Fleiri fréttir

Góðgerðarsjóðir skila ársreikningum afar illa

Fjölmargir sjóðir og sjálfseignarstofnanir hafa ekki skilað ársreikningi fyrir rekstrarárið 2015. Yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar segir minni sjóði aðallega trassa skil. UNICEF Ísland var á lista yfir aðila sem hafa ekki skilað.

Allt kapp lagt á leit að Arturi

Formleg leit hófst í dag að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, og leituðu hátt í 70 björgunarsveitarmenn á stóru svæði í kring um vesturbæ Kópavogs. Ekkert hefur spurst til Arturs síðan um mánaðamót.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Ítarlega verður fjallað um tíðindi dagsins af haftamálum í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Rætt verður við Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, og Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, og fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna. Lilja Dögg Alfreðsdóttir segir að afnám hafta sé gott fyrir efnahagslífið en setur spurningamerki við samninga við aflandskrónueigendur.

Silfra opnuð á ný

Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar.

Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun

Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi.

Hópslagsmál í Kringlunni milli unglingahópa

Tveir unglingahópar tókust á í Kringlunni í gærkvöldi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Einn slasaðist og telur lögregla sig vita hverjir voru að verki.

Sledge-systir látin

Joni Sledge, ein af Sledge-systrunum sem sungu poppsmellinn vinsæla, We Are Family, er látin, sextíu ára að aldir.

Meira frelsi í lausasölulyfjum á hinum Norðurlöndunum

Frumvarp til nýrra lyfjalaga mun rýmka heimildir við sölu á lyfjum í lausasölu verði það í sömu mynd og það var fyrst lagt fram. Hægt verður að kaupa lyf í matvöruverslunum nái það fram að ganga. Danir, Norðmenn og Svíar hafa lengi búið við mun meira frelsi við sölu lausasölulyfja en við Íslendingar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Á sjö árum hafa fimm látist í tíu slysum í Silfru - gjánni var lokað eftir banaslys í gær. Hertari reglur hafa verið settar um köfun í Silfru. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Óboðinn gestur handtekinn á lóð Hvíta hússins

Karlmaður var handtekinn eftir að hafa brotist inn á lóð Hvíta hússins í Washington laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Veitti maðurinn enga mótspyrnu er öryggisverðir forsetans handsömuðu hann.

Óska eftir upplýsingum úr síma Arturs

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á úrskurð héraðsdóms um að fá upplýsingar úr síma Artur Jarmoszko. Ekkert hefur spurst til Arturs frá miðnætti 1.mars er hann sást í öryggismyndavél 1. mars síðastliðinn.

Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda

Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði.

Flokki Wilders spáð sigri í Hollandi

Á miðvikudaginn fara fram fyrstu þingkosningarnar hjá vestrænni þjóð eftir að Donald Trump náði kjöri sem Bandaríkjaforseti þegar Hollendingar ganga til kosninga. Þjóðernispopúlistanum Geert Wilders hefur vaxið ásmegin en það er frjór jarðvegur fyrir útlendingaandúð í Hollandi.

Sjá næstu 50 fréttir