Landsþing í skugga banatilræðis
Landsþing repúblikanaflokksins þar sem Donald Trump verður formlega útnefndur sem forsetaefni er hafið í Milwaukee í Bandaríkjunum. Trump mun ávarpa þingið á fimmtudag og hefur sagst hafa endurskrifað ræðuna sem hann hyggst flytja og leggja áherslu á samstöðu í ljósi banatilræðisins á laugardag í stað þess að einblína á gagnrýni á stjórnvöld.