Bruno Fernandes skaut Portúgal í sextán liða úrslit Portúgal er komið í 16-liða úrslit HM í fótbolta eftir 2-0 sigur á Úrúgvæ. Bruno Fernandes með bæði mörkin þó svo að Cristiano Ronaldo hafi reynt að sannfæra alla og ömmu þeirra um að hann hefði skorað fyrra mark leiksins. Fótbolti 28. nóvember 2022 21:00
Fjölskyldum leikmanna Írans hótað pyndingum Fjölskyldum leikmanna karlalandsliðs Írans í knattspyrnu hefur verið hótað pyndingum og fangelsisvist ef leikmennirnir haga sér ekki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Erlent 28. nóvember 2022 20:50
Casemiro skaut Brasilíu í sextán liða úrslit Brasilía er komin í 16-liða úrslit HM í fótbolta eftir 1-0 sigur á Sviss. Miðjumaðurinn Casemiro skaut Brasilíu áfram með marki þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma. Fótbolti 28. nóvember 2022 17:55
Hótar Messi eftir að hann sá hvað hann gerði í klefanum eftir leik Argentína vann lífsnauðsynlegan sigur á Mexíkó á heimsmeistaramótinu í Katar um helgina en tap hefði þýtt að argentínska landsliðið væri úr leik á mótinu. Fótbolti 28. nóvember 2022 16:31
Kudus hetja Gana sem lifði af kjaftshöggið Gana fékk sín fyrstu stig í H-riðli HM karla í fótbolta þegar liðið vann Suður-Kóreu, 3-2, í bráðfjörugum leik í Katar í dag. Fótbolti 28. nóvember 2022 15:02
Hetja Þjóðverja fékk tönn inn í sig eins og Jónatan Niclas Füllkrug er á allra vörum í Þýskalandi eftir að hafa haldið góðu lífi í HM-þátttöku Þjóðverja með jöfnunarmarki sínu gegn Spáni í Katar í gær. Fótbolti 28. nóvember 2022 13:30
Eftirminnileg innkoma Aboubakars í einum besta leik mótsins Vincent Aboubakar átti eftirminnilega innkomu þegar Kamerún gerði 3-3 jafntefli við Serbíu í G-riðli heimsmeistaramótsins í Katar í dag. Fótbolti 28. nóvember 2022 12:00
Íranir vilja sparka Bandaríkjamönnum af HM Íranska knattspyrnusambandið hefur sent inn formlega kvörtun til FIFA vegna Bandaríkjanna. Fótbolti 28. nóvember 2022 10:00
Aðalmarkvörður Kamerún í agabann André Onana mun ekki standa í marki Kamerún í dag þegar liðið mætir Serbíu á heimsmeistaramótinu í Katar. Fótbolti 28. nóvember 2022 09:22
Belgíska pressan harðorð: „Getur einhver hrist De Bruyne til lífsins?“ Fjölmiðlar í Belgíu fóru ófögrum orðum um frammistöðu belgíska landsliðsins gegn Marokkó á HM í Katar í gær. Kevin De Bruyne fékk sérstaklega að finna fyrir því. Fótbolti 28. nóvember 2022 08:01
Kviðmágarnir á sama hóteli í Katar Fornu fjendurnir John Terry og Wayne Bridge ku vera á sama hótelinu í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram. Enski boltinn 28. nóvember 2022 07:30
Landsliðsmarkvörðurinn Sandra um HM í Katar: „Þetta er högg í magann“ Sandra Sigurðardóttir, markvörður Íslands- og bikarmeistara Vals sem og íslenska landsliðsins, var gestur í Silfrinu á RÚV í dag. Hún segir það högg í magann fyrir baráttu samkynhneigðra að heimsmeistaramót karla í knattspyrnu sé haldið í Katar. Fótbolti 27. nóvember 2022 23:00
Þjóðverjar halda í vonina eftir jafntefli við Spán Spánn og Þýskaland gerðu 1-1 jafntefli í stórleik dagsins á HM í fótbolta. Að liðin deili með sér stigunum þýðir að Spánn er í kjörstöðu til að fara áfram í 16-liða úrslit þökk sé ótrúlegum 7-0 sigri á Kosta Ríka í fyrstu umferð mótsins. Þýskaland þarf hins vegar sigur gegn Kosta Ríka í lokaumferðinni sem og að treysta á að Spánn vinni Japan. Fótbolti 27. nóvember 2022 21:00
Frábær endurkoma Króatíu sem ætlar sér langt í Katar Þrátt fyrir að lenda undir snemma leiks þá sneri Króatía taflinu sér í við og vann á endanum magnaðan 4-1 sigur á Kanada í F-riðli HM karla í fótbolta. Fótbolti 27. nóvember 2022 18:00
Marokkó galopnaði F-riðilinn með sigri gegn Belgum Marokkó vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið mætti Belgíu í F-riðli heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fram fer í Katar. Með sigrinum stökk marokkóska liðið á topp riðilsins. Fótbolti 27. nóvember 2022 15:00
Segir að ummæli Klinsmann um íranska liðið sé „svívirðing við fótbolta“ Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins í fótbolta, segir að ummæli fyrrum knattspyrnumannsins Jürgen Klinsmann um liðið séu „svívirðing við fótbolta.“ Fótbolti 27. nóvember 2022 13:00
Eitt skot á mark og Kosta Ríka heldur sér á lífi Kosta Ríka vann lífsnauðsynlegan 1-0 sigur er liðið mætti Japan á HM í Katar í dag. Keysher Fuller skoraði eina mark leiksins með fyrsta skoti Kosta Ríka á markið í keppninni. Fótbolti 27. nóvember 2022 11:54
Króatar óska eftir virðingu eftir að þjálfari Kanada sagðist ætla að ríða þeim Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur beðið kollega sinn hjá kanadíska landsliðinu, John Herdman, um að sýna liðinu sem hafnaði í öðru sæti á seinasta heimsmeistaramóti virðingu eftir að sá síðarnefndi sagði að hann og leikmenn hans myndu ríða Króötum í leik liðanna sem fram fer í dag. Fótbolti 27. nóvember 2022 08:01
Íhugaði að hætta eftir fyrsta leik á HM en mamma talaði hann af því Hinn 26 ára Lucas Hernández, leikmaður Bayern München og franska landsliðsins, íhugaði að binda enda á knattspyrnuferil sinn eftir að hafa slitið krossband í fyrsta leik franska landsliðsins á HM í Katar. Fótbolti 27. nóvember 2022 07:01
Stuðningsmaður Wales lést í Katar Velska knattspyrnusambandið hefur staðfest að einn stuðningsmaður velska landsliðsins hafi látist í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta fer nú fram. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Fótbolti 26. nóvember 2022 23:31
Argentínumenn héldu vonum sínum á lífi Eftir óvænt tap gegn Sádí-Arabíu í fyrsta leik þurfu Lionel Messi og félagar hans í argentínska landsliðinu sárlega á sigri að halda gegn Mexíkó í seinasta leik dagsins á HM í Katar. Messi og Enzo Fernandez sáu um markaskorun Argentínumanna og niðurstaðan 2-0 sigur. Fótbolti 26. nóvember 2022 20:58
Heimsmeistararnir fyrstir til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Ríkjandi heimsmeistarar Frakklands urðu í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum HM í Katar er liðið vann 2-1 sigur gegn Dönum. Fótbolti 26. nóvember 2022 17:58
Loksins skoraði Lewandowski á HM og Pólverjar upp í efsta sæti Pólverjar unnu mikilvægan 2-0 sigur er liðið mætti Sádí-Arabíu í C-riðli heimsmeistaramótsins í Katar. Sigurinn lyftir Pólverjum upp í efsta sæti riðilsins og setur bæði Mexíkó og Argentínu í erfiða stöðu fyrir seinni leik riðilsins í dag. Fótbolti 26. nóvember 2022 15:05
Fiskaði víti og kallaður snillingur Meðlimur nefndar sem greinir alla leiki á HM í Katar fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hrósar Cristiano Ronaldo og segir portúgalska framherjann með snilligáfu. Ástæðan er hvernig Ronaldo fiskaði vítaspyrnu í 3-2 sigir Portúgals á Gana. Fótbolti 26. nóvember 2022 13:00
Ástralía lætur sig dreyma eftir sigur á Túnis Ástralía vann 1-0 sigur á Túnis í fyrsta leik dagsins á HM í Katar. Sigurinn þýðir að Ástralía á enn möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Fótbolti 26. nóvember 2022 12:00
Felix vill yfirgefa Madríd Portúgalski landsliðsmaðurinn João Félix hefur fengið nóg af bekkjarsetunni hjá Atlético Madríd og vill yfirgefa félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Fótbolti 26. nóvember 2022 11:30
Southgate hrósaði hugarfarinu og segir liðið í góðri stöðu Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, talaði lið sitt upp eftir frekar dapra frammistöðu í markalausu jafntefli liðsins gegn Bandaríkjunum á HM í Katar. Southgate var sérstaklega sáttur með varnarleik sinna manna. Fótbolti 26. nóvember 2022 10:30
Englendingar með annan fótinn í 16-liða úrslit þrátt fyrir töpuð stig England er komið með annan fótinn í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Bandaríkjunum í kvöld. Fótbolti 25. nóvember 2022 20:55
Brassar verða án Neymar út riðlakeppnina Brasilíska landsliðið í knattspyrnu þarf að sætta sig við það að leika án sinnar stærstu stjörnu það sem eftir lifir riðlakeppninnar á HM sem nú fer fram í Katar. Neymar þurfti að fara meiddur af velli í sigri liðsins gegn Serbíu í gær og nú er ljóst að hann missir af næstu tveimur leikjum liðsins. Fótbolti 25. nóvember 2022 19:00
Allt jafnt í toppslag A-riðils Holland og Ekvador skiptu stigunum á milli sín er liðin gerðu 1-1 jafntefli í annarri umferð riðlakeppni HM í dag. Liðin eru nú jöfn á toppi A-riðils með fjögur stig hvort og nákvæmlega sömu markatölu. Fótbolti 25. nóvember 2022 18:00