Raikkönen fljótastur í Mónakó Heimsmeistarinn Kimi Raikkönen ók mjög vel á fyrstu æfingunni fyrir Mónakókappaksturinn í dag og náði besta tíma allra keppenda. Lewis Hamilton náð næstbesta tímanum og Heikki Kovalainen náði þriðja besta tímanum. Formúla 1 22. maí 2008 13:41
Barrichello bætti met Patrese Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello varð í dag reynslumesti ökuþórinn í sögu Formúlu 1-keppninnar. Formúla 1 11. maí 2008 16:51
Þriðji sigur Massa í röð í Tyrklandi Þriðja árið í röð vann Brasilíumaðurinn Felipe Massa sigur í tyrkneska kappasktrinum í Formúlu 1. Lewis Hamilton varð annar. Formúla 1 11. maí 2008 13:50
Massa á ráspólnum Felipe Massa, ökumaður Ferrari, náði besta tímanum í tímatöku fyrir kappaksturinn í Tyrklandi. Hann verður því á ráspólnum en þar fyrir aftan er Heikki Kovailainen á McLaren og Lewis Hamilton er þriðji. Formúla 1 10. maí 2008 12:32
Kovalainen keppir í Tyrklandi Heikki Kovalainen hefur fengið grænt ljós frá læknum McLaren-liðsins og keppir fyrir hönd þess í Formúlukeppninni í Tyrklandi. Formúla 1 8. maí 2008 18:15
Super Aguri dregur sig úr keppni Lið Super Aguri hefur dregið sig úr keppni í Formúlu 1 vegna fjárhagsörðugleika. Japanska liðið verður því ekki með í kappakstrinum í Tyrklandi um næstu helgi. Formúla 1 6. maí 2008 12:17
Kovalainen áfram á sjúkrahúsi Heikki Kovalainen verður haldið á sjúkrahúsi í Barcelona í eina nótt til viðbótar á meðan að hann gengst undir rannsóknir vegna árekstursins í spænska kappakstrinum í gær. Formúla 1 28. apríl 2008 15:51
Raikkönen upp að hlið landa síns Kimi Raikkönen komst í 51. skiptið á verðlaunapall á ferlinum í dag þegar hann sigraði í Spánarkappakstrinum í Formúlu 1. Hann hefur þar með komist jafnoft á verðlaunapall og landi hans Mika Hakkinen á sínum tíma. Formúla 1 27. apríl 2008 20:45
Raikkönen sigraði í Barcelona Ferrari-liðið átti góðan dag þegar Kimi Raikkönen sigraði í Barcelona kappakstrinum og félagin hans Felipe Massa varð annar. Lewis Hamilton náði sér aftur á strik og náði þriðja sætinu. Formúla 1 27. apríl 2008 14:07
Raikkönen á ráspól í Barcelona Heimsmeistarinn Kimi Raikkönen á Ferrari verður á ráspól í Barcelona kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að frábær lokahringur hans í tímatökum í dag tryggði honum besta tímann. Formúla 1 26. apríl 2008 13:33
Raikkönen náði besta tíma Finninn Kimi Raikkönen á Ferrari náði besta tímanum á kappakstursbrautinni í Barcelona í dag, á seinni æfingu keppnisliða. En það voru þeir Nelson Piquet og Fernando Alonso á Renault sem stálu senunni. Formúla 1 25. apríl 2008 15:01
Æfingar í Barcelona Kimi Raikkönen hjá Ferrari var sneggstur allra á æfingu á Barcelona brautinni í morgun. Liðsfélagi hans, Felipe Massa, var aðeins 50/1000 á eftir honum. Massa var þó mistækur á æfingunni og snerist í þrígang í brautinni. Formúla 1 25. apríl 2008 10:45
Hamilton hlakkar til að keppa á Spáni Þrátt fyrir að hafa orðið fyrir kynþáttafordómum áhorfenda á brautinni í Barcelona í febrúar þá er Hamilton fullur tilhlökkunar fyrir kappaksturinn þar um helgina. Formúla 1 24. apríl 2008 10:45
Keppir Super Aguri ekki á Spáni? Framtíð japanska Super Aguri liðsins í Formúlunni er í mikilli óvissu. Ekki er ljóst hvort liðið verði með í kappakstrinum á Spáni um komandi helgi. Formúla 1 23. apríl 2008 12:28
Alonso vill bíl sem getur sigrað Fernando Alonso segist vera líklegri til að halda tryggð við Renault ef liðið getur komið með bíl sem getur unnið keppnir. Alonso fór aftur til Renault og skrifaði undir tveggja ára samning en hefur aðeins fengið sex stig úr þremur fyrstu keppnum tímabilsins. Formúla 1 22. apríl 2008 10:31
Webber vill losna við Mosley Mark Webber, ökumaður Red Bull-liðsins í Formúlu 1, segir að Max Mosley hafi orðið íþróttinni til skammar. Formúla 1 19. apríl 2008 13:30
Framtíð Mosley ræðst í júní Framtíð Max Mosley, forseta Alþjóða Akstursíþróttasambandsins, mun ráðast á þingi sambandsins þann 3. júní næstkomandi. Þar mun fara fram leynileg kosning félagsmanna um hvort Mosley þyki stætt á að halda starfinu eftir hneyksli í einkalífinu. Formúla 1 9. apríl 2008 16:45
Hamilton hefur farið aftur Fyrrum heimsmeistarinn Niki Lauda segir að ungstirninu Lewis Hamilton hjá McLaren hafi farið aftur frá því í fyrra. Hamilton náði aðeins 13. sæti í Barein-kappakstrinum um helgina og hefur alls ekki náð sér á strik síðan hann sigraði á opnunarmótinu í Ástralíu. Formúla 1 8. apríl 2008 11:23
Hamilton: Ég brást liðinu Lewis Hamilton náði sér ekki á strik í Barein-kappakstrinum í Formúlu 1 um helgina og hafnaði í 13. sæti eftir mistök í ræsingu. Hann missti fyrir vikið toppsætið í stigakeppni ökuþóra. Formúla 1 7. apríl 2008 15:45
Massa ók til sigurs í Barein Felipe Massa, ökumaður Ferrari, vann öruggan sigur í Barein kappakstrinum í dag. Massa tók snemma forystuna af Robert Kubica sem var á ráspól. Formúla 1 6. apríl 2008 13:24
Pólverji á ráspól í Barein Pólski ökuþórinn Robert Kubica, sem ekur fyrir Sauber, verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstrinum í Barein á morgun. Hann var fljótastur allra í tímatökunni í morgun. Felipe Massa hjá Ferrari var næstfljótastur. Formúla 1 5. apríl 2008 13:01
Max Mosley: Ég gerði ekkert rangt Max Mosley, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins, ætlar í mál við breska vikublaðið News of the World sem birti frétt síðastliðinn sunnudag um hópkynlíf Mosleys með vændiskonum í nasistabúningum. Hann segist ekkert rangt hafa gert. Formúla 1 5. apríl 2008 11:38
Rosberg ók hraðast á lokaæfingunni Finnski ökuþórinn Niko Rosberg, sem ekur fyrir Williams-liðið, var fljótastur allra á lokaæfingu fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Barein sem lauk í morgun. Þar með náði Rosberg að skjóta Ferrari-ökumanninum Felipe Massa ref fyrir rass en hann bar höfuð og herðar yfir ökumenn á æfingum í gær. Formúla 1 5. apríl 2008 11:14
Hamilton lenti í óhappi Lewis Hamilton átti ekki góðan dag í Barein í dag þegar lenti í árekstri og þurfti að hætta keppni. Hann slapp þó ómeiddur og verður með í keppninni um helgina. Formúla 1 4. apríl 2008 13:16
Aukinn þrýstingur á Mosley um að hætta Aukins þrýstings gætir nú á Max Mosley, yfirmann Alþjóða Akstursíþróttasambandsins, um að segja af sér í embætti. Hann hefur verið borinn þungum sökum vegna hegðunar sinnar í einkalífinu. Formúla 1 4. apríl 2008 13:10
Ferrari með yfirburði Ferrari bílarnir voru í nokkrum sérflokki á fyrstu æfingunum fyrir Barein kappaksturinn í Formúlu 1. Brasilíumaðurinn Felipe Massa var á meðal fyrstu manna út á brautina og náði bestum tíma allra og félagi hans Kimi Raikkönen kom næstur. Lewis Hamilton á McLaren náði þriðja besta tímanum. Formúla 1 4. apríl 2008 09:28
Krísufundur vegna Mosley Max Mosley hefur farið fram á sérstakan krísufund hjá Alþjóða Akstursíþróttasambandinu í kjölfar alvarlegra ásakana sem hann hefur verið borinn í fjölmiðlum að undanförnu. Formúla 1 3. apríl 2008 17:28
F1-lið fordæma Mosley Fjórir bílaframleiðendur sem eiga keppnislið í Formúlu 1-mótaröðinni hafa fordæmt hegðun Max Mosley, forseta Alþjóða akstursíþróttasambandsins. Formúla 1 3. apríl 2008 10:58
Mosley ætlar ekki að segja af sér Max Mosley, formaður Alþjóða akstursíþróttasambandsins, hefur beðist afsökunar á framferði sínu en ætlar ekki að segja af sér sem formaður sambandsins. Formúla 1 2. apríl 2008 10:05
Mosley tók þátt í nasistaorgíu með fimm vændiskonum Helgarblaðið News of the World hefur undir höndum myndband sem sagt er að sýni Max Mosley, forseta Alþjóða akstursíþróttasambandsins, í kynlífsleikjum með fimm vændiskonum í Lundúnum. Formúla 1 30. mars 2008 14:28