Fleiri fréttir

Breytingar vegna Gay Pride

Talsverðar breytingar verða á akstri Strætó á morgun vegna gleðigöngu Hinsegin daga og hátíðahalda í miðborginni.

Dregur úr líkum á hlaupi í Skaftá

Verulega hefur dregið úr líkum úr hlaup úr eystri Skaftárkatli. Mæligildi aurs og leiðni eru ennþá há, en rennsli árinnar hefur ekki aukist. Sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þessar veiflur skýrast fyrst og fremst af dægursveiflu jökulleysingar og því að vestari ketilinn er að tæmast.

Rómverskur guð birtist fyrir tilviljun

Það eru ótrúlegustu hlutir sem geta birst okkur á einn eða annan hátt. Myndband af andliti sem sést mótast í skýjum í Kanada gengur eins og eldur um sinu á veraldarvefnum þessa daganna.

Fiskidagurinn mikli settur í dag

Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli hefst á Dalvík hefst í dag. Þetta er í ellefta sinn sem hátíðin er haldin en hún verður sett í Dalvíkurkirkju klukkan sex með Vináttukeðjunni svokölluðu, þar sem fram koma meðal annars Friðrik Ómar og Matti Matt. Um fimm þúsund friðardúfublöðrum verður sleppt og flugeldum skotið á lofti. Fiskverkendur og aðrir framtakssamir í byggðarlaginu bjóða gestum og gangandi upp á ljúffenga fiskrétti milli klukkan 11.00 og 17.00 á laugardag. Matseðillinn breytist ár frá ári þó vinsælir réttir fyrir ára fái iðulega að halda sé, svo sem fiskborgararnir. Þeir eru grillaðir á lengsta grilli landsins en grillið er færiband og á því steikjast borgararnir um átta metra leið. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna með því að smella hér.

Sögulegt samhengi réð ákvörðun

Innanríkisráðuneytið og utanríkisráðuneytið kostuðu flutning kistu Sævars Ciesielski frá Danmörku til Íslands. Ætla má að kostnaðurinn hafi numið allt að hálfri milljón króna.

Tvær nauðganir til viðbótar kærðar

Tvær nauðganir sem áttu sér stað um verslunarmannahelgina voru kærðar í gær. Kona á þrítugsaldri kærði mann til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og hefur hann verið yfirheyrður. Nauðgunin er sögð hafa átt sér stað í heimahúsi, en maðurinn og konan þekkjast. Maðurinn ber fyrir sig minnisleysi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Þorskurinn kominn í tísku hjá landanum

Neysla á þorski hefur stóraukist hjá landsmönnum frá bankahruni. Þetta sést á tölum sem Fiskistofa hefur tekið saman fyrir fisksala og stemmir við upplifun fisksala sem Fréttablaðið ræddi við. Eins gefa bráðabirgðatölur úr rannsókn, sem Matís er að gera um fiskneyslu Íslendinga, þetta sterklega til kynna.

Rowan Atkinsson á sjúkrahús eftir bílslys

Breski leikarinn Rowan Atkinsson, best þekktur sem mr. Bean, var fluttur á sjúkrahús eftir að hann ók McLaren F1 ofurbíl sínum fyrst á tré og síðan á ljósastaur í Cambridgeskíri.

Kreppan bjargaði bátasmið í Brákarey

Kreppan og samkomulag Borgarbyggðar við Orkuveitu Reykjavíkur hafa bjargað Þorsteini Mána Árnasyni frá hrakhólum með 30 tonna bát sinn sem hann er að smíða í húsnæði Borgarbyggðar. Eftir margra ára deilur fær hann nú að hafast þarna við áfram í sátt við guð og menn.

Kona stal snyrtivörum í Lyfju

Kona var handtekinn í Lyfju við Smáratorg í gærkvöldi eftir að starfsfólk þar hringdi á lögreglu, en það grunaði hana um þjófnað.

Fundu hugsanlega FFH á botni Eystrasalts

Hópur Svía sem stundar fjársjóðsleit í Eystrasaltinu hefur fundið risavaxinn dularfullan hlut á hafsbotninum milli Svíþjóðar og Finnlands. Margir telja að þarna gæti fljúgandi furðuhlutur (FFH) verið á ferð.

Annar maður verið yfirheyrður

Anders Behring Breivik neitar að gefa upplýsingar sem gætu skorið úr um það hvort hann hafi átt sér vitorðsmenn. Þetta segir saksóknarinn Christian Hatlo.

Sextán spor eftir bit Rottweiler-hunds

Sauma þurfti sextán spor í handlegg tólf ára stúlku eftir að Rottweiler-hundur réðst á hana í Innri-Njarðvík í fyrrakvöld. Faðir stúlkunnar, Ingi Þór Þórisson, segir hana felmtri slegna eftir árásina.

Rétturinn til ástarinnar

Við byrjuðum smátt, með útihátíð á Ingólfstorgi árið 1999. Áður höfðum við tvívegis reynt að fara í göngur til að vekja athygli á málstað okkar, 1993 og 1994. Annað árið komu 72 og hitt árið 71 ef ég man rétt. Tími okkar var ekki kominn,“ segir Þorvaldur Kristinsson, forseti Hinsegin daga, um upphaf hátíðarinnar. Hátíðin er haldin þessa dagana í þrettánda skipti. „Á þeim þrjátíu árum sem ég hef starfað með hreyfingu hinsegin fólks hefur gríðarlega margt gerst, bæði hvað varðar viðhorf samkynhneigðra til sjálfra sín og viðhorf þjóðarinnar til okkar. Nefnd til að kanna stöðu samkynhneigðra var skipuð 1993 og skilaði skýrslu árið 1994 sem varð til þess að lög um staðfesta samvist voru samþykkt 1996. Þetta varð til þess að samfélagið opnaðist á hátt sem engan óraði fyrir. Samkynhneigðir eignuðust sjálfstraust sem þeir höfðu ekki átt áður,“ segir hann og minnist þess síðan þegar Heimir Már Pétursson hvatti til þess að stofnað yrði sérstakt félag, eftir fyrstu hátíðina á Ingólfstorgi, og efnt yrði til gleðigöngu að erlendri fyrirmynd. „Fyrir þetta verð ég honum ævinlega þakklátur, og aðra helgina í ágúst árið 2000 lögðum við af stað í göngu. Við vissum eiginlega ekki hvaðan á okkur stóð veðrið þegar við komum fyrir hornið á Hlemmi því allt í einu var mikill fjöldi saman kominn í miðbænum.“ Þorvaldur segir að þá hafi um fimm þúsund manns mætt á svæðið en síðan hefur hátíðin vaxið og nú er talið að um 70 til 90 þúsund mæti í gönguna.

Hætt hjá Bankasýslu ríkisins

Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, hefur sagt upp störfum og verður staða hennar auglýst til umsóknar í næstu viku. Hún hafði gegnt stöðu forstjóra allt frá því að stofnunin tók til starfa í upphafi árs 2010.

Brutust inn í tölvur 72 stofnana

Tölvuöryggisfyrirtækið McAfee fullyrðir að það hafi komist á snoðir um umfangsmestu tölvuárás sögunnar. Árásin hafi staðið yfir í fimm ár og beinst að 72 stofnunum og fyrirtækjum, meðal annars Alþjóðaólympíunefndinni, indverska ríkinu, Sameinuðu þjóðunum og öryggisfyrirtækjum.

Vilja endurskilgreina hlutverk ríkisins

Tveir ráðherrar hafa nú stigið fram og lagt til að hlutverk ríkisvaldsins verði endurmetið. Meta þurfi öll verkefni og skilgreina grunnþjónustu upp á nýtt. Sveitarfélögin munu gegna meira hlutverki í framtíðinni. Fjármálaráðherra segir grundvallarbreytinga á hlutverki ríkisins ekki að vænta.

Öryggismálin sögð veigamest

Flugmenn hjá Flugfélagi Íslands skrifuðu undir kjarasamning við Flugfélag Íslands um tvöleytið í gær. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir að veigamesti þátturinn í nýju samningunum lúti að starfsöryggismálum. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um samningana. Atkvæði verða greidd um nýju samningana á næstu dögum.

Kostar sama að breyta og byggja

Kostnaður við að breyta hjúkrunarheimilinu að Víðinesi þannig að það uppfylli kröfur sem öryggis- og gæsluvarðhaldsfangelsi, er 1,9 milljarðar króna. Nýbygging kostar, samkvæmt áætlunum, rétt rúma 2 milljarða króna.

Flugfreyjunum haldið fjarri

Franska blaðið Le Parisien kveðst hafa undir höndum nafnlaust bréf þar sem segir að flugfélagið Air France hafi fyrirskipað að aðeins flugþjónar en ekki flugfreyjur mættu vinna á fyrsta farrými þegar Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, væri um borð. Air France vísar þessu á bug.

VÍS verður einn bakhjarla Hofs

Vátryggingamiðstöð Íslands og Menningarhúsið Hof á Akureyri hafa undirritað samstarfssamning um að VÍS verði einn af bakhjörlum Hofs næstu þrjú starfsárin.

200 íslenskir titlar gefnir út - langt fram úr björtustu vonum

Um tvö hundruð íslenskir titlar og bækur um Ísland verða gefin út á þýska málsvæðinu í haust í tilefni af Bókamessunni í Frankfurt þar sem Ísland verður heiðursgestur. Aðstandendur Sögueyjunnar Íslands, verkefnisins um þátttökuna, segja fjöldann fara langt fram úr björtustu vonum.

Varar við útbreiðslu kreppu

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, José Manuel Barroso, hefur varað við því að skuldavandi sé að breiðast út fyrir evrusvæðið. Forsetinn sendi ríkisstjórnum Evrópusambandsríkjanna bréf í gær þar sem hann kallaði eftir fullum stuðningi þeirra við evrusvæðið.

Tilnefningu forsetans hafnað

Öldungadeild þingsins á Haítí hafnaði nýverið ráðningu Bernards Gousse í embætti forsætisráðherra landsins. Gousse var hafnað vegna þátttöku hans í ofsóknum á hendur stuðningsmönnum Jean Bertrand Aristide, fyrrverandi forseta.

Sveitarfélögin munu fá aukið hlutverk

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir viðbúið að frekari verkefni muni færast frá ríki til sveitarfélaga. Þegar rætt er um að endurskoða rekstur hins opinbera verði einnig að horfa til sveitarfélaganna; þau séu fjármögnuð með skattfé líkt og ríkissjóður. Út frá þjónustuþætti og þeirri nánd sem sveitarfélögin búi yfir sé jákvætt að flytja fleiri verkefni þangað. Hann segir að skoða verði hvort í einhverjum tilvikum sé verið að bjóða meiri þjónustu en þörf sé á.

Hvítabjörn drap einn og særði fjóra

Einn maður lét lífið og fjórir særðust alvarlega í árás ísbjarnar á Svalbarða í dag. Mennirnir voru Bretar en ekki er vitað hvað þeir voru að gera á þessum slóðum. Einum úr hópnum tókst að skjóta dýrið til bana.

Var fullur þegar hann skrifaði undir samningana

Martin Resendiz, bæjarstjóri Sunland Park í Nýju Mexíkó hefur viðurkennt að hafa verið drukkinn þegar hann skrifaði undir níu samninga við kalifornískt fyrirtæki, Synthesis. Nú hefur Synthesis lögsótt bæinn og krefur hann um eina milljón bandarískra dollara, eða um 116 milljónir íslenskra króna.

Vilji til að stofna nýtt stjórnmálaafl stjórnlagaráðsfulltrúa

Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og stjórnlagaráðsfulltrúi útilokar ekki að vilji sé meðal stjórnlagaráðsfulltrúa að stofna nýtt stjórnmálaafl. Breyta þurfi vinnubrögðum í íslenskum stjórnmálum og sú umræðupólitík og sátt sem einkenndi stjórnlagaráðið sé góður grunnur til að byggja á.

Hinsegin dagar hefjast í kvöld

Í kvöld fer fram opnunarhátíð Hinsegin daga og hefur fjöldi sjálfboðaliða unnið hörðum höndum að undirbúningi hátíðarinnar sem haldin verður í tólfta sinn á Íslandi nú um helgina.

Lést af slysförum við Hellu

Litla stúlkan sem lést af slysförum norðan við Hellu á miðvikudagskvöld hét Eva Lynn Fogg. Stúlkan var flutt með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi en var úrskurðuð látin þegar þangað kom.

Lýsa eftir stolinni bifreið

Lögreglan á Akureyri lýsir nú eftir bifreið, sem tilkynnt var að hefði verið stolið þann 31. júlí síðastliðinn. Bifreiðin er af gerðinni Hyundai Sonata, árgerð 1995, blágræn að lit og með bílnúmerið SY152.

Rúmlega 1.200 nöfn á undirskriftalista Kvikmyndaskólans

Kvikmyndaskóli Íslands hefur nú hrint af stað undirskriftasöfnun með það fyrir augum að þrýsta á stjórnvöld að gera slíkan samning við skólann að honum verði kleift að starfa áfram. Nú þegar hafa rúmlega þúsund manns ritað nafn sitt á listann.

Stóraukin framleiðsla á kjúklinga- og svínakjöti

Á meðan framleiðsla á lamba- og nautakjöti hefur staðið í stað hefur framleiðsla á svínakjöti tvöfaldast og á kjúklingakjöti fimmfaldast á aðeins fimmtán árum. Þetta kemur fram í riti Hagstofunnar, Ísland í tölum, sem gefið var út í dag.

Blásandi borhola er Hveragerðingum hvimleið

Blásandi borhola heldur vöku fyrir íbúum í Hveragerði. Magnús Þór Sigmundsson, tónlistarmaður í bænum, segir ástandið óviðunandi. Hann þurfi að ímynda sér að hávaðinn sé sjávarniður til að festa nótur á blað.

Forstöðumenn ríkisstofnana íhuga að stefna ríkinu

Forstöðumenn ríkisstofnana íhuga að stefna ríkinu vegna tafa sem orðið hafa á, að launalækkun sem þeir tóku á sig 2008 gangi til baka. Þeir segja nýlega hækkun á launum þeirra málinu óviðkomandi, en hún kostar hið opinbera 300 milljónir á ári.

Sjá næstu 50 fréttir