Fleiri fréttir

Mál Sævars verður tekið fyrir að nýju

Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur heimilað að mál Sævars Ciesielski, sem dæmdur var í 17 ára fangelsi fyrir morðið á dauða Guðmundar Einarssonar árið 1974, verði tekið til meðferðar fyrir dómstólum á ný.

Öllum dags- og rútuferðum aflýst

Öllum dagsferðum utan höfuðborgarsvæðinsins hjá Reykjavík Excursions hefur verið aflýst vegna veðurs. Auk þess liggja allar ferðir flugrútunnar til Keflavíkur niðri á meðan veðrið gengur yfir.

Veðurvakt Vísis

Spáð er vonsku veðri á landinu í dag og mun Vísir fylgjast með gangi mála.

Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester

Flugstjóri farþegaþotu Icelandair lýsti yfir neyðarástandi til að fá forgang í lendingu í Manchester í gær. Hann var búinn að reyna að lenda bæði í Manchester og Liverpool. Farþegi segir konu hafa misst meðvitund í gríðarlegum hrist

Rýna í bréf Umhverfisstofu í dag

„Við fáum þetta bréf í hádeginu í dag. Við þurfum að svara því fyrir 7. mars og það er hreinlega ekki búið að taka neina ákvörðun um hvernig því verður svarað,“ segir Kristleifur Andrésson

Bætur kostuðu 600 milljónir

Nýlokið verkfall sjómanna kostaði atvinnuleysistryggingasjóð á bilinu 550 til 600 milljónir króna. Hráefnisskortur í fiskvinnslu meðan á verkfallinu stóð er meginskýring þessarar upphæðar.

Bölvun að lifa áhugaverða tíma

Sporðamælingar sem gerðar voru á 32 stöðum í fyrrahaust sýna að jöklar eru að hopa á nítján stöðum en ganga fram á fjórum. Þetta kemur fram í pistli Bergs Einarssonar í nýjasta fréttabréfi Jöklarannsóknarfélags Íslands.

Bannsvæði fyrir drónana

Bannað er að fljúga drónum innan tveggja kílómetra frá áætlunarflugvöllum og 1,5 kílómetrum frá öðrum flugvöllum. Einnig er bannað að fljúga drónum ofar 130 metrum óháð þyngd þeirra.

Taka sér kjararáðshækkun í Mosfellsbæ

Laun kjörinna fulltrúa í Mosfellsbæ munu fylgja ákvörðun kjararáðs frá því í október og hækka því um 44 prósent. Á sama tíma neitar meirihlutinn að greiða áheyrnarfulltrúum minnihlutans laun fyrir nefndasetu.

Málverk Karólínu komin í leitirnar

Málverk Karólínu Lárusdóttur sem stolið var fyrir skemmstu eru komin í leitirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði húsleit í kjallaraíbúð í Reykjavík í kvöld.

Tugir á biðlista hjá dagmæðrum í Reykjavík

Tugir barna eru á biðlista hjá tveimur dagmæðrum í miðbæ Reykjavíkur. Þær segja að borgin þurfi að bregðast við vandanum. Dagforeldrum hefur fækkað talsvert undanfarin ár.

Sjá næstu 50 fréttir