Fleiri fréttir

Útilokar ekki útgöngu

David Cameron forsætisráðherra Bretlands segist ætla að mæla með útgöngu úr ESB, mæti sambandið ekki kröfum Breta.

Frans páfi féll

Í gær gaf Vatíkanið einnig út rokkplötuna Wake Up!

Áhersla á trú í uppeldi ýtir undir kaldlyndi

Trúaruppeldi gerir börn kaldlyndari og refsiglaðari en uppeldi á heimilum trúlausra. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem birtar hafa verið í vísindatímaritinu Current Biology.

Obama hafnar Keystone XL olíuleiðslunni

Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann myndi hafna beiðni um lagningu Keystone XL olíuleiðslunnar frá Alberta í Kanada til Nebraska.

Tímamótakosningar en meingallaðar

Þingkosningarnar í Búrma á morgun verða þær fyrstu í aldarfjórðung þar sem kjósendum standa raunverulegir valkostir til boða.

Víetnam leyfir verkföll

Bandarísk stjórnvöld hafa birt Fríverslunarsamning Kyrrahafsríkjanna (TPP), sem undirritaður var í síðasta mánuði.

Þrjár milljónir til Evrópu

Evrópusambandið reiknar með því að þrjár milljónir flóttamanna muni koma til aðildarríkja þess fram til loka ársins 2017, til viðbótar þeim sem þegar eru komnir.

Bretar hætta flugi yfir Sínaí

Rússar og Egyptar segja viðbrögð Breta óþarflega harkaleg. Bíða eigi niðurstöðu rannsóknar áður en ályktanir eru dregnar um hrap farþegavélar yfir Sínaískaga um síðustu helgi. 224 fórust með flugvélinni.

Hetjan sem varð að skúrki

Eftir árslanga morðrannsókn hefur komið í ljós að bandarískur lögregluþjónn framdi sjálfsmorð eftir umfangsmikinn fjárdrátt til margra ára.

Mega rækta marijúana til einkaneyslu

Hæstiréttur Mexíkó hefur úrskurðað að það gangi gegn stjórnarskrá landsins að banna fólki að rækta marijúanaplöntur til einkaneyslu.

Mótmælin í Rúmeníu halda áfram

Enn var mótmælt á götum Búkarest, höfuðborgar Rúmeníu í nótt, þrátt fyrir að forsætisráðherra landsins hafi í gær tilkynnt um afsögn sína í kjölfar mikilla mótmæla síðustu daga. Um þrjátíu þúsund manns flykktust út á götur borgarinnar og kröfðust þess að þegar í stað yrði boðað til kosninga.

Vélin gæti hafa verið sprengd

Í yfirlýsingu sem skrifstofa Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sendi frá sér í gær er skýrt hvers vegna flugferðir breskra ferðalanga til Sínaískaga hafa verið stöðvuð. Sprengja gæti hafa grandað rússnesku flugvélinni og því þurfi að gæta fyllstu varúðar.

Grænlensk börn beitt grófu ofbeldi

Yfirvöld á Grænlandi grípa sjaldan til aðgerða þótt börn í norðvesturhluta landsins séu beitt kynferðislegu ofbeldi og annars konar grófu ofbeldi. Börnin, bæði stór og lítil, eru vanrækt og fá ekki nóg að borða. Þetta kemur fram í skýrslu umboðsmanns barna á Grænlandi sem danska ríkisútvarpið greinir frá.

Leiðtogar Kína og Taívans hittast í fyrsta sinn

Leiðtogi Kína og forseti Taívans, þeir Xi Jinping og Ma Ying-jeou, munu hittast á fundi í Singapúr næstkomandi laugardag. Það verður í fyrsta sinn sem leiðtogar þessara tveggja ríkja hittast en ætlunin er að ræða samskipti ríkjanna.

Brenndi hundinn sinn lifandi

Arthur Vieira á yfir höfði sér sjö ára fangelsi og saksóknarar ætla sér að fara fram á hámarks refsingu.

Eftirlitsmenn gagnrýna kosningarnar í Tyrklandi

Frambjóðendur til þingkosninganna í Tyrklandi um helgina nutu ekki jafnræðis í kosningabaráttunni, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum kosningaeftirlits Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.

Forseti Egypta vísar fullyrðingum Ísis á bug

Abdul Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, vísar fullyrðingum Ísis samtakanna þess efnis að þau hafi grandað rússnesku farþegavélinni yfir Sínæ skaga, algjörlega á bug. 224 fórust í slysinu. Hann segir í samtali við BBC að of snemmt sé að fullyrða um hvað hafi orsakað það að vélin fórst en að yfirlýsingar Ísis séu helber áróður.

El Faro fannst í heilu lagi á hafsbotni

Flutningaskipið El Faro, sem saknað hefur verið frá því að fellibylurinn Joaquin reið yfir Bahamaeyjar í síðustu viku, fannst í heilu lagi á hafsbotni nálægt Bahama um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir