Fleiri fréttir

Le Bon líkti Vini Sjonna við Kiefer Sutherland

Simon Le Bon, söngvari hinnar goðsagnakenndu Duran Duran, fylgdist grannt með beinni útsendingu frá Eurovison-keppninni á laugardag. Le Bon hafði sterkar skoðanir á lögum og flytjendum, og deildi þeim öllum á samskiptavefnum Twitter. Þegar Vinir Sjonna birtust á sviðinu spurði Le Bon á Twitter: "Er þetta Kiefer Sutherland sem spilar á gítar fyrir Ísland?" Gunnar Ólason getur því vel við unað að vera líkt við leikarann þokkafulla. Eða ætli Le Bon hafi átt við Vigni Snæ Vigfússon? Um sigurlag Asera sagði Le Bon þegar það var flutt í keppninni: "Viðlagið í Running Scared (en Bon Jovi-legt) hljómar eins og lag með Keane. Eða var það Coldplay?" Svíar lentu í þriðja sæti. Le Bon var ekki hrifinn. "Lag sem er svo óeftirminnilegt að það er gleymt áður en það er búið," hafði hann um lag hjartaknúsarans unga, Eric Saade, að segja. Í mestu uppáhaldi hjá Le Bon voru lögin Lipstick frá Írlandi, Follia d´amore frá Írlandi og So Lucky frá Moldóvu. Meira að segja gekk hann svo langt að segja að lagið með "stelpunni á einhjólinu ætti að vinna" og átti þar við fjörlegt framlag Moldóvu. Hann sló síðan áfram á létta strengi og sagði að moldóvska sveitin gæti léttilega kallað sig "The Eastie Boys" og vísaði til þeirra, eitt sinn, framúrstefnulegu Beastie Boys. Þegar hin þýska Lena birtist á sviðinu dró hann þó aðeins í land og vildi að Lena myndi vinna, þó ekki nema væri bara út af fegurðinni. Hjartaknúsarinn meinti frá Rússlandi sló aldeilis ekki í gegn hjá dóttur Le Bon, eða eins og hann sagði á Twitter: "Dóttir mín er að pissa í sig af hlátri. Í alvöru. Hún getur ekki talað." Twitter-síðu Le Bon fá finna hér. http://twitter.com/#!/SimonJCLeBON <http://twitter.com/>

Útflutningsverðlaun forseta Íslands afhent í dag

Útflutningsverðlaun forseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Einnig verður afhent sérstök heiðursviðurkenning til einstaklings sem aukið hefur hróður Íslands á erlendri grundu. Slík heiðursviðurkenning er nýmæli. Íslandsstofa hefur nú tekið við hlutverki Útflutningsráðs sem ábyrgðar- og umsjónaraðili Útflutningsverðlaunanna. Friðrik Pálsson formaður úthlutunarnefndar tilkynnir hvaða fyrirtæki hlýtur verðlaunin og forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhendir þau. Þá verður afhjúpað listaverk sem verðlaununum fylgir. Höfundur verksins er Inga Elín myndlistarmaður. Forseti Íslands afhendir einnig heiðursviðurkenningu til einstaklings. Í dómnefnd vegna verðlaunanna sátu að þessu sinni Björgólfur Jóhannsson frá Landsnefnd Alþjóða verslunarráðsins, Ingjaldur Hannibalsson frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Friðrik Pálsson frá Íslandsstofu, Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands og Örnólfur Thorsson frá embætti forseta Íslands.

Tilraun til manndráps: Hringdi sjálfur eftir aðstoð

Karlmaður, sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær fyrir að hafa næstum orðið konu sinni að bana á sunnudaginn, hringdi sjálfur eftir aðstoð. Maðurinn, sem er fæddur árið 1950, réðist á konu sína á heimili þeirra í gærmorgun og tók hana kverkataki þar til hún missti meðvitund samkvæmt Fréttablaðinu.

Ferðamaður fékk hjartaáfall við rætur Sólheimajökuls

Ferðamaður fékk hjartaáfall við rætur Sólheimajökuls á föstudaginn samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Konan, sem er af erlendum uppruna, var á ferð ásamt hópi samlanda sinna og íslenskum fararstjóra. Hún var flutt með sjúkrabifreið til Reykjavíkur á sjúkrahús. Líðan hennar var stöðug.

Úrskurðaður í gæsluvarðhald - áður verið dæmdur fyrir smygl

Maðurinn sem lögreglan handtók í gærmorgun sem er grunaður er um að hafa reynt að ráða konu sinni bana á heimili þeirra í Grafarholti í gærmorgun var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gærkvöldi. Maðurinn hefur áður fengið tveggja ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl.

Áhöfnin á Þór hafnar alfarið kvótapottum

Áhöfn frystitogarans Þórs frá Hafnarfirði hafnar því í sameiginlegri yfirlýsingu, að kvóti sé fluttur af skipi þeirra og settur í potta sem stjórnmálamenn geta notað til að kaupa sér velvild með að úthluta þeim meðal annars til manna, sem leiðist í sumarfríinu.

Brotist inn í bakarí

Brotist var inn í bakarí við Grensásveg og þaðan stolið skiptimynt úr opnum peningakössum, eða sjóðsvélum.

Þurfa að fjölga starfsfólki mikið

Undirbúningur fyrir komandi síldar- og makrílvertíðar er í fullum gangi hjá uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði og fyrirsjáanleg er mikil fjölgun starfsmanna í sumar og fram eftir hausti. Fastráðnir starfsmenn í frystihúsinu eru að jafnaði um fjörutíu talsins en í sumar munu á annað hundrað manns taka þátt í fiskvinnslunni á staðnum, segir í frétt á vef fyrirtækisins.

Króatíu verði hjálpað í ESB

Ýmis ríki Evrópusambandsins þrýsta nú á um að liðkað verði fyrir samningaviðræðum Króatíu og ESB svo landið geti klárað aðildarviðræður sínar í sumar.

Arabískt vor vekur von í mannréttindum

„Þetta eru einföldustu grundvallarmannréttindi sem fólk er að krefjast og það gerir móti skriðdrekum og byssukúlum og vitandi að það getur átt barsmíðar yfir höfði sér,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir hjá Íslandsdeild Amnesty um ástandið í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Ársskýrsla Amnesty kom út í fyrir helgi.

Telur sig eiga skipulagssvæði

Íbúi á Arnarnesi í Garðabæ hefur óskað eftir því að bæjaryfirvöld upplýsi hvaða hugmyndir felist í gerð nýs deiliskipulags á svæðinu. Segist íbúinn vera einn eigenda félagsins Sameign Arnarness sem samkvæmt gömlum uppdráttum eigi landið sem verið sé að skipuleggja. Bæjaryfirvöld segja það vera sitt sjónarmið að með samningi við sameigendur Arnarness frá 8. ágúst 1963 hafi landeigandi látið af hendi endurgjaldslaust til bæjarins landsvæði sem ætlað sé undir skóla, dagheimili, götur og opin svæði.

Þakkar Íslendingum fyrir stuðning við Aserbaidjan

Mig langar að flytja, af öllu minu hjarta, þakkir til allra Íslendinga fyrir stuðning við Aserbadijan i Eurovision 2011, segir Zakir Jón Gasanov, formaður Vináttufélags Íslands og Aserbaidjan. Eins og kunnugt er unnu Aserar keppnina sem fram fór í gær.

Línurnar lagðar fyrir kennara

Fjölmörg félög innan Kennarasambands Íslands eiga eftir að ljúka við gerð kjarasamninga. Grunnskólakennarar skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær. Með honum hafa línurnar líklegast verið lagðar fyrir hin félögin.

Hefði alveg viljað enda ofar

Þórunn Erna Clausen ekkja Sigurjóns Brink sem samdi Eurovision lagið Coming Home segist alveg hafa viljað enda ofar. Hún segir að hópurinn sé engu að síður sáttur með árangurinn. Lagið var í fjórða sæti í undankeppninni og 20. sæti í aðalkeppninni. Þórunn Erna segir tímann framundan líklega verða nokkuð skrýtinn.

Friðurinn dýru verði keyptur

Friðurinn á atvinnumarkaði er mjög dýru verði keyptur fyrir mörg fyrirtæki, segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Eins og fram hefur komið skrifuðu Samtök Atvinnulífsins og aðildarfélög ASÍ undir nýjan kjarasamning á dögunum. Samningarnir fela í sér prósentuhækkanir á launum, en einnig eingreiðslu að upphæð 50 þúsund krónur og tvær viðbótagreiðslur samtals að upphæð 25 þúsund krónur vegna þess hve það dróst að klára kjarasamningana.

Traðkaði á höfði manns fyrir utan Sólon

Átta gistu fangageymslur lögreglunnar í nótt. Um ellefuleytið í gærkvöld var tilkynnt um að ung kona hefði ruðst inn á heimili ungrar konu á Völlunum í Hafnarfirði og ráðist á hana. Sú sem ráðist var á hefur kært brotið til lögreglu.

Gleði hjá íslenska hópnum

"Það er æðisleg stemning. Við erum hérna með írsku tvíburunum og erum að taka myndir og þvílík gleði i gangi," sagði Þórunn Erna Clausen, ekkja Sigurjóns Brink og ein aðalvítamínsprautan í íslenska hópnum sem fór í Eurovision keppnina í ár.

Stefán Einar formaður LÍV

Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, var kjörinn formaður Landssambands íslenskra verzlunarmanna á 27. þingi sambandsins sem haldið var í dag.

Ekki ein feilnóta hjá íslensku strákunum

„Þetta er ótrúlega tvísýn keppni. Svona vil ég hafa Eurovision,“ segir Páll Óskar Hjálmtýrsson, söngvari og einn helsti Eurovision sérfræðingur okkar Íslendinga. „Þetta á að vera spennandi og gjörsamlega óútreiknanlegt og tvísýnt,“ bætir Páll Óskar við. Páll Óskar segist samt hafa tekið eftir því að ótrúlega margir keppendur hafi verið stressaðir og falskir í kvöld. „Sum lögin voru svo illa flutt að maður hreinlega hélt fyrir eyrun stundum,“ segir Páll Óskar. Þetta hafi til dæmis átt við um franska söngvarann.

Sérsveitin kölluð út vegna hnífamanns í Sandgerði

Sérsveit lögreglunnar og lögreglan á Suðurnesjum höfðu afskipti af manni í Sandgerði í dag. Hann hafði ógnað fólki með hníf í einhverskonar heimiliserjum sem höfðu átt sér stað og farið úr böndunum. Maðurinn er nú í haldi lögreglunnar og bíður yfirheyrslu. Hann var í annarlegu ástandi þegar hann var handtekinn, að sögn lögreglu. Einungis fáeinir dagar eru síðan lögreglan á Suðurnesjum og sérsveitin höfðu afskipti af manni í Grindavík en það var líka vegna heimiliserja.

Spennufall hjá íslenska hópnum í Eurovison

"Þetta er ekkert smá spennufall að vera búinn að þessu,“ segir Benedikt Brynleifsson, eða Benni trommari, einn af Vinum Sjonna sem flutti lag Íslands í Eurovision í kvöld.

Óaðfinnanleg frammistaða

Vinir Sjonna, íslensku strákarnir sem taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd, luku rétt í þessu við að flytja framlag Íslands, I´m coming Home. „Þeir gerðu þetta óaðfinnanlega,“ sagði Hrafnhildur Halldórsdóttir, þulan sem lýsir keppninni þetta árið fyrir Ríkisútvarpið.

Vann 27 milljónir í Lottó

Einn heppinn lottóspilari vann 27 milljónir í lottóútdrætti kvöldsins. Miðinn var seldur í söluturninum Þristinum á Seljabraut í Breiðholti. Fjórir unnu bónusvinninga og fær hver um sig 109 þúsund krónur.

Stóra stundin nálgast

Það styttist i stóru stundina hjá strákunum okkar, Vinum Sjonna, sem flytja framlag Íslands í Eurovision keppninni í kvöld. Keppnin hefst klukkan sjö og eru Íslendingar númer 21 í röðinni.

Kjarasamningur við grunnskólakennara undirritaður

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara skrifuðu undir nýjan kjarasamning klukkan fimm í dag. Samningurinn gildir frá 1. maí 2011 til 31. mars 2014 og felur í sér sambærilegar hækkanir launa og nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði.

Fjöldi prúðbúinna gesta fagnaði Hörpunni

Fjöldi prúðbúinna gesta mætti til opnunarhófs í tónlistarhúsinu Hörpu í gær. Þar voru meðal annars forsetahjónin, Björgólfur Guðmundsson, ráðherrar og fyrrverandi ráðherrar, borgarfulltrúar og fleiri.

Vonar að Ísland verði meðal 10 efstu

Eyjólfur Kristjánsson, ein af mestu Eurovision hetjum Íslendinga, segist vona að Íslendingar nái að verða á meðal tíu efstu í Eurovision í kvöld .Hann gerir samt ekki ráð fyrir að strákarnir okkar, eins og vinir Sjonna eru núna kallaðir, muni vinna keppnina.

Símaskráin komin út

Nýjasta útgáfa Símaskrárinnar kom út í dag. Símaskránni er dreift í 150 þúsund eintökum og fer hún inn á meirihluta heimila og fyrirtækja á landinu. Í bókinni eru um 400 þúsund símanúmer og á Gulu síðunum má finna gagnagrunn yfir meira en 2.000 þjónustuflokka. Í tilefni af útgáfunni var blásið til veislu í Smáralind í dag þar sem Egill Einarsson og Gerplustúlkur árituðu Símaskrána, en þau prýða forsíðu hennar að þessu sinni.

Flugvél hlekktist á í flugtaki

Cessna flugvél, í eigu Flugklúbbs Flugskóla Íslands, hlekktist á í flugtaki á þriðja tímanum í dag á flugvellinum við Hvolsvöll. Fjórir voru í vélinni. Þeir sluppu með minniháttar meiðsl en voru fluttir á Heilsugæsluna á Hvolsvelli til aðhlynningar.

Bretar spyrja sig hvort Íslendingar hafi efni á Hörpu

Ítarleg umfjöllun var um tónlistarhúsið Hörpu á BBC 3 í dag. Þar er velt upp þeirri spurningu hvort Íslendingar, sem urðu fyrir gríðarlegum efnahagsáföllum fyrir tveimur og hálfu ári, hafi efni á jafn stóru tónlistarhúsi og Harpa er.

Forsetinn á afmæli í dag

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er sextíu og átta ára gamall í dag. Hann fæddist á Ísafirði þennan dag árið 1943.

Eldur kom upp í Álftröð

Eldur kom upp í einbýlishúsi við Álftröð í Kópavogi nú í hádeginu. Tvö reykkafarateymi voru umsvifalaust send inn í húsið til að slökkva, en allt tiltækt lið slökkviliðsins var á staðnum. Búið er að slökkva mestan eldinn.

Veiðigjald hækki um 70%

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra kynnti breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu fyrir blaðamönnum í sjávarútvegsráðuneytinu í dag. Um er að ræða tvö frumvörp. Annars vegar frumvarp sem snýst um aukningu á strandveiðum, aukningu í byggðartengdum aðgerðum og hækkun veiðigjalds um 70%.

Vinir Sjonna í góðri stemningu fyrir lokakvöldið

Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að Íslendingar munu taka þátt í aðalkeppni Eurovision sem fram fer í Dusseldorf í kvöld. Benedikt Brynleifsson, betur þekktur sem Benni trommari, segir að stemningin fyrir lokakvöldinu sé góð.

Kvótafrumvarpið mun hafa áhrif á stöðu útgerða

Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um ný fiskveiðistjórnunarlög að veruleika á næsta ári mun það hafa umtalsverð áhrif á fjárhagslega stöðu útgerða og banka sem þjónusta þær. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Friðriki J. Arngrímssyni, framkvæmdastjóra LÍÚ.

Nafn konunnar sem lést

Unga konan sem komið var með látna á Landspítalann í Fossvogi í fyrrakvöld hét Þóra Elín Þorvaldsdóttir en hún var búsett í Hafnarfirði. Þóra var fædd þann 19. júlí árið 1990 og lætur eftir sig rúmlega tveggja ára son. Sambýlismaður hennar, Axel Jóhannsson fæddur árið 1986, var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í gær en hann hefur játað að hafa orðið henni að bana.

Lagðist til hvílu hjá ókunnugum karlmanni

Íbúi í austurhluta Reykjavíkurborgar vaknaði við það um fimmleytið í nótt að karlmaður lagðist upp í rúm til hans á nærbuxunum einum klæða og sofnaði þar. Húsráðandinn, sem átti ekki von á þessum næturgesti, rauk á fætur og hringdi á lögreglu. Lögreglumenn brugðust snarlega við og komu til að vekja manninn. Maðurinn reyndist hafa lagst til hvílu með kærustu sinni fyrr um nóttina.

Pössuð eins og aðrar ömmur

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ekki vita til þess að öryggi Söruh, ömmu Baracks Obama Bandaríkjaforseta, hafi verið sérstaklega ógnað hér á landi, spurður hvort íslensk yfirvöld muni tryggja öryggi hennar í væntanlegri heimsókn á næstu dögum.

Sjá næstu 50 fréttir