París að færast í ólympíubúning
París er að færast í ólympíubúning enda styttist í leikana sem hefjast um helgina. Áhorfendabekkjum hefur verið komið fyrir meðfram Signu en opnunarhátíðin á föstudag fer fram á ánni og munu þátttakendur streyma niður hana í um áttatíu bátum.