Fleiri fréttir

Vill algert bann við stórlaxadrápi

Veiðimálastofnun leggur til algjört bann við stórlaxadrápi í ám í sumar og vill að öllum stórlaxi, sem veiðist, verði sleppt aftur.

Vilhjálmur prins og Katrín flytja í Kensingtonhöll

Hertoginn og hertogaynjan af Cambrigde, þau Vilhjálmur prins og Katrín Middleton, munu flytja inn í nýtt heimili sitt í Kensingtonhöll á næstunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni.

Snjóél á Akureyri í nótt

Snjóél gerði á Akureyri um tvö leitið í nótt þannig að þar gránaði um tíma, en snjórinn var horfinn í morgunsárið.

Stefnir í mesta samdrátt í áratugi

Umferðin um hringveginn hefur dregist saman um tæplega níu prósent það sem af er ári, og stefnir í mesta samdrátt í akstri landsmanna í áratugi. Ástæðan er einkum talin vera gríðarlegar hækkanir á bensínverði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Þrjú ungmenni slösuðust í bílslysi

Þrjú ungmenni slösuðust, en ekki lífshættulega, þegar bíll þeirra hafnaði utan vegar við Akureyri í gærkvöldi og stakkst inn í moldarbarð.

Auka á eftirlit stjórnvalda með meðferðarstofnunum

Eftirlit með áfangaheimilum og meðferðarstofnunum sem eru með samninga við ríkið verður aukið. Við gerð nýrra samninga er unnið að því að gera eftirlitið óháðara og sjálfstæðara en verið hefur. Fram til þessa hefur matið nær eingöngu verið á höndum sömu aðila og semja um starfsemina. Ætlað er að breytingarnar taki gildi á næsta ári.

Lýsti nýjum reglum FME

Þing Evrópusamtaka ríkisendurskoðana (EUROSAI) hvetur stjórnvöld, fjölmiðla og almenning í Evrópu til að standa vörð um sjálfstæði þessara stofnana. Þingið stóð 30. maí til 2. júní.

Dregið verði verulega úr hlutverki forsetans

Hlutverk og valdsvið forseta Íslands verður mun veigaminna en áður ef tillögur stjórnlagaráðs, sem lagðar voru fram til kynningar á fundi þess fyrir helgi, ná fram að ganga.

Nýju lyfin eins og „kraftaverk“

Fádæma árangur hefur náðst með tveimur nýjum lyfjum gegn sortuæxli, verstu tegund húðkrabbameins. Þetta eru niðurstöður tveggja rannsókna sem kynntar voru í gær á ráðstefnu æxlafræðinga í Chicago.

Næturfrost dró ekki úr leikgleði drekaskáta

Það frysti í nótt hjá þeim tæplega þrjúhundruð drekaskátum sem hafa dvalið alla helgina í Útilífsmiðstöð skáta að Úlfljótsvatni. Drekaskátar eru skátar á aldrinum sjö til níu ára.

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Víða eru sjómannamessur í kirkjum meðal annars í Grafarvogskirkju, sem er önnur af tveimur kirkjum sem standa næst sjó hér á landi.

Eldgos í Síle

Gos hófst í eldfjallakeðju í suður-Síle í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn í hálfa öld sem eldfjallakeðjan gýs.

Mikil óvissa í Jemen eftir forsetatilræði

Mikil óvissa ríkir í Jemen eftir að forseti landsins, Ali Abdullah Saleh, flúði til Sádí Arabíu eftir að hann særðist í árás á heimili sitt á föstudag. Saleh hefur nokkrum sinnum lofað að láta af embætti og því er óvíst hvort hann snýr aftur til Jemen en landið rambar nú á barmi borgarastyrjaldar.

Segja stjórnvöld senda kaldar kveðjur á sjómannadeginum

„Kaldar kveðjur og nístandi óvissa er sendingin úr Stjórnarráðinu fyrir sunnan í tilefni sjómannadagsins og með fylgja loforð um að lögfesta bæði fækkun starfsfólks og kjaraskerðingu í sjávarútvegi“, en svo segir í yfirlýsingu frá Útvegsmannafélagi Vestfjarða.

Sækja handleggs- og fótbrotinn sjómann frá Spáni

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann á spænskan togara í morgun. Maðurinn er talinn handleggs- og fótbrotinn og því líklegt að hann hafi lent í vinnuslysi um borð í togaranum.

Vilja að framlög ríkisins hækki um 30%

Stjórn Kirkjugarðasamband Íslands leggur til rúmlega 30 prósenta hækkun í fjárframlögum ríkisins á næstu tveim árum. Einingaverð verði uppfært samkvæmt samkomulagi frá árinu 2005 í tveimur áföngum með þeim hætti að framlag ríkisins næsta ár verði reiknað upp að fullu og síðan skert um þrjú prósent, líkt og boðað sé í fjárlögum þessa árs. Síðan tæki upprunalegi samningurinn gildi án skerðingar árið 2013.

Lögreglan þjálfar hrægamma

Lögreglan í Þýskalandi ætlar á næstunni að beita nýstárlegum aðferðum við að leita uppi lík á víðavangi. Dýraþjálfarar eru nú að þjálfa þrjá hrægamma til að leita að líkum.

Svefnleysi dregur úr kynhvöt karlmanna

Rannsóknir Háskólans í Chicago sýna fram á að svefnleysi geti haft mikil áhrif á kynhvöt karlmanna. Samkvæmt grein í The Daily Telegraph þá leiðir svefnleysi af sér minni testósterón framleiðslu í líkama karlmanna sem eykur ýmsa áhættuþætti.

Drekaskátar bjóða á kvöldvöku

Drekaskátar bjóða fólki á kvöldvöku á Úlfljótsvatni í klukkan átta í kvöld. Að sögn mótstjórans, Liljars Más Þorbjörnssonar þá eru 220 drekaskátar á Úlfljótsvatni en það eru skátar á aldrinum sjö til tíu ára.

Fimmtán þúsund konur tók þátt í kvennahlaupinu

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og annað sinn, í dag. Góð þátttaka var í hlaupinu. Um 15.000 konur tóku þátt á 84 stöðum út um allt land og á um 18 stöðum erlendis.

Banna útflutning á geislavirku tei

Heilbrigðisyfirvöld í Japan hafa bannað útfluning á grænum telaufum frá fjórum héruðum í landinu vegna geislavirkni. Geislavirkni greindist í laufunum og er talsvert yfir hættumörkum.

Playboy-klúbbur opnar á ný í Englandi - femínistar mótmæla

Eilífðarglaumgosinn, Hugh Hefner, ætlar að opna á ný Playboy-klúbb í Englandi. Um er að ræða spilavíti og veitingastað í miðborg Lundúna. Þjónustustúlkurnar verða svo allar klæddar í hinn fræga kanínubúning sem hylur ekki mikið.

Þyrla gæslunnar gat ekki skemmt Eskfirðingum vegna öskuskýs

Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti frá að hverfa þegar hún átti að fara til Eskifjarðar í tilefni af Sjómannadeginum. Ástæðan var öskuský sem flugmenn þyrlunnar ráku augun í en þeir treystu sér ekki til þess að fljúga nærri því.

Risnukostnaður ríkisstarfsmanna hækkaður

Opinberir starfsmenn fá nú tæplega sjö þúsund krónum hærri dagpeninga til þess að verja í gistingu og fæði í einn sólarhring innanlands samkvæmt tilkynningu frá ferðakostnaðarnefnd og var greint frá á vef fjármálaráðuneytisins. Fyrir ári síðan þurftu opinberir starfsmenn að sætta sig 19.100 krónur til þess að verja í gistingu og fæði í einn sólarhring.

Þjálfa hrægamm til þess að leita að líkum

Hrægammurinn Sherlock hefur gengið til liðs við þýsku lögregluna. Að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins mun hann vera betri en nokkur hundur eða lögreglumaður í að finna lík á stórum opnum svæðum.

Ingibjörg Sólrún: Er saksóknari Alþingis búin að tapa öllum áttum?

"Er Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari búin að tapa öllum áttum í moldviðrinu sem þyrlaðist upp eftir hrun? Hvernig dettur henni í hug að ákæruvaldið sé rétti aðilinn til að halda úti trúverðugri vefsíðu um landsdómsmálið? Og svo býðst hún til að gera þar grein fyrir sjónarmiðum hins ákærða!“ þetta skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, á Facebook-síðu sína í gær.

Hylmingamanni sleppt - fimm mánaða gæsluvarðhald of langt

Hæstiréttur felldi gæsluvarðahaldsúrskurð yfir karlmanni á þrítugsaldri úr gildi í gær. Maðurinn var dæmdur í vikunni í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir þrjátíu hylmingarbrot vegna 25 innbrota.

Sjá næstu 50 fréttir