Fleiri fréttir

Asíurisarnir endurreisa samband sitt

Samband Japans, Kína og Suður-Kóreu hefur verið endurreist að fullu, jafnt í viðskiptum sem og í öryggismálum. Frá þessu var greint í sameiginlegri yfirlýsingu ríkjanna þriggja eftir leiðtogafund í höfuðborg Suður-Kóreu, Seúl.

Kveikt í regnskógum til að rækta olíupálma

Indónesía Ríkisstjórn Indónesíu íhugar að lýsa yfir neyðarástandi í ríkinu vegna skógarelda sem hafa þar geisað vikum saman. Alvarlegustu eldarnir eru á eyjunum Súmötru og Borneó.

Gríðarleg sorg í Rússlandi í kjölfar brotlendingar

Hafist var handa við að flytja lík þeirra 224 sem fórust þegar farþegaflugvél rússneska flugfélagsins Kogalymavia hrapaði á laugardaginn á Sínaískaga í Egyptalandi til Sankti Pétursborgar í Rússlandi í gær.

Flokkur Erdogans vann stórsigur í kosningunum

Réttlætis- og þróunarflokkur Tyrklands (AKP) tryggði sér á ný hreinan meirihluta á tyrkneska þinginu í þingkosningum í gær og Lýðræðisflokkur fólksins (HDP), flokkur Kúrda, hélst inni a þingi líkt og þjóðernishyggjuflokkurinn MHP. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurin, Lýðveldisflokkurinn (CHP), hlaut svipaða kosningu og síðast.

Vill ekki vinna að innflytjendamálum með Obama

Paul Ryan, nýkjörinn forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrir hönd repúblikana, sagðist í gær ekki hafa áhuga á að vinna með Barack Obama forseta að breytingum á innflytjendastefnu ríkisins.

Enn á ný gýs Turrialba

Eldfjallið, sem stendur skammt utan við höfuðborg Costa Rica, byrjaði að gjósa um helgina en þetta er í fjórða sinn á árinu sem eldsumbrot verða í fjallinu.

Ræða að flytja hundruð þúsunda flóttamanna frá Evrópu

Í leynilegum gögnum sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræða á morgun er skýrt kveðið á um að ríki ESB verði að vísi margfalt fleiri flóttamönnum úr landi. Það skuli gert með valdi og tryggja verður að flóttamenn hverfi ekki áður en slíkt kemst til framkvæmda.

Bandarískir hermenn sendir til Sýrlands

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að senda skyldi tæplega fimmtíu sérsveitarmenn til norðurhluta Sýrlands. Sérsveitarmennirnir eiga að styðja við sýrlenska uppreisnarmenn í baráttunni gegn Íslamska ríkinu.

Aukin harka í kappræðunum

Skurðlæknirinn Carson hefur saxað á forskot Don­alds Trumps í skoðanakönnunum. Enda hafa yfirlýsingar ­Carsons líka vakið athygli fyrir glannaskap.

Kallar eftir meiri sveigjanleika

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallar eftir meiri sveigjanleika á milli þjóðanna sem nú taka þátt í viðræðum um stríðið í Sýrlandi.

Kallar eftir sveigjanlegra Evrópusambandi

Nauðsynlegt er að miklar breytingar verði gerðar á Evrópusambandinu, að mati Davids Cameron, forsætisráðherra Breta. Hann segir slíkar breytingar ekki einungis nauðsynlegar fyrir Bretland heldur líka fyrir aðra í Evrópusambandinu og utan þess.

Jeb Bush í vandræðum

Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær.

Aukin áhersla á frið og uppreisnarhópa

Bandaríkjamenn segjast ætla að auka áhersluna á friðsamlega lausn á stríðinu í Sýrlandi um leið og þeir hafa lýst því yfir að stuðningur við hófsöm uppreisnaröfl í landinu verði einnig aukinn.

Sjá næstu 50 fréttir