Enn skelfur jörð á Reykjanesi Jörð skelfur enn á Reykjanesi og frá miðnætti hafa tveir skjálftar mælst yfir þremur stigum að stærð. Innlent 27. október 2023 07:39
Stærsti skjálftinn í nótt 3,6 stig að stærð Skjálftavirknin á Reykjanesi hefur verið stöðug í nótt. Erlent 26. október 2023 07:22
Segir ekkert eldgos að byrja en hrinan haldi áfram Jarðeðlisfræðingur segir að skjálftahrinan á Reykjanesi muni að öllum líkindum halda áfram. Hann segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé við það að hefjast. Hann segir ekkert nýtt að frétta í Bárðarbungu, þrátt fyrir stóran skjálfta sem mældist þar í gær. Innlent 25. október 2023 22:21
Fylgjast vel með en óvíst hvort kvika færist nær yfirborðinu Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust rétt norður af Þorbirni í Grindavík í morgun. Meira en þúsund skjálftar hafa mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall síðan á miðnætti. Bæjarstjórinn í Grindavík segir óþægilegt að vakna aftur við þennan veruleika en íbúar séu orðnir vanir. Innlent 25. október 2023 12:28
Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan hófst snemma í morgun og er enn í gagni. Innlent 25. október 2023 12:13
Jarðskjálfti að stærð 2,7 fannst vel í Grindavík Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tvöleytið í dag á Reykjanesskaga. Líkur á nýju eldgosi hafa aukist síðustu vikur. Kvika safnast saman á um tíu kílómetra dýpi en engir nýir kvikugangar hafa myndast enn sem komið er, en það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. Innlent 14. október 2023 14:38
„Náttúran vinnur á allt öðrum tímaskala en við“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er enn á því að næsta gos hér á landi verði í Öskju. Reykjanesskaginn sé þó augljóslega líka kominn í gang og alls ekki sé útilokað að tvö eða fleiri gos verði á sama tíma. Innlent 28. september 2023 13:00
Skjálftavirkni sem svipar til aðdraganda eldgoss Mikil skjálftavirkni hefur verið vítt og breitt um Reykjanesskaga síðustu vikur. Virknin svipar til aðdraganda eldgosa á svæðinu undanfarin ár. Innlent 27. september 2023 12:54
Eldgosin upphaf elda á Reykjanesskaganum Enn og aftur mælist landris á Reykjanesskaga. Aflögunin er þó enn svo lítil að hún mælist ekki á gervitunglamyndum. Síðasta eldgosi lauk fyrir rúmum mánuði en stærsti skjálftinn á Reykjanesskaga frá goslokum var síðasta sunnudag. Hann var 3,8 að stærð. Innlent 12. september 2023 11:56
Skjálfti við Kleifarvatn fannst á höfuðborgarsvæðinu Í nótt fannst stór jarðskjálfti um það bil tveimur kílómetrum vestan við Kleifarvatn. Sjálftinn varð 24 mínútur yfir þrjú í nótt, en hann var 3,8 af stærð. Innlent 9. september 2023 07:21
„Það styttist í gos“ Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. Innlent 2. september 2023 16:23
Skjálfti upp á 2,9 í gærkvöldi Jarðskjálfti að stærðinni 2,9 mældist norður af Keili klukkan rúmlega 22:00 í gærkvöldi. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst á Reykjanesskaga frá því að eldgosinu við Litla-Hrút lauk formlega, þann 15. ágúst. Innlent 20. ágúst 2023 07:15
Aflýsa hættustigi vegna gossins við Litla-Hrút Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna eldgossins sem hófst við Litla-Hrút niður á óvissustig. Innlent 11. ágúst 2023 13:55
Kaflaskil í eldvirkninni á Reykjanesskaga Kaflaskil hafa orðið í eldvirkninni á Reykjanesskaga, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Engin virkni hefur verið í gígnum síðan á laugardag. Innlent 8. ágúst 2023 18:00
Daglegum lokunum við gosstöðvarnar aflétt Opið verður inn á gossvæðið við Litla Hrút á Reykjanesskaga í dag, frá Suðurstrandavegi. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að daglegum lokunum hafi verið aflétt. Innlent 8. ágúst 2023 08:42
Náðu aftur ekki að rannsaka áhrif hrauns á innviði Hraun rann ekki yfir tilraunasvæði nærri Litla-Hrúti, þar sem rannsaka átti hvaða áhrif hraunið hefði á innviði, áður en hlé varð á eldgosinu. Rannsóknarprófessor segi greinilegt að bregðast þurfi fyrr við þegar næsta eldgos hefst til þess að hægt sé að ljúka þessu stigi rannsóknarinnar. Innlent 7. ágúst 2023 17:01
Viðbragðsaðilar taka goshléi fagnandi Erfiðlega gengur að manna vaktir bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum þessa dagana á eldgosasvæðinu á Reykjanesskaga. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur goshlé ekki mikil áhrif á störf viðbragðsaðila á svæðinu sem þó hafi komið á besta tíma. Innlent 6. ágúst 2023 11:01
Engar vísbendingar um að önnur sprunga sé að opnast Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, að minnsta kosti í bili. Jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að frekari jarðhræringar muni verða á Reykjanesskaga á næstunni. Innlent 6. ágúst 2023 10:38
Megi segja að eldgosið sé að lognast út af Verulega hefur dregið úr gosóróa í eldgosinu við Litla-Hrút og að óbreyttu má gera ráð fyrir því að því ljúki á allra næstu dögum. Innlent 5. ágúst 2023 14:03
Leggst gegn áformum um þyrluflug á Hólmsheiði Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur varar við hugmyndum um að þyrluflug verði flutt frá Reykjavíkurflugvelli á Hólmsheiði. Þær leysi engan vanda heldur flytji hann einungis til innan svæðisins. Innlent 4. ágúst 2023 11:44
Gosið í dauðateygjunum Það lítur allt út fyrir að eldgosið sem hófst 10. júlí síðastliðinn við Litla Hrút sé að líða undir lok. Innlent 4. ágúst 2023 08:19
Gönguleiðir að gosstöðvunum opnar í dag Gönguleiðir að eldgosinu við fjallið Litla-Hrút verða opnar almenningi til klukkan 18 í dag og er opið inn á svæðið frá Suðurstrandavegi. Lokun gönguleiða gekk vel í gær og var nóttin tíðindalaus, að sögn lögreglu. Líkt og fyrri daga þurftu nokkrir ferðamenn á aðstoð viðbragðsaðila að halda. Innlent 3. ágúst 2023 08:23
Það furðulegasta við gosstöðvarnar hingað til Litlu mátti muna að illa færi þegar erlendur ferðamaður flaug á svifvæng við gosstöðvarnar við Litla-Hrút í gær. Lögreglustjórinn segir atvikið líklegasta það furðulegasta sem hefur gerst við gosstöðvarnar hingað til. Innlent 2. ágúst 2023 11:13
Hætt kominn þegar hann lét sig „húrra fram af“ Litla-Hrúti með svifvæng Tvær þyrlur lentu á fjallinu Litla-Hrúti í gærkvöldi og mátti litlu muna að illa færi þegar erlendur ferðamaður lét sig „húrra fram af fjallinu“ með svifvæng, að sögn lögreglu. Litli-Hrútur er á skilgreindu hættusvæði og almenningi því óheimilt að fara á fjallið. Gönguleiðir að eldgosinu verða opnar til klukkan 18 í dag og er opið inn á svæðið frá Suðurstrandavegi. Innlent 2. ágúst 2023 08:44
Hraunflæði minnkar og vísbending um að goslok nálgist Nýjar mælingar á hraunflæði frá eldgosinu við Litla-Hrút staðfesta að hraunrennslið fer stöðugt minnkandi. Niðurstöðurnar geta bent til þess að goslok séu í nánd. Eldgosið er orðið nokkru stærra en það sem varð í Meradölum í ágúst í fyrra. Innlent 2. ágúst 2023 06:37
Rannsaka áhrif hraunsins á innviði undir og yfir yfirborði Vísindamenn við Háskóla Íslands bíða þess nú að hraun renni yfir tilraunasvæði nærri Litla-Hrút en þar á að kanna hvaða áhrif hraunið hefur á mikilvægi innviði sem liggja ofan í jörðu og eru ofan hennar. Aldrei hafa slíkar rannsóknir verið gerðir áður. Innlent 1. ágúst 2023 19:01
„Torfajökull getur búið til ansi öflugt sprengigos“ Jarðskjálftahrina hófst um helgina við Torfajökul. Eldfjallafræðingur segir gos þar aldrei verða þægilegt eins og gosin á Reykjanesi síðustu þrjú ár. En eins og stendur eru þó sterkari vísbendingar við Öskju en Torfajökul um eldgos. Innlent 1. ágúst 2023 11:55
„Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. Innlent 1. ágúst 2023 11:54
Líklegast að krafturinn haldi áfram að minnka „Gosið er klárlega minna núna en það var bara fyrir viku, maður sér það bara að þetta hefur farið minnkandi og hægst hefur mjög mikið á útbreiðslu þess. Það er búið að vera minnkandi og það er svo sem ekkert ólíklegt að það haldi þannig áfram en engu hægt að slá föstu um það.“ Innlent 1. ágúst 2023 10:53