Lúslesa hafsbotninn í öryggisskyni
Vinna stendur nú yfir við að lúslesa hafsbotn Húnaflóa. Þar eru að störfum sjómælingamenn Landhelgisgæslunnar sem gera dýptarmælingar til að uppfæra gömul sjókort. Mjög mikilvægt fyrir öryggi sjófarenda, segir skipstjórinn.