Fleiri fréttir

Namibíu­menn móðguðust vegna ís­lenska lamba­kjötsins

Svo virðist sem að þáverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, Bernhard Esau, og aðrir embættismenn hafi móðgast þegar þeir fengu íslenskt lambakjöt að borða í heimsókn sinni um borð í togara Samherja, Heinaste, í maí árið 2016.

Biðlar til Hæstaréttar til að verja skattskýrslur sínar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Hæstiréttur landsins komi í veg fyrir að saksóknarar fái aðgang að skattskýrslum hans. Málið þykir markvert fyrir margar sakir og er talið muna reyna verulega á völd forsetans, stjórnarskrána og stöðu dómstólsins sjálfs.

Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 18

Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í átta tíma. Um er að ræða aðra aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi.

Við stýrið undir áhrifum með þýfi og hníf

Ökumaður sem stöðvaður var í vikunni við hefðbundið eftirlit lögreglunnar á Suðurnesjum á Reykjanesbraut grunaður um fíkniefnaakstur reyndist vera undir áhrifum amfetamíns.

Vinda- og vætu­samt fyrir há­degi

Landsmenn þurfa að fást við suðaustan hvassviðri eða stormi sunnan- og vestantil og vætu fyrir hádegi í dag. Það dregur svo úr vindi og styttir að mestu upp eftir hádegi.

Jaguar I-Pace hlaut Gullna stýrið sem besti sportjeppinn

Rafknúni sportjeppinn Jaguar I-Pace hefur verið kjörinn sá besti í flokki miðlungsstórra sportjeppa í Þýskalandi og hampar hann nú "Gullna stýrinu“ í sínum flokki þar í landi þar sem verðlaunin eru ein þau eftirsóttustu í bílgreininni.

Tveir í haldi eftir eld á Argentínu

Slökkvilið var kallað út rétt eftir miðnættið þegar tilkynning barst um eld í þaki á húsið við Barónsstíg í Reykjavík.

Styðja verkföll kollega sinna

Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins.

Rannsóknir séu sem flestum aðgengilegar

Verkefnastjóri hjá Landsbókasafni segir Ísland á eftir hinum Norðurlöndunum þegar komi að opnum aðgangi að niðurstöðum vísindarannsókna. Málefnið verður rætt á málþingi Vísindafélagsins í Þjóðminjasafninu í dag.

Eftirlegukindur draga áfram dilk á eftir sér

Matvælastofnun vill enn að Seyðfirðingar borgi reikning vegna björgunar kinda úr Bjólfi í fyrra. Heimamenn töldu sjálfir aðgerðina hættulega og vísa ábyrgð á hendur Matvælastofnun sem réð björgunarsveit af Héraði í verkið.

Deila á­fram um lífs­kjara­samninginn

Kjarasamningar hafa ekki náðst á milli Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun.

Nem­endur HÍ sigruðu EES mál­flutnings­keppnina

Sigurliðið var skipað þeim Evu Hauksdóttur, Ólöfu Emblu Eyjólfsdóttur, Jóni Sigurðssyni og Maju Aleksöndru Bednarowicz. Eva Hauksdóttir hlaut jafnframt sérstaka viðurkenningu sem besti ræðumaður keppninnar.

Blaðamenn leggja aftur niður störf

Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag.

Óttast ekki fangelsi

Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi.

Gefa björgun bátsins upp á bátinn

Rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum hefur í dag tekið skýrslur af fjórum skipverjum á fiskibátnum Einari Guðnasyni sem strandaði við Gölt, á utanverðum Súgandafirði, í gærkvöldi.

MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum

Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands.

Sjá næstu 50 fréttir