Jóhann Berg og Alfreð eru hvorugur í landsliðshópnum Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson hefur tilkynnt hvaða leikmenn verða í hópnum sem spilar tvo síðustu leiki sína í undankeppni HM nú í nóvember. Fótbolti 4. nóvember 2021 13:12
Spurningarnar fyrir síðasta landsliðshóp ársins Arnar Þór Viðarsson tilkynnir í dag hópinn fyrir síðustu leiki karlalandsliðsins í fótbolta í undankeppni HM 2022. En hverjir verða í þessum síðasta landsliðshópi ársins? Fótbolti 4. nóvember 2021 10:00
Fertugur Zlatan snýr aftur í landsliðið Hinn fertugi Zlatan Ibrahimovic var valinn í sænska landsliðið fyrir síðustu leiki þess í undankeppni HM 2022. Fótbolti 2. nóvember 2021 15:02
Brasilía og Argentína taka ekki þátt ef HM verður á tveggja ára fresti Brasilía, Argentína og hinar átta þjóðirnar sem mynda CONMEBOL, knattspyrnusamband Suður-Ameríku, leggjast alfarið gegn því að HM verði haldið á tveggja ára fresti og ætla ekki að taka þátt ef sú breyting verður að veruleika. Fótbolti 28. október 2021 14:00
Alfreð loksins tilbúinn og „ljótur sigur“ í kvöld gæti breytt ýmsu Á árinu 2021 hefur Alfreð Finnbogason aðeins þrisvar sinnum verið í byrjunarliði þýska liðsins Augsburg. Nú er hann tilbúinn að byrja leiki á ný, þjálfara sínum til mikillar ánægju. Fótbolti 27. október 2021 14:32
Vanda skoðar að láta landsliðsfólk skrifa undir samning Til skoðunar er að láta leikmenn landsliða Íslands í fótbolta skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, ætlar að fara með karlalandsliðinu til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í næsta mánuði og ræða við leikmenn þess. Fótbolti 27. október 2021 12:15
Amnesty hvetur Beckham til að kynna sér stöðu mála Katar David Beckham verður eitt af andlitum HM 2022 í knattspyrnu sem og sendiherra mótsins sem fram fer í Katar. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa hvatt hann til að kynna sér bága stöðu mannréttinda í landinu. Fótbolti 27. október 2021 07:00
Beckham sagður hafa fengið 26 milljarða fyrir að vera andlit HM í Katar David Beckham verður andlit hins umdeilda heimsmeistaramóts í fótbolta í Katar sem fer fram eftir ár. Það kostaði hins vegar sitt að frá þennan fyrrum fyrirliða enska landsliðsins og leikmann Manchester United og Real Madrid um borð. Fótbolti 25. október 2021 11:30
Kanadamenn „uppfærðu“ Víkingaklappið og eru komnir inn á topp fimmtíu Kanadamenn hafa þotið upp styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins eftir mjög gott gengi í undankeppni HM og komust í gær í hóp fimmtíu bestu landsliða heims í fyrsta sinn í 24 ár. Fótbolti 22. október 2021 11:01
Búrkína Fasó komið upp fyrir Ísland á FIFA-listanum Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fellur niður um tvö sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem var birtur í morgun. Fótbolti 21. október 2021 09:01
Guðjohnsen fram úr Maldini í kapphlaupi konunglegu knattspyrnuættanna Ítalir eiga Maldini-fjölskylduna eins við Íslendingar eigum Guðjohnsen-fjölskylduna. Frammistaða Andra Lucasar og Sveins Arons í vikunni sýndi okkur að þeir standa sig vel í að fylgja í fótspor afa síns og pabba. Fótbolti 15. október 2021 10:01
Messi: Eins og dómarinn geri þetta vísvitandi Brasilíumenn geta farið að bóka flug á HM í Katar eftir enn einn sigurinn í undankeppninni í Suður-Ameríku í nótt. Lionel Messi skaut á brasilískan dómara eftir 1-0 sigur Argentínu á Perú. Fótbolti 15. október 2021 07:31
Himinlifandi Danir fá 1.600 milljóna innspýtingu sem Ísland missir eflaust af Danir eru í skýjunum eftir að hafa tryggt sér sæti á HM karla í fótbolta með ótrúlega sannfærandi hætti en þeir hafa ekki fengið á sig eitt einasta mark í undankeppninni, skorað 27 og unnið alla átta leiki sína. Árangurinn færir danska knattspyrnusambandinu háar fjárhæðir. Fótbolti 14. október 2021 14:01
Guðjohnsen fjölskyldan búin að skila íslensku landsliðunum áttatíu mörkum Mark Andra Lucasar Guðjohnsen á móti Liechtenstein var tímamótamark fyrir Guðjohnsen fjölskylduna. Fótbolti 14. október 2021 10:30
Enginn Aron Einar, jarðarfararstemning, stungið af en ljós við enda ganganna Þótt öldugangurinn í kringum karlalandsliðið í fótbolta hafi ekki verið jafn mikill í nýafstaðinni landsleikjahrinu og þeirri síðustu var sjórinn ekki spegilsléttur þegar kemur að strákunum okkar. Fótbolti 14. október 2021 10:01
„Mamma mín skutlar mér ennþá á æfingar“ Ungstirni Bayern München og þýska landsliðsins valdi það að spila frekar fyrir Þýskaland en fyrir England. Í vikunni skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir þýska landsliðið. Fótbolti 14. október 2021 09:30
Færði krökkunum í Sandgerðisskóla gjöf eftir landsleikina Mikael Neville Anderson, landsliðsmaður í fótbolta, gaf sér tíma til að heimsækja sinn gamla grunnskóla í Sandgerði og heilsa upp á nemendur eftir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM. Fótbolti 14. október 2021 08:31
Ferðast í sextán tíma af bekknum í bikarúrslitaleikinn Pablo Punyed er nú á heimleið frá El Salvador til Íslands og ætti að vera mættur í tæka tíð til að spila með Víkingi gegn ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn. Fótbolti 14. október 2021 07:31
Fyrirliði Dana telur að liðið geti farið langt á HM í Katar Danir urðu í gær önnur Evrópuþjóðin sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni HM í Katar en Danir hafa unnið fyrstu átta leikina sína í riðlinum og hafa gulltryggt sér efsta sætið. Fótbolti 13. október 2021 20:31
Margir úrslitaleikir fram undan Þrjú lið hafa nú tryggt sér sæti á heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar sem fram fer í nóvember og desember á næsta ári. Fram undan eru því leikir upp á líf og dauða í mörgum riðlum í undankeppninni í Evrópu. Fótbolti 13. október 2021 16:01
Ungverskar bullur réðust að lögreglu á Wembley Ungverskar fótboltabullur réðust að lögreglumönnum á Wembley í gærkvöld á landsleik Englands og Ungverjalands í undankeppni HM í fótbolta. Fótbolti 13. október 2021 11:02
Liðsfélagar Neymar hjá brasilíska landsliðinu vona að hann hætti ekki Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er bara 29 ára gamall en hann talar þessa dagana eins og landsliðsferillinn hans sé að nálgast endastöð. Fótbolti 13. október 2021 10:31
Leikmenn fá aðeins viku í undirbúning fyrir HM Eins og flestir vita mun heimsmeistaramótið í knattspyrnu fara fram í Katar á næsta ári. Vegna mikils hita yfir sumartímann verður leikið í nóvember og desember, en leikmenn munu ekki losna frá félagsliðum sínum fyrr en viku áður en mótið hefst. Fótbolti 13. október 2021 07:02
Svíar á toppi B-riðils | Ronaldo með enn eina þrennuna Alls fóru fram 14 leikir í undankeppni HM 2022 í kvöld. Svíar lyftu sér upp fyrir Spánverja í efsta sæti B-riðils með 2-0 sigri gegn Grikkjum og Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar að Portúgal vann öruggan 5-0 sigur gegn Lúxemborg svo eitthvað sé nefnt. Fótbolti 12. október 2021 21:21
Mæhle tryggði Dönum sæti á HM Danmörk varð í kvöld annað liðið til að tryggja sér farseðil á HM í Katar á næsta ári með 1-0 sigri gegn Austurríki. Fótbolti 12. október 2021 20:49
Englendingar misstigu sig gegn Ungverjum Englendingar og Ungverjar gerðu 1-1 jafntefli þegar að liðin mættust á Wembley í undankeppni HM 2022 í kvöld. Sigur hefði tryggt Englendingum umspilssæti. Fótbolti 12. október 2021 20:40
Danir geta tryggt sér farseðilinn til Katar í kvöld Danir geta orðið annað liðið til að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í Katar 2022 í kvöld. Fótbolti 12. október 2021 14:31
AS líkir Andra Lucasi við Haaland Spænska stórblaðið AS segir að Andri Lucas Guðjohnsen minni um margt á Erling Braut Haaland og muni mögulega leika sinn fyrsta leik fyrir aðallið Real Madrid í vetur. Fótbolti 12. október 2021 13:31
678 mínútum á undan pabba og yfir 1.560 mínútum á undan afa Andri Lucas Guðjohnsen var miklu fljótari að skora landsliðsmark númer tvö heldur en bæði faðir sinn og afi sinn sem báðir eru meðal markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi. Fótbolti 12. október 2021 12:31
Pabbar markaskoraranna mættust í Trópídeildinni Landsliðsmennirnir þrír sem skoruðu fyrir Ísland í 4-0 sigrinum gegn Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta í gær eru allir af miklum fótboltaættum. Pabbar þeirra léku allir í Trópídeildinni á Íslandi sumarið 1994. Fótbolti 12. október 2021 11:01