Býður upp á tryggingu gegn fuglunum
Og þá til strandbæjar í norðurhluta Þýskalands þar sem veitingahúsaeigandi hefur fundið sniðuga lausn á óvenjulegum vanda. Nokkurs konar mávaplága ríkir í bænum og hefur fólk sem ætlar að næla sér í fiskbita að maula við ströndina fengið að kenna sérstaklega á henni.