Fleiri fréttir

Metfjöldi barna hljóp í Latabæjarhlaupinu

Mikill fjöldi barna og foreldra tók þátt í Latabæjarhlaupinu, sem var hófst í Hljómskálagarðinum klukkan tvö. Hlaupið er ætlað börnum 8 ára og yngri. Aldrei hafa fleiri börn tekið þátt í hlaupinu en í ár.

Snúa aftur til Úteyjar

Ungmenni sem komust lifandi frá hryðjuverkaárásinni í Útey þann 22. júlí síðastliðinn fóru í dag aftur út í eyjuna og minntust vina sinna sem ekki komust lífs af.

Menningarnótt formlega hafin

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, setti Menningarnótt formlega nú klukkan eitt fyrir framan tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu.

Mótfallin sölu á Gagnaveitu Reykjavíkur

Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri Grænna í stjórn Orkuveitunnar leggst alfarið gegn hugmyndum annarra stjórnarmanna í Orkuveitunni um að selja Gagnaveitu Reykjavíkur og það keyri einnig gegn vilja borgarráðs og borgarstjórnar. Gagnaveitan eigi að vera á hendi hins opinbera til að tryggja jafnan aðgang að þjónustu.

Ósátt við að sjá Bitruvirkjun á verndarlista

Orkuveitan er óánægð með að Bitruvirkjun hafi hafnað á verndarlista í rammaáætlun. Hún hafi þegar eytt tæpum átta hundruð milljónum í rannsóknir og undirbúning á svæðinu. Fyrstu viðbrögð orkufyrirtækja við drögum að rammaáætlun eru blendin.

Kim Jong Il kominn til Rússlands

Leiðtogi Norður Kóreu, Kim Jong-il, kom til Rússlands í dag og mun þar funda með forseta landsins, Dimitry Medvedev. Þetta er fyrsta rússlandsheimsókn kóreska leiðtogans í níu ár, og er talið að heimsóknin sýni viðleitni Norður-Kóreu til að sækja sér aukna velvild í alheimssamfélaginu, auk efnahagslegs stuðnings.

Samningafundur hafinn

Samningafundur Félags leikskólakennara og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst nú klukkan ellefu. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins í Karphúsinu, en boðað hefur verið til verkfalls leikskólakennara næstkomandi mánudag, náist ekki sáttir í málinu.

Reykjavíkurmaraþonið í fullum gangi

Tæplega þrjú þúsund hlauparar voru ræstir við útibú Íslandsbanka við Lækjargötu klukkan 8:40 í morgun þegar Reykjavíkurmaraþonið hófst. Maraþonið í ár er það stærsta til þessa, en alls hafa rúmlega tólf þúsund manns skráð sig til leiks.

Gæsaveiðin hefst í dag

Veiðitímabil á grágæs og heiðagæs hefst í dag, laugardaginn 20.ágúst. Um 90 % af veiðiskýrslum síðasta árs sýna að um 46 þúsund grágæsir voru veiddar og 17 þúsund heiðagæsir. Veiðin var töluvert meiri árið 2009.

Bjóða Jóhönnu Sigurðardóttur í bíó

Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands hafa boðið Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, þingmönnum, embættismönnum og öðrum landsmönnum í bíó í dag, en Jóhönnu er boðið sem heiðursgesti á sýninguna sem hefst í Bíó Paradís klukkan fjögur síðdegis.

Ungmenni tekin með kannabis

Lögreglan á Borgarnesi stöðvaði í nótt bíl með fjórum ungmennum á þrítugsaldri. Við leit í bílnum fannst lítirræði af kannabisefnum, og var bílstjóri bifreiðarinnar undir áhrifum.

Tvær líkamsárásir á Selfossi

Tveir karlmenn gista fangaklefa á Selfossi eftir nóttina, báðir vegna líkamsárásar en annar auk þess vegna fíkniefnamisferlis. Mennirnir verða yfirheyrðir í dag.

Samkynhneigðir ósáttir við forsætisráðherrann

„Það eru margir innan okkar hóps, og þetta hefur verið rætt, sem eru óánægðir með forsætisráðherra og hvernig hún hefur tekið á þessum málum, við hefðum viljað hafa hana virkari í okkar réttindabaráttu og það er ekkert leyndarmál,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78.

Heimspressan fylgist með opnun Hörpu

Blaðamenn frá helstu fjölmiðlum heims eru staddir í Reykjavík til að fylgjast með því þegar glerhjúpur Hörpunnar verður lýstur upp.

Piparúða sprautað inni á Kaffibarnum

Piparúða var sprautað inni á skemmtistaðnum Kaffibarnum nú á fimmtudagskvöld með þeim afleiðingum að nokkrir gestir fengu ertingu í háls og augu. Samkvæmt starfsmanni Kaffibarsins var atvikið þó ekki alvarlegt og engan sakaði.

Kveikt á friðarsúlunni fyrir fórnarlömbin

Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey á morgun og fórnarlamba hryðjuverkanna í Noregi minnst. 21. ágúst er í Noregi tileinkaður fórnarlömbunum. Reykjavíkurborg vill með þessu senda innilegar samúðarkveðjur til Norðmanna og minnast þeirra sem létust. Kveikt er á súlunni í samráði við Yoko Ono, en venjulega er ekki kveikt á henni fyrr en 9. október.

Fleiri ferðir á Menningarnótt

samgöngurFrítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt í Reykjavík, sem er í dag og kvöld. Síðustu ferðir verða frá Hlemmi og Vonarstræti um klukkan eitt eftir miðnætti.

Ábyrgðin er okkar

Fulltrúar sveitarstjórna í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri telja ábyrgð sveitarfélaganna á stöðu leikskólakennara töluverða. Árangurslausum kjaraviðræðum Félags leikskólakennara og samninganefndar sveitarfélaganna lauk á ný rétt eftir hádegi í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan ellefu í dag. Ef ekki næst að semja fara leikskólakennarar í verkfall á mánudag.

Varnargarðurinn ver 60 íbúðir

Kynntar hafa verið tillögur vegna mats á umhverfisáhrifum vegna ofanflóðagarða undir Gleiðarhjalla í Skutulsfirði. Markmiðið er að verja um sextíu íbúðir í Ísafjarðarbæ við Hjallaveg og Hlíðarveg. Garðarnir breyta kennileitum á Ísafirði mikið enda vel sýnilegir en til að bæta fyrir þau útivistarsvæði sem tapast á framkvæmdasvæðinu er gert ráð fyrir gönguleiðum á og við varnargarðana, sem og ofan byggðarinnar.

Allt að 71 prósents verðmunur

Penninn Eymundsson í Kringlunni er með hæsta verð á nýjum skólabókum í flestum tilfellum, samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ. Griffill er oftast með lægsta verðið.

Gagnrýnir verðtryggingarútreikninga

Útreikningar Hagsmunasamtaka heimilanna vegna kvörtunar samtakanna til Umboðsmanns Alþingis eru villandi þar sem gleymst hefur að núvirða greiðslurnar, segir Þórólfur Matthíasson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands.

Kvikmyndaskólinn nýtur ekki sannmælis

Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, segir að skilaboðin sem bárust út af ríkisstjórnarfundi í gær hafi í engu skýrt stöðu skólans. Hann telur að skökk mynd sé dregin upp af skólanum; máluð sé mynd af skóla með ósanngjarnar kröfur án þess að sú staðreynd komi fram að skólinn bjóði upp á sambærilegt nám við það besta á Norðurlöndunum fyrir brotabrot af þeim kostnaði sem þekkist annars staðar.

Efla samstarf og viðskipti

Luis Sergio Oliveira, sjávarútvegs- og fiskeldisráðherra Brasilíu, er í heimsókn á Íslandi. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók á móti honum í gær.

Nota bókmenntir í Alzheimers-meðferð

„Þetta virkar mjög vel. Það er mikil gleði í kringum þetta og fjölskyldur sjúklinganna finna fyrir mun á sínum kærkomnu,“ segir Halldóra Arnardóttir listfræðingur. Halldóra er skipuleggjandi nýrrar bókmenntasmiðju sem er hluti af meðferð við Alzheimers-sjúkdómnum. Bókmenntasmiðjan hófst í gær með upplestri „Hvaðefsögu“ Þórarins Eldjárns rithöfundar úr bók sinni Alltaf sama sagan.

Össur vill Assad frá völdum

Össur Skarphéðinsson tekur undir kröfur margra þjóðarleiðtoga um að Bashar al Assad, forseti Sýrlands, víki úr embætti.

Sefaði áhyggjur Kínverja af BNA

Kínverjar segjast bera fullt traust til bandarísks efnahagslífs og óttast ekki um fjárfestingu sína í ríkisskuldabréfum þótt stífir vindar hafi geisað.

Milljarðarnir að verða sjö

Mannkyninu hefur fjölgað hratt síðustu áratugina. Síðar á þessu ári er reiknað með því að við verðum sjö milljarðar alls, samkvæmt nýrri spá franskra fræðimanna sem nota tölur frá Sameinuðu þjóðunum.

Ruslahaugur við Hringbraut

Síðan snemma í morgun hefur haugur af heimilissorpi legið úti við Hringbraut í Reykjavík. Ekki er vitað hvaðan sorpið kemur.

TF-LÍF komin í gagnið

TF-LÍF er orðin flughæf að nýju samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Fram kom í fréttum í vikunni að báðar þyrlur gæslunnar væru bilaðar þegar sækja þurfti slasaðann ferðamann í Kverkafjöllum eftir að ís féll á hann.

Handtekinn fyrir að ráðast á mann fyrir framan MR

Rúmlega tvítugur karlmaður var handtekinn í kvöld eftir að hann sló annan mann niður fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra lögreglunnar er ekki vitað hver tildrög árásarinnar var.

Mikið um umferðaróhöpp í dag

Á annan tug árekstra varð á höfuðborgarsvæðinu í dag samkvæmt upplýsingum frá Árekstrar.is. Það er talsvert yfir meðallagi.

Íslandsdagurinn í Tallin á sunnudag

Íslandsdagurinn verður haldinn í Tallinn, höfuðborg Eistlands, á sunnudag, í tilefni þess að Íslendingar urðu fyrstir allra þjóða til að viðurkenna fullt sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna fyrir tuttugu árum síðan. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun setja hátíðina með ávarpi á miðnætti þegar Íslandsdagurinn gengur í garð. Forseti Íslands mun síðdegis á morgun, laugardaginn 20. ágúst, eiga fund með forseta Eistlands, Toomas Hendrik Ilves, sem setur sönghátíðina síðar um kvöldið. Forseti Íslands mun einnig sitja kvöldverðarboð Eistlandsforseta. Fjölmargir íslenskir tónlistarmenn og kórar taka þátt í Íslandsdeginum, opnaðar verða sýningar á íslenskri hönnun og ljósmyndum frá Íslandi. Einnig verður kynning á íslenskum mat. Viðburðirnir eru skipulagðir víða um Tallinn, höfuðborg Eistlands.

Aðgát við Hörpu - enn vinnusvæði

Unnið er við breytingar á Kalkofnsvegi við Hörpu og er það hægaksturssvæði. Vegfarendur eru eindregið hvattir til að sýna aðgát og virða hraðatakmarkanir á leið í gegnum vinnusvæðið, sérstaklega nú þegar hindranir hafa verið fjarlægðar. Umferðarhraði takmarkast við 30 kílómetra á klukkustund. Verkið er óðum á taka á sig mynd og nú í vikunni voru þrengingar fjarlægðar. Vinna við endanlegan frágang er eftir og eru verklok þess hluta 15. september. Nú fyrir Menningarnótt lauk fyrri hluta verksins og var þá tekið til á svæðinu svo gangandi vegfarendur fái betur notið sín. Árétta verður að enn er þarna vinnusvæði og verður framkvæmdum haldið áfram eftir helgi.

Náttúruverndarsamtökin hefðu viljað víðtækari vernd

Náttúruverndarsamtök Íslands segja drög að þingsályktunartillögu um vernd og nýtingu landsvæða vera mikilvægan sigur Samtökin gagnrýna þó að virkjanir í Skjálfandafljóti skulu ekki hafa verið slegnar af og settar í verndarflokk. Einnig ítreka þau andstöðu sína við virkjanir í neðri Þjórsá. Við stofnun Náttúruverndarsamtakanna árið 1997 var stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands meginmarkmið. Að mati samtakanna er þingsályktunartillagan stórt skref í þá átt og við blasi að stofnaður verði Hofsjökulsþjóðgarður með Þjórsárver í suðri, Kerlingafjöll í vestri og Guðlaugstungur norðan Hofsjökuls en samkvæmt tillögunni verða öll þessi svæði sett í verndarflokk. "Baráttan fyrir verndun Þjórsárvera hefur staðið í rúma fjóra áratugi með sigri náttúruverndarsinna," segir í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökin. Samtökin sjá fyrir sér að næsta skref yrði að við Jökulsám Skagafjarðar og Hveravallasvæði, sem settar voru í biðflokk.

Leikskólakennarar halda tónleika til styrktar sveitarfélögunum

Mikið þarf til að afstýra verkfalli leikskólakennara næstkomandi mánudag segir formaður þeirra. Félagið stendur fyrir söfnunartónleikum til styrktar sveitarfélögunum í kvöld. Reynt verður til þrautar að finna lausn á deilunni á fundi hjá ríkissáttasemjara á morgun.

Leiðrétting vegna stuðningsyfirlýsingar

Steinsmiðjan S. Helgason vill árétta að stuðningsyfirlýsingu hennar við leikskólakennara var ekki beint að ríkisstjórn Íslands. Tilgangurinn með stuðningsyfirlýsingunni var einvörðungu að sýna samstöðu með þessari mikilvægu starfsstétt sem ítrekað hefur setið eftir hvað launahækkanir snertir.

Lyfjafræðingar Lyf og heilsu áminntir

Siðanefnd Lyfjafræðingafélags Íslands hefur úrskurðað að þrír félagsmenn sem tengdust broti Lyf og heilsu gagnvart Apóteki Vesturlands, hafi í því máli brotið með háttsemi sinni fjórar greinar siðareglna félagsins. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni.

Ráðist á breskar skrifstofur

Breskar skrifstofur í Kabúl, Afghanistan, urðu fyrir árás nú í morgun. Minnst 9 manns létu lífið, þar af einn útlendingur. Í dag er helgidagur í Afghanistan, haldið er upp á sjálfstæði landsins undan breskri stjórn.

Sjá næstu 50 fréttir