Ungur atvinnulaus maður lést á sjúkrahúsi í Egyptalandi í gær. Hann hafði kveikt í sjálfum sér í hafnarborginni Alexandríu, augljóslega að fyrirmynd annars ungs manns, Mohameds Bouazizi, sem kveikti í sér í Túnis í desember og hratt af stað uppreisn gegn stjórn forsetans þar í landi.

Lítið að hafa á gulldeplunni

Lítið er að hafa af gulldeplu á miðunum í Grinda­víkur­djúpi. Sex skip stunda veiðarnar um þessar mundir.

Kanna hvort lögregla vissi um flugumann

Innanríkisráðuneytið mun kanna hvort íslensk löggæsluyfirvöld hafi vitað að flugumaður breskra löggæsluyfirvalda hafi komið hingað til lands á fölskum forsendum árið 2005.

Hélt fólki nauðugu með hnífi á Hvanneyri

Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir að halda þremur einstaklingum nauðugum inni á herbergi á Hvanneyri í Borgarbyggð. Atvikið átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 24. september 2010.

Bensín- og olíugjöld myndu lækka

Við upptöku veggjalda, til að standa straum af kostnaði af umfangsmiklum vegaframkvæmdum á suðvesturhluta landsins, var ætlunin að lækka olíu- og bensíngjöld.

REI-athugun tafin í tvö ár

Umboðsmaður Alþingis sendi borgarstjórn Reykja­víkur bréf um áramót þar sem hann krefst svara við því „hvort teknar hafi verið einhverjar ákvarðanir eða gripið til einhverra viðbragða sem eru til þess fallin að koma í veg fyrir að sú staða sem kom upp í [REI-málinu] endurtaki sig.“

26 milljarðar koma til greiðslu í ár

Áætlanir um greiðslur til Breta og Hollendinga vegna Icesave-samningsins miða við að 26 milljarðar króna komi til greiðslu úr ríkissjóði í ár.

Beðið viðbragða frá stjórnvöldum

Samtök atvinnulífsins (SA) og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) undirrituðu á mánudag viðræðuáætlun um sameiginleg mál, en samkvæmt því skal ríkissáttasemjari taka að sér stjórn viðræðna vísi eitthvert aðildarsamtaka ASÍ kjaradeilu sinni til hans.

Ingó í Veðurguðunum: Einn af þeim sem allir kunnu vel við

„Hann var ótrúlega frábær náungi, rosalega glaðlegur og vinalegur og alltaf í góðu skapi,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó í Veðurguðunum, vinur Sigurjóns Brink sem var bráðkvaddur á heimili sínu í gær.

Ætlaði að syngja lag í forkeppni Eurovision

Sigurjón Brink, tónlistarmaður, sem var bráðkvaddur á heimili sínu í gær ætlaði að syngja sjálfur lag, sem hann samdi við texta eiginkonu sinnar, í forkeppni Eurovision 29. janúar næstkomandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í æviágripi Sigurjóns.

Níumenningar: spennuþrunginn dagur í héraðsdómi

Það var hart tekist á í héraðsdómi Reykjavíkur í dag á fyrsta réttarhaldanna yfir níumenningunum svokölluðu. Lögreglan var með viðbúnað í grennd við héraðsdóm en þrátt fyrir snörp orðaskipti í dómssal voru engin ólæti fyrir utan. Fréttamaður Vísis fylgdist með réttarhöldunum í allan dag.

Jón Gnarr telur niður í kosningar

Jón Gnarr borgarstjóri er byrjaður að telja niður í kosningar. Á fésbókarsíðu sína í fyrradag vísar hann í orð Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra sem sagði „Það er ekki fyrir mennskan mann að standa í þessu starfi,“ um borgarstjórastarfið. Sjálfur segist Jón Gnarr reyna að taka einn dag í einu. „Það eru nú ekki nema rétt rúmlega 1000 dagar eftir,“ segir Jón Gnarr.

Hafna að setja kirkju að veði fyrir gjöldum

Andrey Tsyganov, sendiherra Rússlands á Íslandi, gekk á fund Jóns Gnarr borgarstjóra í desember og sýndi honum uppdrætti að kirkjubyggingu og safnaðarheimili sem rússneska rétttrúnaðarkirkjan hyggst reisa á Bræðraborgarstíg og Bakkastíg.

Vilja að ríkið kaupi land HS orku

Reykjanesbær ætlar að bjóða ríkinu að kaupa land bæjarins sem HS orka nýtir fyrir virkjun sína á Reykjanesi. Með því komist landið og þær jarðauðlindir sem því fylgir í ríkiseigu. Tillaga þessa efnis var lögð fram í bæjarstjórn Reykjanesbæjar í dag.

Varasamt að senda SMS - datt ofan í gosbrunn

Það getur verið vandasamt að senda SMS og ganga í leiðinni. Sérstaklega ef að stærðarinnar gosbrunnur verður á vegi þínum. Meðfylgjandi myndskeið gengur nú eins og eldur í sinu um netheima en þar sést ung kona fljúga á hausinn ofan í gosbrunn í verslunarmiðstöð.

Fangar fá ljósabekki

Fangar í rússneska fangelsinu Butyrskaya í Moskvu hafa löngum búið við heldur frumstæðar aðstæður. Nú verður þó bragarbót gerð þar á því fangarnir fá brátt að sóla sig í ljósabekkjum sem settir verða upp í fangelsinu.

Skaut á samnemendur sína

Að minnsta kosti þrír eru særðir eftir að nemandi í skólanum Gardena High School í Los Angeles hóf skothríð í dag. Talsmaður lögreglunnar segir að einn maður sé í haldi grunaður um verknaðinn.

Bráðsmitandi pest með svæsnum uppköstum og niðurgangi

Heilbrigðsstofnun Suðurnesja, tvö hjúkrunarheimili og Landakot taka ekki lengur á móti sjúklingum vegna bráðsmitandi niðurgangspestar, og nauðsynlegt gæti verið að endurskoða heimsóknartíma á Landspítalanum. Þar er álagið slíkt að gangar og setustofur eru nýttar undir sjúklinga.

Voru viðstödd fæðinguna - bíða viðbragðra indverskra stjórnvalda

Foreldrar Jóels Færseths Einarssonar, sem fæddist af indverskri staðgöngumóður fyrir skömmu, segjast lítil samskipti hafa haft við staðgöngumóðurina, en hafi þó verið viðstödd fæðinguna. Þau eru föst á Indlandi, en beðið er viðbragða indverskra stjórnvalda um forræði yfir drengnum og ríkisfang.

Biðlistar hjá BUGL

Bráðamálum hjá barna- og unglingageðdeild Landspítalans fjölgaði um hundrað milli síðasta árs og 2009. Það eru meðal annars börn sem þjökuð eru af alvarlegu þunglyndi og sjálfsvígshugleiðingum. Biðlistar lengjast og bíða nú 93 börn eftir þjónustu.

Frumvarp um ný kvótalög kemur fram í febrúar

Sjávarútvegsráðherra segir að frumvarp um stjórnun fiskveiða muni að öllum líkindum líta dagsins ljós í næsta mánuði. Máli gegn honum vegna ákvörðun um að gefa úthafsrækjuveiðar frjálsar var vísað frá Héraðsdómi í dag og verður því áfrýjað til Hæstaréttar.

Mistök að innleiða ESB-tilskipun um orkumál

Fjármálaráðherra segir að það hafi verið mistök að skipta upp orkuvinnslu og dreifingu á sínum tíma, sem varð til þess að HS-Orka komst í eigu einkaaðila. Hann segir stjórnvöld vilja ganga til samninga við Magma Energy um eignarhaldið á HS-Orku.

Neyðarkall til ríkisstjórnarinnar

Þriðjungur vinnufærra manna á Flateyri er nú án atvinnu. Fiskvinnslufyrirtækið Eyraroddi var lýst gjaldþrota í gær en þá töpuðust fjörtíu og tvör störf. Þá missa sjö til viðbótar atvinnu þegar öldrunarheimilinu Sólborg verður lokað í apríl.

Staðfesti gæsluvarðhald yfir meintum nauðgara

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem er grunaður um að hafa nauðgað konu inn á salerni á skemmtistað í Reykjavík um síðustu helgi. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 11. febrúar samkvæmt úrskurði Hæstaréttar.

Þyrlan sækir slasaðan vélsleðamann

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í Glerárdal, við Kistu, til að sækja vélsleðamann sem ók fram af snjóhengju og slasaðist við fallið. Ekki er vitað hversu mikið maðurinn er slasaður en hann var á ferð með hópi vélsleðamanna.

Staðfesti gæsluvarðhald yfir Sigurjóni

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. Sigurjón var á föstudaginn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. janúar. Sigurjón kærði úrskurðinn til Hæstaréttar sem eins og fyrr segir fellst á gælsuvarðhaldskröfu sérstaks saksóknara.

Úrsögnin ekki áfall

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir það ekki áfall fyrir flokkinn að formaður félags Vinstri grænna í Kópavogi hafi sagt sig úr flokknum. Nú sé unnið að sáttum innan þingflokksins og það gangi vel.

Sjá næstu 50 fréttir