Boða hraðari afhendingu bóluefna í Evrópu Búist er við því að framleiðslugeta bóluefnaframleiðenda í Evrópu aukist á næstunni með opnun nýrra framleiðslustaða. Þetta muni skila sér í hraðari afhendingu bóluefna í álfunni. Innlent 26. mars 2021 17:29
Kári segir dæmi þess að ferðamenn hundsi sóttkví og fari beint í Geldingadali Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa heyrt dæmi þess að erlendir ferðamenn sem komi til að skoða eldgosið í Geldingadölum brjóti sóttkví með markvissum hætti. Innlent 26. mars 2021 17:07
Opinbert bréf til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis Íslands Kæri Þórólfur. Skoðun 26. mars 2021 15:30
Þakklátur Kári segir hvorki þurfa að óttast bóluefni AstraZeneca né Sputnik V Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var meðal þeirra sem fengu bólusetningu við Covid-19 nú síðdegis. Um fjögur þúsund manns var boðið í Laugardalshöllina í dag þar sem notast var við bóluefni AstraZeneca. Innlent 26. mars 2021 15:19
Veiran og tekjuvarnir Mörgum féll allur ketill í eld þegar kynntar voru hertar sóttvarnaraðgerðir í vikunni. Grunnskólar loka fyrr en áætlað var vegna páska og foreldrar þurfa í stærri stíl að vera heima að gæta barna. Skoðun 26. mars 2021 14:30
Um 400 unglingar í Hafnarfirði í sóttkví Allir 209 nemendur unglingadeildar Víðistaðaskóla í Hafnarfirði eru komnir í sóttkví eftir að nemandi í deildinni greindist með kórónuveiruna. Innlent 26. mars 2021 14:12
Aflýsa öllum flugferðum vegna smits flugmanns Þorri starfsfólks flugfélagsins Ernis er í sóttkví eftir að kórónuveiru smit „læddist inn fyrir dyrnar“ líkt og það er orðað í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu flugfélagsins. Innlent 26. mars 2021 13:49
Áhyggjuefni að sá sem greindist utan sóttkvíar tengist hópferðum á gosstöðvarnar Sóttvarnalæknir segir að ekki sé hægt að tengja smitið sem greindist utan sóttkvíar í gær við önnur tilfelli sem hafi komið upp síðustu daga. Tilefni sé til að hafa áhyggjur af því að kórónuveiran finnist víðar en innan þess hóps sem tengist grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og reynt hefur verið að ná utan um. Innlent 26. mars 2021 11:50
Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn utan sóttkvíar. Innlent 26. mars 2021 10:52
Laugarnesskólasmitið komið í Hafnarfjörð Allir 180 nemendur á unglingastigi Öldutúnsskóla og tuttugu kennarar eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að í ljós kom í gærkvöldi að nemandi á unglingastigi væri smitaður af Covid-19. Innlent 26. mars 2021 10:40
Starfsfólk hjúkrunarheimila hálfbólusett: Herða reglur til að standa vörð um þjónustuna Ástæða þess að reglur hafa verið hertar á hjúkrunar- og dvalarheimilum, meðal annars hvað varðar heimsóknir, er sú að starfsmenn hafa almennt ekki fengið nema einn bóluefnaskammt. Innlent 26. mars 2021 10:24
„Þetta er bara rothögg“ Egill Rögnvaldsson sem rekur skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal segir að hertar sóttvarnaaðgerðir séu rothögg fyrir reksturinn. Skíðasvæðinu hefur verið lokað en framundan voru páskarnir þar sem von var á fjölda gesta norður á skíði. Innlent 26. mars 2021 10:22
„Yfirvöld þurfa líka að vinna með íþróttahreyfingunni allri og öðrum í landinu“ Hannes S. Jónsson, formaður körfuknattleikssambands Íslands, segir það ekki boðlegt að banna afreksíþróttafólki að æfa sína íþrótt. Hann segir yfirvöld þurfa að standa með íþróttahreyfingunni og saman þurfi þau að vinna lausn á vandanum. Sport 26. mars 2021 08:00
Ísland áfram grænt Ísland er áfram eina „græna“ landið samkvæmt korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. Innlent 26. mars 2021 07:45
Covid og mikilvægi þess að spyrja starfsfólk um andlega líðan sína Hertar sóttvarnarreglur og fréttir af mögulegri fjórðu bylgju eru ekki beint upplífgandi svona rétt fyrir páskafrí. Fyrir jólin var talað um jólakúlur og nú virðist stefna í það sama um páskana. Og helst eigum við eigum að ferðast innandyra. Þá er ljóst að mikið rask er framundan víða á vinnustöðum. En einnig heima fyrir, ekki síst vegna þess að skólar verða lokaðir. Atvinnulíf 26. mars 2021 07:00
AstraZeneca verði að standa við gerða samninga um afhendingu Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að lyfjaframleiðandinn AstraZeneca verði að standa við gerða samninga um afhendingu bóluefnis til Evrópuríkjanna áður en hægt verður að heimila útflutning á bóluefni þeirra sem framleitt er í Evrópu. Innlent 26. mars 2021 06:41
Tvöfaldaði bólusetningarmarkmiðið og staðfesti framboð 2024 Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans hygðist útdeila 200 milljón bóluefnisskömmtum á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. Það eru tvöfalt fleiri skammtar en Biden hafði áður lofað að yrðu gefnir á sama tímabili. Erlent 25. mars 2021 23:50
Vonar að kröftug viðbrögð verði til þess að snúa bylgjuna niður Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir ljóst að róðurinn sé að þyngjast í kórónuveirufaraldrinum. Það sjáist einna helst á fjölda sjúklinga á Covid-göngudeild Landspítalans. Innlent 25. mars 2021 21:46
Telur ekki að börn þurfi að leggjast frekar inn nú Barnasmitsjúkdómalæknir segist ekki eiga von á að börn þurfi að leggjast frekar inná spítala en áður þó þau hafi fengið breska afbrigði veirunnar. Innlent 25. mars 2021 20:46
Um ESB, bóluefni og útflutningsbann Byrjum á byrjuninni. Væntanlegt útflutningsbann á bóluefni frá ESB hefur vakið upp hörð viðbrögð. Og þeir íslensku ráðamenn, sem öllu jöfnu hafa verið mótfallnir inngöngu Íslands í sambandið, lýstu vandlætingu sinni samdægurs á samfélagsmiðlum: Hið stóra grimma Evrópusamband væri búið að setja litla klakann okkar á „bannlista“! Skoðun 25. mars 2021 20:01
Þurfa ekki að skrá sig atvinnulausa á Íslandi mánaðarlega Forstjóri Vinnumálastofnunar segir útlendinga á atvinnuleysisbótum eiga rétt á því að leita að vinnu annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu í þrjá mánuði. Kári Stefánsson vill fjölga dögum milli fyrstu og annarrar sýnatöku ferðamanna sem koma til landsins. Innlent 25. mars 2021 19:20
Nýjum Schengen-reglum á landamærum frestað fram yfir páska Gildistöku reglugerðar um för yfir landamæri sem taka átti gildi á morgun, 26. mars, hefur verið frestað til 6. apríl næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Innlent 25. mars 2021 19:13
Ekki þægilegt fyrir starfsfólkið að heyra að smit væri komið upp Leikskólastjórar harma að takmarkanir hafi ekki verið settar á starfsemi leikskóla. Leikskólastjóri vill sjá lágmarksstarfsemi á leikskólum fyrir vel skilgreinda forgangshópa. Innlent 25. mars 2021 19:01
Tvöfalda leyfðan hámarksfjölda viðskiptavina Matvöru- og lyfjaverslunum verður heimilt að taka á móti að hámarki hundrað viðskiptavinum að uppfylltum öllum skilyrðum í stað fimmtíu áður. Óbreyttar reglur gilda í öðrum verslunum. Innlent 25. mars 2021 17:51
Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. Innlent 25. mars 2021 17:03
Útlit fyrir 3.500 skammta frá Janssen í apríl Norsk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 52 þúsund skammta af bóluefni Janssen við Covid-19 í apríl. Sé talan yfirfærð á Ísland má áætla að um 3.500 skammtar af bóluefninu berist hingað í næsta mánuði. Ríkin fá efnið í gegnum samstarf Evrópusambandsins um bóluefnakaup og miðast dreifing við höfðatölu. Innlent 25. mars 2021 16:17
Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. Innlent 25. mars 2021 15:36
Sveigjanleiki „siðferðileg skylda atvinnulífsins“ UNICEF og Kennarasamband Íslands eru meðal þeirra sem hafa hvatt vinnuveitendur til að sýna ástandinu sem nú er komið upp í samfélaginu skilning og veita starfsmönnum sínum sveigjanleika til að sinna heimili og störfum. Innlent 25. mars 2021 14:58
Breyttu gönguleiðinni til að forðast gasmökk úr norðaustri Í ljósi þess vindur úr norðaustri feykir gasmekki yfir nýstikaða gönguleið að eldstöðvunum í dag hafa viðbragðsaðilar stikað nýja varaleið fyrir þá sem áhugasamir eru um að berja eldgosið augum. Innlent 25. mars 2021 14:45
Sextán ára og yngri mega ekki koma í heimsókn Heimsóknir barna undir 16 ára aldri eru nú óheimilar á Landspítalanum, nema í sérstöku samráði við stjórnendur deilda. Þá er ekki gert ráð fyrir að konum sé fylgt í fósturgreiningu nema með samþykki stjórnenda fósturgreiningadeildar. Innlent 25. mars 2021 14:23