Hollywood fréttir: Hata allir Chris Pratt? Sjónvarpsframleiðandinn Amy Berg velti því upp á Twitter árið 2020 hver væri óvinsælasti leikarinn með fornafnið Chris: Hemsworth, Evans, Pine eða Pratt. Pratt var þar níddur af miklum meirihluta svarenda. Síðan þá hefur hann þurft að þola að vera sagður óvinsælasti leikarinn með nafnið Chris í Hollywood. Bíó og sjónvarp 3. júlí 2022 10:14
Hafa byggt upp stærsta æðarvarp landsins í 22 ár Fuglaþorpið Sævarendi er í Loðmundarfirði en þar er sennilega stærsta æðarvarp á Íslandi, með um sexþúsund hreiður og tólfþúsund fugla. Hjónin Ólafur Aðalsteinsson og Jóhanna Óladóttir eru æðarbændur af lífi og sál og hafa byggt upp æðarvarpið í Sævarenda í 22 ár. Ljósmyndarinn Rax heimsótti hjónin og tók myndir af æðarvarpinu og íbúum þess. Menning 3. júlí 2022 07:29
Fann örlagaríkan gítar 45 árum síðar: „Ég brast í grát“ Meðlimur hljómsveitarinnar Guess Who hefur loks fengið uppáhalds gítarinn sinn aftur í hendurnar, 45 árum eftir að honum var stolið. Aðdáandi hljómsveitarinnar rakst á gítarinn í Tokyo borg og kom honum til skila. Lífið 3. júlí 2022 00:01
Klara í fyrsta sæti íslenska listans Söngkonan Klara Elias situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt. Lagið kom út 7. júní síðastliðinn og hefur óðfluga hækkað sig upp listann að undanförnu. Tónlist 2. júlí 2022 18:01
Joe Turkel er látinn Bandaríski leikarinn Joe Turkel er látinn 94 ára að aldri. Turkel er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum The Shining og Blade Runner. Lífið 2. júlí 2022 16:58
Tónlist fyrir ókannaðar íslenskar eyðimerkur Fyrsta plata Ari Árelíusar kemur út 22.júlí næstkomandi en lagið Melrakki om út 1.júlí og var myndband við lagið frumsýnt um leið. Albumm 2. júlí 2022 14:30
Finnst ekkert skemmtilegra en fáránlegar keppnir og áskoranir Glódís Guðgeirsdóttir er 28 ára gamall lífskúnstner, jarðfræðingur, fimleikastelpa, móðir, vinkona og ýmislegt annað og lýsir sjálfri sér sem ofsalegri stemningskonu. Hún elskar góðan kaffibolla og kvöldsund og passar sig að fara reglulega út fyrir þægindarammann. Glódís er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Lífið 2. júlí 2022 11:31
Adele sneri aftur eftir fimm ára hlé Söngkonan Adele söng í fyrsta sinn fyrir framan áhorfendur í fimm ár í gær. 65 þúsund manns hlustuðu á hana syngja í Hyde Park í London. Lífið 2. júlí 2022 09:52
Vann eftirsótt verðlaun með frumraun sinni Lilja Cardew vann kápuverðlaun bókaútgefandans Penguin á dögunum fyrir hennar hugmynd af kápu bókarinnar Diary of a Young Naturalist. Þetta var í fyrsta sinn sem Lilja teiknaði bókakápu en 1.500 manns tóku þátt í keppninni. Lífið 1. júlí 2022 23:22
Julia Roberts og George Clooney leika fráskilið par á Bali Julia Roberts gladdi aðdáendur sína fyrr á árinu þegar hún tilkynnti þeim að ný rómantísk gamanmynd væri á leiðinni með henni og George Clooney í aðalhlutverki. Nú hefur fyrsta stiklan úr myndinni litið dagsins ljós Bíó og sjónvarp 1. júlí 2022 21:00
Afmælisútgáfa Dýrðar í dauðaþögn Ásgeir Trausti endurgerði plötuna „Dýrð í dauða þögn“ í sérstakri afmælisútgáfu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að hún kom upprunalega út. Afmælisútgáfan lenti í dag, á afmælisdegi kappans og inniheldur einnig fjögur áður óútgefin lög. Lífið 1. júlí 2022 14:30
„Viljum fá fólk til að koma auga á það sem hér leynist“ Finnbogi Pétursson myndlistarmaður opnar sýningu í Hillebrandtshúsinu í gamla bænum á Blönduósi á morgun klukkan 16:00. Um er að ræða nýtt verk eftir listamanninn sem fengið hefur nafnið FLÓI. Hjónin Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius standa fyrir sýningunni en blaðamaður tók púlsinn á Finni. Menning 1. júlí 2022 13:31
Enn bætist í dagskrána á Þjóðhátíð Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún, Ragga Gísla, Hreimur, Aldamótatónleikarnir og Herbert Guðmundsson bætast á sívaxandi lista þeirra sem munu koma fram á Þjóðhátíð í ár. Þetta verður frumraun Herberts í dalnum. Lífið 1. júlí 2022 10:31
Sonur Mick Jagger fjárfestir í Overtune Miðlunarfyrirtækið Whynow fjárfesti rúmum tuttugu milljónum króna í íslenska sprotafyrirtækið Overtune. Whynow er rekið af Gabriel Jagger sem er sonur Mick Jagger, söngvara Rolling Stones. OverTune er rekið af Sigurði Ásgeiri Árnasyni, Jasoni Daða Guðjónssyni og Pétri Eggerz Péturssyni. Viðskipti innlent 1. júlí 2022 10:15
Sanderson systur mæta á Disney+ eftir 29 ára dvala Margir kannast eflaust við Sanderson systurnar úr myndinni Hocus Pocus sem leit dagsins ljós árið 1993 en nú eru þær mættar aftur eftir 29 ára dvala. Bíó og sjónvarp 30. júní 2022 15:14
„Við eigum að styðja hver aðra, ekki draga niður“ „Það var eins og við höfðum alltaf verið vinkonur,“ segir söngkonan Gréta Karen í viðtali við Vísi þegar hún lýsir fyrstu kynnum hennar og Svölu Björgvins. Lífið 30. júní 2022 13:33
Tónlist fyrir ókannaðar íslenskar eyðimerkur þar sem kynjaverur þrífast Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Melrakki eftir tónlistarmanninn Ara Árelíus. Myndbandinu er leikstýrt af Elínu Ramette, Inga Höskuldsdóttir sá um brúðugerð og hönnun og Sól Hansdóttir er listrænn stjórnandi. Tónlist 30. júní 2022 12:30
Enn sanka dansarar úr Reykjanesbæ að sér verðlaunum Dansarar úr Reykjanesbæ virðast ekki geta hætt að vinna til verðlauna á heimsmeistaramótinu í dansi á Spáni. Í gær vann danspar í eldri flokki til bronsverðlauna. Innlent 30. júní 2022 11:06
Cameron Diaz snýr aftur á skjáinn eftir langt hlé Bandaríska leikkonan Cameron Diaz mun snúa aftur til vinnu í Hollywood eftir átta ára hlé. Hún mun leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Back in Action, sem Netflix framleiðir. Bíó og sjónvarp 30. júní 2022 07:49
Tökur hefjist í fyrsta lagi eftir tvö ár Aðdáendur ofurnjósnarans James Bond þurfa að sætta sig við dágóða bið eftir næstu mynd samkvæmt upplýsingum frá Barböru Broccoli, framleiðanda myndanna. Framleiðsla myndarinnar muni ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár. Bíó og sjónvarp 29. júní 2022 22:48
Travis Barker með brisbólgu Travis Barker, trommari hljómsveitarinnar Blink-182 og nýbakaður eiginmaður Kourtney Kardashian, liggur nú inni á spítala með brisbólgu. Lífið 29. júní 2022 21:11
„Lífið er fullt af ógeðslega flóknum verkefnum“ Einar Bárðarson þekkja flestir hvort sem það er úr útvarpinu, sjónvarpinu, tónlistinni eða sem umboðsmann. Hann segist vera duglegur að taka ábyrgð og gangast við því sem miður fer í lífinu og rifjar meðal annars upp Eurovision ævintýrið og það hvernig fólk rís upp eftir að hafa verið slegið niður í lífinu. Lífið 29. júní 2022 21:00
Gaman að kyssa vinkonu sína Fyrirsætan Cara Delevingne segir það hafa verið gaman að leika ástkonu vinkonu sinnar Selenu Gomez í þáttunum Only Murders in the Building. „Er einhver í heiminum sem myndi ekki vilja kyssa Selenu?“ Spyr hún einnig í viðtali við E!News. Lífið 29. júní 2022 16:30
Halda afmælistónleika á Ingólfstorgi á laugardag Fyrirtækið Travelshift býður í tíu ára afmælistónleika á Ingólfstorgi næstkomandi laugardagskvöld. Tónleikarnir eru opnir öllum en Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör og nýstirnið Gugusar koma fram og skemmta viðstöddum. Tónlist 29. júní 2022 15:31
„Mikilvægt að hafa fulla trú á þeirri list og því fólki sem ég starfa með“ Sýningin Samsýning '22 - Vol. 2 opnaði síðastliðinn laugardag í Gallery Þulu þar sem ólíkir listamenn vinna saman að því að mynda skemmtilega og óvænta heild. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi Þulu Þorláksdóttur, eiganda og sýningarstjóra Þulu, og fékk að heyra nánar frá listræna lífinu. Menning 29. júní 2022 13:30
Heiðrar minningu systur sinnar: „Hún átti eftir að sýna heiminum listina sína“ Valgerður Anna Einarsdóttir, jafnan þekkt sem Vala, stendur fyrir sýningunni House of Van Helzing á LungA hátíðinni í ár. Sýningin er haldin til heiðurs systur hennar, hönnuðinum og listakonunni Tótu Van Helzing, sem lést í lok árs 2021 eftir erfiða baráttu við krabbamein. Blaðamaður hafði samband við Völu og fékk nánari innsýn í sýninguna. Menning 29. júní 2022 12:30
Viðskiptalífið hafi viljað verkið burt löngu áður en slysið varð Höfundur útilistaverksins Eggin í Gleðivík segir að viðskiptalífið hafi viljað verk hans í burtu löngu áður en hörmulegt slys varð á Djúpavogi í síðustu viku. Listamaðurinn segir að það muni stórskyggja á menningarlífið í bænum þegar verkið verður fært. Staðsetningin sé hluti af verkinu. Innlent 29. júní 2022 12:21
„Ég sjálf er mjög viðkvæm fyrir því hvað ég býð skynfærunum mínum upp á“ Tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal gaf út plötuna „The Unicorn Experience“ sem er búin til fyrir þá sem nota tónlist markvisst til að hafa áhrif á eigin líðan. Platan inniheldur fjögur lög sem saman mynda eina heild. Lífið 29. júní 2022 11:31
Eltihrellir rauf nálgunarbann og braust inn á heimili Ariönu Grande Aharon Brown sem áður hefur verið handtekinn fyrir að sitja um Ariönu Grande braust inn á heimili hennar á 29 ára afmælisdegi söngkonunnar. Lífið 29. júní 2022 10:37
Rifja upp heilræði Russell Crowe um íslenska veðrið Heilræði ástralska leikarans Russell Crowe til bandaríska leikarans um íslenska veðrið hafa verið rifjuð upp á YouTube-síðu spjallþáttastjórnandans Conan O'Brien. Lífið 29. júní 2022 07:53