Fleiri fréttir

Vandræði Bjarna og félaga halda áfram

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við enn eitt tapið er liðið tók á móti Alingsås í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 26-30, en Skövde er nú án sigurs í 11 af seinustu 13 leikjum sínum í öllum keppnum.

Hleypur 200 kílómetra fyrir málefni sem stendur honum nærri

Geðheilbrigðismál á Íslandi eru í ólestri samkvæmt hlauparanum og hnefaleikakappanum Davíð Rúnari Bjarnasyni, sem hefur beðið í tæp þrjú ár eftir viðtali hjá sálfræðingi. Hann hyggst hlaupa 200 kílómetra á rúmum sólarhring til að styrkja Píeta-samtökin.

Birkir Bjarna „montaði“ sig af Messi treyjunni

Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er handhafi landsleikjametsins og hefur alls spilað 113 landsleiki á ferlinum. Hann er þó sérstaklega ánægður með eina treyju sem hann fékk í skiptum í þessum leikjum.

Richarlison með andlit Neymars á bakinu sínu

Richarlison stimplaði sig inn í brasilíska landsliðið á heimsmeistaramótinu í Katar með góðri frammistöðu þótt að ekki hafi það dugað til að koma liðinu í undanúrslitin.

Mbappé nennti ekkert að tala við Macron eftir leik

Emmanuel Macron Frakklandsforseti reyndi margoft að hughreysta Kylian Mbappé eftir úrslitaleik HM þar sem Frakkar töpuðu fyrir Argentínumönnum í vítaspyrnukeppni. Mbappé gaf hins vegar lítið fyrir atlot forsetans.

„Lélegasta tölfræði sem aðstoðarmaður hefur skilað af sér“

Karlalið Vals í handbolta fagnar fríinu eftir mikið álag síðustu vikur. Meiðsli hafa hrjáð liðið síðustu vikur en liðið er þrátt fyrir það efst í Olís-deildinni, komið áfram í bikarnum og á góðan möguleika á áframhaldi í Evrópudeildinni á nýju ári.

Pelé óskaði Messi til hamingju: „Diego er brosandi“

Pelé fylgdist að sjálfsögðu með úrslitaleik HM í gær þar sem Argentína vann Frakkland eftir vítaspyrnukeppni. Hann sendi Lionel Messi, fyrirliða argentínska liðsins, hamingjuóskir á samfélagsmiðlum í leikslok.

Nokkrir miðjumenn á radarnum hjá Klopp

Enskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að orða miðvallarleikmenn við Liverpool síðustu daga en talið er að Jürgen Klopp muni hressa upp á miðsvæðið þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

Deschamps telur veikindin hafa haft slæm áhrif

Didier Deschamps, þjálfari franska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði veikindin sem herjuðu á franska liðið í aðdraganda úrslitleiks heimsmeistaramótsins sem fram fór í Doha í Katar í dag hafi haft bæði andleg og líkamleg áhrif á leikmenn liðsins.

Rúnar og Viggó slegnir niður á jörðina

Leipzig laut í lægra haldi í fyrsta skipti eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við stjórnartaumunum hjá liðinu þegar liðið fékk Arnór Þór Gunnarsson og samherja hans hjá Bergischer í heimsókn í þýsku efstu deildinni í handbolta karla í kvöld.

Messi ekki hættur með landsliðinu

Lionel Messi kveðst ekki ætla að hætta á toppnum með argentínska karlalandsliðinu í fótbolta karla en hann varð heimsmeistari með liðinu í Doha í Katar fyrr í dag. 

Messi valinn bestur á mótinu

Lionel Messi var valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í fótbolta karla sem lauk með sigri Messi og félaga hjá Argentínu í Doha og Katar í dag. 

Messi kveður HM með því að lyfta loksins styttunni

Argentína er heimsmeistari í fótbolta karla eftir sigur gegn Frakklandi í stórkostlegum úrslitaleik á Lusail leikvangnum í Doha í Katar í dag. Úrslitin réðust eftir vítaspyrnukeppni en staðan var 3-3 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. 

Óðinn Þór sá til þess að Schaffhausen komst aftur á sigurbraut

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen komust aftur á sigurbraut þegar Kadetten Schaffhausen vann St. Gallen í svissneska handboltanum. Í síðustu fjórum deildarleikjum hafði Kadetten Schaffhausen tapað tveimur leikjum og gert tvö jafntefli.

Komst aftur í sögubækurnar fyrir að tapa niður forskoti

Matt Ryan, leikstjórnandi Indianapolis Colts, komst í sögubækurnar í nótt þegar hann tapaði gegn Minisota Vikings 39-36 eftir að hafa verið 33 stigum yfir í hálfleik. Þetta var stærsta endurkoma í sögu NFL-deildarinnar. 

Sjá næstu 50 fréttir