Fleiri fréttir

Fylgstu með úrhellinu á gagnvirku korti

Veðurstofan varar við mikilli úrkomu í nótt, á morgun og á fimmtudag en spáin hljóðar upp á meira en 100 millimetra á sólarhring á svæðunum frá austanverðum Vatnajökli í austri, á öllu Suðaustur-og Suðurlandi sem og norður með Vesturlandi að Ísafjarðardjúpi.

Vankantar á utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Í kjörklefa gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins, en ekki eingöngu þá stafi sem stjórnmálaflokkum hefur verið úthlutað.

Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar.

Vara við gífurlegri rigningu

Fólki er ráðlagt að hreinsa vel frá niðurföllum og grípa til aðgerða til að tryggja að frárennslismannvirki virki sem skildi.

Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð hafa enn ekki rætt saman

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður flokksins og oddviti hans í Norðausturkjördæmi hafa ekki enn talað saman eftir flokksþingið sem haldið var 1. og 2. október.

„Ég sneri hann bara niður og hélt honum“

Júlíus Ármann Júlíusson stóð í ströngu í nótt þegar hann þurfti að snúa niður mann sem hafði gert sig líklegan til að brjótast inn í neðri íbúð í húsi Júlíusar.

Nýrnaveiki í laxaseiðum

Slátra þurfti mörg þúsund laxaseiðum. Fyrra tilvikið kom upp hjá Bæjarvík ehf. í Tálknafirði og hitt hjá Arctic Smolt, sem er með starfsemi þar í grenndinni.

Algengara að hundar fái Alzheimer-sjúkdóminn

Einkenni sjúkdómsins eru þau að hundurinn virðist ekki kannast við sig, til dæmis heima hjá sér, hann vakir og vælir á næturnar en sefur á daginn og fer að missa saur og þvag innandyra.

Banna sölu á skotkökum

Í frétt á vef Neytendastofu segir að alvarleg hætta sé fólgin í því að fólk telji að ekki hafi kviknað í skotkökunni og snýr aftur að kökunni sem þá tekur að springa.

Beinin eru af hávöxnum karlmanni

Fornmeinafræðingur telur að beinin sem fundust á bökkum Eldvatns í byrjun mánaðar séu af karlmanni á fertugsaldri. Bein hans benda til að hann hafi verið þrekinn og ágætlega hraustur þegar hann lést.

Þriðjungur flúinn vegna myglunnar

Af þeim 400 starfsmönnum sem unnu í höfuðstöðvum Íslandsbanka hafa 150 verið færðir annað. Ástæðan er rakaskemmdir og mygla í húsinu. Starfsemi hefst í nýjum höfuðstöðvum í nóvember.

Margbrotinn eftir árekstur við kanínu

Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum.

Framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu fellt úr gildi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála felldi ákvörðun Skútustaðahrepps um veitingu leyfisins úr gildi. Taldi hún að ekki hafi verið gætt skipulags- og náttúruverndarlaga við undirbúning og málsmeðferð ákvörðunarinnar.

Edda Heiðrún Backman jarðsungin í dag

Edda Heiðrún lést 58 ára að aldri þann 1. október eftir langa baráttu við MND sjúkdóminn. Edda Heiðrún var ein ástsælasta listakona þjóðarinnar.

„Klárlega ekki opinber stefna Viðreisnar að banna búrkur“

Það er ekki stefna Viðreisnar að banna búrkur hér á landi enda er það ein af meginstoðum frjálsyndrar stefnu að ríkið hafi ekki afskipti af trú og trúmálum. Þetta segir Pawel Bartoszek frambjóðandi flokksins í í Reykjavíkurkjördæmi norður í samtali við Vísi.

Friðarskip kemur til Reykjavíkur

Skipið siglir vítt og breitt um heiminn með farþega sem hafa að leiðarljósi að vekja athygli á friði, mannréttindum og umhverfisvernd.

Sjá næstu 50 fréttir