Fleiri fréttir

Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum

Lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál. Afgangur ríkissjóðs næstu fimm ár er í lágmarki. Fjármálaráðherra telur mestu ógnina felast í að ekki náist sátt á vinnumarkaði.

Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá

Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið.

Kennslanefnd verst frétta

Kennslanefnd bíður enn eftir niðurstöðum líf­sýnarannsóknar í Svíþjóð til að mögulegt verði bera kennsl á þær líkamsleifar sem fundust á hafsbotni um fimmtán til tuttugu sjómílur suður af Malarrifi í síðasta mánuði.

Fagráð á móti afnámi auglýsingabanns

Verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Landlækni segir klárt að auglýsingum og markaðssetningu á áfengi fylgi aukin neysla. Misráðið væri að slaka á áfengislöggjöf hér á sama tíma og verið sé að herða hana í mörgum löndum.

Fimmtíu ára skáli ekki nýbygging

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi álagningu skipulagsgjalds á ker- og steypuskála Rio Tinto Alkan í Straumsvík.

Ökumenn fastir á Fjarðarheiði

Björgunarsveitir frá Egilsstöðum Seyðisfirði, Jökuldal og Reyðarfirði eru nú að störfum og aðstoða ökumenn sem komast ekki leiðar sinnar.

Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði

Vista þurfti fjórtán og fimmtán ára stúlkur í fangaklefum í gær því neyðarvistun Stuðla var yfirfull. Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Berglind Hólm Harðardóttir stjórnarkona í Olnbogabörnum gagnrýna harðlega úrræðaleysi í málefnum ungmenna með fíknivanda.

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Ríkisstjórnin kynnti fjármálaáætlun til fimm ára nú seinnipartinn og fjallað verður ítarlega um hana í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Segir óboðlegt að klósett fyrir fatlaða séu nýtt sem geymsla

Gunnar Karl Haraldsson, nemi í tómstunda-og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, kveðst hættur að pirra sig á slæmu aðgengi fyrir fatlaða en hann lenti í því á Hverfisbarnum á laugardag að komast ekki óhindrað á klósettið fyrir fatlaða þar sem það er nýtt sem geymsla.

Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig

Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you.

Innkalla bjór vegna gleragna

Vínnes ehf. hefur, að höfðu samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Stella Artois bjór í 330 ml glerflöskum vegna þess að hann getur innihaldið gleragnir.

Ber fyrir sig minnisleysi sökum ölvunar

Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað bróður sínum á bænum Gýgjarhóli II í Biskupstungum um helgina ber fyrir sig minnisleysi sökum ölvunar við yfirheyrslur hjá lögreglu.

Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga.

Ökumenn fari varlega undir Vatnajökli

Veðurstofan varar við hvassviðri undir Vatnajökli í kvöld en það mun hvessa töluvert á Suðausturlandi eftir því sem líður á daginn.

Segir refsistefnu yfirvalda koma verst niður á veikasta hópnum

Verkefnastjóri hjá Frú Ragnheiði segir ekki duga að beita siðferðiskenndinni gegn ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja. Vinnan þurfi að vera mun faglegri og upplýsingagjöfin betri. Margs konar skaðaminnkandi úrræði geta gagnast. Notendurnir sjálfir upplifa virðingarleysi og sorg en sorg þeirra er ekki samfélagslega viðurkennd.

Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka

Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun.

Árborg fagnar plokkurum

Sveitarfélagið Árborg fagnar því að íbúar skuli tilbúnir að leggja hönd á plóginn við að hreinsa til í umhverfinu.

Hátt í þrjúhundruð dauðsföll af völdum vímuefna síðasta áratug

Hátt í þrjúhundruð hafa látist hér á landi af völdum vímuefna síðustu tíu ár, þar af níu á þessu ári, samkvæmt tölum frá Landlækni. Svala Jóhannesdóttir\verkefnastýra frú Ragnheiðar á vegum RKR fær nokkur símtöl í viku frá áhyggjufullu fólki sem vill nálgast mótefni við ofskömmtun lyfja.

Vill láta meta kosti og galla EES-samningsins

Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi.

Sjá næstu 50 fréttir