Fleiri fréttir

Fann giftingarhring í laukhýðispotti

"Það væri svo dásamlegt að geta komið honum til skila,“ segir Guðrún Bjarnadóttir um giftingarhring sem hún fann í laukhýðispottinum sínum.

Eldur kom upp í Bankastræti

Allt tiltækt slökkvilið var kallað til þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi í Bankastræti í miðbæ Reykjavíkur í dag.

Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð

Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum.

Fengu dekk af sjúkrabíl í fangið: „Einstaka tilviljun að þarna skyldi ekki verða dauðaslys“

Dekk losnaði undan sjúkrabíl sem var á leið frá Hvolsvelli og á Selfoss snemma í morgun. Dekkið lenti framan á sendibíl, sem kom úr gagnstæðri átt, en farþegi bílsins segir ótrúlega mildi að ekki hafi farið verr. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir málið "gríðarlega skrýtið“ en nú tekur við ítarleg skoðun á ástandi sjúkrabílsins og tildrögum atviksins.

Ögrandi skilaboð skrifuð í mosa við Nesjavelli

"Ég vona að þetta vekji fólk til umhugsunar,“ segir Gunnar Arngrímur Birgisson sem vakti athygli á skemmdarverkum sem óprúttnir aðilar hafa unnið á mosa í hlíð við Nesjavelli. Í hlíðinni má greina skilaboð sem greypt hafa verið í mosann á borð við "send nudes“ og "life“ svo einhver séu nefnd.

Slóst á tjaldstæði og hótaði gestum

Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tilkynnt var um tvo menn í slagsmálum á tjaldstæði í austurbæ Reykjavíkur. Þá var ekið aftan á bifreið á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Tjónvaldur stakk af en var handtekinn skömmu síðar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hvernig er að alast upp í SOS Barnaþorpi?

Einlægur aðdáandi íslenska landliðsins i fótbolta sem ólst upp í SOS barnaþorpi í Króatíu er stödd hér á landi til að deila reynslu sinni sem munaðarlaust flóttabarn.

Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run

Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram.

Guðni Th. minnist ananas-mannsins

Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið,“ segir forsetinn.

Litríkir hlauparar og Coca-Cola trukkar í Color Run

Litahlaupið, eða Color Run, hófst í morgun klukkan 11 þegar hlauparar voru ræstir út við Hljómskálagarðinn. Búist var við því að yfir 10 þúsund manns legðu leið sína í miðbæinn vegna hlaupsins en ljóst er að margt var um manninn á svæðinu í dag.

Manndráp í Mosfellsdal: Yfirheyrslur halda áfram í dag

Yfirheyrslur lögreglu vegna manndrápsins í Mosfellsdal síðastliðið miðvikudagskvöld standa nú yfir. Í samtali við Vísi í dag segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, lögregla hafi byrjað snemma í morgun.

Vilja að Kársnesskóli verði rifinn

Starfshópur um húsnæðismál Kársnesskóla í Kópavogi vill að skólinn verði rifinn vegna myglu. Bæjarstjórn Kópavogs hittist á þriðjudaginn til að taka ákvörðun um hvort sú leið verði farin. Um fimmtán hundruð milljónir kostar að reisa nýtt hús.

Reyndu að samræma framburð

Sakborningunum í morðmálinu í Mosfellsdal ber öllum saman í einu veigamiklu atriði við yfirheyrslur. Framburður þeirra er að öðru leyti á reiki. Búið var að velja nafn á nýfædda dóttur hins látna.

Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins

Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann.

Drengurinn sem slasaðist við Seljalandsfoss var gangandi utan merktra göngustíga

Drengurinn sem slasaðist á fimmtudaginn, þegar hann fell 15 metra við Seljalandsfoss, var gangandi utan merktra göngustíga þegar slysið átti sér stað. Drengurinn, að nafni William Sadr, er á fimmtánda aldursári og er hér á landi að ferðast ásamt foreldrum sínum sem koma frá Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi í samtali við Vísi.

Í einangrun á Hólmsheiði

Engar yfirheyrslur fóru fram yfir sex einstaklingum sem sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um manndráp í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld, í gærkvöldi eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurði sína varðandi varðhald.

Fundu myglu á þremur hæðum í flugturninum

Isavia hefur varið 30 milljónum í viðgerðir á flugturninum við Reykjavíkurflugvöll eftir að myglusveppur fannst í apríl í fyrra. Framkvæmdum lýkur ekki fyrr en í haust, rúmu ári eftir að um 50 starfsmenn ríkisfyrirtækisins þurftu að flytja út.

Óútreiknanlegt vatn þreytir Álftnesinga

Hluti íbúa á Álftanesi glímir við að kaldavatnsþrýstingur er ekki eins og best verður á kosið. Sumum reynist erfitt að fara í sturtu á ákveðnum tímum dags eða vikunnar. Vandinn er mestur þegar hlýtt er í veðri.

Sjá næstu 50 fréttir