Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Arsenal og Tottenham bítast um sænskt ungstirni

    Sænska ungstirnið Dejan Kulusevski á sér ekki framtíð hjá ítalska stórveldinu Juventus og samkvæmt ítölskum fjölmiðlum leitar félagið nú leiða til að losna við þennan 21 árs gamla leikmann þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Markalaust í Brighton

    Brighton & Hove Albion fékk Leeds United í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en bæði lið hafa verið í vandræðum með að vinna leiki að undanförnu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Auðvelt hjá Arsenal í seinni hálfleik

    Það var talsverð spenna fyrir leikinn enda vildu Arsenal og þeirra stuðningsmenn svara fyrir stórt tap gegn Liverpool í síðustu umferð. Andstæðingurinn líka vel til þess fallinn, Newcastle. Eftir markalausan fyrri hálfleik brutu leikmenn Arsenal ísinn í þeim síðari og unnu fínan sigur, 2-0.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Newcastle frumsýnir nýja stjórann gegn Arsenal í dag

    Eddie Howe, nýráðinn knattspyrnustjóri Newcastle, verður á hliðarlínunni í fyrsta skipti er liðið heimsækir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í hádegisleik dagsins. Howe gat ekki verið með liðinu gegn Brentford í seinustu umferð eftir að hafa greinst með veiruna skæðu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Brentford mun ekki gefa út nýja búninga fyrir næsta tímabil

    Sú hefð hefur skapast í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem og víðar, að lið láti hanna nýja búninga fyrir hvert tímabil. Líklega er það gert í gróðaskyni, en nýliðar Brentford ætla sér að endurnýta sína búninga á næsta tímabili til að vera sjálfbærari og spara stuðningsmönnum sínum aurinn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Arteta segist vilja fá Wenger aftur til Arsenal

    Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segist vilja sjá Arsene Wenger, fyrrverandi stjóra félagsins, snúa aftur til Arsenal í einhverri mynd í framtíðinni. Hann segist enn fremur vera búinn að ræða við Wenger um mögulega endurkomu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Chilwell gæti verið frá út tímabilið

    Ben Chilwell, vinstri bakvörður enska knattspyrnufélagsins Chelsea, gæti verið frá út tímabilið eftir að leikmaðurinn fór af velli í 4-0 stórsigri liðsins gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Vorkennir Solskjær vegna Cristiano Ronaldo

    Knattspyrnusérfræðingurinn og Arsenal goðsögnin Paul Merson er einn af þeim sem er á þeirri skoðun að koma Cristiano Ronaldo til Manchester United í haust sé í raun rót vandans sem á endanum kosta Ole Gunnar Solskjær starfið.

    Enski boltinn