Fleiri fréttir

Bensín gæti farið í 250 krónur á lítrann áður en árið er liðið

„Væntingarnar, svona innan gæsalappa, og spá um að heimsmarkaðsverð haldi áfram að stíga, þá getur það gert að lítrinn fari upp í 250 krónur,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, en bensínverð hefur farið ört hækkandi síðustu mánuði. Nú er svo komið að algengt bensínverð á mannlausum bensínstöðvum er komið upp í rúmar 209 krónur fyrir lítrann og dísilolían upp í 211 krónur.

Mögulega kveikt í á Eiðsvallagötu

Lögreglan á Akureyri leitar að vitnum að eldsvoðanum að Eiðsvallagötu 5 á Akureyri að morgni annars janúar. Ekki er talið útilokað að um íkveikju hai verið að ræða að sögn Lögreglu.

Vill fund vegna metanólverksmiðju

Þingmaður Samfylkingarinnar, Sigmundur Ernir Rúnarsson, hefur óskað eftir fundi í iðnaðarnefnd vegna frétta síðustu daga um Metanólverksmiðju sem mögulegt er að rísi í Suður-Þingeyjarsýslu.

Rarik hefur hækkað um 8,3 prósent

Nú um áramótin hækkuðu Rarik, Orkubú Vestfjarða (OV) og HS Veitur gjaldskrá fyrir dreifingu og flutning á raforku. Þann 1. nóvember síðastliðinn hækkuðu OR og Norðurorka sínar gjaldskrár og sú síðasta, Rafveita Reyðarfjarðar, hefur tilkynnt hækkun frá 1. febrúar næstkomandi samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun. Hafa þá allar dreifiveitur á landinu hækkað gjaldskrár sínar. Þetta kemur fram á vef Orkuvaktarinnar.

Dulmálsskeyti þýtt eftir 147 ár

Dulmálssérfræðingur bandarísku leyniþjónustunnar hjálpaði safnstjóra í Richmond í Virginíu að þýða dulmálsskeyti sem hershöfðingi nokkur sendi starfsbróður sínum árið 1863 í bandaríska borgarastríðinu.

Einn á slysadeild eftir árekstur

Einn var fluttur á slysadeild eftir árekstur sem varð á Vífilstaðavegi við Reykjanesbraut um klukkan eitt. Svo virðist sem fjórir bílar hafi lent í árekstrinum en nánari upplýsingar um orsök slyssins er ekki að hafa að svo stöddu.

Björn heldur áfram sem sérstakur ríkissaksóknari

Björn L. Bergsson hrl. hefur verið settur til að fara áfram með hlutverk og valdheimildir ríkissaksóknara í öllum málum sem sérstakur saksóknari hefur til meðferðar frá og með 1. janúar 2011 og til 1. maí 2011. Ríkissaksóknari hefur áfram sagt sig tímabundið frá þeim málaflokki til þess tíma.

Ólína vill fund vegna mengunarinnar frá Funa

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvestur-kjördæmi, hefur ritað umhverfisnefnd Alþingis bréf þar sem hún óskar eftir fundi vegna díoxíðmengunar frá Sorpbrennslustöðinni Funa í Skutulsfirði.

Fékk sér plokkfisk og var færður til skýrslutöku

„Við vorum saman í mat þegar óeinkennisklæddir lögreglumenn komu að okkur," segir Jón P. Líndal, samstarfsmaður Ástþórs Magnússonar, sem var færður til skýrslutöku fyrir utan Byko í Kópavoginum í hádeginu.

Ung kona brenndist við að kveikja á handblysi

Talsverður erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum á gamlárskvöld og aðfaranótt nýjársdags. Ung kona brenndist á hendi þegar hún var að kveikja í handblysi, var hún flutt á sjúkrahúsið til skoðunar og aðhlynningar.

UNIFEM verður UN Women

Þann 1. janúar sameinaðist UNIFEM þremurm systrafélögum sínum innan Sameinuðu þjóðanna og hlaut hin sameinaða stofnun nafnið Jafnréttisstofnun Sþ eða UN Women (United Nations Entity for Gender Equality and the Empowerment of Women). Þetta er stórt skref fyrir stofnunina og tíðindi innan alþjóðasamfélagsins en með breytingunni fá málefni kvenna aukið vægi innan Sameinuðu þjóðanna.

Skutu niður njósnavélar

Yfirvöld í Íran segjast hafa skotið niður tvær ómannaðar njósnavélar á undanförnum dögum Þær hafi báðar verið vestrænar.

Ný íslensk kvikmyndaverðlaun

Í lok janúar verða ný íslensk kvikmyndaverðlaun afhent í fyrsta sinn. Eru þau samstarfsverkefni tímaritsins Mynda mánaðarins og vefjarins kvikmyndir.is.

Sjóvá endurskoðar uppgjör slysabótanna

Uppgjör til mannsins sem fékk aðeins um þriðjung skaðabóta sem honum voru ætlaðar frá Sjóvá vegna skuldar BM Vallár við tryggingarfélagið verður endurskoðað. Þetta fullyrðir Lárus Ásgeirsson forstjóri Sjóvár sem segir mál hans verða tekið fyrir á næstu dögum.

Húsvíkingar biðja um heilindi frá Landsvirkjun

Byggðaráð Norðurþings harmar að Landsvirkjun skyldi ekki upplýsa samstarfsaðila um orkunýtingu í Þingeyjarsýslum um áform um metanólverksmiðju við Kröflu og krefst þess að fyrirtækið upplýsi hvaða áhrif þetta geti haft á álver á Bakka.

Hirða jólatré í Kópavogi og Hafnarfirði en ekki í Reykjavík

Mánudaginn 10. janúar og þriðjudaginn 11. janúar munu starfsmenn Kópavogsbæjar annast hirðingu jólatrjáa í bænum. Bæjarbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðamörk og ganga þannig frá þeim að þau geti ekki fokið.

Kveikt í blaðagámi á Holtavegi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í morgun þar sem eldur hafði verið borinn að blaðagámi á Holtavegi. Vel gekk að slökkva eldinn en brunar af þessu tagi hafa verið tíðir dagana í kringum áramót.

Hópárás á Selfossi

Rúmlega tvítugur karlmaður kom á lögreglustöðina á Selfossi um hádegi á nýársdag og sagðist hafa orðið fyrir líkamsárás á milli klukkan hálf eitt og eitt á nýársnótt.

Aðkomumönnum forðað frá æstum múg í Grundarfirði

Tveir menn hafa verið kærðir fyrir að lemja tvo aðkomumenn fyrir utan veitingastaðinn Kaffi59 í Grundarfirði samkvæmt fréttavefnum Skessuhorn.is. Þar kemur fram að talsverður hópur fólks hafi safnast fyrir utan staðinn aðfaranótt mánudagsins 27. desember.

Pete Postlethwaite er látinn

Breski leikarinn Pete Postlethwaite er látinn, 64 ára að aldri. Postlethwaite, sem tilnefndur var til óskarsverðlauna árið 1994 fyrir hlutverk sitt í The Name og the Father, lést á sjúkrahúsi eftir langvinn veikindi.

Herða reglur um nýtingu hvala

Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa hert reglur til þess að koma í veg fyrir ólöglegar hvalveiðar. Landið hætti hvalveiðum eftir samþykkt Alþjóða hvalveiðiráðsins árið 1986.

Miðlægur gagnagrunnur fyrir íslensk gæludýr

Vinna er hafin við að koma á laggirnar miðlægum gagnagrunni fyrir öll örmerkt gæludýr á landinu ásamt veforriti sem heldur utan um gagnagrunninn. Völustallur, hlutafélag í eigu Dýralæknafélags Ísland, undirritaði samning við tölvudeild Bændasamtaka Íslands um að smíði forritsins og gagnagrunnsins nú skömmu fyrir jól. Gert er ráð fyrir að fyrsta útgáfa verði tilbúin 15. mars 2011.

Gaf gjafabréf í ríkið með jakkafötum: Löglegt en siðlaust

„Þeir komu í búðina og athuguðu hvort ég væri með áfengið á bak við búðarborðið," segir Gunnar Már Levísson, eigandi Herra Hafnarfjarðar, en lögreglan kom í búðina til hans rétt fyrir áramót vegna fréttatilkynningar, þar sem fram kom að hann gæfi áfengi með seldum jakkafötum.

Bæjarstjórn Ölfuss mótmælir vegtollum

Bæjarstjórn Ölfuss mótmælir harðlega öllum hugmyndum um vegatolla á Suðurlandsveg. Bæjarstjórnin bókaði um málið á fundi þann 30. desember síðastliðinn þar sem segir að auknar álögur á íbúa og atvinnulíf á Suðurlandi í formi vegatolla muni hafa verulega neikvæð áhrif á búsetu, atvinnustig, fasteignaverð, einstaklinga og fyrirtæki á Suðurlandi.

Máttu ekki auglýsa appelsínið

Vífilfell braut lög með auglýsingum sínum fyrir drykkinn hátíðarappelsín, sem birtust fyrir jól. Þetta er niðurstaða Neytendastofu.

Vinkonur leggja 353 milljónir í sundlaug

Samkomulag hefur náðst milli Skagafjarðar annars vegar og vinkvennanna Lilju Pálmadóttur og Steinunnar Jónsdóttur hins vegar um lokauppgjör vegna sundlaugar á Hofsósi sem Lilja og Steinunn færðu sveitarfélaginu að gjöf.

Ísfirðingum ekki greint frá eiturgufum frá sorpbrennslu

Eiturefnið díoxín mældist 20 sinnum hærra en viðmiðunarmörk gera ráð fyrir í útblæstri frá sorpbrennslunni Funa á Ísafirði árið 2007. Þáverandi bæjarstjóri á Ísafirði segir að allar mælingar hafi verið kynntar opinberlega. umhverfismál Sorpbrennslustöðin Funi á Ísafirði var í sjö ár undanþegin ströngum reglum um losun eiturefnisins díoxín.

Þúsundum dauðra fugla rigndi niður í Arkansas

Yfirvöld í Akransas í Bandaríkjunum eru nú að rannsaka dularfullan atburð sem átti sér stað í grennd við bæinn Beebe. Þar tók að rigna niður dauðum smáfuglum í þúsunda tali á nýársdag, einkum störrum og þröstum.

Öflugur jarðskjálfti í miðhluta Síle

Öflugur jarðskjálfti upp á 7,1 á Richter reið yfir miðhluta Síle seint í gætkvöldi. Skjálftinn fannst vel í Santiago höfuðborg landsins sem liggur tæplega 600 kílómetra norður af upptökum hans.

Lögmenn kalla á breyttar áherslur

Fjöldi mála sem vísað er til efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar verður að engu þar sem hún hefur ekki mannafla til að sinna auknum málafjölda. Þetta kemur fram í danska viðskiptablaðinu Børsen.

Spara fé og hlífa umhverfi

Fyrirtækjaþjónustan Selecta á Íslandi hefur tekið í notkun fjóra nýja metanbíla af gerðinni Mercedes Benz Sprinter frá Öskju. Bílarnir ganga fyrir íslensku metani og vonast aðstandendur fyrirtækisins til þess að slá með því tvær flugur í einu höggi því bílarnir eru bæði umhverfisvænir og ódýrari í rekstri.

Lögin með þeim strangari

Reykingamenn telja margir hverjir síðasta vígið fallið en hinn eiginlega spænski tapasbar, þar sem Spánverjar og aðrir gæða sér á litlum smáréttum milli þess sem þeir soga að sér sígarettureyk, er orðinn reyklaus frá og með gærdeginum. Það sama gildir um veitingahús, skemmtistaði, spilavíti, flugvelli og jafnvel svæði utandyra þar í landi. Á bann utandyra við um svæði þar sem börn eru nærri, svo sem nálægt leikvöllum, sjúkrahúsum og skólum.

Tvö hundruð þúsund hafa flúið heimili sín

Ástralía, AP Rúmlega fertug kona lést þegar flóðbylgja skall á bíl hennar í vesturhluta Queensland fylkis í Ástralíu á laugardag. Lík konunnar fannst um tveimur kílómetrum frá veginum.

Fjórtán þotum lagt til öryggis

Rússland, AP Fjórtán rússneskar farþegaþotur af gerðinni Tu-154B hafa verið teknar úr notkun í Rússlandi meðan rannsókn stendur yfir á sprengingu sem varð í hreyfli einnar slíkrar vélar á nýjársdag.

Reynt að hægja á offjölgun bíla

Kína, AP Kínversk stjórnvöld reyna nú að hægja á fjölgun bifreiða í höfuðborginni Peking með nýju skráningarkerfi, sem takmarkar nýjar skráningarplötur við 20 þúsund á mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir