Fleiri fréttir

Sá stutti sagður slasaður

Talið er að glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem oftar en ekki gengur undir nafninu El Chapo eða „Sá stutti,“ hafi slasast þegar hann reyndi að flýja frá mexíkósku lögreglunni í gærkvöldi.

Áttuðu sig of seint á stöðu Tyrklands

Evrópusambandið borgar Tyrklandi milljarða evra til að torvelda flóttafólki ferðir yfir landamærin. Erdogan Tyrklandsforseti segir ESB hafa áttað sig alltof seint á stöðunni. Forseti Evrópuráðsins segir að Tyrkir fái ekki fjárstuðning

Skutu niður dróna í lofthelgi Tyrkja

Tyrkneskar herþotur skutu niður ómerktan dróna í lofthelgi Tyrkja nærri Sýrlandi um hádegisbilið í dag. Ekki liggur fyrir á hvers vegum dróninn var.

Tugir féllu í árás í Nígeríu

Að minnsta kosti þrjátíu manns fórust þegar tvær sprengjur sprungu í nótt í mosku í nígerísku borginni Maiduguri.

ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn.

Eitur í þvagi frá myglusveppi í kornafurðum

Af 250 Norðmönnum sem þátt tóku í rannsókn norskra, breskra og ítalskra vísindamanna reyndust 247 vera með eitur frá myglusveppi í kornafurðum í þvagi. Aðeins þrír voru ekki með eitrið deoksynivalenol, DON, í þvaginu. Mesta magnið reyndist vera í þvagi barna

Fundað um flóttamannamál í Brussel

Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC.

Grænt ljós á risa kolanámu í Ástralíu

Stjórnvöld í Ástralíu hafa á nýjan leik gefið grænt ljós á stærstu kolanámu landsins sem taka á í notkun í Queensland á næstu árum. Aðeins eru tveir mánuðir liðnir frá því alríkisdómstóll í landinu komst að þeirri niðurstöðu að leyfið skyldi afturkallað á þeim forsendum að náman gæti skaðað viðkvæmt dýralíf á svæðinu.

Vopnahlé í Myanmar

Ríkisstjórnin í Myanmar hefur skrifað undir vopnahléssamninga við átta samtök vopnaðra aðskilnaðarsinna. Samningarnir voru undirritaðir við hátíðlega athöfn í höfuðborg landsins í gær og eru þeir afrakstur tveggja ára friðarviðræðna.

Obama sendir 300 hermenn til Kamerún

Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti fulltrúadeild þingsins í gær að 300 hermenn yrðu sendir til Kamerún. Hermennirnir munu manna nýja drónastöð Bandaríkjahers þar í landi.

Undirbúa sókn í Aleppo

Sýrlenski herinn, Hezbollah og íranskir hermenn, studdir af loftárásum Rússa ætla að reka uppreisnarmenn úr borginni.

Sjá næstu 50 fréttir