Fleiri fréttir

Erfitt að fá fólk í vinnu á Búðarháls

Illa hefur gengið að manna störf á virkjanasvæðinu á Búðarhálsi, að sögn staðarstjóra Ístaks, þrátt fyrir góð laun og mikla vinnu, á tímum atvinnuleysis.

Barnið með áverka á andliti eftir eggvopn þegar það fannst

Móðir sem skildi nýfætt sveinbarn sitt eftir í ruslageymslu við Hótel Frón á laugardag er grunuð um að hafa veitt því áverka í andliti með eggvopni áður en hún kom því fyrir. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar leiddu í ljós að barnið var á lífi og heilbrigt þegar það fæddist en konan er talin bera ábyrgð á andláti þess.

Færeyingar hita upp fyrir leikinn

Þeir brostu út að eyrum, vinir okkar og frændur í færeyska liðinu Fuglafjörður, þegar þeir hituðu upp fyrir leikinn í Frostaskjóli rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá leiknum sem hefst klukkan 19.15 en leikið er á KR-vellinum. Um er að ræða seinni leik liðanna í Evrópukeppninni en KR vann fyrri leik liðanna , 1-3.

Geta styrkt WikiLeaks með kortum

Korthafar Visa og Mastercard geta nú aftur greitt styrki til WikiLeaks með greiðslukortum sínum í gegnum gagnafyrirtækið DataCell. Þetta kemur fram á DataCell í dag. Fyrir um sjö mánuðum síðan ákváðu forsvarsmenn Visa og Mastercard að koma í veg fyrir allar greiðslur til WikiLeaks vegna harðrar gagnrýni á starfsemi þeirra. Á vefsíðu DataCell kemur fram að þessi ákvörðun hafi verið tekin eftir að hótanir bárust um lögsókn gegn fyrirtækjunum fyrir aðgerðir þeirra.

Veiktist og fékk far með TF-LÍF

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konu til Reykjavíkur frá Skaftafelli á fimmta tímanum í dag, en samkvæmt talsmanni gæslunnar var ekki um eiginlegt útkall að ræða.

Lögreglan handtók brennuvarga

Tveir brennuvargar voru handteknir í austurborginni í gærkvöld. Um var að ræða tvo karla á þrítugsaldri en þeir kveiktu í trjágróðri og timbri. Lögreglan segir að fátt hafi verið um svör þegar spurt var út í verknaðinn en sem betur fer hafi ekki orðið mikið tjón af þessum kjánaskap mannanna.

Engin hætta af díoxíni

Díoxín í jarðvegi er í öllum tilvikum undir þeim mörkum sem kalla á takmarkanir á nýtingu, hreinsun jarðvegs eða geta skapað hættu fyrir almenning og lífríki. Þetta eru meginniðurstöður mælinga sem Umhverfisstofnun lét gera á styrk díoxína í jarðvegi um allt land. Greint er frá þessu á vef umhverfisráðuneytisins.

Kringluskjárinn fluttur á Gaddstaðaflatir

Þrír 40 feta gámar, fullir af ljósabúnaði og öðrum tækjum, voru fluttir á Gaddstaðaflatir nú í vikunni. Þá hefur risaskjár sem hékk framan á Kringlunni líka verið fluttur þangað til að gera umgjörð Bestu hátíðarinnar, sem fram fer um helgina, sem glæsilegasta. Verið er að leggja lokahönd á undirbúninginn. Svæðið verður opnað á morgun og dagskráin klukkan níu um kvöldið. Haraldur Ási Lárusson, einn aðstandenda hátíðarinnar, segist vera ánægður með það hvernig undirbúningurinn hefur gengið.

Í farbanni til 4. ágúst - barnið fæddist lifandi og heilbrigt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á voveiflegu láti barns, sem fannst í sorpgeymslu við hótel í Reykjavík síðdegis síðastliðinn laugardag, hafi miðað áfram. Í tilkynningu segir að í ljósi þess sem nú liggur fyrir þykja ekki lengur fyrir hendi þau skilyrði sem voru grundvöllur gæsluvarðhaldsúrskurðs héraðsdóms. Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi í dag.

Útgáfu News of the World hætt

Útgáfu vikublaðsins News of the World verður hætt. Þetta hefur Sky fréttastöðin eftir James Murdoch, syni Ruperts Murdoc eiganda blaðsins. Síðasta tölublað kemur út á sunnudaginn.

Skora á stuðningsmenn KR í Mýrarbolta

"Ég trúi ekki öðru en þeir taki þessu annars eru þeir gungur," segir Eyþór Jóvinsson, forsvarsmaður stuðningsmannafélags BÍ/Bolungarvíkur, sem ber nafnið Blár og Marinn.

Vilja frekar snúa frá fjallinu

"Við höfum fengið nokkrar afbókanir en það er bara fólk sem er hætt við að koma til Íslands eftir að hafa séð fréttir að Hekla sé tilbúin að gjósa," segir Óli Már Aronsson, hjá Heklusetrinu á Leirubakka.

Barnslát: Móðirin laus úr gæsluvarðhaldi

Litháíska konan, sem ól barn við Hótel Frón um helgina en skildi við það í ruslagámi stuttu seinna, hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Þetta staðfestir verjandi konunnar í samtali við fréttastofu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði konuna í gæsluvarðhald á sunnudaginn, eftir að barnið fannst látið í ruslagámnum. Hæstiréttur felldi úrskurðinn hins vegar úr gildi.

Fólskuleg árás á unga konu í Búðardal

Ráðist var á unga konu sem starfaði í Samkaup í Búðardal í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að hún fór úr kjálkalið og fékk áverka í andliti. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorn.

BUGL var óheimilt að senda upplýsingar um barn í pósti

Barna- og unglingageðdeild Landspítalans braut gegn reglum um öryggi við meðferð persónuupplýsinga með því að senda með almennum og óvörðum pósti viðkvæmar persónuupplýsingar í skýrslu um barn og greiningu á barninu.

Áætlun um færslu flugvallarins heldur sér

Formaður skipulagsráðs segir að áfram verði stefnt að því að færa Reykjavíkurflugvöll í áföngum í drögum að nýju aðalskipulagi. Hann segir umræðu um svæðið undanfarna daga byggða á misskilningi.

Bangsamamma banaði ferðamanni í Yellowstone

Kvenkyns grábjörn, eða Grizzly, drap í gær mann í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. Maðurinn var á göngu með konunni sinni þegar þau genge fram á birnuna og hún hennar. Dýrin virðast hafa orðið skelkuð og snérist birnan því til varnar og réðst á fólkið.

Að minnsta kosti sextán fallnir í Hama

Að minnsta kosti sextán hafa fallið í átökum í sýrlensku borginni Hama síðustu tvo sólarhringa að því er mannréttindasamtökin Human Rights Watch fullyrða.

Gíslataka: Leikskólabörn frelsuð í Malasíu

Um 30 börn á leikskólaaldri og kennarar þeirra voru í morgun frelsuð úr haldi manns sem ruddist inn í skólann vopnaður hamri og sveðju. Lögreglan girti skólann af og eftir langar en árangurslausar viðræður við manninn til þess að fá hann til að gefast upp var ákveðið að ráðast til atlögu. Öll börnin sluppu ómeidd en gíslatökumaðurinn særðist og hefur verið fluttur á spítala. Ekkert liggur fyrir hvað manninum gekk til eða hverjar kröfur hans voru.

Verstu þurrkar í sextíu ár

Öflugustu samtök herskárra íslamista í Sómalíu hafa aflétt banni við starfsemi erlendra hjálparstofnana, nú þegar verstu þurrkar til margra áratuga hrjá landsmenn. Bannið var lagt á árið 2009 með þeim rökum að hjálparstofnanirnar væru andsnúnar íslamstrú.

Saksóknari í máli Strauss-Kahn ætlar ekki að víkja

Aðalsaksóknarinn í málinu gegn Dominique Strauss-Kahn í New York ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir harða gagnrýni. Lögfræðingar þernunnar sem sakar Strauss-Kahn fyrrverandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um nauðgun, segja að Aðalsaksóknari Manhattan, Cyrus Vance, hafi stórskaðað málstað hennar með því að leka út til fjölmiðla viðkvæmum upplýsingum um konuna.

Kerfisbundnar misþyrmingar

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja sýrlenskar öryggissveitir að öllum líkindum hafa framið glæpi gegn mannkyni í umsátri sínu um bæinn Talkalakh í maí síðastliðnum.

Umgengni við Ylströnd slæm

Nokkuð hefur borið á því að umgengni við svæði Ylstrandarinnar í Nauthólsvík að kvöld- og næturlagi sé slæm.

Harry Potter æði í London

Mörg hundruð aðdáendur Harry Potter og félaga hans hafa komið sér fyrir á Leicester torgi í London til þess að eygja von um að sjá stjörnur áttundu og síðustu frumsýningarinnar í þessum mikla bálki sem rakað hefur inn milljörðum síðustu tíu árin.

Búist við þúsund bátum á sjó

Um það bil 700 skip og bátar voru komin á sjó við landið klukkan sex í morgun, þar með talinn nær allur strandveiðiflotinn. Á vaktstöð siglinga og stjórnstöð Gæslunnar muna menn ekki eftir þvílíkum fjölda á þessum tíma sólarhrings, en fjöldinn fór yfir 900 þegar mest var um miðjan dag í gær og í fyrradag.

Tugir brúðkaupsgesta fórust á Indlandi

Að minnsta kosti þrjátíu og þrír létust þegar rúta varð fyrir lest á Indlandi í gærkvöldi. Rútan var full af brúðkaupsgestum á heimleið þegar lestin skall á henni í Utarr Pradesh ríki sunnan við höfuðborgina Delí. Bíllinn hafði stöðvast á lestarteinunum þegar öxull brotnaði undan honum en um hundrað manns voru í rútunni. Brúðhjónin voru í sér bíl og sakaði þau því ekki.

Skjálfti vestur af Grímsey

Jarðskjálfti upp á þrjá komma einn á Richter með upptök 47 kílómetra vestur af Grímsey, varð um klukkan ellefu í gærkvöldi. Engir snarpir eftirskjálftar hafa orðið og snarpir skjálftar á þessum slóðum koma jarðvísindamönnum ekki á óvart. Skjálftinn er því ekki talinn fyrirboði frekari tíðinda.

Snarræði vegfarenda kom í veg fyrir bruna

Snarræði vegfarenda varð til þess að ekki varð mikið bál, þegar eldur kviknaði í stórum haug af trjágreinum við Höfðabakka, sem grisjaðar höfðu verið úr trjám í Elliðaárdal.

Skilur vel kröfur Vestfirðinga

„Ég skil mjög vel þá kröfu sem Vestfirðingar setja fram um Dýrafjarðargöng og vegabætur á Dynjandisheiði, að ógleymdum vegabótum á Suðurströndunum,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og ráðherra vegamála. Hann var einmitt á ferðinni yfir Dynjandisheiði þegar Fréttablaðið sló á þráðinn.

Ríki og borg hætt við að reisa samgöngumiðstöð

Ekkert verður af áformum um byggingu nýrrar samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri, samkvæmt drögum að samkomulagi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og Jóns Gnarr, borgarstjóra í Reykjavík.

Fjölmiðlar láti af gagnrýninni

Fjölmiðlar og aðrir eru beðnir um að láta af óvæginni gagnrýni á ferðir Herjólfs í Landeyjahöfn í yfirlýsingu sem Eimskip sendi frá sér í gær.

Ferðafólki ráðið frá því að ganga á Heklu

„Við ráðleggjum fólki að ganga ekki upp á Heklu eins og stendur,“ segir Valgerður Brynjólfsdóttir, sem rekur Heklusetrið á Leirubakka. „En það eru þó ekki nema tveir, þrír dagar síðan fólk var uppi á henni,“ bætir hún við.

Lögreglumenn í áfallahjálp eftir útkallið

Lögreglan á Selfossi vinnur nú að rannsókn á öllum þáttum máls er upp kom um helgina þegar forstöðumaður Veiðisafnsins á Stokkseyri skaut úr skambyssum við heimili sitt, sem jafnframt hýsir safnið. Þeir lögreglumenn sem fóru á vettvang og handtóku manninn hafa fengið áfallahjálp í kjölfarið. Rannsókn málsins beinist meðal annars að hótunum þeim og ógnunum sem maðurinn hafði í frammi við handtökuna, auk almannahættu.

Leikskólabörn upplifa streitu

Dvöl á leikskóla allan daginn er of streituvaldandi fyrir ung börn, samkvæmt nýrri rannsókn Norska tækniháskólans.

Bændasamtökin gefa út bók

Bændasamtök Íslands hafa gefið út bók um landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins. Bókin er skrifuð af Stefáni Má Stefánssyni, prófessor í lögum við Háskóla Íslands.

Bíður dóms fyrir minni glæpi

Allar bendir nú til þess að Casey Anthony, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tæp þrjú ár grunuð um að hafa myrt tveggja ára dóttur sína, verði látin laus í dag þegar kveðinn verður upp dómur í máli hennar.

Sjá næstu 50 fréttir