Fleiri fréttir

Bandalag Macron fékk um þriðjung atkvæða

Nýr flokkur Emmanuel Macron hlaut þriðjung atkvæða í fyrri umferð frönsku þingkosninganna í gær og gæti náð afgerandi meirihluta í þinginu. Sósíalistaflokkur fráfarandi forseta galt afhroð og tapar hátt í 200 þingsætum.

Corbyn vill fella ríkisstjórn May

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur tilkynnt að flokkurinn hyggist bjóða öðrum stjórnmálaflokkum að fella ríkisstjórn Íhaldsflokksins og kjósa stefnuskrá Verkamannaflokksins.

May stokkar upp í ráðherrahópnum

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraskipan í ríkisstjórn Bretlands í kjölfar þingkosninganna þar í landi í síðustu viku.

Lögreglan sendir frá sér myndir af fölsuðu sprengjubeltunum

Lögregluyfirvöld í Lundúnum hafa sent frá sér myndir af fölsuðum sprengjubeltum sem árásarmennirnir Khuram Butt, Rachid Redouane og Youssef Zaghba báru um sig miðja þegar þeir frömdu hryðjuverkin á London Bridge og Borough Market þann 3. júní, síðastliðinn.

Íran sendir hundruð tonna af mat til Katar

Írönsk yfirvöld hafa sent fjórar flugvélar af mat til Katar en yfirvöld þar í landi reyna nú að bæta í forðabúr sitt eftir að helstu birgðasalar þess slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við landið.

Kosningarnar gætu orðið sögulegar

Kjörstaðir í Frakklandi opnuðu í morgun vegna fyrri umferðar þingkosninga þar í landi. Kosningarnar gætu orðið sögulegar því miðað við kosningaspár gæti Emmanuel Macron, sem var kjörinn forseti fyrir mánuði síðan, náð meirihluta á þinginu með nýstofnuðum flokki sínum. Stjórnmálafræðingur segir Macron vera fulltrúa hins franska frjálslyndis.

Eyjaskeggjar í Púertó Ríkó ganga til kosninga

Kosningadagur er runninn upp í Púerto Ríkó en eyjaskeggjar kjósa í dag um samband sitt við Bandaríkin. Kosið verður um það hvort íbúar vilji gera Púertó Ríkó að 51. fylki Bandaríkjanna, með þeim réttindum og skyldum sem slík staða felur í sér. Annar valkostur sem boðið er upp á er óbreytt ástand sem felur í sér að vera sérstakt sambandssvæði Bandaríkjanna. Þriðji og síðasti valmöguleikinn er algert sjálfstæði.

Flugvél nauðlent vegna „grunsamlegra samræðna“

Lenda þurfti flugvél flugfélagsins Easy Jet á leiðinni frá Slóveníu til Bretlands í Þýskalandi í gær eftir að flugstjórinn fékk veður af „grunsamlegum samræðum“ með „hryðjuverkakenndu inntaki.“

Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi

Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir.

Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér

Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi.

Angela Merkel segir Evrópusambandið tilbúið til Brexit-viðræðna

Angela Merkel kanslari Þýskalands segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hefja viðræður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu eins og áætlað var eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki meirihluta í nýafstöðnum kosningum.

Frakkar bjóða loftslagsvísindamenn velkomna

Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða bandarísku vísindafólki, nemum, kennurum og fyrirtækjum, sem vilja taka slaginn gegn loftslagsbreytingum, að búa og starfa í landinu.

Ríkisstjórn May stendur veikum fótum

Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins.

Hjálpi ekki börnum sem beitt eru ofbeldi

Umboðsmaður barna á Grænlandi segir sveitarfélög vanrækja að koma börnum og unglingum til aðstoðar sem búa svið slæm skilyrði, börnum sem þegar hafi verið svikin.

35 ára fangelsi fyrir Facebook-færslu

Þrjátíu og fjögurra ára maður var í vikunni dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að setja skeyti á Facebook sem þóttu móðgandi fyrir konungsfjölskyldu landsins.

40 prósent vilja Swexit yfir evru

Fjórir af hverjum 10 Svíum myndu sætta sig við evru ef það væri skilyrði fyrir því að fá að vera í Evrópusambandinu, ESB.

Anders Behring Breivik breytir um nafn

Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill ekki lengur vera þekktur undir því nafni og hefur nú breytt nafni sínu hjá þjóðskrá Noregs.

Trump mun kvarta formlega yfir minnisblaðaleka Comey

Lögfræðingur Donald Trump mun leggja fram formlega kvörtun til dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem og dómsmálanefndar Bandaríkjaþings, vegna þess að James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, lét leka minnisblöðum um fundi hans og Trump til fjölmiðla.

Theresa May myndar ríkisstjórn með stuðningi DUP

Theresa May, forsætisráðherra Bretland og formaður Íhaldsflokksins, er komin af fundi Elísabetar II Englandsdrottningar en þangað fór hún klukkan 11.30 að íslenskum tíma til að fá umboð til að mynda ríkisstjórn.

Frakklandsforseti frumsýnir nýjan vef og gefur Trump tóninn

"Make our planet great again“ er heiti á nýjum vef sem Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands frumsýndi í gær. Vefurinn er helgaður loftslagsmálum en á honum er kallað eftir sérfræðingum, kennurum, nemendum og ábyrgum borgurum sem geti lagt baráttunni lið.

Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter.

Nuttall segir af sér sem formaður UKIP

Evrópuþingmaðurinn Paul Nuttall hefur sagt af sér sem formaður Breska sjálfstæðisflokksins UKIP eftir að flokkurinn náði engum manni inn á þing í kosningunum í gær.

May vill mynda minnihlutastjórn

Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu.

Gíslatökunni í Newcastle lokið

Maður vopnaður hníf heldur núna starfsfólki miðstöðvar fyrir atvinnuleitendur í Byker-hverfi Newcastle í gíslingu.

Sjá næstu 50 fréttir