Fleiri fréttir

Lengsta þingi sögunnar frestað

145. þingi Alþingis var frestað í dag. Er það lengsta þingið talið í þingfundardögum eða 147 dagar alls.

Sigmundur Davíð birtir bréf frá ríkislögreglustjóra vegna tölvuinnbrots

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra birtir á Facebook-síðu sinni í dag bréf frá ríkislögreglustjóra vegna innbrots í tölvu hans en Sigmundur Davíð greindi frá því á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í september að reynt hefði verið að brjótast inn í tölvuna hans.

Rennslið í Ölfusá gæti þrefaldast

Það er ennþá mjög mikil rigning í kringum Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul sem og við suðurhluta Vatnajökuls. Það mun því halda áfram að bæta í rennsli í ám á svæðinu í allan dag segir Matthew Roberts fagstjóri vatnavár hjá Veðurstofu Íslands.

Stefán Karl þakkar fyrir stuðninginn

"Samhugurinn er svo máttugt afl að mig hafði aldrei órað fyrir áhrifunum fyrr en nú þegar ég reyni það á eigin skinni,“ segir leikarinn.

Gengur í minningu landpóstanna

Göngugarpurinn Einar Skúlason mun ganga 400 kílómetra leið milli Reykjavíkur og Ísafjarðar á tíu til fjórtán dögum. Hann tekur með sér um tíu bréf, þeirra á meðal heillaóskir frá Forseta Íslands og mögulegt ástarbréf.

Skatttekjur af ferðamönnum ætlaðar 445 milljarðar

Samtök ferðaþjónustunnar búast við því að ríkissjóður fái 445 milljarða króna í skatta og gjöld af erlendum ferðamönnum á næsta kjörtímabili. Áætlunin byggir á spá um fimmtungs fjölgun ferðamanna á ári á tímabilinu.

Laxveiði yfir meðallagi

Bráðabirgðatölur Hafrannsóknastofnunar yfir stangveiði í sumar sýna að alls veiddust um 53.600 laxar. Í heild var fjöldi stangveiddra laxa um 27 prósent yfir langtímameðaltali áranna 1974-2015 sem er 42.137 laxar. Veiðin 2016 var um 18.100 löxum minni en hún var 2015, þegar 71.708 laxar veiddust á stöng.

Málþófi haldið í lágmarki

Áætlað er að þingstörf klárist í dag og alþingismenn fái þá tíma til þess að undirbúa sig fyrir kosningabaráttuna sem háð verður næstu tvær vikurnar.

Ísland virðir dóm EFTA að vettugi

Ísland hefur virt dóm EFTA dómstólsins frá því í desember að vettugi um innleiðingu tilskipunar um sjóflutninga og gæti verið dregið fyrir dóm í annað sinn vegna sömu tilskipunar. Tilskipuninni er ætlað að greiða fyrir sjóflutningum með því að einfalda og samræma form við skýrslugjöf skipafélaga.

Fjórflokkarnir með helming fylgisins

Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn gætu myndað mjög nauman meirihluta með 32 þingmönnum. Prófessor í stjórnmálafræði segir athyglisvert hve vel Píratar halda fylgi sínu og að Viðreisn nái ekki meira flugi.

Handleiðslu stjórnvalda sárlega saknað

Kallað er úr öllum áttum eftir heildstæðri stefnumótun stjórnvalda um uppbyggingu vegna sprengingar í ferðaþjónustu. Bjartsýnustu sem svartsýnustu spár krefjast aðgerða og milljarða fjárfestinga. Möguleikar á uppbyggingu á flugvallar

Vonast eftir loðnuvertíð í vor

Útflutningsverðmæti loðnu hleypur á tugum milljarða hvert ár. Aldrei hafa mælst jafn fáar ungloðnur. Verði farið eftir tillögum Hafró um loðnuveiðibann mun það koma verst við uppsjávarútgerðir.

Sjá næstu 50 fréttir