Fleiri fréttir

Útilíf lokar í Glæsibæ

Eftir þessar skipulagsbreytingar rekur Útilíf tvær verslanir, í Kringlunni og Smáralind.

Kex tapaði 37,5 milljónum

Kex Hostel ehf., sem rekur samnefnt hostel í Reykjavík, tapaði 37,5 milljónum króna árið 2015. Þar af eru 19,5 milljónir króna vegna hlutdeildar í tapi dótturfélaga. Tapið jókst eilítið, en það nam 35 milljónum árið 2014.

Leiddi vöruþróun við eitt stærsta verkefni í sögu Google

Google Assistant, forrit sem gerir fólki kleift að eiga samtal við Google-leitarvélina var kynnt á dögunum. Gummi Hafsteinsson var yfir vöruþróun á verkefninu sem er eitt það stærsta sem Google hefur ráðist í. Gummi hefur unnið í yfir á

Hagkerfið berskjaldað fyrir áföllum í ferðaþjónustu

Nýir útreikningar Seðlabanka Íslands sýna að Íslendingar myndu lenda í miklum efnahagssamdrætti sem myndi smita út frá sér inn í allt hagkerfið ef fækkun yrði í fjöldi ferðamanna hér á landi og fjöldinn yrði aftur svipaður og hann var á árinu 2012.

Bindiskylda á túrista gæti komið næst

Capacent gagnrýnir bindiskyldu Seðlabankans á erlenda fjárfesta sem fjárfesta á innlendum vaxtamarkaði og bendir á að ef fjármagn streymir í staðinn inn á fasteignamarkað geti það grafið undan verðbólgumarkmiði Seðlabankans.

Hlutabréf í N1 rjúka upp

Hækkunina má líklega rekja til þess að samkvæmt drögum að uppgjöri þriðja ársfjórðungs hjá félaginu er aukning í seldum lítrum í bifreiðaeldsneyti umfram áætlanir sem og sala annarra vara á þjónustustöðvum félagsins.

Íslenskt tónlistar app fær fimm stjörnu umsögn

Mussila er tónlistar leikur fyrir börn úr smiðju Rosamosi. Margrét Júlíana Sigurðardóttir, tónlistarkona, og Hilmar Þór Birgisson, tölvuverkfræðingur, stofnuðu fyrirtækið í fyrra.

Saka Landsbankann um mismunun og kvörtuðu til FME

Landsbankinn er sakaður um að hafa mismunað viðskiptavinum sínum vegna leiðréttingar á gengislánum fyrirtækja. Fjármálaeftirlitinu barst kvörtun vegna ætlaðrar mismununar í júní á þessu ári.

Fjárfestu erlendis fyrir 65,5 milljarða

Lífeyrissjóðir og aðrir vörsluaðilar séreignarlífeyrissparnaðar nýttu undanþágu til að fjárfesta fyrir 65,5 milljarða króna erlendis á rúmu ári.

Mun færri greiða fjármagnstekjuskatt

Greiðendum fjármagnstekjuskatts fækkaði úr 183 þúsundum í 39 þúsund milli 2010 og 2015. Lagabreytingar skýra þetta að mestu. Enn er eitthvað um dulda og svarta starfsemi, að sögn ríkisskattstjóra.

Laun þeirra ríku hækka hraðar

Laun á Íslandi hafa hækkað um 200 milljarða króna frá 2013. Ríkasti fimmtungur landsmanna fær nær 70 prósent þeirrar upphæðar í sinn skerf. Formaður Framsýnar segir stórátak þurfa í að jafna laun í landinu.

Met í sölu á Benz-bílum

Á þessu ári hefur Bílaumboðið Askja selt 330 Mercedes-Benz bifreiðar sem er mesta sala frá upphafi.

Heildarlaun hækkað um þriðjung

Heilardarlaun einstaklinga árið 2015 voru 34 prósent hærri en árið 2010, samtímis þess að einstaklingum sem greiddu skatt af launum fjölgaði einungis um 3,1 prósent.

Verslunin á Borg lokuð um skeið

Rekstri verslunarinnar að Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi hefur verið hætt. Mun sami rekstraraðili ekki opna þar aftur.

Vindmyllur í Búrfellslundi gætu orðið 67 talsins

Landsvirkjun ætlar að byggja allt að 67 vindmyllur sem verða allt að 135 metra háar á sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu þar sem fyrirtækið rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Vindmyllurnar munu skila 200 megawöttum í raforkuframleiðslu.

Ríkið eignast Geysi

Samkvæmt samningnum verður kaupverð eignarhlutans lagt í mat þriggja dómkvaddra matsmanna.

Emmessís fær nýja eigendur

Einar Arnar Jónsson í Nóatúni og Gyða Dan Johansen, eiginkona forstjóra MS, eru meðal nýrra eigenda Emmessís.

Árvakur festir kaup á útvarpsrekstri Símans

Árvakur hf. sem gefur út Morgunblaðið og mbl.is hefur fest kaup á öllum útvarpsrekstri Símans en þetta var tilkynnt á fundi með starfsmönnum fyrirtækis síðdegis í dag.

Miðstöð fiskeldis verður á Ísafirði

Sviðsstjóri fiskeldismála hjá Hafrannsóknastofnun verður staðsettur á Ísafirði, ásamt sérfræðingum, samkvæmt ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Þrenn verðlaun Alvogen

Lyfjafyrirtækið Alvogen vann til þrennra verðlauna á alþjóðlegri lyfjasýningu sem haldin er í vikunni. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og er að þessu sinni haldin í Barcelona þar sem öll stærstu lyfjafyrirtæki heims taka þátt. Alvogen hlaut verðlaun fyrir skráningu og markaðssetningu tveggja stórra lyfja í Evrópu á þessu ári. Alls hlaut Alvogen sjö tilnefningar til verðlauna en veitt voru verðlaun í fjórtán flokkum.

Sjá næstu 50 fréttir