Þjóðverjar vilja kæra kúgun FIFA til Íþróttadómstólsins Fyrirliðabandið fræga fékk ekki að fara á upphandlegg fyrirliðanna á HM í Katar eftir að knattspyrnusamböndin létu undan hótunum frá Alþjóða knattspyrnusambandsins. Fótbolti 23. nóvember 2022 07:31
Yfirvöld gefa Sádum frí til að fagna sigrinum óvænta Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa gefið öllum landsmönnum frí frá vinnu á morgun til að fagna óvæntum sigri liðsins gegn Argentínu á Heimsmeistaramótinu í Katar í dag. Fótbolti 22. nóvember 2022 23:01
Heimsmeistararnir hófu titilvörnina á öruggum sigri Heimsmeistarar Frakka unnu öruggan 4-1 sigur er liðið mætti Ástralíu í fyrsta leik liðanna á HM í Katar. Olivier Giroud skoraði tvö mörk fyrir liðið og er þar með orðinn markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi, ásamt Thierry Henry. Fótbolti 22. nóvember 2022 21:00
Ochoa kominn í HM-stuðið og bjargaði stigi fyrir Mexíkó Markvörðurinn Guillermo Ochoa reyndist hetja Mexókóa er hann varði vítaspyrnu frá pólsku markamaskínunni Robert Lewandowski í þriðja leik dagsins á HM í Katar. Lokatölur 0-0 í annars nokkuð bragðdaufum leik. Fótbolti 22. nóvember 2022 18:00
Van Dijk svarar gagnrýninni um fyrirliðaböndin: „Vil spila á stærstu mótunum“ Virgil van Dijk, fyrirliði hollenska landsliðsins í knattspyrnu hefur svarað þeirri gagnrýni sem hann og aðrir fyrirliðar hafa þurft að sæta eftir að ákveðið var að falla frá „OneLove“ fyrirliðaböndunum. Fótbolti 22. nóvember 2022 17:31
Sjáðu Sádastuðið í klefanum eftir sigurinn frækna Gleðin var svo sannarlega alls ráðandi í búningsklefa sádí-arabíska karlalandsliðsins í fótbolta eftir sigurinn frækna á Argentínu, 1-2, á HM í Katar í dag. Fótbolti 22. nóvember 2022 16:16
Enginn glaður eftir leik Danmerkur og Túnis Danmörk og Túnis gerðu markalaust jafntefli en fengu svo sannarlega bæði færi til að skora þegar liðin mættust í fyrstu umferð D-riðils á HM í fótbolta í Katar í dag. Fótbolti 22. nóvember 2022 14:55
Keane vonsvikinn með Kane og Bale: „Hefðu getað sent frábær skilaboð“ Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og írska landsliðsins, varð fyrir vonbrigðum með að fyrirliðar Englands og Wales hafi ekki verið með „OneLove“ fyrirliðabandið í leikjum liðanna á HM í Katar í gær. Fótbolti 22. nóvember 2022 14:30
Spilaði nánast allan leikinn þrátt fyrir að hafa fengið harmafregn kvöldið áður Þrátt fyrir að hafa fengið fregnir af andláti afa síns nokkrum klukkutímum fyrir viðureignina gegn Bandaríkjamönnum spilaði Walesverjinn Neco Williams nær allan leikinn og stóð sig með prýði. Fótbolti 22. nóvember 2022 14:01
Sigur Sádanna sá óvæntasti í sögu HM Sigur Sádí-Arabíu á Argentínu eru óvæntustu úrslit í sögu heimsmeistaramóts karla í fótbolta samkvæmt útreikningum Gracenote tölfræðiþjónustunnar. Fótbolti 22. nóvember 2022 13:30
Sádar toppuðu Ísland og sigruðu Messi Sádi-Arabía töfraði fram einhvern óvæntasta sigur í allri sögu HM karla í fótbolta þegar liðið hafði betur gegn Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu, 2-1. Fótbolti 22. nóvember 2022 11:52
Brasilíumenn búnir að undirbúa dansa fyrir fyrstu tíu mörkin Brasilíska landsliðið ætlar sér stóra hluti á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar og það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart. Þeir ætla líka að skemmta sér og öðrum á mótinu. Fótbolti 22. nóvember 2022 10:31
Eins og það sé búið að blanda Gerrard og Lampard saman Enska landsliðið byrjaði HM í Katar með sex marka sýningu og ef það var einhver sem stimplaði sig inn í mótið betur en flestir þá var það miðjumaðurinn ungi Jude Bellingham. Fótbolti 22. nóvember 2022 10:01
Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. Fótbolti 22. nóvember 2022 07:45
FIFA bannar ást á HM í Katar Fasismi Alþjóða knattspyrnusambandsins ætlar engan endi að taka og nú mega landsliðin ekki einu sinn setja eitt fallegasta orð heimsins á búningana sína. Fótbolti 22. nóvember 2022 07:35
„Okkar starf í vikunni sem var að líða var að einbeita okkur að fótbolta“ Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var eðlilega kampakátur með 6-2 sigur sinna manna á Íran þegar þau hófu leik á HM sem fram fer í Katar. Southgate var þó ósáttur með varnarleik sinna manna og sagði að hann yrði að vera betri það sem eftir lifir móts. Fótbolti 21. nóvember 2022 23:31
Bale bjargaði stigi fyrir Wales Wales lék í kvöld sinn fyrsta leik á HM í fótbolta frá árinu 1958. Það var vel við hæfi að Gareth Bale, einn besti íþróttamaður í sögu landsins, hafi tryggt þeim stig en Wales gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin. Fótbolti 21. nóvember 2022 21:15
Fagnaði fyrir Finlay Varamaðurinn Jack Grealish skoraði eitt af sex mörkum Englands í stórsigri liðsins á Íran í fyrsta leik liðanna á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Vakti það athygli hvernig Grealish fagnaði marki sínu en fagnið var tileinkaði ungum dreng að nafni Finlay, sá er með heilalömun [e. cerebral palsy]. Fótbolti 21. nóvember 2022 19:15
Tárvot Vanda: „Kannski er þetta barnalegt hjá mér en þetta er bara ég“ Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist vona að samtal KSÍ og Knattspyrnusambands Sádi-Arabíu geti hjálpað kvennaknattspyrnu þar í landi. „Ef maður Google-ar myndir af þessu liði sér maður myndir af brosandi fótboltastelpum og mig langar bara að hjálpa þeim.“ Fótbolti 21. nóvember 2022 18:35
Holland sökkti Senegal undir lok leiks Senegal mætir til leiks á HM án stórstjörnu sínar Sadio Mane og fyrsti leikurinn er á móti gríðarlega sterku liði Hollands sem er til alls líklegt á heimsmestaramótinu. Fótbolti 21. nóvember 2022 18:00
Sagði tengdasoninn verða að spila: „Hún myndi höggva af mér hausinn“ Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, grínaðist með það á blaðamannafundi á HM í Katar að hann yrði hreinlega að setja framherjann Ferran Torres í byrjunarliðið sitt. Fótbolti 21. nóvember 2022 17:00
Englendingar sögðu sex í fyrsta leiknum Englendingar hófu heimsmeistaramótið í Katar með 6-2 stórsigri á Írönum í B-riðli. Bukayo Saka skoraði tvö mörk og Jude Bellingham, Raheem Sterling, Marcus Rashford og Jack Grealish skoruðu mörk Englands en Mehdi Taremi bæði mörk Írans. Fótbolti 21. nóvember 2022 15:10
Firmino fékk ekki að fara á HM en lét vita að hann hafi það ágætt Roberto Firmino var ekki nógu góður til að komst í heimsmeistarahóp Brasilíumanna þrátt fyrir að hafa spilað vel með Liverpool á leiktíðinni. Fótbolti 21. nóvember 2022 14:31
Uppákoma í myndatöku Brassanna: United maðurinn sat í sæti Neymar Brasilíumenn þykja mjög sigurstranglegir á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar og margir spá því að sjötti heimsmeistaratitilinn fari til Brasilíu tuttugu árum eftir að sá síðasti fór á loft. Fótbolti 21. nóvember 2022 12:01
Engin ást hjá enskum og fleirum: Verða ekki með fyrirliðabandið Harry Kane, fyrirliði enska fótboltalandsliðsins, verður ekki með „OneLove“ fyrirliðbandið í leiknum gegn Íran á HM í Katar á eftir. Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest þetta. Fótbolti 21. nóvember 2022 10:09
Harry Kane óttast hvorki gult spjald né sekt Harry Kane ætlar ekki að láta hótanir Alþjóða knattspyrnusambandsins stoppa sig í því að nota „OneLove“ fyrirliðabandið í fyrsta leik enska landsliðsins á HM í Katar í dag. Hann staðfesti á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Íran að hann vilji bera bandið á HM Enski boltinn 21. nóvember 2022 09:02
Ronaldo mætti óvænt á blaðamannafund: Segist vera skotheldur Cristiano Ronaldo var mættur á blaðamannafund portúgalska landsliðsins í morgun. Það virðist hafa komið mörgum á óvart því tiltölulega fáir blaðamenn voru mættir til að spyrja hann spurninga. Fótbolti 21. nóvember 2022 07:40
Ronaldo og Messi voru ekki á sama stað þegar myndin fræga var tekin af þeim Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru þessa dagana að taka þátt í sínu fimmta og væntanlega síðasta heimsmeistaramóti í fótbolta. Fótbolti 21. nóvember 2022 07:31
„HM snýst ekki um bjór og brennivín“ „Fyrir mér ætti þetta að vera ævintýri fyrir fólk sem snýst ekki um bjór, heldur fótbolta“ segir fyrrum fótboltamaðurinn Jónas Grani Garðarsson sem starfar í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta hófst í dag. Katarar hættu við bjórsölu í nánd við velli mótsins á föstudag. Fótbolti 21. nóvember 2022 07:00
Stuðningsmenn Ekvador vildu bjór en Katarar fóru snemma heim Ekvador vann 2-0 sigur á Katar í opnunarleik heimsmeistaramótsins í Katar í dag. Stuðningsmenn Ekvadora sungu óskasöngva um bjór á vellinum í dag á meðan Katarar gáfust upp snemma. Fótbolti 20. nóvember 2022 23:02