Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    UEFA sektaði Barcelona fyrir að mæta of seint til seinni hálfleiks

    Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sektaði í dag Evrópumeistara Barcelona vegna framkomu liðsins í leiknum á móti Porto í Ofurbikar Evrópu í ágúst. Barcelona vann leikinn 2-0 en þarna mættust sigurvegarar í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á síðasta ári. Leikurinn fór fram á Stade Louis vellinum í Mónakó.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic: Hann spilar í fimm ár í viðbót

    Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic segir ekkert til í því að leikmaðurinn sé að fara að leggja skóna á hilluna á næstunni. Zlatan sem er þrítugur lét hafa það eftir sér á dögunum að hann hefði ekki eins gaman af fótboltanum og áður og að hann vildi hætta á meðan hann væri enn á toppnum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fabregas ekkert með Barcelona næstu þrjár vikur

    Cesc Fabregas mun ekki spila með Evrópumeisturum Barcelona næstu þrjár vikur eftir að hann tognaði aftan í læri á æfingu hjá spænska liðinu í gær. Fabregas er því kominn á meiðslalistann sem er nú orðinn nokkur myndarlegur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Messi: Mín markmið eru ekki að setja einhver met

    Lionel Messi, varð í gær annar markahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi þegar hann skoraði tvö mörk í 5-0 sigri liðsins á BATE Borisov í Meistaradeildinni. Hann deilir nú öðru sætinu með Ladislau Kubala sem skoraði líka 194 mörk fyrir Barca á sínum tíma.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Barcelona farið að spila leikkerfið 3-1-3-3

    Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, virðist vera búinn að finna leið til að koma öllum sókndjöfru heimsklassa leikmönnum sínum fyrir í liði Evrópumeistaranna. Koma Cesc Fabregas í haust skapaði viss vandamál í liðsuppstillingunni sem og uppkoma Thiago á undirbúningstímabilinu en Guardiola fann lausnina með því að breyta um leikkerfi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Carlos Tevez: Ég neitaði aldrei að spila fyrir Man City

    Carlos Tevez fær meira en 200 þúsund pund í vikulaun eða 37 milljónir íslenskra króna og fékk því litla samúð þegar fréttir bárust af því í gærkvöldi að hann hafi neitað að fara inn á völlinn í 2-0 tapi Manchester City á móti Bayern Munchen.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Nýju Nike-treyjunar eru eitt af því fáa sem hægir á Barcelona-liðinu

    Leikmenn Barcelona eru allt annað en sáttir við nýju Barcelona-treyjurnar sem voru teknar í notkun fyrir þetta tímabil. Það er að heyra á þessu nýja hitamáli á Nývangi að eitt af því fáa sem nær að hægja á leikmönnum Barcelona þessa dagana séu hinar umræddu Nike-treyjur. Þær virðast safna í sig raka og ná því oft að meira en tvöfalda þyngd sína í einum hálfleik.

    Fótbolti