Fleiri fréttir

Katar ætlar ekki að leggja árar í bát

Utanríkisráðherra Katar segir þarlend stjórnvöld ekki ætla að lúffa fyrir nágrannaríkjum sínum þrátt fyrir viðskiptaþvinganir. Erindrekar sem reyna að miðla málum segja að markmiðið þessa stundina sé að koma í veg fyrir að samskipti arabaríkjanna versni ekki enn frekar.

Lögmaður Trump rengir orð Comey

Bandaríkjaforseti krafði James Comey, þáverandi forstjóra FBI, ekki um hollustu þvert á það sem sá síðarnefndi segir, samkvæmt yfirlýsingu lögmanns Donalds Trump. Þá segir hann Trump aldrei hafa beðið Comey um að hætta rannsókn á tengslum samstarfsmanna forsetans við Rússa.

Breivik kærir illa meðferð til mannréttindadómstólsins í Strassbourg

Samkvæmt Breivik brýtur meðferðin í bága við mannréttindasáttmála Evrópu. Hann nefnir því til stuðnings að hann sé búinn að vera of lengi í einangrun, sé of oft í handjárnum og að líkamsleitir séu of tíðar. Einnig nefnir hann að mikil afskipti séu höfð af bréfasamskiptum hans.

May spáð sigri í kosningunum í dag

Útlit er fyrir að Íhaldsflokkurinn beri sigur úr býtum í þingkosningunum í Bretlandi í dag. Bilið milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins hefur þó minnkað verulega, en búist var við stórsigri Íhaldsflokksins framan af.

Kjörstaðir opna í Bretlandi

Kjörstaðir opnuðu klukkan sex að íslenskum tíma og er kosið á 40 þúsund stöðum víðs vegar um landið.

Árásarmaðurinn við Notre Dame nafngreindur

Maðurinn sem réðist á lögreglumann við Notre Dame í París í gær er fertugur alsírskur blaðamaður og doktorsnemi. Hann liggur á sjúkrahúsi eftir að lögreglumenn skutu hann.

Sköllóttir karlmenn sagðir í hættu staddir

Galdralæknar sem ásælast höfuð sköllóttra manna eru taldir hafa hvatt til morða í Mósambík að undanförnu. Lögreglan varar við því að sköllóttir menn gætu verið í hættu.

Norður-Kóreumenn gagnrýna Trump vegna Parísarsamkomulagsins

"Þetta er hámark sjálfselskunnar og siðferðislegs tómarúms sem sækist aðeins eftir eigin velferð á kostnað allrar plánetunnar,“ segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu um að Donald Trump hafi ákveðið að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu.

Barist um útgönguatkvæðin

Bretar ganga að kjörborðinu á morgun. Óljóst er hvort Íhaldsflokkurinn muni ná hreinum meirihluta eður ei. Leiðtogar stærstu flokkanna tveggja virðast báðir einblína á þau kjördæmi sem vildu segja skilið við ESB.

Réttað yfir Rousseff

Réttað verður yfir Dilmu Rousseff, fyrrverandi forseta Braslíu, í æðsta kosningadómstóli landsins í dag vegna ásakana á hendur henni um embættisglöp.

Sprengju- og skotárás í Íran

Einn hið minnsta er látinn og nokkrir eru særðir eftir tvær árásir vopnaðra manna í Tehran, höfuðborg Írans, í morgun.

Telja rússneska hakkara hafa stuðlað að aðgerðum gegn Katar

Vísbendingar eru um að rússneskir hakkarar hafi plantað gervifrétt á vef ríkisfréttastofu Katar sem átti þátt í að önnur arabaríki einangruðu landið með viðskiptaþvingunum. Bandarísk yfirvöld hafa aðstoðað við rannsókn málsins.

Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku

Ferskvatn úr bráðnandi Grænlandsjökli gæti raksað hafstraumum og breytt veðurfari á viðkvæmu svæði í Afríku. Þurrkur og uppskerubrestur gæti valdið hörmungum fyrir milljónir manna þar samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

Loka á tilkynningar í iPhone við akstur

Apple býður brátt ökumönnum að loka á tilkynningar og læsa skjánum á iPhone á meðan þeir eru undir stýri. Markmiðið er að fækka slysum sem hljótast af snjallsímanotkun við akstur.

Sjá næstu 50 fréttir