Sá besti á árinu bjó til jólalag með Ladda Sundmaðurinn fjölhæfi Már Gunnarsson var í gær útnefndur íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Hann sinnir jafnframt tónlistinni og gaf nýverið út jólalag sem þeir Laddi syngja saman. Sport 20. desember 2023 14:01
Töfrandi hátíðarborð um jólin Hátíðlega skreytt veisluborðið er stór hluti af jólahaldinu hjá mörgum. Þegar lagt er á borð er um að gera að prófa sig áfram og notast við skreytingar af ólíku tagi. Með því að raða ólíkum efnivið úr náttúrunni, kertum og jólaskrauti smekklega saman verður útkoman hin glæsilegasta. Jól 20. desember 2023 11:57
Hver er vinsælasta jólagjöfin? Samverustund hefur verið valin jólagjöf ársins samkvæmt könnun Rannsóknarseturs verslunarinnar. Valið snýst því ekki lengur um mjúka eða harða pakka, heldur er það samvera með fólkinu okkar sem hefur vinningin. Lífið samstarf 20. desember 2023 11:48
Ballarbrotum fjölgar um jólin Ballarbrotum fjölgar yfir jólahátíðina, ef marka má niðurstöður vísindamanna í Þýskalandi sem hafa rannsakað tíðni meiðslanna eftir árstímum. Erlent 20. desember 2023 11:01
„Get ekki látið ykkur Íslendinga skrifa allskonar bull um mig“ Leoncie vinnur nú að nýrri ævisögu. Hún vill segja sögu sína sjálf. Hún er tónlistakona og skemmtikraftur og segist hafa nóg að gera. Lífið 20. desember 2023 10:07
Hvít jól um allt land Allir landsmenn mega eiga von á hvítum jólum, þó jörð geti verið hvítflekkótt syðst. Veður 20. desember 2023 07:49
Stefnir á að skrifa glæpaleikrit Rithöfundadraumurinn kviknaði snemma hjá glæpasagnahöfundinum Ragnari Jónassyni en í æsku var hann duglegur að skrifa ljóð og smásögur fyrir afa sinn og ömmu. Helgunum eyddi hann svo gjarnan á Þjóðarbókhlöðunni með föður sínum þar sem hann datt inn í heim bókanna. Menning 20. desember 2023 07:01
Bjúgnakrækir kom til byggða í nótt Bjúgnakrækir er níundi jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann var fimur við að klifra uppi í rjáfri og stal þar reyktum hrossabjúgum. Jól 20. desember 2023 06:00
Ómissandi hefðir listamanna á aðventunni Hefðir eiga mis stóran sess í hjarta fólks í aðdraganda hátíðarinnar sem nálgast nú óðfluga. Mandarínur, jólamyndir, konfekt og möndlugrautur er meðal þess sem er ómissandi fyrir listamennina, Þorgrím Þráinsson, Kristmund Axel Kristmundsson og Ásgrím Geir Logason á aðventunni. Jól 19. desember 2023 18:12
Fjöldi fólks sækir að Hafnarfjarðarhöfn til að skoða jólaljósin Á fimmta tug smábátaeigenda hafa skreytt báta sína í Hafnarfjarðarhöfn fyrir jólin. Formaður félags smábátaeigenda í Hafnarfirði og Garðabæ segir fjölda fólks gera sér leið niður á höfn á kvöldgöngunni til að virða fyrir sér ljósin. Lífið 19. desember 2023 17:04
Frasabókin er svarti foli þessarar vertíðar Ef pakkinn þinn líkist bók þá eru mestar líkur á að í honum leynist Arnaldur, Yrsa eða Ólafur Jóhann. Þessi þrjú eiga mest seldu skáldverk ársins samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Menning 19. desember 2023 13:56
Jólagjöfin sem býr til skemmtilegar samverustundir Það tilheyrir jólum að grípa í spil og eiga samverustund með vinum og fjölskyldu. Við tókum saman þrjú stórskemmtileg spil sem eiga fullt erindi undir jólatréð og í möndlugjöfina. Lífið samstarf 19. desember 2023 10:25
„Lífið er jafn fallegt og það er miskunnarlaust“ Aldís Amah Hamilton leikkona biðlar til fólks að taka utan um fólkið sitt og skapa dýrmætar minningar í stað þess að týna sér í jólastressi og fullkomnunaráráttu yfir hátíðirnar. Lífið 19. desember 2023 10:11
Hátíðarmaturinn sem klikkar ekki Ali Hamborgarhryggurinn hefur verið ómissandi liður í hátíðarhefðum fjölmargra íslenskra fjölskyldna í að verða 80 ár en Ali fagnar einmitt 80 ára afmæli á næsta ári. Mikil natni er lögð í framleiðsluna, hryggurinn er léttsaltaður og léttreyktur yfir beykispæni sem gerir hann einstaklega bragðgóðann. Lífið samstarf 19. desember 2023 08:50
Skyrgámur kom til byggða í nótt Skyrgámur er áttundi jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann var ægilegur rumur sem þefaði upp skyrtunnur og át þar til hann stóð á blístri. Jól 19. desember 2023 06:00
Drykkjarvörur og konfekt hækka mest Dæmi eru um að verð á jólamatvörum hafi hækkað um tugi prósenta á milli ára. Samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ hefur jólamaturinn hækkað um allt að 17 prósent. Landsmenn finna misvel fyrir hækkuninni. Neytendur 18. desember 2023 20:55
Með alvarlega rúmfatadellu og elskar vönduð rúmföt Björn Þór Heiðdal fékk alvarlega rúmfatadellu þegar hann vann hjá Þvottahúsi A. Smith ehf sem afi hans, Adolf Smith stofnaði 1944. Í dag er Björn eigandi stærstu rúmfatabúðar Íslands, Rúmföt.is Lífið samstarf 18. desember 2023 14:15
Telur líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að miðað við stöðuna undanfarið sé ekki ólíklegt að íbúar Grindavíkur geti haldið jól í bænum. Það verði þó að bíða eftir næsta hættumati Veðurstofunnar á miðvikudag. Innlent 18. desember 2023 11:56
Stjörnulífið: Jólagleði, rauðar varir og IceGuys Stórafmæli, tónleikar og almennur jólaundirbúningur var áberandi hjá stjörnum landsins í liðinni viku. Stjörnulögfræðingurinn Villi Vill fór út á lífið á Ítalíu með knattspyrnumanninum Alberti Guðmundssyni, Sigga Beinteins og kærastan hennar, Eygló Rós fóru á Kjarval á meðan Logi Bergmann skemmti sér á tónleikum Auðar í Iðnó á laugardagskvöldið. Lífið 18. desember 2023 11:40
Glæsileg jóla- og áramótadagskrá Bylgjunnar Að venju býður Bylgjan upp á glæsilega jóla- og áramótadagskrá þar sem boðið verður upp á notalega jólatónlist, spjall við áhugavert fólk og margt fleira. Lífið samstarf 18. desember 2023 11:20
Byggði Eiffelturninn úr piparkökum og ætlar sér meira Piparkökuskreytingar eru löngu orðinn fastur liður hjá mörgum fyrir jólin. Ung kona á Seltjarnarnesi gengur skrefinu lengra í ár og hefur meðal annars bakað stóran og veglegan piparköku Eiffelturn sem prýðir stofu fjölskyldunnar. Jól 18. desember 2023 08:01
Upplýsingaóreiðan í matarboðinu „Nei það er ekki rétt ég var búinn að lesa... man nú ekki alveg hvar en það var alveg sláandi.“ Jæja nú byrjar hún enn og aftur upplýsingaóreiðan í matarboðinu. Einn ástsælasti samkvæmisleikur þjóðarinnar þar sem öll fjölskyldan keppist heila kvöldstund að skiptast á sláandi staðreyndum, slúðri og sögusögnum án þess að þurfa nokkurn tímann að geta heimilda. Skoðun 18. desember 2023 07:31
Hurðaskellir kom til byggða í nótt Hurðaskellir er sjöundi jólasveinninn sem kemur til byggða. Honum fannst ekkert skemmtilegra en að skella hurðum og notaði til þess hvert tækifæri sem gafst. Jól 18. desember 2023 06:00
Líkur á að fólk komist ekki heim fyrir jól að aukast talsvert Forstjóri Icelandair segir að líkurnar á að farþegar komist ekki á sinn áfangastað fyrir jól aukist talsvert milli vikna í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra og sáttasemjara. Slæmt sé að vita til þess að fólk geti ekki einu sinni talað saman. Innlent 17. desember 2023 22:31
„Það hefur enginn beðið um þessa bók“ Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus segir ummæli Þorsteins V. Einarssonar varðandi sölu á bók sinni og konu hans Huldu Tölgyes dæma sig sjálf. Innlent 17. desember 2023 12:14
Þakklátur fyrir fagmennsku og góðvild Sundkappinn söngelski Már Gunnarsson segist gríðarlega ánægður með þjónustu Play í flugi sínu heim til landsins í dag. Hann og hundurinn hans Max voru kampakátir og segja það hafa verið besta flug þeirra til þessa. Lífið 17. desember 2023 11:15
Flugumferðarstjórar bjóði upp á gula viðvörun Forstjóri Icelandair líkir verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra við óveður sem olli félaginu um eins milljarðs króna tjóni fyrir sléttu ári. Aðgerðirnar valdi félaginu miklu tjóni en bitni fyrst og fremst á fólki sem stefnir á ferðalög í kringum hátíðirnar. Innlent 17. desember 2023 08:50
Askasleikir kom til byggða í nótt Askasleikir er sjötti jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann stal öskum fólks, faldi sig með þá og skilaði ekki aftur fyrr en þeir voru tómir. Jól 17. desember 2023 07:22
Ljót, skrýtin og skemmtileg jólatré til styrktar góðu málefni Kaffihúsið og vínstofan Kramber stendur fyrir sölu á misheppnuðum, ljótsætum, skrýtnum og einstökum jólatrján á pallinum fyrir utan. Allur ágóði rennur óskiptur til Konukots. Lífið 16. desember 2023 16:34
Pottaskefill kom til byggða í nótt Pottaskefill er fimmti jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann hirti skítuga pottana úr eldhúsinu og skóf þá að innan með puttunum. Þá þurfti ekki að þvo þá. Jól 16. desember 2023 06:00