Fleiri fréttir

Bjórinn dýrari en á Íslandi

Fótboltastuðningsmenn á heimsmeistaramótinu í Katar hafa kvartað yfir verðinu á bjór og þeirri staðreynd að eini bjórinn sem þeim standi til boða sé Budweiser.

Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar

„Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu.

Tekur undir barnastjörnustimpilinn með semingi

Breiðhyltingurinn Arnar Freyr Guðmundsson þótti einn efnilegasti handboltamaður landsins á sínum tíma. Meiðsli settu stórt strik í reikning hans og skórnir voru á hillunni um tíma. En hann sneri aftur af alvöru fyrir þetta tímabil og hefur spilað vel liði ÍR sem hefur komið mörgum á óvart.

Mexíkó fara með tap á bakinu til Katar

Mexíkó tapaði 2-1 fyrir Svíum í síðasta æfingaleik liðsins áður en heimsmeistaramótið í Katar hefst. Þá unnu Ítalir sigur á Albaínu en Evrópumeisturunum mistókst að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu.

Sverrir Ingi: Vantaði aðeins meiri gæði

Sverrir Ingi Ingason var mættur aftur í vörnina hjá íslenska landsliðinu eftir ansi langa fjarveru. Hann var ánægður með sigurinn gegn Litáum í dag en sagði að vantað hefði upp á gæðin hjá Íslandi í vissum aðstæðum.

„Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég lík­lega verið hand­tekinn“

Danskur fréttamaður, sem varð fyrir því að vera stöðvaður í beinni útsendingu af katörskum öryggisvörðum, segist hafa verið mjög meðvitaður um afleiðingarnar sem orðið gætu af atburðinum. Katarar verði að sætta sig við fjölmiðlaumfjöllun, góða og slæma, þar sem þeir hafi opnað dyr sínar fyrir umheiminum. 

Danir hirtu efsta sætið af Norðmönnum

Danir gerðu sér lítið fyrir og lögðu Noreg að velli í síðasta leik liðanna í milliriðli á Evrópumóti kvenna í handknattleik í kvöld. Danir hirða þar með efsta sæti riðilsins af Norðmönnum og mæta Svartfjallalandi í undanúrslitum. Noregur mætir hins vegar Frakklandi sem valtaði yfir Spán í kvöld.

Valur rétt marði ÍR en Njarðvík burstaði Fjölni

Valur vann nauman sigur á botnliði ÍR í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í dag. Kiana Johnson skoraði sigurkörfuna þegar þrjár sekúndur voru eftir en ÍR hefur ekki unnið leik í deildinni í vetur. Þá vann Njarðvík stórsigur á Fjölni suður með sjó.

Yngvi: Fólk getur blásið í hvaða setti sem er

„Fínn fyrri hálfleikur af okkar hálfu, vantaði svolítið orku komandi inn í þriðja leikhluta og að sama skapi voru Grindavíkurstelpur mjög grimmar og hittu eins og óður maður. Það er erfitt að hemja þær þegar sá gállinn er á þeim. Þær eru búnar að spila vel að undanförnu og sýndu styrk sinn í þriðja leikhluta. Heilt yfir er ég ekkert ósáttur,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Grindavík í Subway deild kvenna í kvöld.

„Ég var nálægt því að ganga til liðs við City“

Cristiano Ronaldo segir í viðtalinu umtalaða við fjölmiðlamanninn Piers Morgan að litlu hafi munað að hann myndi ganga til liðs við Manchester City sumarið 2021. Alex Ferguson var sá sem náði að sannfæra hann um að ganga frekar til liðs við Manchester United.

Öruggir sigrar hjá Svíum og Hollendingum

Svíar og Hollendingar unnu örugga sigra í leikjum sínum í lokaumferð milliriðla á Evrópumótinu í handknattleik. Hvorugt liðið á möguleika á því að komast í undanúrslit keppninnar.

BLAST forkeppnin farin af stað

12 íslensk lið taka þátt í forkeppninni, en Blast Premier mótið er eitt það allra skemmtilegasta í CS:GO.

Sindri ver mark FH næstu þrjú árin

Markvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson er genginn í raðir FH frá uppeldisfélagi sínu Keflavík eftir góða frammistöðu með Keflvíkingum í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir