Ekki talin á lífi

Enn eru ferðalangarnir fjórir ófundnir sem ætluðu að klífa efsta tind Bláberjafjalls í Troms-fylki í Noregi. Lögregla hefur nú staðfest að þau hafi orðið fyrir stóru snjóflóði sem féll á fjallinu á miðvikudag og á blaðamannafundi í dag sagði hún enga von um að þau hafi lifað flóðið af. Leitin miðist nú við að finna jarðneskar leifar en ekki fólk á lífi.

20
00:25

Vinsælt í flokknum Fréttir