Fleiri fréttir

Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun.

Straukst utan í vegfaranda í háskalegum akstri um miðborgina

Rúmlega tvítugur karlmaður sem olli almannahættu þann 8. júlí síðastliðinn með ofsaakstri í miðbæ Reykjavíkur og víðar hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. ágúst. Hann er grunaður um fjölmörg afbrot undanfarnar vikur.

Vilja ná til óbólusettra

Katrín Jakobsdótir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin vilji ná betur til þeirra einstaklinga sem hafi ekki þegið bólusetningu vegna Covid-19, með það að markmiði reyna að fá viðkomandi í bólusetningu.

Unnur Eggerts í stjórnmálin

Leikkonan Unnur Eggertsdóttir mun stýra kosningum Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar.

Áhyggjur af skriðuföllum á Sauðárkróki

Kallað hefur verið eftir því að hættumat verði gert eins fljótt og auðið er fyrir Varmahlíð vegna aurskriðanna sem féllu þar í júní. Þá eru einnig áhyggjur um skriðuföll á Sauðárkróki og hefur sveitarstjóri Skagafjarðar lagt fram formlega beiðni um að hættumat verði gert á ákveðnum svæðum þar.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær en í fyrradag eða hundrað og átta á móti hundrað fimmtíu og einum. Við heyrum í formanni Hjúkrunarfræðingafélags Íslands sem fundaði með ráðherranefnd um kórónuveirufaraldurinn í morgun

103 greindust smitaðir af veirunni í gær

Að minnsta kosti 103 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Ekki liggur fyrir hve margir þeirra voru bólusettir en þær tölur eru nú uppfærðar á covid.is fyrir klukkan 16 alla daga. 

Atvinnuleysi var 5,6 prósent í júní

Atvinnuleysi var 5,6 prósent í júní 2021 samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 79,2 prósent og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi 74,5 prósent.

Lentu í Keflavík með veikan farþega

Vél á leið frá New York í Bandaríkjunum til Mumbai á Indlandi var snúið við þegar hún var á leið sinni yfir Ísland og lenti á Keflavíkurflugvelli rétt upp úr klukkan 5 í morgun.

„Spurningin er: Ætla ég að neita barninu mínu um þessa vernd?“

Prófessor í barnalækningum segir að afleiðingar Covid-veikinda fyrir börn séu mun alvarlegri en aukaverkanir bólusetninga. Hann segir nýlegar rannsóknir benda til þess að bólusetningar barna gegn Covid gangi vel en skilur hins vegar að foreldrar séu hikandi þegar kemur að bólusetningum.

Enn eitt dæmið um almannatengla sem misskilja hlutverk sitt

„Það virðist vera að yfir­menn spítalans hafa meiri og betri skilning á hlut­verki sínu og stöðu gagn­vart fjöl­miðlum og mikil­vægi þeirra varðandi veitingu upp­lýsinga heldur en sam­skipta­stjóri spítalans sjálfur,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, um tölvupóst sem samskiptastjóri Landspítala sendi á yfirmenn í gær.

Fasteignamat hótels í Borgarnesi lækkað til muna

Þjóðskrá hefur lækkað fasteignamat B59 hótels í Borgarnesi og tengdra bygginga úr 876 milljónum króna í 587 milljónir króna. Um er að ræða þriðjungslækkun en eigandi hótelsins kærði fyrra matið eftir að Þjóðskrá neitaði að lækka það. 

Reyndi að stela kjöti fyrir 85 þúsund krónur

Lögregla var kölluð á vettvang í gær þegar maður varð uppvís að því að stela kjöti að verðmæti um það bil 85 þúsund króna úr verslun í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Glóandi hraun aftur sjáanlegt á Fagradalsfjalli

Hraun er aftur tekið að renna á Fagradalsfjalli í fyrsta sinn frá því á mánudagsmorgun. Hraunárnar hafa nær alfarið runnið til austurs og niður í Meradali síðustu vikur en hraunáin virðist núna hafa tekið stefnu í aðra átt.

Katrín segir ekkert eiga að hindra kosningar

Að óbreyttu var síðasti ríkisráðsfundur ríkisstjórnarinnar á Bessastöðum í dag þar sem farið var yfir lagatillögur sem ráðherrar lögðu fram á liðnu ári.

Kallar eftir samtali við börn um bólusetningar

Varaformaður þingflokks Pírata telur rétt að ræða við börn um vilja þeirra áður en mögulega verður byrjað að bólusetja 12-15 ára unglinga gegn kórónuveirunni. Það sé á ábyrgð menntamálaráðherra og stjórnvalda að hefja það samtal.

Mikilvægt að börn fái að lifa sem eðlilegustu lífi

Barnasmitsjúkdómalæknir segist skilja áhyggjur fólks af bólusetningum barna en að ekkert bendi til þess að þær hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mikilvægt sé að börn fái að lifa sem eðlilegustu lífi sem fyrst og þar spili bólusetningar stórt hlutverk.

Samskipti stjórnenda við fjölmiðla verði áfram góð

Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans reiknar með því að samskipti stjórnenda spítalans og fjölmiðla verði áfram góð þrátt fyrir mikið álag um þessar mundir. Stjórnendum spítalans hefur verið skipað að svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kerfi samfélagsins eru komin að þolmörkum að mati þríeykisins og er ótti um að ef stjórnvöld grípa ekki í taumana gæti skapast sú staða covidsjúklingar fái ekki þá læknisþjónustu sem þeir þurfa á að halda. Fjallað verður ítarlega um stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Breyta reglu­gerð til að létta á sótt­varna­húsum

Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamærin vegna kórónuveirunnar. Með breytingunni verður aðgengi að sóttvarnarhúsum takmarkað og áhersla lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda.

Læknar vilja óskert sumarfrí og segja þörf á hugarfarsbreytingu

Félag sjúkrahúslækna segir mikilvægt að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái óskert sumarfrí. Alvarlegt ástand á Landspítalanum vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hefði ekki átt að koma á óvart og hugarfarsbreytingu þurfi í stjórnun spítalans.

Binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigðinu

Heilbrigðisyfirvöld binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en Pfizer er nú þegar með slíkt í þróun. Það gæti orðið til þess að raunverulegt hjarðónæmi myndaðist gen SARS-CoV-2.

Skimun bólusettra landsmanna á landamærum til skoðunar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eitt af því sem sé til skoðunar í augnablikinu sé tillaga sóttvarnalæknis um skimun bólusettra einstaklinga á landamærum sem búsettir eru hér á landi. Lagaheimildir í þeim efnum þurfi að vera skýrar. Hún merkir mikla þreytu hjá landanum eftir átján mánaða faraldur og aðgerðir honum tengdum.

Einkaþotan laus úr slitlaginu og farin burt

Einkaþotan sem festist í slitlagi á flugvellinum á Rifi á Snæfellsnesi á dögunum var dregin upp á flugbraut í gær. Var henni flogið á brott eftir að flugvirkjar frá Þýskalandi fóru yfir hana.

Lögreglan lýsir eftir Guðbrandi Ólafssyni

Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Guðbrandi Ólafssyni. Síðast er vitað um ferðir hans í nágrenni við Selfoss seinni partinn í gær. Var hann þá á bifreiðinni YB-720, KIA SORENTO blá að lit.

„Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“

Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Ekkert lát er á fjölgun þeirra sem greinast smitaðir af kórónuveirunni. Hundrað fimmtíu og einn greindist í gær. Við förum yfir stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Ýmis kerfi komin að þolmörkum

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 

Sjá næstu 50 fréttir