Fleiri fréttir

Loftbrú til Liverpool

Mörg hundruð Íslendingar ætla að horfa á viðureign Liverpool og Swansea um helgina. Fjórar ferðaskrifstofur eru með skipulagðar ferðir og seldist upp í þær allar á mjög skömmum tíma. Áhuginn á enska boltann sjaldan verið meiri.

Jólin komu snemma í þetta skiptið

Hærra hlutfall jólaverslunar fór fram í nóvember en áður hefur sést. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Ylströnd verður opnuð á Héraði

Eigendur Jarðbaðanna í Mývatnssveit og Bláa lónsins ætla að byggja upp ylströnd nálægt Egilsstöðum Vonir bundnar við að aðstaðan verði vítamínsprauta í ferðaþjónustu. Búist við 38.000 gestum fyrsta árið.

Vill að sveitarfélög hafi eftirlit með AirbnB

Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg ætla að ganga til samninga við leiguvefinn AirbnB um að fyrirtækið takmarki fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar í borginni eins og kveðið er á um í nýjum lögum.

Aðeins ein taska innifalin í flugfargjaldi til Norður-Ameríku

Ástæðan fyrir þessum breytingum er samræming farangursreglna og vilji til að einfalda ferla. Fyrirtækið hafi viljað lækka fargjöld á þessum leiðum og því verði ein taska innifalin í fluggjaldinu líkt og um Evrópuflug sé að ræða.

Langanesbyggð tapar tugum milljóna á leigusamningum

Langanesbyggð vill losna undan leigusamningum við leigufélagið Heimavelli. Hefur tapað 20 milljónum króna á sex íbúðum síðan 2011. Lögmaður leigufélagsins ósammála túlkun sveitarfélagsins á uppsagnarákvæði. Málið tekið fyrir í

Lánshæfismat ríkissjóðs hækkar

Matsfyrirtækið Standard & Poors hækkaði í dag lánshæfismat ríkissjóðs og er sjóðurinn nú kominn í flokk A- hjá fyrirtækinu.

Guðmundur nýr framkvæmdastjóri PIPARS\TBWA

Guðmundur Pálsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri PIPARS\TBWA og tekur hann við af Valgeiri Magnússyni sem hefur gegnt starfinu frá stofnun auglýsingastofunnar. Valgeir mun starfa áfram hjá stofunni sem starfandi stjórnarformaður og mun færa sig alfarið í að vinna fyrir viðskiptavini stofunnar að hugmyndum og stefnumótun.

Hagar minnka við sig í Kringlunni

Hagar hafa undirritað nýjan leigusamning við Reiti um verslun Hagkaupa í Kringlunni. Verslunin mun verða á einni hæð, í stað tveggja hæða áður og mun því minnka um 3.500 fermetra.

Undirrita samning um smíði Herjólfs

Vegagerðin hefur samþykkt tilboð pólskrar skipasmíðastöðvar í smíði Herjólfs. Gert er ráð fyrir að nýja Vestmannaeyjaferjan hefji siglingar sumarið 2018.

Eigendalausu félögin

Eitt af vandamálum á íslenskum fjármálamarkaði er nokkuð sem kalla mætti umboðsvanda. Birtingarmyndin er sú að lífeyrissjóðir eru langfyrirferðarmesti aðilinn.

Rannsakar enn flutningafélögin

Ekki er hægt að svara því hvenær rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintu ólögmætu samráði flutningafyrirtækjanna Eimskips og Samskipa lýkur. Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, en rannsóknin hófst haustið 2013.

Slitum Atorku Group formlega lokið

Atorku Group hf. var formlega slitið þann 9. desember síðastliðinn og söluandvirði síðustu eigna eignarhaldsfélagsins greitt út til hluthafa.

Kjararáð ekki enn lækkað laun bankastjóra Íslandsbanka

Launakjör Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, hafa ekki breyst þrátt fyrir að fyrirtækið sé búið að vera í eigu ríkisins í tæpt ár. Fær um 28 milljónum meira en ef kjararáð hefði úrskurðað á yfirtökudegi. Launin munu

Sigríður Ingibjörg til ASÍ

Tveir nýir starfsmenn hófu störf hjá hagdeild Alþýðusambands Íslands í upphafi árs, þær Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Sigurlaug Hauksdóttir.

Eignast tvö prósent í Kviku

Stefán Eiríks Stefánsson, forstöðumaður gjaldeyris­miðlunar Kviku fjárfestingabanka, á rúmlega 1,8 prósenta hlut í bankanum. Félagið Eiríks ehf., sem er í eigu Stefáns, eignaðist hlutinn í lok síðasta árs og er á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Kviku. Stefán Eiríks tók við starfi yfirmanns gjaldeyrismiðlunar Kviku í október 2015.

Frestuðu söluferli Extreme Iceland

Eigendur Extreme Iceland tóku fyrir áramót ákvörðun um að fresta söluferli þar sem bjóða átti fjárfestum að kaupa allt frá minnihlutaeign í ferðaþjónustufyrirtækinu og upp i allt hlutafé þess.

Stundin tapaði 13 milljónum

Útgáfufélagið Stundin ehf. var rekið með 12,9 milljóna króna tapi árið 2015. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins var eigið fé þess neikvætt um 936 þúsund krónur í lok fyrsta rekstrarárs fjölmiðilsins en það skuldaði þá 17 milljónir króna.

Viðræður um kaup lífeyrissjóða á hlut í Arion banka hafa siglt í strand

Viðræður um kaup lífeyrissjóða á stórum hlut í Arion banka af Kaupþingi í lokuðu útboði hafa farið út um þúfur vegna ólíkra verðhugmynda. Gætu tekið þátt sem hornsteinsfjárfestar í almennu hlutafjárútboði. Erfitt að selja hlut í lokuðu útboði vegna forkaupsréttar íslenska ríkisins.

Fresta opnun tilboða í Dýrafjarðargöng

Opnun tilboða í Dýrafjarðargöng, sem fram átti að fara í dag, hefur verið frestað um tvær vikur, að ósk verktaka, sem töldu sig þurfa lengri tíma til að ganga frá tilboðum.

Leifur til Viðskiptaráðs

Viðskiptaráð Íslands hefur ráðið Leif Hreggviðsson sem sérfræðing á hagfræðisviði ráðsins. Samkvæmt tilkynningu Viðskiptaráðs um nýja starfsmanninn mun starf hans fyrst og fremst snúa að málefnastarfi ráðsins, svo sem greiningarvinnu og skrifum. Auk þess muni hann taka þátt í útgáfustarfi ásamt öðrum daglegum störfum ráðsins.

Sendu MDE upplýsingar um fjármálaumsvif dómara

Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) fékk á föstudag sendar upplýsingar um fjármálaumsvif dómara við Hæstarétt Íslands á árunum fyrir fall íslenska bankakerfisins árið 2008. Þeir Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, þrír fyrrverandi stjórnendur hjá Kaupþingi, og Ólafur Ólafsson, fyrrverandi hluthafi í bankanum, sendu upplýsingarnar en þær eru hluti af málsskjölum sem þeir sendu MDE vegna umfjöllunar dómstólsins um Al-Thani málið.

Bestu vefir landsins valdir í lok janúar

Íslensku vefverðlaunin verða haldin í Hörpunni við hátíðlega athöfn þann 27. janúar næstkomandi. Dómnefnd á vegum Samtaka vefiðnaðarins mun þá velja bestu vefi landsins í hinum ýmsu flokkum.

Farþegum WOW air fjölgaði um 207%

Flugfélagið WOW air flutti 173.371 farþega til og frá landinu í desember eða um 207% fleiri farþega en í desember árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar segir einnig að sætanýting þess í desember hafi verið 86% en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 85%.

Stór íshellir settur upp í Perlunni næsta sumar

Ráðgert er að fyrsti hluti náttúrusýningarinnar í Perlunni verði opnaður í sumar. Heildarfjárfesting nýrra eigenda verður þrír milljarðar. Perlan hefur verið lokuð undanfarna daga vegna breytinga en verður opnuð að nýju í næstu viku.

Allt að 87 prósenta hækkun á tollkvóta milli ára

Ákvarðanir stjórnvalda skiluðu sér í hærra meðalverði í útboði á tollkvóta ýmissa landbúnaðarvara. Umframeftirspurn eftir kvótanum var einnig mikil.Hækkunin fyrirsjáanleg að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

Eik kaupir húsnæði Hótel Marina

Forsvarsmenn Eikar fasteignafélags undirrituðu í dag kaupsamning á Slippnum fasteignafélagi ehf. sem á húsnæði Hótel Marina. Samningurinn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins en afhending á fasteignunum á að fara fram á fyrsta ársfjórðungi 2017.

Haraldur ráðinn framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar

Haraldur Bergsson er nýr framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar. Hann tekur við starfinu af Baldri Björnssyni, stofnanda fyrirtækisins sem mun halda áfram í stjórn þess. Þetta kemur fram í fréttilkynningu frá Múrbúðinni.

Sjá næstu 50 fréttir