Útilokar ekki að Norðmenn sniðgangi HM í Katar Ståle Solbakken, þjálfari norska landsliðsins í fótbolta, útilokar ekki að Norðmenn sniðgangi HM í Katar 2022 en segir að það sé síðasta verkfærið sem verði tekið upp úr kassanum, verði það notað. Fótbolti 7. apríl 2021 21:30
Íslendingar fá aukaleik gegn Mexíkóum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Mexíkó í vináttulandsleik 30. maí næstkomandi. Leikið verður í Bandaríkjunum. Fótbolti 7. apríl 2021 15:07
Ísland fellur um sex sæti á heimslistanum og ekki verið neðar í átta ár Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fellur niður um sex sæti á nýjum styrkleikalista FIFA. Ísland er nú í 52. sæti listans. Fótbolti 7. apríl 2021 13:57
Fyrrum þjálfari Dana: Hjulmand á að fá heiðurinn Åge Hareide, fyrrum þjálfari danska landsliðsins í fótbolta, segir að Kasper Hjulmand, núverandi þjálfari liðsins, eigi að fá allan heiðurinn á gengi liðsins um þessar mundir. Fótbolti 2. apríl 2021 15:00
„Hlýtur að vera óheppnasti þjálfarinn okkar frá upphafi“ Hjörvar Hafliðason, íþróttafréttamaður, veltir upp fyrir sér á Twitter síðu sinni hvort að Arnar Þór Viðarsson sé sá landsliðsþjálfari sem hafi verið hvað óheppnastur hvað varðar landsleiki sína. Fótbolti 2. apríl 2021 14:00
„Þetta er búið, Jogi“ Það var ekki bjart yfir þýskum fjölmiðlum er þeir fjölluðu um þýska landsliðið í knattspyrnu sem tapaði fyrir Norður Makedóníu, 2-1, á heimavelli á miðvikudag. Fótbolti 2. apríl 2021 13:00
Tapið gegn Norður-Makedóníu það versta í sögu Þýskalands Tölfræðisíðan Gracenote hefur tekið saman það helsta sem gerðist í fyrstu þremur umferðum undankeppni HM 2022 í knattspyrnu. Sigur Norður-Makedóníu á Þýskalandi ber þar af en um er að ræða versta tap í sögu Þýskalands. Fótbolti 2. apríl 2021 08:01
Kári Árnason og Birkir Bjarnason í góðum félagsskap Þeir Kári Árnason og Birkir Bjarnason eru meðal þeirra 100 leikmanna sem hafa átt hvað besta landsleiki undanfarið. Það er fyrir landslið innan Evrópu. Fótbolti 1. apríl 2021 21:00
Blind þarf að fara í aðgerð en vonast til að ná EM Daley Blind, leikmaður hollenska landsliðsins og Ajax, meiddist illa í 7-0 sigri Hollands á Gíbraltar í undankeppni HM 2022 á dögunum. Hann er bjartsýnn og stefnir á að ná EM í sumar en það verður að teljast ólíklegt. Fótbolti 1. apríl 2021 20:30
Festist í lyftu og missti af liðsrútunni Þegar liðsrúta Spánverja kom á völlinn í Sevilla í gær fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM í Katar 2022 var enginn Luis Enrique með í rútunni. Fótbolti 1. apríl 2021 11:32
„Fullkomin lausn“ fyrir Willum sem var samt svekktur Willum Þór Willumsson varð að gera sér að góðu að standa utan hóps í gærkvöld, eftir að hafa ferðast frá EM í Ungverjalandi til móts við A-landsliðið vegna leiksins í Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. Fótbolti 1. apríl 2021 09:00
Ekki tapað í undankeppni HM síðan 2001 Það ráku margir upp stór augu er þeir sáu að Norður Makedónía gerði sér lítið fyrir og skellti Þýskalandi í kvöld, 2-1, er liðin mættust í Duisburg. Fótbolti 31. mars 2021 23:00
Segir mikla pressu á Sveini vegna nafnsins en að hann höndli hana vel „Það er pressa á drengnum en það er ótrúlegt hvað hann höndlar það vel. Hann er bara svo vel gerður. Það hlýtur að koma úr móðurætt,“ sagði Arnar Þór Viðarsson léttur í bragði þegar hann ræddi um Svein Aron Guðjohnsen eftir sigurinn á Liechtenstein í kvöld. Fótbolti 31. mars 2021 22:39
„Aldrei gaman fyrir lið eða markvörð að fá mark á sig úr horni“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var svekktur með markið sem Ísland fékk á sig gegn Liechtenstein í undankeppni HM 2022 í kvöld. Fótbolti 31. mars 2021 22:38
Fjögur fyrstu mörkin og þrjú fyrstu stigin á þjálfaraferli Arnars: Sjáðu myndirnar 4-0 sigur í Liechtenstein í kvöld gerir lífið heldur skemmtilegra næstu mánuði fyrir landsliðsþjálfarann Arnar Þór Viðarsson og aðstoðarmenn hans. Fótbolti 31. mars 2021 21:29
Fínt að spila oftar gegn Liechtenstein því þá næ ég að skora eitthvað Birkir Már Sævarsson var léttur í lund er hann mætti í viðtal eftir 4-1 sigur Íslands gegn Liechtenstein í undankeppni HM fyrr í kvöld. Bakvörðurinn skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum. Fótbolti 31. mars 2021 21:09
Fékk að vita það í morgunmatnum að hann myndi byrja sinn fyrsta A-landsleik Sveinn Aron Guðjohnsen sagðist hafa fengið að vita það í morgun að hann myndi byrja sem fremsti maður hjá íslenska landsliðinu gegn Liechtenstein. Fótbolti 31. mars 2021 21:06
Einkunnir Íslands á móti Liechtenstein: Birkir Már og Birkir Bjarna bestir Íslenska karlalandsliðið vann þægilegan 4-1 sigur á Liechtenstein eftir árangursríka og einbeitta nálgun á verkefnið í Ölpunum í kvöld. Vísir hefur farið yfir frammistöðu íslensku strákana. Fótbolti 31. mars 2021 21:02
Mikilvægt að fá fyrstu þrjú stigin Birkir Bjarnason, einn markaskorara Íslands í 4-1 sigri gegn Liechtenstein, sagði mikilvægast að hafa náð í þrjú stig úr leik kvöldsins. Fótbolti 31. mars 2021 21:01
Twitter um sigur Íslands: Rafíþróttalið Liechtenstein, markaskorun Birkis Más og Sveinn Aron í byrjunarliðinu Ísland vann sinn fyrsta sigur í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu er liðið lagði Liechtenstein 4-1 ytra í dag. Hér að neðan má sjá allt það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð. Fótbolti 31. mars 2021 20:39
Enn einn sigur Englands en Þýskaland tapaði á heimavelli Í kvöld fór fjöldinn af leikjum í undankeppni HM í Katar 2022 en meðal annars voru England, Þýskaland og Frakkland í eldlínunni. Fótbolti 31. mars 2021 20:39
Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 1-4 | Kærkominn sigur í Vaduz Ísland vann kærkominn sigur á Liechtenstein, 1-4, þegar liðin áttust við á Rheinpark Stadion í Vaduz í kvöld. Birkir Már Sævarsson, Birkir Bjarnason, Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson (víti) skoruðu mörk Íslendinga. Yanik Frick skoraði mark Liechtensteina beint úr hornspyrnu. Fótbolti 31. mars 2021 20:30
Endurkoma hjá Armenum sem eru með fullt hús Armenía er með fullt hús stiga í J-riðlinum eftir 3-2 sigur á Rúmenum á heimavelli í kvöld en Armenar voru 2-1 undir er skammt var eftir. Fótbolti 31. mars 2021 18:02
Lars segir að Eiður hafi ekki komið að valinu á Sveini Lars Lagerback, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, segir að Eiður Smári Guðjohnsen, hinn aðstoðarþjálfari liðsins, hafi ekki komið að valinu á framherja íslenska liðsins í leik kvöld. Fótbolti 31. mars 2021 17:50
Sveinn Aron byrjar og Rúnar Alex í markinu Arnar Þór Viðarsson gerir sex breytingar á byrjunarliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir leikinn gegn Liechtenstein í undankeppni HM 2022 í Vaduz í kvöld. Fótbolti 31. mars 2021 17:24
„Allir vilja sparka í okkur meðan við liggjum“ Stephen Kenny, þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta, skaut föstum skotum að gagnrýnendum sínum eftir 1-1 jafntefli við Katar í vináttulandsleik í gær. Fótbolti 31. mars 2021 13:30
Getur unnið fyrsta sigurinn á sama stað og hann fékk skell í síðasta landsleiknum Arnar Þór Viðarsson er mættur aftur til Vaduz í Liechtenstein þar sem landsleikjaferill hans endaði með vandræðalegu tapi fyrir rúmum fjórán árum. Fótbolti 31. mars 2021 13:01
Mögulegt byrjunarlið gegn Liechtenstein: Arnar með yngri fætur til taks Ungir leikmenn gætu fengið að láta ljós sitt skína í dag í þriðja leik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. Sex leikmenn voru í byrjunarliðinu bæði gegn Þýskalandi og Armeníu en leikurinn við Liechtenstein í kvöld verður þriðji leikur Íslands á aðeins sjö dögum. Fótbolti 31. mars 2021 12:15
Fyrirliðabandið sem Ronaldo grýtti frá sér á uppboði til að hjálpa veiku barni Fyrirliðabandið sem Cristiano Ronaldo grýtti á jörðina í leik Serbíu og Portúgals hefur verið sett á uppboð. Upphæðina sem fæst fyrir fyrirliðabandið á að nota til að hjálpa veiku barni. Fótbolti 31. mars 2021 11:01
EM-strákarnir skikkaðir í sóttvarnahús en A-landsliðið ekki Tíu daga landsliðstörn lýkur hjá A-landsliði og U21-landsliði karla í fótbolta í dag. Mannskapurinn ferðast heim á morgun en þá taka gildi nýjar reglur um ferðatakmarkanir gildi. Fótbolti 31. mars 2021 10:31