Fleiri fréttir

Bene­dikt Gunnar ó­brotinn

Benedikt Gunnar Óskarsson meiddist í blálokin á leik Vals og Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í gærkvöldi, þriðjudag. Óttast var að leikmaðurinn gæti verið ristarbrotinn en svo er ekki.

„Erum að sýna öllum að við eigum inni auka gír“

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með fjögurra stiga tap gegn Haukum á heimavelli í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 77-81. Rúnar telur að Íslandsmeistararnir eigi mikið inni.

Frakkland í úrslit á nýjan leik

Ríkjandi heimsmeistarar Frakklands eru komnir í úrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Frakkland lagði spútniklið Marokkó 2-0 í undanúrslitum.

Það er svo­lítið eins og við séum hálf hræddar við að vinna

Það er ansi lágt risið á liði ÍR í Subway-deild kvenna þessa dagana en liðið er án sigurs í deildinni og þar varð engin breyting á í kvöld. 91-77 tap í Smáranum niðurstaðan og 13 tapaðar deildarleiki í röð staðreynd og ekki batnaði það þegar liðið féll út úr VÍS bikarnum þegar það tapaði gegn 1. deildar liði Stjörnunnar.

Frá­bær leikur Elvars dugði ekki til

Elvar Már Friðriksson átti frábæran leik fyrir lið Rytas í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld. Það dugði þó ekki til sigurs þar sem Rytas tapaði með 11 stigum á Bnei Herzliya, lokatölur 90-101.

KA ekki enn fengið greitt fyrir Nökkva Þey

Belgíska félagið Beerschot festi kaup á Nökkva Þey Þórissyni, leikmanni KA í Bestu deild karla í fótbolta, undir lok síðasta sumars. KA hefur hins vegar ekki enn fengið greitt fyrir leikmanninn.

Brot bannað börnum: „Hann er eins og tuskudúkka“

Mike White, leikstjórnandi New York Jets í NFL-deildinni, er á batavegi eftir að hafa lent illa í vörn Buffalo Bills um helgina. Hann var fluttur af vellinum í sjúkrabíl og undirgekkst rannsóknir vegna hættu á innvortis blæðingum.

Halda Brilladaginn hátíðlegan annað kvöld

KR-ingar hafa enn ekki unnið heimaleik í Subway deild karla í körfubolta í vetur og reyna einu sinni enn á fimmtudagskvöldið í síðasta heimaleik sínum fyrir jól.

Írsk-bandarískur liðsstyrkur til KR

KR, sem situr í fallsæti í Subway-deild karla í körfubolta, hefur samið við Brian Fitzpatrick um að leika með liðinu út tímabilið. Þessi 33 ára kraftframherji eða miðherji er fæddur í Bandaríkjunum en er með írskt vegabréf.

Keppir bara á opna franska meistara­mótinu vegna kærustunnar

Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios hefur oft talað illa um opna franska risamótið í tennis og kallað það versta risarmótið. Á næsta ári verður Kyrgios þó meðal keppenda og Frakkar geta þakkað kærustunni hans fyrir það.

Svekkelsi hjá Brynjari sem bíður eftir jólunum

Brynjar Björn Gunnarsson er kominn heim til Íslands eftir stutta dvöl í Svíþjóð en þessi margreyndi þjálfari vildi ekki staðfesta hvort hann væri kominn í hlé frá þjálfun.

Snæfríður Sól setti aftur Íslandsmet

Íslenska sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir varð í fimmtánda sæti í undanúrslitum í 100 metra skriðsundi á HM í 25 metra laug í Melbourne í Ástralíu.

Þriggja ára keppnisbann fyrir að falsa tölvupóst

Ólympíugullverðlaunahafinn Randolph Ross, sem var hluti af bandaríska liðinu í 4x400m hlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó, hefur verið settur í þriggja ára keppnisbann fyrir að falsa tölvupóst til lyfjaeftirlitsins.

„Við getum sjálfum okkur um kennt“

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, sagðist vera grautfúll eftir þriggja marka tap liðsins gegn Ystads í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32.

Messi orðinn markahæsti Argentínumaður á HM frá upphafi

Lionel Messi varð í kvöld markahæsti leikmaður argentínska landsliðsins á HM frá upphafi þegar hann skoraði fyrsta mark liðsins í öruggum 3-0 sigri gegn Króatíu. Sigurinn kom argentínska liðinu í úrslit og Messi hefur nú skorað ellefu mörk á lokamóti HM.

Sjá næstu 50 fréttir