Fleiri fréttir

Búið að slökkva í sinunni

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk slökkvistarfi vegna sinuelds suðaustan við Saltvík á Kjalarnesi nú síðdegis.

Þyrlukaupum frestað og TF-LÍF verður seld

Fyrirhuguðu útboði vegna kaupa á þremur þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna verður frestað til ársins 2022. Í staðinn á að framlengja leigusamningi vegna tveggja þyrla sem þegar eru í notkun hjá gæslunni og leigja eina til viðbótar.

Rúmur hálfur milljarður aukalega í loftslagsaðgerðir

Meirihluti um 550 milljóna króna aukaframlags til loftslagsmála í sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður varið til verkefna sem tengjast orkuskiptum. Um 200 milljónir króna verða settar í kolefnisbindingarverkefni.

Eliza og Vigdís skrifuðu leyniskilaboð

Garður frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta var vettvangurinn þegar Mæðrablóminu, árlegu söfnunarátaki Mæðrastyrksnefndar fyrir tekjulágar konur sem vilja mennta sig, var hleypt af stokkunum.

Sinubruni á Kjalarnesi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að slökkva sinueld sem kviknaði á suðaustur við Saltvík á Kjalarnesi á þriðja tímanum í dag.

Verkfall á hádegi

Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarinnar hefst að nýju á hádegi í dag

Segir að í þessu árferði ætti að rýmka heimildir til strandveiða

Rýmri heimildir til strandveiða ættu að vera hluti af viðspyrnu stjórnvalda gegn erfiðu atvinnuástandi þetta árið, að mati talsmanns smábátasjómanna. Bræla á fiskimiðunum á þessum fyrsta veiðidegi kom þó í veg fyrir að strandveiðarnar hæfust af krafti.

Átak að takast á við lubba landans

Hársnyrtistofur fengu að opna aftur í dag. Margir hafa beðið eftir klippingu og var því nóg um að vera á öllum hárgreiðslustofum. 

Efling segir SÍS neita að semja

Efling stéttarfélag og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa enn ekki náð saman í samningaviðræðum sínum. Í fréttatilkynningu Eflingar segir að SÍS neiti að gera kjarasamning sambærilegan þeim sem Ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir hafi þegar gert við félagið.

Þarf að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt bónda til þess að greiða sveitarfélaginu Hörgársveit rétt rúma milljón vegna kostnaðar sem féll til þegar tveir graðhestar sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila fengu margir heimsókn frá ástvini í dag, í fyrsta sinn í sextíu daga. Við fjöllum um þetta og rýmkun samkomubanns í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þríeykið skoðaði aðstæður á Alþingi

Hið svokallaða þríeyki, Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn komu í þinghúsið til að skoða aðstæður þar nú þegar samkomubanni hefur verið aflétt að hluta.

Stefnt að því að opna sundlaugarnar þann 18. maí

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó.

Í fimmta skipti greindist ekkert smit

Enginn greindist með kórónuveirusmit hér á landi síðastliðinn sólarhring samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Því hafa nú 1.799 greinst með veiruna hér á landi.

Þessir staðir opna á ný í dag

Tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda tóku gildi nú á miðnætti, aðfaranótt 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns voru þannig hækkuð úr 20 í 50 manns og ýmiss konar þjónustu var þar með aftur gefið grænt ljós.

Ekki spennandi skakveður á fyrsta degi strandveiðanna

Óvenju fáir smábátasjómenn hafa haldið til veiða í morgun á fyrsta degi strandveiðanna. Gul stormviðvörun er í gildi með öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum og austur að Langanesi.

Sjá næstu 50 fréttir