Fleiri fréttir

Óeðlileg inngrip ráðherra

"Það stendur núna yfir endurskoðun á starfsemi Byggðastofnunar og þá er mjög sérkennilegt að ráðherrann hlutist til um þessa vinnu með því að leggja fram frumvarp sem felur í sér að fækka stjórnarmönnum um tvo,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, sem felur í sér að stjórnarmönnum Byggðastofnunnar verði fimm í stað sjö. Um óeðlileg inngrip sé að ræða að hálfu ráðherrans. Þá segir Einar Hreyfinguna hafa dregið ríkisstjórnina að landi í atkvæðagreiðslu um frumvarpið í dag.

Leita að fornleifum við Landspítalann

Fornleifavernd ríkisins hófst í dag handa við að kanna hvort einhverjar fornleifar finnist á byggingarlóð nýja Landspítalans, nánar til tekið á túninu fyrir framan gamla spítalann. Þar stóð býlið Grænaborg í tæpa öld, eða frá því um 1830 þar til Landspítalinn var byggður árið 1928. Fjallað er um málið á vef nýja Landspítalans.

Sýknaður af því að kasta manni fram af svölum

Hæstiréttur Íslands mildaði dóm yfir karlmanni sem var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrri sérstaklega hættulega líkamsárás í Vogunum árið 2009. Maðurinn var dæmdur í átján mánaða fangelsi árið 2010 fyrir að hafa veist að karlmanni á heimili hans ásamt fjórum öðrum karlmönnum.

Sýknaður af því að misnota dóttur sína

Hæstiréttur Íslands staðfesti sýknudóm gagnvart karlmanni sem var ákærður fyrir að hafa haft í frammi kynferðislega háttsemi gagnvart dóttur sinni og um leið notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegra annmarka á árunum 2005 til 2008.

Skelfiskurinn frá Stykkishólmi ekki eitraður

Símon Sturluson, sem er í forsvari fyrir Íslenskar Bláskeljar ehf. á Stykkishólmi, vill koma því á framfæri að skelfiskurinn sem hann sendir frá sé 100 prósent öruggur til neyslu.

Segja aðferðafræði í skólakönnun meingallaða

„Aðferðafræðin sem Pawel beitir er meingölluð og hafa skólameistarar ýmissa framhaldsskóla, sem og menntamálaráðherra, dregið stórlega í efa hversu góður mælikvarði á gæði skólastarfs þessi könnun sé," segir í grein sem starfsfólk Verkmenntaskóla Austurlands hefur ritað vegna mats á gæðum skólastarfs sem stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek vann fyrir Frjálsa verslun. Samkvæmt matinu er VA á botni listans, í 32. sæti.

Talsvert kvartað yfir taumlausum hundum

Hundaeftirlitið hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur minnir á að hundar skulu án undantekninga vera í taumi á borgarlandinu. Talsvert er kvartað yfir að hundeigendur fari ekki eftir þessum reglum og að óþægindi, hræðsla og jafnvel hætta skapast af þeim sökum eins og segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Reka bestu vefverslun Danmerkur

Vefsíðan Billetlugen.dk, þar sem fimm Íslendingar starfa, var valin besta vefverslun Danmerkur þegar vefverðlaunin E-Handelprisen voru afhent fyrir skömmu.

Vara við eitruðum kræklingi

Matvælastofnun varar almenning eindregið við því að tína og neyta kræklings úr Hvalfirði, Eyjafirði og Steingrímsfirði þessa stundina. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að nýlega hafi greinst lömunareitrun PSP í kræklingi úr Eyjafirði og Steingrímsfirði en í sýnum sem tekin voru reyndist eitrið vera yfir viðmiðunarmörkum. Því varar stofnunin sterklega við neyslu og tínslu á kræklingi og öðrum skelfiski úr Eyjafirði og Steingrímsfirði.

Af hverju 21. maí 2011?

Mikið hefur rætt um boðaðan heimsendi 21. maí næstkomandi. Hópur frá Bandaríkjunum, sem kallar sig FamilyRadio.com, hefur auglýst í fjölmiðlum hér á landi að heimurinn muni farast á laugardaginn. En hvernig fær hópurinn út dagsetninguna 21. maí 2011 út?

Átta smíðavellir í borginni

Átta smíðavellir verða starfræktir í borginni í sumar í viðbót við það sumarstarf sem þegar hefur verið auglýst á Sumarvef ÍTR. Smíðavellirnir sem eru fyrir börn á aldrinum 9-13 ára, fædd 1998-2002, verða við Ársel, Rimaskóla, Hólmasel, Miðberg, Breiðholtsskóla, Háteigsskóla, Melaskóla og Álftamýrarskóla. Flestir vellirnir hefja starfsemi 6. júní og standa yfir í 3-5 vikur. Skráningargjaldið er 1000 kr. og skráning fer fram á Rafrænni Reykjavík. <http://www.rafraen.reykjavik.is/>. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að í sumar verði nóg framboð af afþreyingu í Reykjavík fyrir börn og unglinga á aldrinum 5 til 18 ára. Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur (ÍTR) býður auk smíðavallanna upp á sumarfrístund fyrir 6-9 ára börn, fædd 2001- 2004, á frístundaheimilum, sumarsmiðjur fyrir 10-12 ára börn, fædd 1998 - 2000, og sumaropnun í félagsmiðstöðvum fyrir 13-16 ára unglinga, fædda 1995-1997. Að auki býður ÍTR upp á siglinganámskeið og klúbba í Siglunesi fyrir 9 ára og eldri, sem og bátaleigu fyrir alla fjölskylduna. Dýranámskeiðin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum standa til boða fyrir börn á aldrinum 10-12 ára. Skráning er hafin á <http://rafraen.reykjavik.is/pages/>

Sprengiefnið lá í jörðinni í fimm ár

„Það hefði þurft að slá góðan dræver til þess að enda þarna,“ segir Steinn Ólafsson, vallastjóri Hlíðavallar, sem er golfvöllur Kjalar í Mosfellsbæ, en það var hann ásamt gröfumanni sem fundu talsvert magn af dýnamíti í gamalli námu ÍAV nærri golfvellinum.

Saltsýruleki hjá Becromal - slökkvilið dælir

Gat kom á saltsýrutank í verksmiðju Becromal á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á Akureyri er ekki talin hætta á ferðum og hafa engin slys orðið á fólki. Slökkvilið vinnur að því að dæla saltsýru úr leka tankinum í annan heilan. Saltsýran er geymt í sérstöku húsi við hliðina á verksmiðjuhúsinu. Undir tankinu er síðan þró sem var sérstaklega gerð til að taka við ef tankurinn færi að leka. Starfsfólk Becromal fór allt út úr húsinu þegar lekinn uppgötvaðist og hafði samband við slökkvilið.

Varað við svifryksmengun í Reykjavík

Styrkur svifryks verður sennilega yfir heilsuverndarmörkum í dag samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. Ástæðan er líklega uppþyrlun ryks og úr umhverfi og af umferðargötum.

Vilja fækka í stjórn Byggðastofnunar

Stjórnarmönnum í Byggðastofnun verður fækkað úr sjö í fimm nái frumvarp þess efnis fram að ganga. Frumvarpið var afgreitt til iðnaðarnefndar eftir aðra umræðu á Alþingi í dag en stjórnarandstaðan greiddi atkvæði gegn því að frumvarpið yrði afgreitt í nefnd. Heimildir fréttastofu herma að til standi að skipa héreftir í stjórnina eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina.

Metfjöldi í viðtölum hjá samtökum gegn kynferðisofbeldi

Aldrei hafa fleiri leitað til Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi, en á síðasta ári. Fjöldi einkaviðtala jókst frá árinu 2009 um 31,8% og voru þau alls 427 árið 2010. Einkaviðtöl sem flokkast sem símaviðtöl voru 63, en sími Aflsins er opinn allan sólarhringinn. Fjöldi þeirra sem komu í sitt fyrsta viðtal hjá Aflinu á árinu 2010 voru 82. Þar af eru 48 konur, 8 karlmenn og 26 aðstandendur. Þetta kemur fram í ársskýrslu Aflsins. Sæunn Guðmundsdóttir, starfskona Aflsins, segist vona að aukningin á fjölda þeirra sem leita til samtakanna sé sú að umræðan um kynferðisofbeldi sé að opnast, frekar en að kynferðisbrotum sé að fjölga. „Hinn er annað mál að við vitum að þetta er að aukast á ýmsan hátt með notkun netsins. Þá er skemmst að minnast nýlegra frétta um að menn tæli skólabörn í gegn um netið," segir hún. Aflið tekur í viðtöl þá sem náð hafa 18 ára aldri en þeir sem eru yngri geta komið í eins konar eftirmeðferð eftir að dómur hefur gengið í málum þeirra. Þannig hafa börn niður í 12 ára komið í viðtöl til Aflsins eftir að vera tæld af eldri mönnum á netinu sem síðan brjóta á þeim kynferðislega. Þjónusta Aflsins er þeim sem þangað leita að kostnaðarlausu. Aflið treystir því á styrki til að halda starfseminni gangandi. Á liðnum árum hefur gengið verr að fá þá vegna þrenginga í þjóðfélaginu. Sæunn vekur athygli á að sama ár og árlegur styrkur ríkisins var lækkaður um 20%, úr 2 milljónum í 1,6 milljón árið 2008, þá var 92% aukning á fjölda viðtala. Því sé greinilegt að þörfin sé fyrir hendi. Eins og staðan er nú er hins vegar stærsti hluti af starfi Aflsins inntur af hendi í sjálfboðavinnu, en eina launaða starfsmanninum var sagt upp um áramótin vegna fjárskorts.

Hraðakstur í Hvalfjarðargöngum

Brot 6 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum í gær en fylgst var með ökutækjum sem var ekið í norðurátt. Á einni klukkustund, síðdegis, fóru 233 ökutæki þessa akstursleið og því óku fáir ökumenn, eða tæplega 3%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 84 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 90.

Vallastjóri fann sprengiefni í Mosfellsbæ

Landhelgisgæslan eyddi nokkru magni af dýnamíti sem fannst í steinklöppum á golfvelli golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ í gær. Ekki er vitað hversu lengi sprengiefnið lá óhreyft á vellinum en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var um nokkurt magn að ræða.

Strandsiglingar hefjast á ný í tilraunaskyni

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifaði í morgun undir erindisbréf starfshóps um strandsiglingar. Hópnum er ætlað að undirbúa tilraunaverkefni í strandsiglingum hringinn í kringum landið. Þetta kom fram á Alþingi í dag þegar Ögmundur svaraði fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns utan flokka.

Hálfs árs fangelsi fyrir að sparka ítrekað í höfuð pilts

22 ára gamall karlmaður var dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær fyrir að sparka ítrekað í höfuð pilts fyrir utan skemmtistaðinn Sjallann á Akureyri í júní á síðasta ári.

Innanríkisráðherra skipar fagráð um kynferðisbrot

Innanríkisráðherra hefur sett á stofn þriggja manna fagráð sem fjalla skal um ásakanir vegna ofbeldisbrota og kynferðisbrota einkanlega hjá trúfélögum samkvæmt tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu.

Vinir Sjonna - dansvæn útgáfa

Eurovision-aðdáendur þurfa ekki að láta sér leiðast þó keppnin sé afstaðin þetta árið því tveir af félögum Sjonna hafa tekið sig til og endurhljóðblandað lagið Coming home í dansvænni útgáfu. Á vefsíðu Sjonna Brink heitins er sagt frá þessu, og áhugasömum gefinn kostur á að sækja lagið. Það verður síðan áhugavert að fylgjast með því hvort íslenskir dansunnendur fá tækifæri til að sveifla sér í takt við lagið á helstu skemmtistöðum borgarinnar. http://sjonnibrink.is/news/id/96/remix_of_coming_home_here___download

60 milljóna króna styrkir til doktorsnema

Fimmtán doktorsnemar við Háskóla Íslands hljóta í dag styrk úr Háskólasjóði H/f Eimskipafélags íslands. Heildarupphæð styrkjanna er samtals 60 milljónir króna. Fimm verkefni hljóta styrk til þriggja ára, sex verkefni til tveggja ára og fjórir styrkir eru veittir til doktorsnema sem ljúka rannsóknum á næsta ári. Sex styrkþeganna koma erlendis frá til doktorsnáms við Háskóla Íslands. Verkefni styrkþeganna eru fjölbreytt og má þar nefna rannsókn á næringu ungbarna fyrstu mánuði ævinnar, athugun á ragnarökum í norrænni goðafræði og úttekt á eðli og áhrifum óblíðra náttúruafla á mannlegt samfélag. Þá má einnig benda á rannsókn á uppeldissýn foreldra og leit að virkum náttúruefnum í íslenskum plöntum sem gagnast geta í baráttunni við Alzheimer-sjúkdóminn. Háskólasjóður H/f Eimskipafélags Íslands var settur á laggirnar af Vestur-Íslendingum árið 1964 þegar þeir lögðu til hans hlutabréfaeign sína í Eimskipafélaginu. Hann var stofnaður til minningar um Vestur-Íslendinga og til að styðja stúdenta til náms við Háskóla Íslands. Sjóðurinn er í vörslu Landsbankans og hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 2005. Þá voru gerðar veigamiklar breytingar á fyrirkomulagi sjóðsins með það að markmiði að veita styrki til stúdenta í rannsóknartengdu framhaldsnámi við Háskóla Íslands. Þetta er í fjórða skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Það var fyrst gert árið 2006 og síðan þá hefur á sjötta tug doktorsnema við háskólann hlotið styrk úr sjóðnum. Úthlutunin fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands klukkan þrjú.

Khat-mennirnir hafa áður komið til Íslands

Lögreglan lagði í byrjun vikunnar hald á sextíu kíló af fíkniefninu khat, sem var á leið úr landi til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn voru handteknir vegna málsins og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 31. maí á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Ófrágengið lán skapar óvissu

Endurskoðendur ársreiknings Hafnarfjarðarbæjar fyrir síðasta ár segja í áliti sínu að óvissa ríki um greiðslugetu bæjarins fyrir árið 2011 þar sem fjármögnun lánaafborgana á árinu er ekki frágengin.

Óttast áhrif brennisteinsgufu á heilsufar höfuðborgarbúa

„Þeir tala um áhrif aukningar brennisteinsvetnis á virkjanasvæðinu en minnast lítið á höfuðborgarsvæðið þar sem meginþorri landsmanna býr,“ segir Árný Sigurðardóttir hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar jarðhitavinnslu við Gráuhnúka í Bláfjöllum.

Makríll stefnir á Íslandsmið

Makríll stefnir ótrauður á Íslandsmið og mældist töluvert af honum í hafinu á milli Færeyja og Íslands í nýafstöðnum leiðangri Hafrannsóknastofnunar.

Skortur á drykkjarvatni hrjáir Kínverja

Mikill skortur á drykkjarvatni hrjáir nú íbúa í austurhluta Kína. Ástæðan fyrir skortinum eru miklir þurrkar undanfarna mánuði sem hafa leitt til þess að mjög hefur minnkað í vatnsbólum eða þau jafnvel tæmst.

Lögreglan tekur númer af óskoðuðum bílum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók númer af tíu bílum í Norðurmýrinni í Reykjavík í nótt vegna vanrækslu eigenda þeirra við að færa þá til skoðunar.

Stöðvuðu 16 ára pilt á stolnum bíl

Lögregla stöðvaði í nótt 16 ára pilt á bíl ömmu sinnar, sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi. Þetta er í þriðja skipti á skömmum tíma sem pilturinn er stöðvaður á bíl og mun það að öllum líkindum tefja fyrir því að hann fái loks bílpróf.

Skoða hringsiglingu um landið með skemmtiferðaskipum

Franskt útgerðarfélag skemmtiferðaskipa er að skoða grundvöll þess að hafa skemmtiferðaskip í reglulegum siglingum umhverfis landið á sumrin og gæfist Íslendingum þá kostur á að fara hringferð um landið sjóleiðina.

Evrópulöndin vilja halda forstjórastólnum

Evrópulöndin innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) róa nú að því öllum árum að halda yfirráðum sínum yfir forstjórastól sjóðsins. Núverandi forstjóri, Dominique Strauss-Kahn, er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hann hafi beitt starfsstúlku á hóteli í New York kynferðislegu ofbeldi og efast er um að hann eigi afturkvæmt í embættið.

Sammála um varnir gegn olíumengun

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Hillary Clinton starfssystir hans áttu langan fund í Washington í gær þar sem þau ræddu fjölmörg málefni, meðal annars tengt norður-heimskautinu, ástandinu í heimsmálum og tvíhliða samskiptum ríkjanna. Meðal annars óskaði Össur eftir því að Bandaríkin styddu viðleitni Íslands um að lagalega bindandi samningur væri gerður um varnir gegn olíumengun á Norðurslóð.

Svarar engu um framboð

Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti blés til mikils blaðamannafundar í gær þar sem hann svaraði spurningum í heila klukkustund. Þótt hann hafi engu svarað um það hvort hann ætli að bjóða sig aftur fram til forseta næsta kjörtímabil má líta á blaðamannafundinn sem fyrsta skref hans í þá áttina að gera sig gildandi í augum þjóðarinnar gegn vini sínum Vladimír Pútín.

Hafna kröfu landeiganda á Vatnsenda

Kópavogsbær hafnar alfarið kröfu landeiganda á Vatnsenda, sem vill um 6,9 milljarða króna í bætur vegna eignarnáms. Lögmaður bæjarins segir algeran forsendubrest hafa orðið í málinu.

Deilt um endastöð kjarnorkuúrgangs

„Við þurfum skammtímalosunarstað, og það strax,“ segir þýski jarðfræðingurinn Frank Schilling í viðtali við tímaritið Der Spiegel um kjarnorkuúrgang, sem fellur til úr kjarnorkuverum landsins.

Ráðherra ber við mismælum um nauðganir

Stjórnarandstæðingar í Bretlandi hafa kallað eftir afsögn Kenneths Clarke dómsmálaráðherra vegna ummæla sem hann lét falla í útvarpsviðtali í gærmorgun. Þar mátti skilja á orðum ráðherra að hann teldi ekki allar nauðganir falla undir skilgreininguna „alvarlegar nauðganir“.

Fjötruðu mann og rændu

Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir frelsissviptingu og rán. Mönnunum er gefið að sök að hafa í sameiningu svipt karlmann á sextugsaldri frelsi sínu að heimili hans við Hringbraut í Reykjavík og beitt hann ofbeldi í því skyni að ná frá honum verðmætum.

Sjá næstu 50 fréttir